Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
HALLDÓR Laxness birti þrjú
kvæði, tvær stökur, þrjár smásög-
ur, leikdóm og bókarkafla í blöð-
um og tímaritum undir dulnefninu
Snær svinni þegar hann var á
aldrinum 14–16 ára. Er þetta áður
óþekkt efni eftir skáldið. Þetta
kemur fram í kafla úr bók eftir
Ólaf Ragnarsson, sem birtur verð-
ur í sérútgáfu Lesbókar Morg-
unblaðsins á morgun. Þessi sér-
útgáfa er í tilefni af því að um
þessar mundir er öld liðin frá fæð-
ingu Halldórs Laxness.
Hið elsta af þessu efni eru ljóð-
mæli sem birt voru í Morgun-
blaðinu þriðjudaginn 13. júní 1916,
þegar Halldór var 14 ára. Almennt
hefur verið álitið að fyrsta grein
Halldórs á prenti hafi verið grein
hans um gamla klukku, ættargrip
í fjölskyldu hans, sem birt var í
Morgunblaðinu 7. nóvember 1916,
en Ólafur segir, að sama ár hafi
Halldór skrifað pistla í Æskuna og
Sólskin, barnablað Lögbergs í
Vesturheimi.
Ólafur Ragnarsson, sem var út-
gefandi Halldórs hjá Vöku-
Helgafelli í hálfan annan áratug,
vinnur nú að bók um kynni sín af
skáldinu, sem fyrirhugað er að út
komi í haust. Í bókarkaflanum sem
um ræðir, eru birt brot úr áður
óbirtum samtölum Ólafs við Hall-
dór og sagt frá leit hans að grein-
um, sögum og ljóðum, sem Halldór
skrifaði í blöð undir dulnefninu
Snær svinni á unglingsárum, áður
en fyrsta bók hans, Barn náttúr-
unnar, kom út.
Ólafur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að Halldór hefði
sagt Auði eiginkonu sinni frá því
árið 1984 að hann hefði notað
þetta dulnefni undir kvæðabálk og
smásögur sem hann hefði birt í
Morgunblaðinu og Dýravernd-
aranum. „Halldór ræddi svo um
þetta við mig vorið 1986 og sagði
að hann hefði notað þetta dulnefni
sökum þess, að hæpið eða nánast
útilokað hefði verið að blöð og
tímarit létu hvarfla að sér að birta
á prenti efni eftir ungling um
fermingu. Virðulegir ritstjórar
blaðanna hefðu eflaust talið, að
skrif hans undir þessu dulnefni
væru komin frá einhverjum full-
þroska og ráðsettum manni,
„kannski frá bústnum klerki í
sveit“, eins og Halldór tók til orða,
og þess vegna birt þau,“ segir
Ólafur.
Auk kvæðanna í Morgunblaðinu
kvað Ólafur hafa komið í ljós, að
Halldór hefði birt tvær smásögur í
Dýraverndaranum 1916 og 1917,
eina í Skinfaxa, blaði málfunda-
félags Menntaskólans í Reykjavík,
ljóð og grein um leiksýningu í
vikublaðinu Landinu og auk þess
hefði birst í Skinfaxa bókarkafli
eftir Snæ svinna. Kaflinn bar yf-
irskriftina „Maðkurinn“ og var
sagður vera fyrsti kafli úr skáld-
sögunni „Barn náttúrunnar“ eftir
Snæ svinna. Sú bók kom út síðar
sama ár, 1919, undir höfundar-
nafninu Halldór frá Laxnesi.
Ólafur Ragnarsson mun víkja að
þessu efni í erindi sem hann flytur
við setningu ráðstefnu um ævi og
verk Halldórs Laxness í Há-
skólabíói, sem hefst kl. 16.30 í dag.
Margvíslegt efni frá unglingsárum Halldórs Laxness komið í leitirnar
Birti undir dulnefninu Snær svinni
Halldór Guðjónsson frá Laxnesi
um þrettán ára aldurinn.
Niðurlag ljóðmæla Halldórs,
sem birtust í Morgunblaðinu í
júnímánuði árið 1916.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir það ekki heppilegt fyrir Ísland
að yfirstjórn varnarliðsins verði flutt
frá Norfolk í Bandaríkjunum til Evr-
ópu. Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra telur hugsanlegt að varnar-
stöðin í Keflavík fái aukið vægi innan
Evrópuherstjórnar Bandaríkja-
manna.
Forsætisráðherra minnir á að
ágreiningur hafi verið innan banda-
ríska stjórnkerfisins á sínum tíma
þegar unnið var að bókun um fram-
kvæmd varnarsamningsins og fyrir-
komulag varna hér á landi en þau mál
hafi leyst farsællega. Hann eigi von á
að svo verði einnig nú en ár er liðið frá
því að síðasta bókun í þessu viðfangi
rann út.
Óformlegar viðræður og þreifingar
hafa farið fram um framkvæmd varn-
arsamningsins en flutningurinn á yf-
irstjórn varnarliðsins er alfarið
bandarísk ákvörðun enda um banda-
ríska herstjórn að ræða, líkt og fram
kemur í viðtali í Morgunblaðinu í dag
við Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra.
Hvað varðar viðræður um samn-
inginn og viðbúnað á Íslandi segir
forsætisráðherra: ,,Lausn þarf að
byggjast á því að varnarsamningur-
inn er gagnkvæmur og gengur út á
sameiginlegar varnir. Þótt Bandarík-
in eðli máls samkvæmt leggi fram
varnarviðbúnaðinn, þá hefur stað-
setningin hér einnig varnarlega þýð-
ingu fyrir þau. Ég er þess fullviss að
þegar öll mál liggja fyrir, muni menn
komast að sameiginlegri niðurstöðu.
