Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 57
MIG langar að koma með hugleið-
ingu í umræðuna um ritalín. Um-
ræða hlýtur að vera af hinu góða,
gott er að endurskoða mál sem við-
kemur börnum. Þessi umræða sem
skapast hefur nú er hins vegar öll
svo neikvæð. Ég hef verið að lesa
bréf í blöðum sem eru skrifuð af
fólki sem jafnvel veit ekkert um
hvað málið snýst. Nýlegt lesenda-
bréf sýndi glögglega fáfræði skrif-
anda, sem heldur að það væri
ábyggilega hægt að „lækna“ þetta
með ást og umhyggju foreldra. (DV
15. apríl).
Margir halda að „ofvirkni“ sé
kvilli sem við foreldrar fundum upp
þar sem við hreinlega nennum ekki
að aga börnin okkar. Það sé miklu
betra að gefa bara barninu pillu til
að hafa það rólegt. Þessi fötlun sem
ofvirkni er hefur alltaf verið með
okkur, en það er bara fyrir 25 árum
sem farið var að skoða þetta af al-
vöru úti í heimi og enn síðar sem við
Íslendingar fórum að viðurkenna
þetta sem vandamál.
Hver man ekki eftir „tossanum í
bekknum“ eða honum Jóni sem bjó í
götunni og var svo heimskur og
óþekkur að allir voru vissir um að
hann ætti sér enga framtíð. Enginn
varð hissa þegar Jón lenti svo í dóp-
inu og fangelsi. Þetta geta verið lýs-
ingar á ofvirkni.
ADHD/ADD (Attention Deficit
Hyperactivity Disorder) eða ís-
lenska þýðingin ofvirkni/athyglis-
brestur, veldur oft misskilningi.
Fólk sér fyrir sér barn sem á erfitt
með að sitja í sætinu sínu eða er á
þeytingi um allt, en ofvirknin er
ekki bara í líkamanum heldur líka í
huganum. Sjáið fyrir ykkur barn
sem situr fallega í sætinu sínu í ís-
lenskutíma. Kennarinn er að kenna
að þekkja stafina, barnið horfir á en
á meðan fljúga 30 hugsanir um hug-
ann í einu; fótbolti, hádegismatur,
sumarfríið, frímínútur, veðrið úti.
Barnið getur ekki stoppað hugsan-
irnar, hugurinn er ofvirkur. Svona
eru allar kennslustundirnar. Líkam-
inn er í kennslustofunni en hug-
urinn er að gera eitthvað miklu
skemmtilegra.
Frá sjónarmiði barnsins: Erfitt
að læra, umhverfið verður neikvætt,
ertu heimsk/ur, ertu tossi?Barnið
elst upp við vonda sjálfsmynd (ég er
ómöguleg/ur, enginn vill vera vinur
minn því ég er heimsk/ur). Svo þeg-
ar unglingsárin koma þá finnur
barnið „huggun“ í vímuefnum. Þetta
eru ekki ýkt dæmi, við sem erum
foreldrar barna með ADHD/ADD
sjáum þetta alltof oft.
Þó að sonur minn taki ritalín eru
vandamálin ekki úr sögunni. Hann
þarf meiri aga en önnur börn, meira
eftirlit, hann verður að hafa allt í
sömu skorðum (bara að sofa ekki
með sína sæng er mikið mál). Upp-
eldisþátturinn er mjög mikilvægur
og ég trúi nú ekki öðru en að for-
eldrar geri sér grein fyrir því. Ein
pilla kippir ekki öllu í lag. Með því
að taka lyfið hægist á huganum,
hann er duglegur í skólanum, á
góða vini, hefur góða sjálfsvirðingu,
líður vel. Þegar unglingsárin koma
líður honum vonandi það vel með
sjálfan sig að hann þurfi ekki að
leita í vímuefni til að fá sjálfsvirð-
ingu.
Mér finnst alltaf skondið þegar
fólk heldur því fram að það sé verið
að gefa börnum ritalín til að róa
þau. Fyrst er að benda á að lyfið er
örvandi en ekki róandi. Því segir
skynsemin manni að ef barn sem
ekki er ofvirkt tekur inn lyfið þá ró-
ist barnið ekki mikið. Barn sem er
ofvirkt og tekur ritalín situr ekki
eins og klessa í róandi vímu. Það
hægist aðeins á hraðanum og barnið
verður eins og ég og þú. Svo er það
líka að lyfið hentar ekki öllum, sum-
ir geta alls ekki tekið það inn.
Í þessum heimi eru því miður
alltaf einhverjir sem misnota að-
stöðu sína. Það var skelfileg frétt
þegar upp komst að ritalín er selt á
skólalóðum og þetta séu jafnvel lyf
sem ofvirk börn eiga. Foreldrar
þurfa að herða eftirlitið með lyfja-
gjöfum barnanna. En að ráðast á
foreldra fyrir að leita börnun sínum
læknishjálpar vegna ofvirkni er í
besta falli heimskuleg framkoma.
