Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 47 Í síðustu viku var mér brugðið þegar ég sá að vinur minn Halldór Pálsson hafði kvatt þennan heim langt um aldur fram. Minningar leit- uðu á hugann og mörg atvik voru rifj- uð upp. Leiðir okkar lágu fyrst sam- an þegar ég hóf störf í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur árið 1974 en þar var Halldór lengi verkstjóri. Í Slippnum unnu fjölmargir á þeim tíma og þar ríkti ánægjulegur starfs- andi sem ekki síst var að þakka ágæt- um yfirmönnum þeim Bjarna, Dan- íel, Dóra og Oddbergi. Það er ekki auðveldur rekstur að reka skipa- smíðastöð en öllu var tekið með jafn- aðargeði og hindrunum mætt sem tækifæri til að yfirstíga. Þarna var Dóri fremstur meðal jafningja, traustur, orðheldinn og kom til dyr- anna eins og hann var klæddur. Hann var sérstaklega létta lund enda var gaman að umgangast hann. Hann svaraði öllum spurningum mínum ljúflega og var tilbúinn til að veita alla þá aðstoð sem þurfti. Þar sem ég var mjög ung og þekkti ekk- ert til skipasmíða áður en ég kom þar til starfa, hafa sjálfsagt sumar spurn- ingarnar hljómað kjánalega en hann lét ógert að nefna það. Nokkrir slipp- arar höfðu gaman af því að stríða þessari nýju á skrifstofunni og það var ekki alltaf auðvelt að skilja vinnu- seðlana eins og hvar er svínahryggur á skipi og til hvers er svitakista not- uð? Dóri hafði gaman af þessu en það féll í hans hlut að útskýra hvað við væri átt. Hann sýndi okkur á skrif- stofunni tillitssemi og þolinmæði og það var alltaf gaman þegar Dóri leit við því honum tókst ætíð að vera já- kvæður og fá fólk til að brosa. Seinna lágu leiðir okkar einnig saman á vettvangi bæjarmálanna og hjá Sparisjóðnum. Dóri hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti að reka bæjarfélagið og hvaða verkefnum ætti að sinna en fylgdi frekar málum en sérstökum flokkslínum. Hann var á sínum tíma valinn til starfa hjá Sparisjóðnum í Keflavík vegna mannkosta sinna en hann var einlægur Sparisjóðsmaður. Það fylgir því söknuður að geta ekki lengur hitt Dóra, fylgst með glettnu augnaráðinu um leið og hlustað er á hans skoðanir á málunum. Ég kveð góðan dreng og minnist góðra daga um leið og ég sendi eig- inkonu, sonum, tengdadætrum, barnabörnum og barnabarnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Drífa Sigfúsdóttir. Kveðja frá Púttklúbbi Suðurnesja Halldór Pálsson skipasmiður er látinn eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Halldór valdist til margháttaðra félagsmálastarfa enda hafði hann klárar skoðanir á málum og var ófeiminn við að halda þeim fram og rökstyðja mál sitt við hvern sem í hlut átti. Hér stendur ekki til að rekja lífs- hlaup Halldórs heldur aðeins að þakka honum fyrir störfin og fé- lagsskapinn í Púttklúbbi Suðurnesja. Halldór gekk í Púttklúbb Suðurnesja strax og hann settist í „helgan stein“ eins og sagt er. Hann fann sig vel í þessum félagsskap og varð fljótt áhugasamur um framgang klúbbs- ins. Fljótlega féllst hann á að taka að sér að vera gjaldkeri, sem ekki er eft- irsótt staða, en það var alla tíð að hans skapi að glíma við erfiðleika og sigrast á þeim. Félagsskapur eins og Púttklúbbur Suðurnesja berst oftast í bökkum fjárhagslega og það veltur því á miklu hvernig á fjármálum er haldið. Ekki skal vanmeta störf for- vera Halldórs og á engan er hallað þótt fullyrt sé að hann leysti fjármál PS best allra. Halldór átti