Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 35
mkvæmd
ngs Ís-
andaríkj-
naðarvið-
andi?
mig hefur
ð svo sé
Ralston
mjög vel
þýðingu
öðvarinn-
kkir mjög
ndi og við
mjög góð
ið hann.
vel skoð-
erslur ís-
rnvalda á
og varn-
marksvið-
erslur eru
af okkar
viðræður
andaríkj-
arna á Ís-
iða samn-
arið fram
m vikum.
stöðu.“
örðun að
ns til Evr-
að sá við-
verði hon-
ð, verði í
vo má að
að koma
u í stað
firstjórnin
ákvörðun
eyta her-
r með sér
m staðsett
uti af flug-
sveit í Skotlandi. Þetta liggur fyrir
þar sem það fylgir því að heyra und-
ir Evrópuherstjórnina, að sá búnað-
ur, sem hér verður, mun heyra undir
æðsta yfirmann þeirrar herstjórnar,
sem er Joseph Ralston. Hann hefur
aðsetur í Mons í Belgíu en hluti að-
alstöðva Evrópuherstjórnarinnar er
í Stuttgart í Þýskalandi.“
Teljast þetta ekki mikil tíðindi í ís-
lenskum öryggis- og varnarmálum?
„Já, þetta eru mikil tíðindi og ís-
lensk stjórnvöld hafa fram til þessa
litið á þessi umskipti sem algjört
trúnaðarmál. En nú þegar Banda-
ríkjamenn hafa tekið sína ákvörðun
varðandi breytingar á skipulagi her-
stjórna og greint frá henni þá kemur
þetta upp á yfirborðið. Ákvörðunin
kemur okkur því ekki í opna
skjöldu.“
Má vænta þess nú þegar þessi
niðurstaða liggur fyrir og íslensk ör-
yggis- og varnarmál hafa verið sett í
„evrópskt samhengi“ að skriður
komist á viðræðurnar við Banda-
ríkjamenn um viðbúnaðinn hér?
„Ég tel að þetta sé ótengt. Með
þessu liggur fyrir að við Íslendingar
tengjumst Evrópu frekar en áður og
evrópskum öryggismálum. Aðalat-
riðið er að hér á landi séu til staðar
trúverðugar varnir. Það leggja
stjórnvöld á Íslandi höfuðáherslu á.
Við leggjum jafnframt á það gífur-
lega áherslu að þessi ákvörðun
Bandaríkjamanna verði á engan
hátt til þess að veikja Atlantshafs-
tengslin. Á því er vissulega hætta og
þá ekki einungis vegna þessarar
ákvörðunar Bandaríkjamanna held-
ur einnig vegna þróunar, sem átt
hefur sér stað í Evrópu og breytinga
í evrópskum varnar- og öryggismál-
um.“
Hvenær mun staða Keflavíkur-
stöðvarinnar innan Evrópuher-
stjórnarinnar skýrast? Þurfa að fara
fram viðræður um hana?
„Viðræður munu fara fram um
það en ég get ekki sagt hvenær þær
hefjast. Við Íslendingar erum til-
búnir til viðræðna um þessi mál og
sú afstaða tengist því að ár er nú lið-
ið frá því að bókunin um fram-
kvæmd varnarsamningsins féll úr
gildi. Miklar tafir hafa orðið á því
máli. Bandaríkjamenn eru að end-
urskipuleggja allt sitt herstjórnar-
og viðbúnaðarkerfi vegna árásarinn-
ar 11. september. Þeir líta miklu
frekar en áður til varna innan
Bandaríkjanna. Ég tel að Banda-
ríkjamenn hafi átt við ákveðinn
tímaskort að glíma hvað varðar við-
ræður við íslensk stjórnvöld. Ný rík-
isstjórn var að taka við og síðan reið
þessi hörmulegi atburður yfir þann
11. september. Ég tel því ekki að
Bandaríkjamenn hafi sýnt Íslend-
ingum og íslenskum varnarhags-
munum áhugaleysi. Þeir hafa ein-
faldlega verið algjörlega uppteknir
við að skipuleggja viðbrögð sín í ljósi
11. september.“
Í grein í Morgunblaðinu í dag [þ.e.