Sleggjudómar á þeim nótum ganga
út yfir öll velsæmismörk.
ANNA ARNOLD,
dagmóðir og móðir ofvirks barns.
Út yfir velsæmismörk
Frá Önnu Arnold:
FYRIR áratugum, þegar innflutn-
ingshöft voru hér allsráðandi voru
engar hömlur á viðskiptum við
kommúnistaríkin austantjalds.
Á þessum tíma vorum við nokkrir
sem sóttum árlega vörusýningar í
Leipzig eða A-Berlín og stundum til
Prag. Samtímis voru rauðir og rót-
tækir ungir menn við nám þar
eystra.
Þeir kynntust daglega hinni sví-
virðilegu kúgun og harðstjórn, sem
þarna ríkti. Samt högguðust þeir
aldrei í trúnni á kommúnismann.
Það væri hægt að nefna nokkur
þjóðkunn nöfn en ég læt tvö nægja
að þessu sinni sem sýnishorn, þá
Hjörleif Guttormsson og Svavar
Gestsson.
Þeir upplifðu báðir daglega of-
stækið án þess að depla auga! Það
þurfti sannarlega mikla forherðingu
til að menntast þar eystra og halda
áfram að vera gallharður kommi!
Smánarmúrinn
Ofsatrúin á félaga Stalín var slík
að sjálfur smánarmúrinn, sem reist-
ur var þvert yfir Þýskaland til að-
greiningar var sígild og æpandi
háðung, sem blasti við augum allra,
sem þarna voru á ferð, hvað þá
þeirra sem menntuðust eða bjuggu
austanvert við múrinn. Yngri kyn-
slóðin hér á landi hefir því miður
ekki verið upplýst um glæpastarf-
semi kommúnismans sem alls stað-
ar markast af miskunnarlausri kúg-
un og ofbeldi. Sífelld sálarleg áþján
allra þjóða þar sem hann sölsar
undir sig völdin.
Hér á landi hefir reynst óhjá-
kvæmilegt að skipta oft um nafn og
númer á kommaflokknum. Gamlir
Stalínistar þurfa sífellt að fela
skuggalega pólitíska fortíð sína og
nú síðast urðu þeir „Vinstri grænir“
á einni nóttu!
Í dag fylkja þeir sér að baki kær-
ustunnar Ingibjargar Sólrúnar og
treysta því að þar með sé fortíð
þeirra grafin og gleymd!
Það er með ólíkindum að þessi
fölsun virðist hafa heppnast full-
komlega. Kvennalistinn sálugi er
því hækjan sem nú skal styðjast við.
Samkvæmt skoðanakönnunum
nægir að mála gömlu rauðu og
slitnu hækjuna græna!
Já, þeir rauðu og róttæku brosa
mjög um þessar mundir og gerast
feiknarlega saklausir á svipinn:
Hjörleifur, Steingrímur og Ög-
mundur.
R-listinn á býsna sorglegan feril
þegar fjármál borgarinnar eru at-
huguð. Í 8 ár hafa þeir sóað 9 millj-
ónum á dag. Sukk og ráðleysi ein-
kennir þeirra feril.
Hins vegar er stöðugleiki og
ábyrg fjármálastjórn ríkisins ein-
kennandi undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins.
Björn Bjarnason, óumdeildur
heiðursmaður, gefur nú kost á sér
og hefir þegar markað skýra stefnu
til bjargar á ótal sviðum borgarmál-
efna. Farsæld borgarinnar byggist
á því að hann fái tækifæri til að
hefja hreingeringu í ruslakistu
R-listans. Engin véfengir dugnað
hans og heiðarleik.
GUÐMUNDUR
GUÐMUNDARSON,
Lynghaga 22, Reykjavík.
Svikamyllan á
vinstri væng
Frá Guðmundi Guðmundarsyni:
sjálfir. Þetta hugtak virðist vera að
deyja út í poppinu og er rokkið enn
nokkuð óspillt en við megum ekki
sofna á verðinum því þessir fjölda-
framleiðendur eru að kanna rokk-
markaðinn, samanber hljómsveitir
líkt og Linkin Park.
Þá er ég kominn að kjarna máls-
ins; rokkhljómsveitir eru það eina
ekta sem eftir er í lífi margra ung-
menna. Ungt fólk lifir meira fyrir
tónlist en eldra fólk þótt það sé
ómerkilegt af mér að alhæfa svona
þá lítur þetta svona út frá mínu sjón-
arhorni. Rokkhljómsveitir eru að
semja tónlist með tilfinningu og text-
um um það sem krakkarnir skilja og
það höfðar til þeirra. Það sem fólk
heyrir sem hávaðasarg við fyrstu
hlustun getur breytt lífi þess þegar
það kafar dýpra og byrjar að skilja
tónlistina. Versti hávaði sem virkar
líkt og glerbrot sem sker í hljóð-
himnuna breytist skyndilega í guð-
dómlega tóna sem enginn heyrir
nema þú og nokkrir útvaldir. Loks-
ins átt þú eitthvað sameiginlegt með
hópi fólks í sömu aðstöðu og þú og
ert því orðinn hluti af samfélagi sem
þú hefur aldrei orðið var við áður.
Rokktónlistarmenn semja oftast
texta sem fjalla um hluti sem brenna
í brjósti þeirra. Það er sama hvað
þeir eru ómerkilegir í eyrum hlust-
andans þá eru þetta þeirra tilfinn-
ÉG HEF orðið var við það frá því að
ég byrjaði að spila í rokkhljómsveit
fyrir tveimur árum að fólk, sérstak-
lega eldra fólk, lítur niður á þetta
form tónlistar og
lítur á rokk sem
tímabundið
ástand í lífi ungs
fólks sem er á
mótþróaskeiðinu.
Fólk hefur
spurt mig:
„Hvernig getur
þú hlustað á og
spilað þetta háva-
ðagarg?“ Ef ég
leyfði nú þessu
sama fólki að heyra þyngstu tónlist-
ina sem ég hlusta á þá yrði líklega að
loka það inni á hæli næstu árin á eft-
ir. Það þýðir ekki að rífast við þetta
fólk því það hefur gert upp hug sinn
og dæmt okkur fyrir fram. Hér á eft-
ir ætla ég að reyna að útskýra fyrir
fólki hvað vakir fyrir okkur rokkur-
um og hvet ég alla efasemdarmenn
að lesa þetta gaumgæfilega.
List er einn stærsti hluti hugtaks-
ins menning og flokkast tónlist undir
þann hatt. Rokk er að mínu mati
margþætt eins og flest annað í nú-
tímaþjóðfélagi og því miður hafa
peningagráðug fjöldaframleiðslufyr-
irtæki á seinni árum náð að koma
krumlum sínum í rokkið sem er
hræðileg staðreynd þegar litið er á
hvað þeir sömu andskotar gerðu
poppinu. Það eru einhverjir stórir
karlar í stórum fyrirtækjum sem
reikna út hvað þarf til þess að gera
hljómsveit vinsæla og út frá því setja
þeir saman hljómsveitir með
strákum og stelpum sem þekkjast
ekki neitt en eiga það öll sameigin-
legt að vera ómissandi hlekkir í fyr-
irfram ákveðnum lífsstíl sem heila-
þvegnir unglingar kaupa svo. Þess
vegna eru vinsælustu hljómsveitir
poppsins í dag ekki með vott af frum-
leika og hafa ekkert að segja.
Svo eru það virkilega góðu tónlist-
armennirnir sem berjast við það að
borga fyrir stúdíótíma og koma plöt-
um sínum út sem græða ekki helm-
ing á við þessar barbídúkkur tónlist-
ariðnaðarins. Hljómsveit er, að mínu
mati, nokkrir vinir sem ákveða að
stofna hljómsveit og semja lög sín
ingar og þeir fá andlega útrás með
því að túlka lögin með eins persónu-
legum hætti. Þegar þið heyrið
söngvara öskra þá hugsið þið líklega
að það sé ekki söngur. Þessir menn
eru ekki bara að öskra til þess að
vera óþolandi heldur eru þeir að
túlka tilfinningar sínar og eru að
reyna að miðla þeim áfram til áheyr-
enda svo þeir skilji hvernig söngv-
aranum líði. Söngvarar rokksins í
dag láta sér ekki nægja að semja
djúpa texta heldur verða þeir að
túlka þá eins vel og þeir geta.
Rokk getur verið hreint og fallegt
listform sem hreyfir við fólki og
skapar nýja menningarheima innan
samfélagsins. Með þessum hugleið-
ingum er ég ekki að reyna að ráðast
að einum eða neinum, ég vil bara
benda á að fólk gæti verið örlítið
skilningsríkara og virt menningar-
form unga fólksins. Til er eldra fólk
sem hlustar á rokk enda er rokk ekk-
ert nýtt á markaðnum en ég er að
tala um nútímarokk.
Ungt fólk í dag verður að læra að
virða eldra fólk en eldra fólk verður
einnig að læra að virða unga fólkið.
Við verðum að koma til móts hvert
við annað svo hver tónlistarunnandi
geti notið sinnar tónlistar í friði.
HLYNUR BENEDIKTSSON
Starmýri 7, Neskaupstað
Rokk er
menning
Frá Hlyni Benediktssyni:
Listamennirnir James Hetfield og Kirk Hammett í hljómsveitinni
Metallica munda hér hljóðfæri sín.
Hlynur
Benediktsson.
KRINGLUNNI • sími 568 4900
LAUGAVEGI 32 • sími 552 3636
Vorvörurnar
Mikið úrval
komnar