Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
meistar inn. is
ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI
SELTJARNARNESBÆR hefur
hafnað kröfu ÁHÁ-bygginga um
skaðabætur vegna meintra ólög-
mætra vinnubragða við útboð á
Hrólfsskálamel. Hljóðar krafan upp á
585 milljónir króna. Lögmaður verk-
takafyrirtækisins segir að til standi
að láta reyna á málið fyrir dómstól-
um.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir,
frambjóðandi í fyrsta sæti Neslistans
á Seltjarnarnesi í komandi sveitar-
stjórnarkosningum, reit grein í
Morgunblaðið í gær þar sem hún
skýrði frá kröfunni. Að sögn Sigur-
geirs Sigurðssonar, bæjarstjóra á
Seltjarnarnesi, hefur bærinn látið
kanna lögmæti kröfunnar og ákveðið
hafi verið að ganga ekki til samkomu-
lags við kröfuaðila. „Það er ekkert
um að semja vegna þess að öllum til-
boðunum var hafnað skýrt og greini-
lega. Lögmenn bæjarins telja að
krafan eigi ekki við rök að styðjast,“
segir hann.
Hann segir ekkert hafa gerst í mál-
inu um nokkurn tíma og síðustu
bréfaskipti vegna þess hafi farið fram
í febrúar. Engar viðræður séu í gangi
sem stendur né bréfaskriftir og hafi
bærinn talið að málið væri úr sög-
unni.
Vísað af bæjarstjórnarfundi
við umræðu um málið
Í grein sinni segir Guðrún að
meirihluti bæjarstjórnar hafi lagt sig
fram um að leyna málinu, „m.a. með
því að bóka kröfuna í fundargerð
bæjarstjórnar sem „erindi“ frá Jóni
Steinari Gunnlaugssyni hrl. vegna
ÁHÁ-verktaka. Af vinnubrögðum
meirihlutans sést að ekki stendur til
að upplýsa bæjarbúa um skaðabóta-
kröfuna, þrátt fyrir þá staðreynd að
nái hún fram að ganga mun hún hafa
gífurleg áhrif á framtíð Seltjarnar-
nesbæjar,“ segir í greininni. Í því
sambandi bendir Guðrún á að fjár-
hæð kröfunnar sé hærri en árleg
framlög bæjarins til fræðslumála.
Sigurgeir hafnar alfarið því að
bærinn hafi reynt að leyna kröfunni.
„Það er mesti misskilningur því þeg-
ar krafan kom var hún kynnt báðum
flokkunum í bæjarstjórn og báðir að-
ilar fengu greinargerð um málið.
Þannig að það er tóm endaleysa. Að
vísu erum við ekki að auglýsa svona
kröfur ef við fáum þær á okkur.“
Hann segir rétt að málið hafi verið
bókað sem „erindi“ í fundargerð í
stað þess að tilgreina að um skaða-
bótakröfu hafi verið að ræða. „Það er
einfaldlega vegna þess að við viljum
ekki dreifa þessu að óþörfu ef ekkert
verður af því.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru utanaðkomandi áheyr-
endur látnir víkja af bæjarstjórnar-
fundi við umræðu málsins þegar það
var tekið fyrir í seinna skiptið. Sig-
urgeir staðfestir þetta. „Það var að
vísu ekki nema einn áheyrandi en við
gerðum það vegna þess að við vildum
geta rætt þetta mál til þrautar þannig
að menn gengju ekki gruflandi að því
hvað þarna væri að gerast. Það er að
vísu ekki algengt í bæjarstjórnum að
slíkt sé gert en það er ekki óalgengt
heldur ef einhver mál koma upp sem
menn vilja vinna án þess að þau fari í
almenna umræðu. En þarna var ekki
verið að leyna hvorugum pólítísku
öflunum í bæjarstjórn neinu. Málið er
rekið í gegnum skipulagsnefnd bæj-
arins og þar sitja menn bæði frá
meiri- og minnihluta og það hefur
aldrei orðið neinn ágreiningur í
skipulagsnefnd um þetta mál.“
Ýtrasta krafa send bænum
Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta-
réttarlögmaður, sem rekur erindi
ÁHÁ-bygginga, segir umbjóðanda
sinn telja að bærinn hafi brotið á sér í
umræddu útboði og að semja hefði
átt við fyrirtækið um verkið. Segir
hann kröfuna, sem send var bænum,
snúast um þann hagnað, sem fyrir-
tækið hafi misst, við það að verða af
verkinu.
