Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 31 ÞAÐ ER stundum sagt að stjórnmálabar- áttan sé háð fyrir opn- um tjöldum – en á stundum sýnast tjöldin sem best duga í pólitík vera pótemkín-tjöld. Svo virðist vera reynd- in í komandi borgar- stjórnarkosningum. Þrátt fyrir borð- leggjandi staðreyndir um skefjalausa skulda- söfnun, fjárhags- óreiðu, lóðaskort, bið- lista, skattahækkanir, niðurlægingu miðbæj- arins og svikin loforð, virðist það duga R-list- anum að láta eins og allt sé himna- lagi. Góðærið í stjórnartíð Davíðs Oddssonar hefur vissulega gert borgarbúa sem aðra værukæra. Hér ræður þó mestu afstaða íslenskra fjölmiðla. Þeir virðast telja það eðli- lega baráttuaðferð í nútíma stjórn- málum að reist séu pótemkín-tjöld til að blekkja kjósendur. Þeir líta ekki á það sem sitt hlutverk að svipta slíkum pótemkín-tjöldum frá. Það eru ekki fjölmiðlarnir sem segja með sjálfstæðum hætti frá því að skuldir Orkuveitunnar hafi auk- ist úr 125 milljónum í yfir 20 millj- arða í stjórnartíð R-listans, nei, það eru pólitískir andstæðingar R- listans sem verða að skrifa sérstak- ar blaðagreinar til að vekja athygli á þessum óhugnanlegu staðreyndum. Sömu sögu er að segja af nær öll- um helstu ágreiningsefnum í borg- arstjórnarkosningunum. Fjölmiðl- arnir gera ekki sjálfstæða úttekt á stöðu mála, heldur láta eins og deiluefnin séu eðlilegar stjórnmála- skylmingar þar sem hvor fylkingin hafi sitthvað til síns máls. Slík vinnubrögð gefa til kynna ósjálfstæði sem maður hefði haldið að heyrði til liðinni tíð. Ég veit ekki um neitt þróað lýðræðisríki þar sem stærstu fjölmiðlar starfa með þess- um hætti. Alls staðar er lagt kapp á að fletta ofanaf stjórnmálamönnum sem hafa í frammi blekkingar og reyna að slá ryki í augu almennings. Fjölmiðlarnir líta gjarnan á sig sem sjálfskipaða verði almennings. Því má til dæmis spyrja: Varðar það ekki almannahag að skuldir borgarbúa hafi aukist um nær 9 milljónir á dag í stjórn- artíð R-listans? Varðar það ekki almannahag að það skuli vera við- varandi lóðaskortur í höfuðborg landsins og að það sé okrað á þeim fáu lóðum sem bjóð- ast? Varðar það ekki almannahag þegar kemur í ljós að hátt í tveir milljarðar af al- mannafé hafa tapast í rekstri áhættufyrirtækisins Lín- a.net? Varðar það ekki almannahag að það skuli hafa verið dregið stór- lega úr byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða í Reykjavík? Hér er ekki verið að deila um stefnu og leiðir í stjórnmálum, held- ur blákaldar staðreyndir sem maður hefði haldið að nútíma fjölmiðlar teldu sér skylt að upplýsa almenn- ing sem best um. Borgarstjóri R-listans veit af reynslu að hún hefur ekkert að ótt- ast þótt hún svari ekki spurningum, segi rangt frá málavöxtum og ráðist með ósvífni á andstæðinga sína þeg- ar þeir benda á staðreyndir um hag borgarinnar. Hún veit að hún kemst upp með sjónarspil sitt, því hún þekkir það skjól sem hún hefur af ís- lenskum fjölmiðlum. Jakob F. Ásgeirsson Stjórnmál Varðar það ekki al- mannahag, spyr Jakob F. Ásgeirsson, að það skuli hafa verið dregið stórlega úr byggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða í Reykjavík? Höfundur er rithöfundur. Pótemkín-tjöld fjölmiðlanna F-LISTI frjálslyndra