Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 39 Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi í Síðumúla 6 Höfum bætt við nýjum vörum Opið mánudaga til föstudaga kl. 12:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 16:00 „ÞAU ERU svo ólík utan á, en alveg eins inni í sér.“ Þetta sagði sonur minn níu ára við matarborðið þegar við bjuggum í Svíþjóð og talið barst að skóla- systkinum hans, sem komu hvaðanæva, frá Asíu, Afríku og Suður- Evrópu. Börn hitta oft nagl- ann á höfuðið þegar fullorðnir láta stjórn- ast af fordómum og halda að þeir séu að einfalda fyrir sér leið- ina að sannleikanum. Þessi setning kemur mér í hug þegar ég hugsa til vinar míns Dofra Arnar Guðlaugssonar sem nú á í réttindabaráttu við fé- lagsmálayfirvöld Kópavogs vegna kynhneigðar sinnar. Eins og kunn- ugt er sótti hann um stöðu tilsjón- armanns sambýlis unglingspilta í Kópavogi fyrir nokkru og fór í því sambandi í viðtal. Hann gerir grein fyrir því í Helgarblaði Dagblaðsins 13. apríl. sl. Fyrir átta árum, er ég gegndi stöðu deild- arstjóra hjá félags- málastofnun Reykja- víkur, sótti Dofri um sams konar stöðu hjá Reykjavíkurborg og hann sækir um nú. Ég fjallaði um umsókn hans ásamt öðrum að- ila, tók við hann viðtal og í framhaldi af því var hann ráðinn í starf- ið. Dofri var starfinu vaxinn og það kom reyndar í ljós að hann var mjög hæfur til að takast á við þau við- kvæmu og fjölþættu verkefni sem í því felast. Það er ekki nóg að hafa formlega hluti í lagi til að gegna stöðu sem þessari heldur þarf einnig gott hjartalag og skilning á aðstöðu fólks sem býr við erfiðleika í margvísleg- um aðstæðum. Þessa eiginleika þurfa allir sem fást við að leysa vanda unglinga að temja sér, fag- fólk, aðstandendur og aðrir, ekki síst nú þegar samfélag okkar er fjöl- þættara og flóknara en það var fyrir 20–30 árum. Þegar fjallað er um minnihluta- hópa hvers konar reynir á skilning, þekkingu og umburðarlyndi. Ung- lingar eiga gott með að tileinka sér þessi gildi ef þau eignast góðar fyr- irmyndir. Dofri Arnar hefur reynst þeim góð fyrirmynd enda hefur hann fjölþætt áhugamál og víðtæka reynslu þrátt fyrir tiltölulega stutt- an starfsferil. Hann er heiðarlegur og yfirvegaður og hefur m.a. þess vegna náð að þroska sterka sjálfsvit- und, sem kemur að notum í faglegri vinnu á sviði mannlegra samskipta. Þessa eiginleika þurfum við öll að rækta með okkur sem fáumst við að aðstoða unglinga. Félagsmálakerfið getur ekki leyft fordómum að hreiðra um sig, það hefur hreinlega ekki efni á því. Dofri er vel menntaður á sínu sviði og hefur m.a. skrifað athygl- isverða ritgerð um rekstur sambýla fyrir unglinga. Hann hefur góðan starfsferil að baki og hefur reynst farsæll í samstarfi. Mér finnst að réttindabarátta hans sé í raun rétt- indabarátta okkar allra sem viljum vinna að betra samfélagi fyrir ung- linga þar sem ólík sjónarmið og lífs- stíll fá að njóta sín. Besta ráðið til þess að svo geti orðið er þekking, skilningur og mannkærleikur. Ég treysti fáum betur en Dofra til þess að vinna að þeirri hugsjón sem fólust í orðum sonar míns sem ég vitnaði til í upphafi þessarar greinar – að í fjölbreytileikanum erum við samt sem áður öll eins. Réttindabarátta okkar allra Sólveig Pétursdóttir Höfundur er félagsmálastjóri uppsveita Árnessýslu. Störf Félagsmálakerfið, segir Sólveig Péturs- dóttir, getur ekki leyft fordómum að hreiðra um sig. HADAJA Choro var að afplána tveggja og hálfs árs dóm í kenýsku fangelsi þegar hún var send, ásamt tveimur öðrum konum, að sækja vatn fyrir fang- elsið. Þrír fangaverðir leiddu þær afsíðis og nauðguðu þeim. Tveimur mánuðum eftir atburðinn upp- götvaði Hadaja að hún var ólétt. Þá tilkynnti hún nauðgunina til fangelsisyfirvalda. Yf- irmaður sagði henni að nefna atburðinn ekki aftur þar sem hann gæti orðið til þess að árásarmaðurinn yrði rekinn. Hinn 8. desember 2000 fæddi Had- aja son, og nokkrum dögum síðar var henni sleppt úr fangelsi. Eiginmaður hennar skildi við hana vegna barns- ins og hún stóð uppi slypp og snauð. Hún kærði nauðgunina til lögregl- unnar í heimabæ sínum, en hefur aldrei verið kölluð til að gefa skýrslu um atburðinn og lögreglan ekki hirt um að rannsaka kæru hennar. Þessi litla saga er dæmigerð fyrir viðhorf til kvenna í kenýsku sam- félagi. Konur eru beittar líkamlegu og kynferðislegu of- beldi á degi hverjum. Nauðganir eru algeng- ar á meðal allra þjóð- félagshópa og þjóðar- brota í landinu. Fórnarlömb þessa ofbeldis eiga fárra kosta völ. Margar kon- ur eru hræddar við að kæra hvers kyns of- beldi í þeirra garð vegna viðhorfa sam- félagsins og skilnings- leysis yfirvalda. Þær sem kæra standa and- spænis kerfi, sem huns- ar, horfir framhjá og jafnvel leggur blessun sína yfir slíkt ofbeldi og verndar ger- endur, jafnt opinbera starfsmenn sem almenna borgara. Árið 1999 viðurkenndi ríkissak- sóknari Kenýa að ofbeldi í garð kvenna væri „þjóðfélagsmein sem þyrfti samstillt átak til að vinna bug á“. En þrátt fyrir siðferðilegar og lagalegar skuldbindingar hefur rík- isstjórn Kenýa ekki gert nauðsynleg- ar lagabætur til að tryggja að allt of- beldi í garð kvenna verði refsivert. Stjórnvöld hafa og vikið sér undan að refsa fyrir ofbeldisverk sem þrífast í skjóli embættisvalds; ofbeldi lög- reglu, fangelsisyfirvalda og réttar- embættismanna. Konur um heim allan sæta ofbeldi á degi hverjum. Amnesty Internat- ional hvetur stjórnvöld heimsins til að axla ábyrgð sína í mannréttinda- málum með aðgerðum til að binda enda á vítahring ofbeldis í garð kvenna. Saga frá Kenýa Torfi Jónsson Höfundur er félagi í Amnesty International. Amnesty Þessi litla saga, segir Torfi Jónsson, er dæmigerð fyrir viðhorf til kvenna í kenýsku samfélagi. VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plöstunar Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.