„Auðvitað er það þannig að þegar
svona er málum háttað er ýtrasta
krafan send út en í því felst ekki nein
vísindaleg nákvæmni.“
Hann segir bæinn hafa neitað því
að hann hafi brotið rétt á umbjóðanda
hans og hafnað öllum kröfum en leið-
in til að fara með málið áfram sé að
fara með það fyrir dómstóla.
„Það stendur til að láta á þetta
reyna fyrir dómi, nema þeir vilji ræða
við okkur. Það var boðið upp á samn-
inga um málið strax og það boð stend-
ur þannig að ef bærinn vill tala við
okkur og semja um bótaskyldu sína
og hæfilegar bætur þá erum við til
umræðu um það.“ Að öðrum kosti sé
dómstólaleiðin sú leið sem menn
verði að fara.
Skaðabótakröfu verktaka upp á 585 milljónir króna hafnað af bæjaryfirvöldum
Hyggst fara með
málið fyrir dómstóla
Seltjarnarnes
ÁRIÐ 1959 kom hingað til
lands forláta bróderívél sem
kona að nafni Selma Ant-
oníusardóttir lét flytja inn
fyrir sig. Tækið atarna þótti
mikið undur, ekki síst fyrir
þær sakir að það gat saumað
út í fjögur stykki samtímis
og lauk hinum flóknustu
mynstrum í þau á innan við
þremur kortérum. Þessi
saumavél hefur þjónað eig-
endum sínum í sængur-
fataversluninni Verinu
dyggilega í yfir 40 ár en síð-
astliðinn miðvikudag tók nýr
kafli við í sögu hennar þegar
Árbæjarsafn fékk hana til
varðveislu.
Það er Erna Krist-
insdóttir, núverandi eigandi
Versins, sem hefur stýrt vél-
inni allt frá árinu 1962, en þá
hóf hún störf við verslunina.
„Forsagan er sú að Selma,
sem hafði verið berkla-
sjúklingur, fékk hæsta vinn-
inginn í Happdrætti SÍBS,“
segir Erna. „Þetta var mjög
framsýn kona og hana lang-
aði til að gera eitthvað við
peninginn annað en að láta
hann fara í salt í grautinn.
Svo hún gaf sig á tal við
Magnús Þorgeirsson í Pfaff
og ræddi við hann um það að
eignast einhverja svona vél
sem hún hafði heyrt að væri
komin á markaðinn í Þýska-
landi.“
Erna segir Emilíu Þor-
geirsdóttur, systur Magn-
úsar, hafa gengið til liðs við
Selmu og fóru þær til Þýska-
lands til að læra á vélina áð-
ur en þær settu hana upp hér
heima og fóru að sauma á
hana og selja afraksturinn.
Sömu mynstur í 40 ár
Tækið virkar með þeim
hætti að sjálfvirkir pinnar
sem ganga í gegn um það
stjórna því hvernig mynstrið
er saumað í efnið. Gataðar
ræmur á rúllum, sem rennt
er gegn um vélina stjórna
síðan því hvaða pinnar fara í
gegn og hvenær. Hver
gataræma samsvarar síðan
einu mynstri.
Að sögn Ernu er ekki hægt
að fá ný mynstur í vélina í
dag þannig að enn er unnið
eftir sömu mynstrum og síð-
astliðin 40 ár. Þessi mynstur
eru þau í fullri notkun því á
saumastofu Versins er önnur
samskonar vél, að vísu 10 ár-
um yngri og sem getur
saumað út í sex stykki í einu.
Að sögn Ernu þótti gestum
og gangandi vélin mikið
undratæki enda tók það
hana aðeins þrjú kortér að
ljúka flóknustu mynstrunum.
Maður getur því ímyndað sér
þá lukku sem vélin hlýtur að
hafa vakið hjá konum sem
eyddu kannski vikum í að
sauma út eitt slíkt munstur.
„Það var alveg rosalega
gaman að horfa á hana
vinna,“ segir Erna. „Og ef
fólk rakst inn á saumastof-
una á meðan hún var í gangi
stóð það alveg hugfangið að
sjá þetta skapast. Það var
mjög skemmtilegt.“
Þær Selma og Emilía opn-
uðu verslunina Verið árið
1960 í gömlu húsi við Berg-
staðastræti en að sögn Ernu
fór Emilía fljótlega út úr því
samstarfi og Selma rak fyr-
irtækið ein í mörg ár. Síðar
eignuðust hjónin Kristín
Árnadóttir og Sveinbjörn
Jónsson verslunina en fyrir
átta árum keypti Erna hana
og í dag rekur hún hana
ásamt dóttur sinni. Hún
leggur áherslu á að þessi
verslun hafi ávallt verið rek-
in af konum. „Það má segja
að þetta sé enn rekið á mjög
svipuðum grunni og þær
byrjuðu með, Selma og Em-
ilía. Til að byrja með voru
þær fyrst og fremst að
bródera í vöggusett og síðan
fóru þær að stækka við sig
en alla tíð hefur þetta verið
rekið sem mjög mikið þjón-
ustufyrirtæki fyrir fólk sem
getur komið með sínar sér-
þarfir og persónulegu óskir.