og óháðra á sannarlega erindi við Reykvíkinga og hefur aðrar áherslur en hin keimlíku hags- munabandalög D-lista og R-lista. F-listinn leggur megináherslu á velferðar-, öryggis- og umhverfismál, eins og kemur fram í stefnu- skrá listans, sem er birt í heild á heimasíðunni xf.is Áherslur F-listans varða breytta forgangs- röðun og meðal þeirra eru stuðningur við aldr- aða og öryrkja, átak í ferli og aðgengismálum fatlaðra, efl- ing almenningssamgangna, betri þjónusta við barnafjölskyldur, fjölgun mislægra gatnamóta og göngubrúa, flýting Sundabrautar, sýnilegri lög- gæsla, meira líf í miðborgina og við höfnina, þétting byggðar, sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ábyrg fjármálastjórn Reykjavík- urborgar. F-listinn er á móti einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúka- virkjun. Bæði D-listi og R-listi ætla að skuldsetja hvern einasta íbúa í Reykjavík um eina milljón króna vegna þátttöku borgarinnar í þessari mjög svo óhag- kvæmu virkjun, en kostnaðurinn við að framleiða orku frá henni er tvisvar sinnum hærri en það verð sem fengist fyrir að selja orkuna frá henni. Við hjá F-listanum viljum ekki, að íslenskur al- menningur en þó eink- um Reykvíkingar þurfi að greiða eina krónu og tuttugu aura með hverri einustu kílówattstund sem yrði seld frá Kára- hnjúkavirkjun. Það yrði meðlag Reykvíkinga með stærstu umhverfis- spjöllum Íslandssögunnar af manna völdum og það myndi skerða mögu- leika okkar til að styrkja velferðar- þjónustuna, öryggismálin og sam- göngukerfið í borginni. Óráðsía R-listans í kringum línu.- nets-ævintýrið nemur aðeins tveimur prósentum af óráðsíunni sem hlytist af Kárahnjúkavirkjun. Gagnrýni D-listans á fjárausturinn í línu.net verður hlægileg þegar þessar stað- reyndir eru hafðar í huga. Það er vissulega rétt hjá D-listanum að R-listinn hefur farið illa með fjármuni Orkuveitu Reykjavíkur, en gleymum ekki fyrirætlunum D-listans um að einkavinavæða Orkuveituna og koma þannig sameiginlegum orkulindum og drykkjarvatni Reykvíkinga í hend- ur fáeinna útvaldra. Það er sannarlega nauðsynlegt að refsa R-listanum fyrir slæma fjár- málastjórn og óráðsíu með almannafé og gleymum ekki strætóspillingunni sem minnir á Landssímamálið hjá Sjálfstæðisflokknum. Hin vald- þreyttu framboð D-lista og R-lista þurfa aðhald frá borgarbúum. Það að- hald fæst með því að tryggja F-listanum sæti í borgarstjórn Reykjavíkur. F-listinn hefur aðrar áherslur Ólafur F. Magnússon Reykjavík F-listinn, segir Ólafur F. Magnússon, leggur megináherslu á vel- ferðar-, öryggis- og um- hverfismál. Höfundur er læknir og borg- arfulltrúi. Hann skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík. FRÉTTIR berast um deilu sem fer stig- vaxandi, milli heimilis- lækna og heilbrigðis- ráðuneytisins. Það eru ekki nema 6 ár síðan heilsugæslan lamaðist um sinn vegna deilna og almennra uppsagna heilsugæslulækna og nú berast fregnir um uppsagnir vegna óánægju læknanna. Upphaf þessarar nýju deilu er sagt vera ákvörðun ráðuneytis- ins um að greiðslur vegna tiltekinna vott- orða renni til heilsu- gæslustöðva en verði ekki lengur sértekjur heilsugæslulækna. Formaður félags heimilislækna hefur lýst því að þetta vottorðamál sé í raun dropinn