Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stjarnan getur velgt Haukum undir uggum / C4 Sif í 35. sæti á EM í fimleikum / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Mílanó 2002 – Húsgögn og hönnun / B2 Sippið inni – og úti / B3 Góð bók flytur lesandann lengra / B4 Háskóli með vinnu – svo lengi lærir… / B6 Auðlesið efni / B8 Sérblöð í dag LÁTINN er í Þýska- landi doktor Jens Ólafur Páll Pálsson, prófessor emeritus við Háskóla Ís- lands, stofnandi og fyrsti forstöðumaður Mann- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Jens varð fyrstur Ís- lendinga doktor í nátt- úrulegri mannfræði, doktor Rer.Nat. frá nátt- úruvísindadeild Johann- es Gutenberg-háskóla í Mainz í Þýskalandi, „magna cum laude“. Hann var frumkvöðull á sviði mannfræðirannsókna á Íslandi og víðar og naut viðurkenningar sem vísindamaður víða um lönd. Jens fæddist í Reykjavík 30. apríl, 1926, yngstur fimm barna hjónanna Hildar Stefánsdóttur frá Auðkúlu og Páls Ólafs Ólafssonar frá Hjarðar- holti, framkvæmdastjóra, útgerðar- manns og ræðismanns. Eftir hefðbundið nám og stúdents- próf í Reykjavík hóf Jens nám í mann- fræði, þjóðfræði og þjóðsagnafræði við háskólann í Uppsölum. Árin 1952 til 1955 gerði Jens, að eigin frum- kvæði, mannfræðilegar yfirlitsrann- sóknir á þúsundum lifandi fullorðinna Íslendinga í öllum landsfjórðungum og var það upphafið að því mikla ævi- starfi sem eftir hann liggur. Jens var kennari við Núpsskóla í Dýrafirði 1953–1954, en hélt síðan til náms við Kaliforníuháskóla í Berkel- ey, Bandaríkjunum og lauk þaðan BA-prófi árið 1957, með mannfræði sem aðalgrein. Á þessum tíma hóf Jens einnig rannsóknir á Vestur-Ís- lendingum í Bandaríkjunum og Kan- ada. Var það upphafið að víðtækum rannsóknum hans á því sviði samhliða rannsóknum á Íslendingum á Íslandi. Auk þess tók Jens ýmist þátt í eða stjórnaði vísindaleið- öngrum og mannfræði- legum rannsóknum víða um heim, m.a. á sömum í Lapplandi, indíánum í Kaliforníu, fólki af mongólsku kyni í Bandaríkjunum, beinarannsóknum á þýsku miðaldafólki, rannsóknum á lifandi Norðmönnum í Þrændalögum og Skot- um og Írum á Bret- landseyjum. Jens var styrkþegi Alexander von Humb- oldt-stofnunarinnar í Þýskalandi, kjörinn félagi í „Phi Beta Kappa, The National Honour Society – in recogn- ition of high attainments in liberal scholarship,“ félagsskap afburðanem- enda við bandaríska háskóla og hlaut fjölda annarra viðurkenninga hins akademíska alþjóðasamfélags fyrir námsárangur sinn og vísindastörf. Hann var eftirsóttur stjórnandi vís- indaþinga, sem og fyrirlesari á alþjóð- legum ráðstefnum. Hann nam enn- fremur við Oxford-háskóla í Bret- landi, Harvard-háskóla í Cambridge, Bandaríkjunum og Washington-há- skóla í Seattle. Árið 1995 varð Jens prófessor við Háskóla Íslands og prófessor emer- itus ári seinna, 1996. Hann lét af störf- um sem forstöðumaður Mannfræði- stofnunar Háskóla Íslands árið 1997, en hélt áfram vísindastörfum og var með tvær bækur í smíðum þegar hann lést. Eftir dr. Jens liggur einnig mikið safn vísindaskrifa, sem birst hafa víða um heim. Eftirlifandi eiginkona hans er Anna E.A. Kandler Pálsson, mannfræðing- ur og ritstjórnarfulltrúi. Jarðarförin mun fara fram á Ís- landi. Andlát JENS Ó. P. PÁLSSON LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna segir útilokað að Íslend- ingar gangist undir hina sameigin- legu sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins og láti af hendi stjórn og yfirráð fiskimiðanna. Þegar af þeirri ástæðu komi aðild að ESB ekki til álita. Samkvæmt skoðanakönnun sem LÍÚ hefur látið gera vilja heldur færri að Ísland gangi í ESB en að Ís- lendingar gangi ekki í bandalagið. Í símakönnun sem Pricewater- houseCoopers hefur gert fyrir LÍÚ var spurt: Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? Þar segjast 37,6% aðspurðra ekki vilja að Ísland gangi í ESB en 36,6% eru því hlynnt- ir. 21,8% segjast hlutlausir og 4% segjast ekki vita það eða vilja ekki svara. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 39,2% nei en 38,1% já. Í ályktun sem stjórn LÍÚ sendi frá sér í gær segir að það komi ekki til álita að aðrir en Íslendingar sjálfir fari með forræði fiskimiðanna, enda sé hér um að ræða mikilvægasta þáttinn í efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hafi Ís- lendingar tryggt viðskiptahagsmuni sína gagnvart Evrópusambandinu í öllum meginatriðum. Við stækkun ESB til austurs þurfi hinsvegar að tryggja viðskiptakjör Íslands til framtíðar. „Hin sameiginlega sjávar- útvegsstefna ESB tekur til allrar starfsemi sem lýtur að fiskveiðum og markaðssetningu fiskafurða. Hún felur það í sér að ráðherraráð ESB mótar sjávarútvegsstefnuna og tek- ur allar meiriháttar ákvarðanir í sjávarútvegsmálum, þ.m.t. um