framtíð- arsýn fyrir klúbbinn, sem án nokkurs vafa hefur náð lengra en nokkurt annað starf á vegum aldraðra hér um slóðir, þótt margt sé vel gert. Halldóri var vel ljóst að langlífi er ekkert takmark ef ekki fylgir lífsfyll- ing. Við í Púttklúbbi Suðurnesja hörmum að njóta ekki lengur fé- lagsskapar og starfa Dóra Páls. Við vottum Helgu konu hans og allri fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum þann sem öllu ræður að styðja þau og styrkja. Minning um góðan dreng lifir. Nú þegar frænka mín Ísleif Ingibjörg Jónsdóttir frá Bjarka- landi, hefur lokið sín- um langa starfsdegi, verður mér hugsað til bernsku minnar. Á þessum tíma var farskóli og hvergi skólahús fyrir Hólmabæjar- börnin og varð því að koma börn- unum fyrir á bæjum fyrir austan Markarfljót eða í Landeyjum. Árni og Leifa kusu heldur að taka skól- ann inn á heimilið en að senda drengina sína burtu og af því nutum við börnin á Hólmabæjunum góðs af. Því gekk ég í barnaskóla að Bjarkalandi, í litla bænum þeirra Árna og Leifu, eins og hún var allt- af kölluð. Þar var rúm fyrir skólann okkar, þótt húsið væri aðeins þrjú herbergi og eldhús. Skólastofan var með gluggum mót suðri og austri. Leifa bætti því á vinnu sína við bú- störf og barnauppeldi að þrífa eftir okkur og umbar vel ærslafullan og fjörugan hópinn. Stundum hef ég hugsað um hvort ég lærði meira, mér til góðs í lífinu uppi á lofti í skólastofunni eða niðri í kjallara í eldhúsinu hennar Leifu. Þar sem ég var aldrei fyrir, þótt margir sætu við hennar borð og töl- uðu um landsins gagn og nauðsynj- ar. Hún talaði við börnin meðan hún veitti þeim góðgjörðir eins en fullorðna vini sína. Vinahópurinn hennar var ekki síður þeir sem hall- oka fóru í lífinu en þeir sem betur máttu sín. Þetta var aðeins lítill partur af hennar starfsdegi, því hún stjórnaði heimilinu meðan Árni bóndi hennar stundaði vinnu utan ÍSLEIF INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR ✝ Ísleif IngibjörgJónsdóttir fædd- ist 9. júní 1910 á Borgareyrum. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu, 20. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stóra-Dals- kirkju í V-Eyjafjalla- hreppi 30. mars. heimilis til að afla tekna. Henni var snyrti- mennska í blóð borin og hagsýni í verkum, einnig mat hún mann sinn mikils, enda studdi hann hana til allra góðra verka. Hún var tilfinningarík og fann ég það glöggt vet- urinn sem 5 ára systir mín dó. Þá tóku þau hjónin okkur tvær systurnar sem vorum í skóla, inn á heimilið í viðbót við skólann og kennarann sem hjá þeim var. Á uppvaxtarárum frænku minnar var mikið félgslíf á Hólmabæjunum, enda mannmargt eða um 50 manns á 7 bæjum, börn og fullorðnir. Á Brúnum bjó Sigurður Vigfús- son, hann var organisti í Dalskirkju og barnakennari. Faðir minn sagði mér að hann hefði stuðlað að áhuga fyrir tónlist og kveðskap hjá nem- endum sínum og var Ísleif ein af þeim sem lærðu ung á orgel. Söng- ur og músík var hennar yndi alla tíð. Í þá daga fór unga fólkið bæja á milli spilaði á spil og tók í hljóðfæri, söng og tók dansspor ef pláss leyfði. Hvorki var útvarp né sími, en sitthvað gerðist í þessu litla sam- félagi. Stundum var sendur fyrripartur af vísu á næsta bæ eins og nokkurs konar frétt, bætt við á þeim næsta og botnaður þar og sent svo áfram koll af kolli á misjöfnu bréfsefni. Oft var létt yfir þessum leik og gjarnan var góð saga ekki látin gjalda