Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Blússur - Pils Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval Buxur Fyrir pshoriasis og exem Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Nýkaupi og í Árnesapóteki á Selfossi www.islandia.is/~heilsuhorn Hrukkunjóli SENDUM Í PÓSTKRÖFU Gamli Sléttbakur kom til heima- hafnar í gærmorgun en ráðgert er að togarinn fari í tvær veiðiferðir á úthafskarfa á vegum ÚA áður en hann verður afhentur nýjum eig- endum. Nýja skipið var smíðað í Dan- mörku fyrir fjórum árum. Það er 58 metra langt og 13,5 metra breitt og er með þeim stærri í íslenska fiski- skipaflotanum. Skipið er vel tækj- ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. fékk afhentan nýjan frystitog- ara í gær sem félagið festi kaup á fyrir skömmu. Togarinn hefur fengið nafnið Sléttbakur EA og kemur til með að leysa af hólmi eldra frystiskip félagsins með sama nafni. Gamli Sléttbakur gengur upp í kaupverð nýja skipsins en heildar- fjárfesting ÚA í þessum viðskiptum nemur um 680 milljónum króna. um búið til frystingar á bolfiski. Við afhendinguna í gær fluttu þeir Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri ávörp og sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknar- prestur í Akureyrarkirkju, blessaði skipið. Þá bauðst bæjarbúum að skoða nýja skipið og lagði fjöldi fólks leið sína á Togarabryggjuna. Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks á öllum aldri kom um borð í Sléttbak EA-304, hið nýja frystiskip Útgerðarfélags Akureyringa, í gær. Á myndinni eru gestir að skoða stjórntæki í brú en fyrir aftan stendur Ívan Brynjarsson skipstjóri. Nýr togari ÚA afhentur MIÐSTIGSTÓNLEIKAR Tónlist- arskólans á Akureyri verða föstu- daginn 19. apríl kl. 20 í sal skólans. Í boði er fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Tónleikar VEGURINN upp að skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er orðinn erfiður yfirferðar og hafa verið sett þar upp skilti til aðvörunar fyrir veg- farendur. Sigurður Oddsson, deild- arstjóri framkvæmda hjá Vegagerð- inni á Akureyri, sagði að Hlíðar- fjallsvegur væri ónýtur og hefði verið það í mörg ár. Ákveðið hefur verið að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á vegin- um. Sigurður sagði að hönnunar- vinnu væri nú í gangi, stefnt væri að bjóða verkið út á næstu vikum og hefja framkvæmdir í sumar. Hann sagði að vegna fjárskorts væri þarna um að ræða tveggja ára verkefni. Vegurinn verður byggður upp, styrktur og lagður bundnu slitlagi. Þótt farið sé að síga á seinni hluta skíðavertíðarinnar er þó stærsta mót ársins eftir en Andrésar Andar-leik- arnir fara fram í Hlíðarfjalli í næstu viku. Foreldrar fjölmenna með börn- um sínum á leikana og því má búast við mikilli umferð í fjallið þá daga sem þeir standa yfir. Vegurinn upp í Hlíðarfjall er ónýtur Ráðist í endur- bætur í sumar TVEIR stórleikir í handbolta fara fram á sama tíma á Akureyri kl. 20.00 í kvöld, er KA og Þór mæta andstæð- ingum sínum í úrslitakeppni karla, 8 liða úrslitum. KA mætir Gróttu-KR í KA-heimilinu og Þór og Valur etja kappi í Íþróttahöllinni. KA stendur vel að vígi fyrir leikinn í kvöld en liðið vann fyrsta leikinn við Gróttu/KR á miðvikudagskvöld. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslit. Þór tapaði illa gegn Val á Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna og takist liðinu ekki að knýja fram sigur í kvöld er þátttöku þess í úrslitakeppninni lokið. Bæði KA og Þór bjóða áhangend- um sínum upp á andlitsmálun fyrir leiki liðanna og gera má ráð fyrir mikilli stemmningu í báðum húsum. Tveir stórleikir á Akureyri AKUREYRI HELDUR dregur úr atvinnuleysi á Norðurlandi eystra, samkvæmt yfirliti frá Vinnumálastofnun. Í lok síðasta mánaðar voru 408 manns á atvinnuleysisskrá í kjördæminu, 207 karlar og 201 kona og fækkaði um rúmlega 50 manns á skránni frá mánuðinum á undan. Í Hrísey fjölgaði atvinnulausum hins vegar til muna en í lok síðasta mánaðar voru 16 manns á atvinnu- leysisskrá í eynni, tveir karlar og 14 konur. Þetta eru 13 fleiri á skrá en í mánuðinum á undan og er fjölgunin nær öll hjá konum. Þá fjölgaði atvinnulausum í Skútu- staðahreppi um tvo milli mánaða og þar voru 11 manns á skrá í lok síðasta mánaðar, 2 karlar og 9 kon- ur. Í öðrum sveitarfélögum á Norð- urlandi eystra var annaðhvort um að ræða fækkun á skránni eða að ástandið var óbreytt á milli mán- aða. Fleiri án vinnu í Hrísey og Skútustaðahreppi ÞORBJÖRN Fiskanes hf. í Grinda- vík mun þurfa að greiða 100 milljónir í auðlindagjald, samkvæmt fyrirliggj- andi lagafrumvarpi, þegar aðlögun verður lokið. Forstjóri fyrirtækisins segir að sjávarútvegurinn í heild hljóti að mótmæla þessari skatt- heimtu harðlega. Fram kom í skýrslu Eiríks Tóm- assonar, forstjóra Þorbjarnar Fiska- ness