fimmtudag] kemur fram að í sam-
tölum við ákveðna aðila innan
stjórnkerfis Bandaríkjanna hafi
komið í ljós að svonefnt „hættumat“
íslenskra stjórnvalda þyki um margt
undarlegt og jafnframt er dregið í
efa að Íslendingum stafi ógn af
hryðjuverkamönnum. Hvert er þitt
svar við þessu?
„Á síðastliðnum áratug hefur ver-
ið dregið mjög úr þeim herstyrk,
sem heyrir undir varnarliðið á Ís-
landi. Við teljum að í dag sé þar um
að ræða lágmarksviðbúnað. Stjórn-
völd á Íslandi telja nauðsynlegt að
hér séu trúverðugar varnir og að til
þess þurfi þann lágmarksviðbúnað,
sem hér er að finna.
Vissulega er rétt að lok kalda
stríðsins höfðu í för með sér gjör-
breytt hættumat í allri Evrópu.
Varnarviðbúnaður hefur alls staðar
verið skorinn niður og það á einnig
við um Ísland. Mér er hins vegar
ekki kunnugt um að varnir á borð
við loftvarnir hafi beinlínis verið af-
lagðar í nokkru ríki. Ekki hefur það
t.a.m. gerst á hinum Norðurlöndun-
um. Loftvarnir yrðu hins vegar af-
lagðar á Íslandi ef orrustuþoturnar
yrðu fluttar á brott. Við teljum ekki
nægilegt að hafa í höndunum fyrir-
heit um að hingað verði sendar orr-
ustuþotur á hættutímum. Til þess að
bregðast við hættu með litlum fyr-
irvara og þeirri ógn, sem stafar af
hryðjuverkamönnum, er það mat
okkar að nauðsynlegt sé að orrustu-
vélarnar verði staðsettar á Íslandi
en ekki annars staðar. Ljóst er að
hættumat gjörbreyttist í Bandaríkj-
unum 11. september. Hættumat er
ekki aðeins hernaðarlegs eðlis held-
ur einnig pólitísks eðlis.“
ing á yfirstjórn varnarliðsins til Evrópu
skil í
um ör-
álum“
ma hingað til lands og
stöðin fái aukið vægi
herra rekur í samtali við
sú ákvörðun Bandaríkja-
ðsins frá Bandaríkjunum
og íslensk öryggismál.
’ Við teljum ekkinægilegt að hafa í
höndunum fyrirheit
um að hingað verði
sendar orrustuþotur
á hættutímum ‘
DAVÍÐ Oddsson for-
sætisráðherra kveðst
vera sammála Hall-
dóri Ásgrímssyni ut-
anríkisráðherra að
óheppilegt sé að yf-
irstjórn varnarliðsins
á Íslandi verði flutt
frá Norfolk í Banda-
ríkjunum til Evrópu.
Eðlilegt sé að yf-
irstjórn varnarliðsins
verði áfram í Banda-
ríkjunum en eins og
greint var frá í
Morgunblaðinu í gær
hefur verið ákveðið
innan Bandaríkja-
stjórnar að þessar
tilfærslur verði gerðar sem liður í
viðamiklum skipulagsbreytingum
á yfirstjórn herafla Bandaríkj-
anna.
Myndi stinga í stúf við sjón-
armið Bandaríkjaforseta
,,Þetta hefur komið upp áður í
samskiptum Íslands og Bandaríkj-
anna,“ sagði Davíð og benti á að
verið hefði ágreiningur í banda-
ríska stjórnkerfinu á sínum tíma
þegar íslensk og bandarísk stjórn-
völd unnu að sameiginlegri bókun
við varnarsamninginn um fram-
kvæmd varnarsamstarfsins.