leyfi- legan hámarksafla. Frá stefnunni hafa ekki fengist undanþágur sem máli skipta,“ segir m.a. í ályktuninni. Sjávarútvegsstefna í ólestri Útvegsmenn segja ennfremur að framkvæmd sjávarútvegsstefnu ESB sé í miklum ólestri. Sjávarút- vegurinn sé stórlega ríkisstyrktur og flestir fiskistofnar á yfirráðasvæði sambandsins séu ofveiddir og í hættu. Engin trygging sé fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika haldi til frambúðar og því gæti veiði- heimildum Íslands verið úthlutað til annarra ríkja ESB í framtíðinni. „Með aðild Íslands að ESB gætu út- lendingar eignast meirihluta í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Vegna mikilvægis sjávarútvegsins fyrir Íslendinga er rétt að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að meiri- hluta í eigu Íslendinga. Aðild Íslands að ESB hefði það í för með sér að Ís- lendingar færu ekki lengur með ákvörðunarvald og samninga við önnur ríki um veiðar úr deilistofnum, þ.e. fiskistofnum er veiðast bæði utan og innan íslenskrar lögsögu. Þar er um að ræða loðnu, karfa, grálúðu, út- hafskarfa, norsk-íslenska síld, kol- munna og fleira. Sama gildir um veiðar á fjarlægum miðum, svo sem á rækju á Flæmingjagrunni og á þorski, rækju og öðrum tegundum í Barentshafi.“ Heldur fleiri eru á móti aðild en með Skoðanakönnun fyrir LÍÚ um aðild að Evrópusambandinu DAGSKRÁ fyrsta dags opinberrar heimsóknar Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta Íslands til Moskvu raskaðist verulega í gær vegna þess að flugvél SAS, sem forsetinn og fylgdarlið hans var í, var snúið til Kaupmannahafnar aftur fljót- lega eftir flugtak í öryggisskyni. Ólafur Ragnar og fylgdarlið komu til Moskvu rúmum tveimur klukku- stundum síðar en ráð var fyrir gert, fundi Halldórs Ásgrímssonar með German Gref viðskipta- og efnahagsráðherra var frestað en íslenski hópurinn fylgdist með óp- erusýningu í Bolshoi-leikhúsinu í gærkvöldi. Í fyrstu var talið að elding hefði lent í SAS-vélinni. „Þetta virkaði eins og sprenging í hreyflinum. Það hvarflaði ekki að mér að þetta væri elding,“ sagði Ólafur Ragnar við Morgunblaðið um það leyti sem vélin lenti í Kaupmannahöfn á ný. „Ég hrökk vissulega við en flug- freyjan kom fljótt og fullvissaði okkur um að allt væri í lagi.“ Ólafur Ragnar og Dorrit Mouss- aieff sátu fremst hægra megin í flugvélinni og sagðist Ólafur Ragn- ar hafa séð blossann þeim megin vélarinnar. Fljótlega eftir lendingu var farþegum boðin áfallahjálp, sem enginn þáði reyndar. Það var um það bil 15 mínútum eftir flugtak sem mikill hvellur heyrðist í flugvélinnni og hún hristist mjög eitt augnablik. Flug- stjórinn tilkynnti fljótlega að ekk- ert væri athugavert og haldið yrði áfram til Moskvu. Nokkrum mín- útum síðar tilkynnti hann hins- vegar að ákveðið hefði verið að snúa til Kaupmannahafnar og láta skoða vélina þar. Nokkrir slökkvi- liðsbílar voru til taks á flugbraut- inni þegar vélin lenti. Að sögn flug- stjórans var ekki um að ræða eiginlega eldingu heldur kvað hann vélina hafa flogið inni í eldingarský og við það hafi orðið rafsprenging. Þegar til Moskvu kom, tveimur klukkustundum á eftir áætlun, tók sjávarútvegsráðherra landsins, Evgení Mazdratenkó, á móti for- seta Íslands og fylgdarfólki hans. Ólafur og ráðherra könnuðu heiðursvörð hersins en liðsmenn úr landher, flota og flugher voru við athöfnina samkvæmt venju. Lúðra- sveit landhersins lék þjóðsöng landanna og fleiri lög. Í dag er m.a. á dagskrá fundur Ólafs Ragnars og Vladimírs Pútíns forseta Rússlands auk þess sem Halldór Ásgrímsson hittir Ívanov utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólafur Ragnar Grímsson og Evgení Mazdratenkó sjávarútvegsráðherra kanna heiðursvörð rússneska hersins. Dagskrá forseta raskaðist í Rússlandi vegna óhapps í flugi Moskvu. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Norður- lands eystra frá í september sl. þar sem karlmaður var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn dóttur sinni á níunda og tíunda aldursári hennar. Maðurinn fór fram á mildun refs- ingar á þeirri forsendu að brot hans ætti að heimfæra til 2. málsliðs 1. málsgreinar 202. greinar almennra hegningarlaga sem varðar aðra kynferðislega áreitni en kynferðis- mök. Var brot hans heimfært í hér- aði til 1. málsliðar 1. málsgreinar laganna, sem varðar kynferðismök. Maðurinn játaði sakargiftir. Hér- aðsdómur taldi að framburður telp- unnar hefði verið einlægur og trú- verðugur í öllum aðalatriðum, auk þess sem hann hefði stoð í vætti vitna. Var frásögn hennar því lögð til grundvallar um athæfi mannsins og þótti Hæstarétti brotið því rétti- lega heimfært til refsingar og dóm- ur héraðsdóms um tveggja ára fangelsi því staðfestur. Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.