sem fyllti bikarinn og nú skerpist ágreiningurinn með ítrekaðar kröfur um að heimilis- læknar sitji við sama borð og aðrir sérfræðingar og geti rekið sínar stofur með sama hætti í einka- rekstri. Allir sem þurfa að marki að nota þjónustu heimilislækna á höfuð- borgarsvæðinu vita hversu biðtími hefur aukist og almennt er erfitt að fá jafnvel símaviðtal við lækninn sinn. Algengt er að það taki eina viku að bíða eftir viðtali, en það má ekki sakast á nokkurn hátt við lækna og annað starfs- ólk heilsugæslunnar. Þau vinna sín verk af alúð við þröngan ramma og undir miklu álagi. Í Hafnarfirði eru nú um 2.200 íbúar um hvern heimilislækni og mjög brýn þörf skjótra úrræða. Þegar heimil- islæknar komu aftur til starfa 1996 eftir uppsagnir voru settar í úrskurði kjaranefnd- ar ákveðnar viðmiðanir um fjölda íbúa á hvern lækni. Miðað er við að eðlileg mörk séu 1.500 íbúar á lækni en reyndar er talið að ef heimilis- læknir á að geta sinnt sínu fólki þurfi viðmiðunartalan að fara niður í 1.250 íbúa á lækni. Þessar staðreyndir benda til að miklir þverbrestir séu í hinni rík- isreknu heilbrigðisþjónustu og það er borin von að til komi aukin stöðu- gildi og nýtt fé til að koma þessum málum í það horf sem sæmir okkur sem á góðum stundum státum gjarnan af einni bestu heilbrigðis- þjónustu í heimi. Hin ríkisrekna heilsugæsla er í raun sprungin. Stjórnvöld verða að viðurkenna það og leita þarf nýrra úrræða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á afnám ríkiseinokunar og tilfærslu verkefna innan heilbrigð- isþjónustunnar einnig í heilsugæsl- unni og að tryggja þurfi einnig jafna rekstrar- og samkeppnisað- stöðu milli ríkisrekinnar heilbrigð- isþjónustu og hinnar einkareknu. Nýjar leiðir eins og einkarekin heimilislæknaþjónusta við hliðina á hinni ríkisreknu og heimild til sér- fræðinga í heimilislækningum að reka sínar eigin stofur munu draga úr álaginu á hina opinberu heilsu- gæslu. Nýr og athyglisverður valkostur er stofnun Læknalindar ehf. í Kópa- vogi þar sem boðið er upp á tryggt aðgengi á þjónustu gegn föstu mán- aðargjaldi sem er svipað og áskrift að einkareknum sjónvarpsstöðvum. Þar þarf fólk ekki að greiða auka- lega komugjöld og tryggt er að þeir sem skráðir eru komist til læknis samdægurs. Þetta er valkostur fyrir þá sem eru tilbúnir að borga fyrir betra aðgengi að þjónustu. Ég er sannfærður um að á næst- unni bjóðist enn nýir valkostir í einkarekinni heilsugæslu og heim- ilislæknaþjónustu og það verður ekki hægt fyrir þá sem sjá enga aðra leið en ríkisforsjá í rekstri heil- brigðisþjónustu, að stöðva þá þróun. Heilsugæslan – þörf nýrra úrræða Almar Grímsson Hafnarfjörður Hin ríkisrekna heilsu- gæsla er í raun sprung- in. Almar Grímsson segir að stjórnvöld verði að viðurkenna það og leita þurfi nýrra úrræða. Höfundur er lyfjafræðingur og er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. HINN 12. apríl sl. komst úr- skurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála að þeirri niðurstöðu í úrskurði, að Reykjavíkurborg hefði brotið rétt á Hrafni Gunn- laugssyni með ákvörðun um deili- skipulag á Laugarnestanga. Með deiliskipulaginu var gert ráð fyrir miklu minni heimild Hrafni til handa um byggingar á lóð sinni