,,Það leystist allt
farsællega og ég
vænti þess að það
verði áfram þannig.
Það þarf að byggjast
á því að samningur-
inn er gagnkvæmur
og gengur út á sam-
eiginlegar varnir.
Þótt Bandaríkin eðli
máls samkvæmt leggi
fram varnarviðbúnað-
inn, þá hefur stað-
setningin hér einnig
varnarlega þýðingu
fyrir þá. Ég er þess
fullviss að þegar öll
mál liggja fyrir þá
muni menn komast
að sameiginlegri niðurstöðu. Það
myndi algerlega stinga í stúf við
þau sjónarmið sem Bandaríkja-
forseti hefur kynnt um viðsjár
vegna hryðjuverka í heiminum,
að gera slíka breytingu í einu
NATO-ríkjanna, sem býr við
varnarsamning á milli ríkjanna,“
sagði forsætisráðherra.
Davíð sagði að þessi mál væru
á undirbúningsstigi viðræðna,
sem standa fyrir dyrum um end-
urskoðun bókunar um útfærslu
varnarsamningsins, sem féll úr
gildi 9. apríl á seinasta ári. Ekki
hafa verið teknar ákvarðanir um
hvenær eiginlegar viðræður við
bandarísk stjórnvöld vegna end-
urskoðunarinnar hefjast en Davíð
segir að ekki hafi staðið á Íslend-
ingum að fara út í þær viðræður.
,,Bandaríkjamenn hafa eins og
allir vita verið að sinna öðrum
hlutum, sem ég ber fulla virðingu
fyrir og þarf auðvitað að taka ríkt
tillit til,“ sagði hann.
Varnarviðbúnaður hér er
kominn í algjört lágmark
,,Í sjálfu sér teljum við ekkert
knýja á um slíkar viðræður og
teljum að málið sé í ágætum far-
vegi þar sem það er. Við teljum
að það séu ekki efni til breytinga
frá þeim bókunum sem við gerð-
um síðast. Varnarviðbúnaðurinn
hér er kominn í algjört lágmark,
þannig að það er ekki hægt að
segja, ef hann verður skertur, að
það sé lengur um eiginlegar varn-
ir að ræða,“ sagði Davíð en tók
jafnframt fram að hann ætti ekki
von á að til þess myndi koma.
Aðspurður segir forsætisráð-
herra að íslensk stjórnvöld hafi
verið sammála sjónarmiðum um
að dregið sé úr umfangi varna
með hliðsjón af breyttum tímum
,,en það hefur ákveðið gólf og ég
tel að við séum á því gólfi núna,“
sagði hann.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Davíð
Oddsson
Væntir þess
að málin leysist
farsællega
TALSMENN stjórnarandstöðu-
flokkanna á Alþingi bregðast mis-
jafnlega við þeim tíðindum að
bandarísk stjórnvöld ætli að flytja
yfirstjórn varnarliðsins frá Norfolk
í Bandaríkjunum til Stuttgart í
Þýskalandi. Formenn Samfylking-
arinnar og Frjálslynda flokksins
segjast helst hefðu kosið óbreytt
ástand en þingflokksformaður VG
telur flutninginn örva umræður hér
á landi um framkvæmd varnar-
samningsins við Bandaríkin.
Ávinningur okkar
kynni að breytast
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segist ekki
hafa kynnt sér öll rök með og á móti
þeirri ákvörðun
bandarískra
stjórnvalda að
flytja yfirstjórn
varnarliðsins á
Íslandi frá Nor-
folk til Þýska-
lands. Hann
hefði þó kosið
óbreytt ástand.