sannleikans. Þegar bragur- inn hafði gengið um Hólmabæina var hann tekinn til Dalskirkju þeg- ar messað var og barst að Stóru- Mörk, en þar voru hagyrðingar sem sendu til baka nýjar fréttir frá eystri byggð. Í þakklæti minnist ég hennar sem frænkunnar sem veitti mér hlýju í bernsku og sýndi mér tryggð alla tíð. Eygló Markúsdóttir. Einar Gunnarsson málarameistari er einn af þeim sem koma fram í hugann þegar horft er yfir farinn veg. Við fráfall hans finn ég hvöt til að setja orð á blað. Við Einar kynntumst fyrst haustið 1943, ég þá staddur í Reykjavík. Einar var þá á reynslu- tíma í rafvirkjun hjá manni sem ég þekkti, en hætti og gerðist nemandi í málarafaginu hjá Bjarna Karls- syni málarameistara. Einu og hálfu ári síðar flutti ég til Reykjavíkur og hóf nám í sömu iðngrein hjá Hákoni Jónssyni málarameistara. Samskipti okkar voru í fyrstu tengd félagsmálum, fyrst í Málara- félaginu þar sem hann var í stjórn. Í gjörðabók þessa félags má finna tillögu frá Einari um að félagið fjárfesti í peningaskáp. Þessi skáp- ur, sem raunar var lítill blikkkassi, er nú safngripur hjá félaginu. Ein- ar gegndi lengi gjaldkerastöðu Málarameistarafélagsins og gegndi EINAR GUÐBJÖRN GUNNARSSON ✝ Einar GuðbjörnGunnarsson fæddist í Akurseli í Öxarfirði 20. júlí 1922. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 31. mars síðast- liðinn. Útför Einars fór fram frá Fossvogs- kirkju 9. apríl síðast- liðinn. þar ýmsum trúnaðar- störfum sem tengdust samskiptum þess fé- lags við Málarasveina- félagið þar sem mitt starf var mælinga- fulltrúi beggja félag- anna. Við Einar áttum sameiginleg áhugamál utan félagsgeirans. Þegar ég var að reyna að rækta tré á sum- arbústaðarlandi í ná- grenni Reykjavíkur birtist Einar með trjá- plöntur sem hann gróðursetti og þeim fylgdu góð ráð um hvernig hlúa ætti að gróðri á stað þar sem jarðvegur væri ekki vel fallinn til ræktunar. Við sum- arbústað okkar hjóna, þar sem Ein- ar gróðursetti smáasparkríli fyrir tuttugu árum, má nú sjá tré sem er næstum 5 m á hæð. Einar var mikill atorkumaður, heiðarlegur og traustur vinur og fé- lagi. Hann var óragur að setja fram skoðanir sem féllu í grýtta jörð hjá viðmælendum. Samskipti okkar rofnuðu að mestu þegar ég gerðist starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, við hittumst aðeins stöku sinnum, en vissum hvor af öðrum. Ég talaði við Einar í síma sl. haust og þá var mér ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Ég sendi afkomendum hugheilar samúðarkveðjur. Hjálmar Jónsson.                                ! " #  $$ %&'#  ! "#                 !    "    !   #   $$% % "(  % !)) #  " ( ) # ) % ( ) # (* +!   #  % ( ) #   ,   # % "(  ( ) # %  ( ) # )%  -)  # (*  (  # + %. ) # / /0  %/ / /0 ,  &    .+1 1 2 31.44  5*6 #1   (# 1 / 7#  ! "# ' () (   *+   +     ,  -  ! .  "&  (!               ) ") 80, / 0 +      +      + 1 21  . +1 .44  ,9 !  1 "3% # ' *) () *        "1 ) # 5%  %) # ! 3  # 1(  ,:% # %  ,3  #  "(8,+!  ) #  % ; ,3 ) #   " # +3 ) # / /0  %/ / /0 , 1  (  0    +    0   , .31 <533<53  $ )   * " # +) %0=&#  ! "#    2  3 4.      5  -  !      6&  1,1, < # - /!0 %<) # 1 ;5* # .0<) # % ( 8!  # (6, " ) % > ,   0                   814 5,.  $  # - ( %=?# +  (#    ! (     7        #9   $$% 4      (        * & '    8  )   +  % ;3 ")) # (6 (/! ) # ) (/! ) # )8!0  % %   # 5%  ) (/!  # 2  (*) %/ /0 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.