hf., á aðalfundi félagisins í gær að síðasta ár hafi verið fyrirtækinu afar hagstætt. Hagnaður ársins nam 413 milljónum kr. sem er um 500 milljóna króna betri afkoma en árið á undan. Árið 2001 var fyrsta samfellda rekstrarárið eftir sameiningu Þor- bjarnar og Fiskaness í Grindavík og Valdimars í Vogum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam 1.431 milljón kr. sem er liðlega 32% af tekjum og sagði Eiríkur á fundinum að það væri hæsta hlutfall hjá sjáv- arútvegsfyrirtækjum sem skráð eru á íslenskum verðbréfamarkaði. Veltufé frá rekstri nam 1.011 millj- ónum kr. sem eru tæp 23% af tekjum. Eiríkur sagði að ef litið væri á þrjú síðustu ár væri Þorbjörn Fiskanes með hæsta hlutfall veltufjár frá rekstri af þeim sjávarútvegsfyrir- tækjum sem skráð eru á aðallista Verðbréfaþings Íslands, þótt fyrir- tækið hafi ekkert árið verið með hæsta hlutfallið. Dregur hann þær ályktanir af þessu að sveiflur virðist hafa verið minni í rekstri fyrirtæk- isins en hjá öðrum í greininni. Rekstrarhorfur fyrir yfirstandandi ár eru að mati Eiríks góðar í flestu til- liti og útlit fyrir hagnað af árinu í heild. Eiríkur gat þess þó í ræðu sinni að verð á saltfiski, sérstaklega stærri fiski, hafi lækkað og hráefnisverð verið að hækka, auk þess sem sveiflur á gengismörkuðum geti haft mikil áhrif á reksturinn. Eiríkur gagnrýndi harðlega efni frumvarps um auðlindagjald á sjáv- arútveginn og líkti því við nýtt að- stöðugjald sem lagt hafi verið af á sínum tíma vegna þess að það þótti ósanngjarnt. Telur Eiríkur að sjávar- útvegurinn í heild hljóti að mótmæla skattlagningunni á þeim forsendum sem hún er sett fram. Þorbjörn Fiskanes verði fyrir barðinu á henni eins og önnur sjávarútvegsfyrirtæki, þannig muni þessi skattgreiðsla þre- faldast hjá fyrirtækinu og verða þeg- ar aðlögun er lokið rúmar 100 millj- ónir kr., miðað við verðlag í dag. Engin rök „Það eru engin rök sem ég hef séð fyrir þessu auðlindagjaldi á sjávar- útveginn einan, enda heyrast oftast þau rök, sem eru í raun rökleysa, skattsinna að það verði að leggja skatt á þá sem eftir eru í atvinnu- greininni vegna þess að einhver seldi og fór út. Þeir sem kaupa kvótann af þeim sem hætta eiga sem sagt að greiða skatt vegna þess að þeir sem selja hafa hagnast á að selja þeim sem eftir eru kvótann sinn,“ sagði Ei- ríkur. Forstjóri Þorbjarnar Fiskaness hf. fór yfir umræður sem fram fara um sameiningu og hagræðingu í sjávar- útvegi í kjölfar endurskoðunar laga um stjórn fiskveiða. Gat hann þess að eigendum fyrirtækisins hefði tekist að byggja upp eitt af stærstu og öfl- ugustu fyrirtækjunum í sjávarútvegi, með góða samsetningu aflaheimilda, og metnaður þeirra stæði til þess að vera í þeim hópi áfram. „Því munu forsvarsmenn fyrirtækisins fylgjast með þeim hræringum sem eru í sjáv- arútveginum og taka þátt í þeim, ef býðst, og það hentar okkar markmið- um,“ sagði Eiríkur. Þórarinn Þ. Jóns- son stjórnarformaður gat þess einnig í sinni skýrslu að fyrirtækið hefði nú ágæta burði til að takast á við ný verkefni. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 8% arð af hlutafé. Þá var stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa Þórarinn Þ. Jónsson, Árni Magnússon, Gunnar Tómasson, Ólaf- ur Rögnvaldsson og Stefán Krist- jánsson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eiríkur Tómasson forstjóri, Þórarinn Þ. Jónsson stjórnarformaður og Páll Ingólfsson fundarritari á aðalfundi Þorbjarnar Fiskaness hf. í gær. Í stakk búnir til að takast á við ný verkefni Grindavík HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur ákveðið að taka tilboði lægst- bjóðenda, Braga Guðmundssonar og Tryggva Einarssonar, í lagningu gangstétta og slitlaga í Garði. Til- boðið er 88% af kostnaðaráætlun ráðgjafa sveitarfélagsins. Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað að ráðast í átak í lagningu gangstétta og malbikunar og klæðningar gatna og afleggjara í sveitarfélaginu á ár- unum 2002 til 2006. Var verkið boðið út í einu lagi. Hreppurinn mun greiða verkið á tíu árum en verktak- anum er heimilt að ljúka því á skemmri tíma en fimm árum. Fimm tilboð bárust, annars vegar í að mal- bika og klæða götur og steypa gang- stéttir og hins vegar í að malbika og klæða götur og helluleggja gang- stéttir. Lægsta tilboðið var frá Braga Guðmundssyni og Tryggva Einarssyni, 80,9 milljónir kr. og er þar miðað við að gangstéttir verði steyptar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 94,7 milljónir og var lægsta til- boð því 88% af áætlun. Hreppsnefnd ákvað á fundi í vik- unni að taka tilboði lægstbjóðenda. Ekki hefur verið samið um það hvort verkið verði unnið á skemmri tíma en útboð gerir ráð fyrir. Átak í gatnamálum kostar 80 milljónir Garður ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.