þarna heldur en eigendur næstu lóða í nágrenninu njóta. Heimildin, sem Hrafni var ætluð, var aðeins helmingur heimilda nágrannanna og raunar undir þeim mörkum, sem aðalskipulag Reykjavíkur ráðgerir. Taldi nefndin hið um- deilda skipulag ekki uppfylla kröf- ur stjórnsýsluréttarins um jafn- ræði og meðalhóf að því er Hrafn varðaði. Í málinu stóð svo á, að borgaryf- irvöld höfðu a.m.k. allt frá árinu 1990 gert ráð fyrir heimild Hrafni til handa um að byggja vinnustofu á lóð sinni. Fyrst var gert ráð fyrir byggingarreitnum norðan við hús Hrafns á tanganum, en þegar í ljós kom á árinu 1993, að þar myndu vera fornminjar, var lóðarmörkum Hrafns breytt og gert ráð fyrir byggingunni sunnan við hús hans. Fyrirheitin til Hrafns um bygg- inguna höfðu verið gefin um leið og næsti nágranni hans hafði fengið sams konar loforð. Sá maður hafði þegar byggt sitt hús, þegar horfið var frá fyrirheitinu við Hrafn. Hrafn hélt því fram í málflutn- ingi sínum fyrir úrskurðarnefnd- inni, að sá pólitíski meirihluti, sem stjórnað hefur Reykjavíkurborg undanfarin ár, hafi viljað koma höggi á hann af pólitískum ástæð- um. Benti hann á, að á árinu 1994 hafði hann átt í illvígri blaðadeilu við Svavar Gestsson alþingismann, eiginmann Guðrúnar Ágústsdótt- ur, sem var einn af borgarfulltrú- um R-listans. Heimild hans til að byggja vinnustofuna hafi verið felld niður eftir það. Varð hann þó ekki var við þær fyrirætlanir fyrr en á árinu 1996. Það var í sjálfu sér ekki unnt við meðferð málsins fyrir úrskurðar- nefndinni að sanna tilgátu Hrafns um ástæður meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur fyrir fram- ferði sínu gegn honum. Svo mikið er víst, að á honum var freklega brotinn réttur. Í ljósi forsögu málsins er hins vegar fróðlegt að sjá viðbrögð Árna Þórs Sigurðs- sonar, borgarfulltrúa R-listans, við úrskurðinum 12. apríl. Hann segir, að ástæðurnar fyrir skerð- ingunni á réttindum Hrafns hafi verið þær, að menn hafi viljað gera Laugarnestangann að útivistar- svæði fyrir almenning. Það er eins og borgarfulltrúinn telji sig geta heimilað almenningi útivist á lóð- um einstakra manna í borginni! Þessi undarlegi málflutningur hafði raunar komið fram fyrir úr- skurðarnefndinni, sem vó hann og léttvægan fann í forsendum sín- um. Þessi borgarfulltrúi lýsir því svo jafnframt yfir, að vegna úrskurð- arins verði allt skipulag á Laugar- nestanga nú endurskoðað. Þetta eru sérkennileg viðbrögð við úr- skurði um réttindi einstaks manns til nýtingar á lóð sinni, svo ekki sé meira sagt. Orðræðu hans um þetta virðist mega skilja svo, að áfram skuli þess freistað að brjóta rétt á Hrafni Gunnlaugssyni. Í ljós verður að koma, hvort það muni takast. Viðbrögðin lýsa forherð- ingu. Slík viðbrögð þekkjast eink- um hjá þeim, sem veit upp á sig skömm en vill ekki gangast við henni. Svo mikið er víst, að þessi viðbrögð gefa tilgátu Hrafns um pólitískar ofsóknir gegn honum byr undir báða vængi. Fyrir Reyk- víkinga hlýtur að teljast fróðlegt, að kynnast þeim viðhorfum til stjórnsýslu sem birtast í framferði meirihluta borgarstjórnar gegn Hrafni Gunnlaugssyni í þessu máli. Jón Steinar Gunnlaugsson Pólitísk mis- beiting valds? Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.