Það myndi algerlega stinga í stúf við
þau sjónarmið sem Bandaríkjaforseti
hefur kynnt um viðsjár vegna hryðju-
verka í heiminum, að gera slíka
breytingu í einu NATO-ríkjanna, sem
býr við varnarsamning á milli
ríkjanna,“ sagði forsætisráðherra.
Tímamót á vettvangi
íslenskra öryggismála
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að tímamót hafi orðið
á vettvangi íslenskra öryggismála nú
þegar Bandaríkjamenn hafa ákveðið
að færa yfirstjórn varnarliðsins á
Íslandi frá Bandaríkjunum yfir hafið
til Evrópu. Í samtali við utanríkis-
ráðherra kemur fram að ráð er fyrir
því gert að herþotur frá Skotlandi
hafi aðsetur á Íslandi þegar fyr-
irkomulagið nýja gengur í gildi en
það verður 1. október nk. Þotur þær
sem hér eru nú koma frá Bandaríkj-
unum.
Utanríkisráðherra segir að eftir
eigi að ganga frá því hvernig varn-
arstöðin í Keflavík verði felld að Evr-
ópuherstjórn Bandaríkjanna. Hugs-
anlegt sé að stöðin fái aukið vægi
innan þess herstjórnarskipulags. Yf-
irmaður Evrópuherstjórnarinnar,
Joseph Ralston, hafi glöggan skilning
á íslenskum aðstæðum og þekki vel
skoðanir og áherslur stjórnvalda á Ís-
landi á sviði öryggis- og varnarmála.
Forsætisráðherra segir varnarvið-
búnaðinn hér á landi kominn í algjört
lágmark, ,,þannig að það er ekki hægt
að segja, ef hann verður skertur, að
það sé lengur um eiginlegar varnir að
ræða,“ sagði Davíð en tók jafnframt
fram að hann ætti ekki von á að til
þess muni koma.
Forsætisráðherra segir að ekki
standi á íslenskum stjórnvöldum að
hefja viðræður við Bandaríkjastjórn
um endurskoðun á bókun við varn-
arsamninginn um framkvæmd hans.
Forsætisráðherra um viðræður um framkvæmd varnarsamningsins
Munum komast að sam-
eiginlegri niðurstöðu
Utanríkisráðherra segir hugsanlegt
að vægi Keflavíkurstöðvarinnar auk-
ist innan Evrópuherstjórnarinnar
Þáttaskil/34–35
SUMARIÐ nálgast óðfluga og
skammt að bíða sumardagsins
fyrsta sem er 25. apríl. Þessar
hnátur, sem urðu á vegi ljós-
myndara á skólalóðinni við Lang-
holtsskóla, gætu hafa verið að
æfa sig fyrir sumardaginn fyrsta
eða iðka hið sígilda snú-snú bara
til að hafa gaman af því.
Morgunblaðið/Ásdís
Sumarið á
næsta leiti
ÍSLENSKUR skipstjóri á rúss-
neska togaranum Olgu, sem hefur
verið í farbanni á Nýfundnalandi frá
því um miðjan mars, segir vinnu-
brögð þarlenskra stjórnvalda með
ólíkindum. Hann sé sakaður um að
hafa dælt 20,13 lítrum af olíu í sjóinn
og vegna þess sé líklegt að hann
verði í farbanni fram í október.
Skipstjórinn, Jón Bjarni Helga-
son, gagnrýnir einnig íslensku utan-
ríkisþjónustuna fyrir að hafa ekki
viljað veita sér aðstoð í málinu. Hann
fékk þó þær fréttir í gær að málið
yrði tekið formlega fyrir í dag hjá ut-
anríkisráðuneytinu.
Vilji hann komast til Íslands þurfa
hann og hinn skipstjórinn á Olgu að
reiða fram þrjár milljónir í trygg-
ingu en hvorki þeir né útgerð skips-
ins eiga slíka fjármuni á lausu.
Þrjár millj-
ónir í trygg-
ingu vegna
20 olíulítra
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir telur að síaukinn flutningur
ferliverka frá Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi sé skaðleg þróun.
Sagði hann nauðsynlegt háskóla-
spítala að þar færi fram sem breið-
ust læknisþjónusta og sporna yrði
við þessari þróun.
Landlæknir lét þessa skoðun í
ljósi í ávarpi sínu við setningu árs-
þings Skurðlæknafélags Íslands og
Svæfinga- og gjörgæslulækna-
félags Íslands í gær. Gerði hann
m.a. háskólaspítala að umtalsefni
og sagði hann eiga að vera flagg-
skip í heilbrigðisþjónustunni,
kennsla ætti að vera hluti af starfi
spítalans og spítalinn að vera hluti
af starfi læknadeildar og efla
þyrfti þessi tengsl. Sagði hann
brýnt að setja skýr markmið fyrir
háskólaspítalann og stjórna yrði
deildum með faglegum styrk og
velja stjórnendur við hæfi.
Sigurður sagði að kerfi ferli-
verka og spítalakerfi yrðu að fá að
þróast saman og ljóst væri að sum
verkefni mætti ekki flytja frá spít-
alanum. Væri þess ekki gætt stæði
eftir holur spítali sem sinnti ein-
ungis bráðalækningum og öldrun-
arlækningum. Lagði hann áherslu
á að menn gerðu sér grein fyrir
því hvað þeir vildu með háskóla-
spítala og ekki fengist annað tæki-
færi til að búa til slíkan spítala.
Vill draga úr
flutningi ferli-
verka frá
Landspítala