„Það er
kannski gamall
kækur hjá mér
að þrá þá stund
að við getum búið ein í þessu landi,
en þau skilyrði eru ekki fyrir hendi
í heiminum um fyrirsjáanlegan
tíma. Við höfum haft gífurlegan
fjárhagslegan ávinning af veru
Bandaríkjamanna hér. Ég geri ráð
fyrir að það kynni að breytast, get
þó ekki um það dæmt.“
Sverrir segist hafa óbifur á því að
rífa upp með rótum meira en hálfr-
ar aldar gamalt varnarsamstarf við
Bandaríkjaher. Ómögulegt sé að
segja til um hvað bíði okkar í nýju
umhverfi. „Að lítt rannsökuðu máli,
og aðeins af lausafréttum, þá sný ég
nú höminni í þetta nýja veður.“
Hafi ekki áhrif á tvíhliða
varnarsamning þjóðanna
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segir flutning á
yfirstjórn alfarið vera ákvörðun
Bandaríkja-
manna sjálfra,
Íslendingar geti
ekki gert miklar
athugasemdir.
Hann hefði kosið
að hafa áfram
beina tengingu
til Banda-
ríkjanna, sem
gefist hafi vel
undanfarna ára-
tugi.
„Það er um-
hendis að þurfa að fara í gegnum
Evrópu til að eiga samskipti um
varnarlega mikilvæg málefni.
Reynslan verður að leiða í ljós með
hvaða hætti það gefst. Verði sú
reynsla af samstarfi okkar óheppi-
leg er ég sannfærður um að það
verður leiðrétt,“ segir Össur og tel-
ur mestu skipta að fyrirhugaður
flutningur hafi ekki áhrif á tvíhliða
samning þjóðanna um varnarsam-
starf.
„Mjög gott varnarsamstarf hefur
verið milli þjóðanna. Að vísu hefur
ekki enn tekist að ganga frá end-
urnýjun á bókun við varnarsamn-
inginn. Ég tel þó öldungis fráleitt
að þessi nýja skipan mála muni í
nokkru verða til þess að breyta
raunverulegum varnarviðbúnaði
eða draga úr nauðsynlegum um-
svifum hér til að tryggja okkar
varnir. Eftir þau tíðindi sem urðu í
Bandaríkjunum í september á síð-
asta ári tel ég afar ólíklegt að dreg-
ið verði úr viðbúnaði á Keflavík-
urflugvelli,“ segir Össur.
Hér á ekki að vera
her til frambúðar
Ögmundur Jónasson, formaður
þingflokks Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs, VG, segir að það
sé varla nema
fyrir innvígða að
gera sér grein
fyrir áhrifum
þessa flutnings
til Evrópu fyrir
varnarmál hér á
landi. Á endan-
um muni hags-
munir Banda-
ríkjanna ráða
för.
„Þetta mun án
efa örva umræð-
ur, sem fyrir löngu eru tímabærar,
um framkvæmd varnarsamnings
Íslands og Bandaríkjanna. Í síðustu
viku var ár liðið frá því að bókun um
framkvæmd samningsins rann út.
Við í Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði lögðum fram
þingsályktunartillögu fyrir tveimur
árum þar sem hvatt var til þess þá
að taka upp viðræður við bandarísk
stjórnvöld um brottför hersins af
Keflavíkurflugvelli og yfirtöku Ís-
lendinga á rekstri hans. Þetta var
auðvitað ekki samþykkt þar sem um
minnihlutasjónarmið á Alþingi er að
ræða, þótt öðru máli gegni án efa í
þjóðfélaginu. Okkar afstaða er ljós,
hér á ekki að vera bandarískur her
til frambúðar,“ segir Ögmundur.
Misjöfn viðbrögð
stjórnarandstöðunnar
Sverrir
Hermannsson
Össur
Skarphéðinsson
Ögmundur
Jónasson
Flutningur yfirstjórnar varnarliðsins til Evrópu
il Íslands frá Skotlandi en ekki frá Bandaríkjunum eins og nú er.