Ég held að það séu ekki
mörg fyrirtæki sem eru orð-
in þetta gömul sem eru rekin
svona, þetta er að verða svo-
lítið antíkfyrirtæki – eins og
vélin.“
Hluti af iðnsögunni
Vélin góða er ennþá vel
starfhæf en að sögn Ernu
hefur hún lítið verið notuð
síðan verslunin keypti inn
tölvustýrða vél. Því hafi ver-
ið tilvalið að gefa hana á Ár-
bæjarsafn í stað þess að aka
henni á haugana. „Okkur
fannst kominn tími til að hún
fylgdi iðnaðarsögu okkar Ís-
lendinga, ekki síst í dag þar
sem mikil samkeppni er orð-
in við erlenda framleiðslu.
Við vildum minna á að þetta
hafi svosem verið gert hér
því við vitum ekki hvað verð-
ur í framtíðinni, við vitum
ekki hvort svona lagað á
nokkurn tíman eftir að verða
gert hér meir. Þróunin er
slík að maður gæti ímyndað
sér að það yrði ekki og þá
heyrir þetta sögunni til. En
það er full ástæða til að
minna á þetta því hér er á
ferðinni íslensk framleiðsla
sem hefur staðist samkeppni
við allan þennan innflutning
og annað slíkt í yfir 40 ár.“
Árbæjarsafn fær til varðveislu yfir 60 ára gamla bróderívél
Fólk horfði
hugfangið á
vélina vinna
Morgunblaðið/Kristinn
Erna Kristinsdóttir afhendir Helga Sigurðssyni,
deildarstjóra á Árbæjarsafni, vélina góðu.
Kvittun þýska framleið-
andans fyrir vélinni en
hún kostaði 9.555 mörk.
Árbær
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
hefur efnt til opinnar sam-
keppni um hönnun nýrrar
ráðuneytisbyggingar á stjórn-
arráðsreitnum. Um er að
ræða um 3.350 fermetra
byggingu sem hýsa mun
dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið og um-
hverfisráðuneytið.
Byggingin mun rísa við
Sölvhólsgötu 9–11 og verður 4
hæðir en undir henni er gert
ráð fyrir tveggja hæða bíla-
kjallara. Í byggingunni verða
auk ráðuneytanna fundarsalir
og mötuneyti til sameigin-
legra afnota ráðuneytanna og
annarra stofnana og ráðu-
neyta á Stjórnarráðsreitnum.
Að sögn Skarphéðins Stein-
arssonar, skrifstofustjóra hjá
forsætisráðuneytinu og for-
manns dómnefndar sam-
keppninnar, er um opna sam-
keppni að ræða sem einnig
verður auglýst á EES-svæð-
inu. Sem fyrr segir er bygg-
ingin ætluð dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu
og umhverfisráðuneytinu.
„Húsnæðismál þessara ráðu-
neyta hafa verið mjög óviðun-
andi og ætlunin er að bæta úr
því,“ segir Skarphéðinn.
„Skipulag borgarinnar og
stjórnarráðsins gerir ráð fyrir
því að það sé byggt upp fyrir
ráðuneytin á stjórnarráðs-
reitnum og þar verði öll ráðu-
neytin nema forsætisráðu-
neytið og utanríkisráðuneyt-
ið. Þetta er fyrsti áfanginn í
þeirri uppbyggingu.“
Upplýsingar og gögn sam-
keppninnar er að finna á
heimasíðu forsætisráðuneyt-
isins, sem hefur slóðina
www.forsaetisraduneyti.is en
Skarphéðinn hvetur þá sem
hyggjast taka þátt til að
sækja gögn til Ríkiskaupa svo
þeir fái örugglega svör við öll-
um fyrirspurnum. Samkeppn-
inni lýkur 19. júní næstkom-
andi en hún er haldin í
samvinnu við Arkitektafélag
Íslands.
Samkeppni um
ráðuneyta-
byggingu við
Sölvhólsgötu
Miðborg