Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞEGAR ég kom til Varsjár í fyrsta
skipti fyrir mörgum árum heimsótti
ég meðal annars gyðingahverfið, þar
sem eitt af mestu grimmdarverkum
síðari heimsstyrjaldar hafði verið
framið. Eldri maður, sem lifað hafði
hörmungarnar af, sagði okkur gest-
unum hvernig íbúum hverfisins
hafði kerfisbundið verið smalað
saman úr íbúðarhúsunum og upp á
flutningabifreiðir. Hvernig þeir sem
veittu mótþróa voru skotnir á staðn-
um eða jafnvel barðir til bana.
Hvernig þeir höfðu verið reknir upp
í flutningalestir og fluttir í fanga-
búðir, þaðan sem flestir áttu ekki
afturkvæmt. Sumir komust jafnvel
ekki lifandi í búðirnar.
Þetta var mjög áhrifarík dagstund
og óneitanlega efldist sú samúð sem
maður hafði haft með þessum trú-
flokki sem hafði lent í þvílíkum
hremmingum þarna og annars stað-
ar í Evrópu í heimsstyrjöldinni.
Mörgum árum síðar heyri ég í út-
varpinu mínu hvernig fólki er smal-
að saman annars staðar í heiminum;
rekið úr húsum sínum og þau síðan
lögð í rúst. Sumt fólkið fær jafnvel
ekki tækifæri til að fara úr húsum
sínum áður en þau eru sprengd.
Konur og börn eru drepin með köldu
blóði og í sjónvarpinu sé ég hermenn
gráa fyrir járnum, kannski afkom-
endur eða skyldmenni gamla leið-
sögumannsins í Varsjá, taka ljós-
myndir hver af öðrum brosandi yfir
líki af drepnum Palestínumanni inn-
an um hrunin hús og brunnin
bílhræ.
Og þegar ég borða morgunkornið
kemur í morgunútvarpið maður sem
kennir sig við krossinn og segir að
hönd guðs sé að verki í Palestínu.
Það sem þar sé að gerast sé guði
þóknanlegt. Ísraelsmenn séu guðs
útvalin þjóð og þess vegna sé guð að
verki þar sem þeir fara um. Allt í
einu birtist mér önnur sýn á málið
fyrir tilstilli guðsmannsins. Þar sem
vanfærar konur eru skotnar í kvið-
inn þar er guð að verki. Og hann
horfir með velþóknun á sjúkraflutn-
ingamenn drepna, lækna hindraða í
að koma særðum til hjálpar. Skyndi-
lega er Ariel Sharon orðinn stríðs-
maður guðs. Hugtakið herskarar
himnanna öðlast nýja merkingu.
Maðurinn í Krossinum hlýtur að
vita hvað hann segir eftir að hafa
verið þess umkominn um árabil að
kveða uppúr um hátterni manna og
hugsanir, sem handhafi hinnar einu
réttu trúar í beinu talsambandi við
guð. Svo heyri ég að í sjónvarpsstöð-
inni Omega, sem kennir sig við
kristindóm og telur sig þess um-
komna að breiða út trúna á heims-
vísu, sé því haldið fram að þeir sem
styðji baráttu Palestínumanna fyrir
eigin sjálfstæðu landi, muni fara
rakleiðis til helvítis. Þeir séu ekki
guði þóknanlegir, því hann hafi verk
að vinna í Palestínu, sem sé að vinna
þjóð sinni land. Við sem ekki erum í
beintengingu við almættið hljótum
að spyrja: Hverslags guð er þetta
eiginlega? Er á hann trúandi?
Í KFUM í gamla daga var mikið
talað um guð. En mig minnir að það
væri allt annar guð. Hann var kær-
leiksríkur, skilningsríkur, þótti vænt
um börn og var jafnvel umburðar-
lyndur gagnvart falleruðum konum,
sem var ekki algengt. Og ég man
ekki betur en að trúarrit kristinna
mann hafi þá verið Nýja testament-
ið, með þeim kærleiksboðskap sem
það var sagt hafa fram að færa Ein-
hvern veginn grunar mig að hjá
Omega og í Krossinum séu menn að
lesa einhverja allt aðra bók og tala
um einhvern allt annan guð. Og búi í
einhverjum alltöðrum heimi en ég
með alltöðrum siðferðisgildum og
gerólíkum samskiptavenjum. Ein-
hvers konar sýndarveruleiki trúar-
innar.
HAUKUR MÁR
HARALDSSON,
framhaldsskólakennari
Guðs útvalin
þjóð?
Frá Hauki Má Haraldssyni:
Á UNDANFÖRNUM árum hefir
orðið til hér á landi öflug kvikmynda-
gerð. Þetta hefir orðið til þess að er-
lend fyrirtæki hafa leitað hingað til
þess að nota íslenska náttúru í
myndum sínum, jafnframt því að
kaupa þjónustu af innlendum kvik-
myndafélögum. Veitir þessi starf-
semi heilmiklu fé inn í íslenskt þjóð-
félag. Nú er nýlokið tökum á tæpri
mínútu á nýjustu Bond-myndinni
hér á landi. Var tökustaðurinn við
Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Nú hagar þannig til þarna að lón
þetta er stöðugt að stækka. Veldur
því nokkurra gráða heitur sjór sem
rennur inn í lónið vegna áhrifa sjáv-
arfalla.
Sjórinn bræðir jökulinn sem veld-
ur því að þarna er að myndast fjörð-
ur og stefnir hratt í að ósinn rifni út.
Þarna yrði þá engum lengur fært
nema fuglinum fljúgandi. Með tím-
anum yrðu aðstæður þarna svipaðar
og í Hvalfirði þar sem svona ferli var
í gangi fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Nú
er það svo að tryggja má þetta útfall
með einföldum og tiltölulega kostn-
aðarlitlum aðgerðum. Aðeins þyrfti
að leggja þarna út trektlaga leiði-
garða þar sem trektarstúturinn
sneri að sjónum en opið inn í lónið.
Leiðigarðar þessir yrðu að vera
vel straumlínulagaðir. Svona garðar
eru t.d. við brúna yfir Borgarfjörð,
þeir eru þó þannig gerðir að rennsl-
isviðnám er jafnt í báðar áttir.
Með því að hafa garðana trektlaga
myndast hringiður í trektarstútnum
með miklu rennslisviðnámi þegar
rennsli er inn í lónið og þ.a.l. lítill
orkuflutningur frá sjónum inn í lón-
ið. Undiritaður áskilur sér fullan höf-
undarrétt á þessari hugmynd.
GESTUR GUNNARSSON
tæknifræðingur,
Flókagötu 8, Reykjavík.
James Bond
Frá Gesti Gunnarssyni: