Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Vignir H. Bene-diktsson fæddist
í Reykjavík 1. sept-
ember 1947. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 11.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Þórdís Jónsdóttir, f.
5. desember 1926,
ættuð frá Malarrifi á
Snæfellsnesi, og
Benedikt Björnsson,
f. 20. febrúar 1918,
frá Þorbergsstöðum
í Dalasýslu.
Fósturmóðir Vignis var Vigdís
Blöndal, f. 31. júlí 1892, d. 18. júní
1968, forstöðukona heimavistar
Laugarnesskólans í Reykjavík þar
sem Vignir ólst upp frá unga aldri
en hann dvaldi á sumrum í sveit að
Hvassafelli í Borgarfirði hjá Sig-
urlaugu systur Vigdísar og manni
hennar, Þorsteini Snorrasyni.
Systur Vignis eru Sveinbjörg
Jónsdóttir, f. 31.7. 1944, maki Þor-
valdur Stefánsson og eiga þau
ir, f. 23.7. 1973; 3) Andri Reyr, f.
21.1. 1982, unnusta hans er Sandra
Brynjólfsdóttir, f. 8. ágúst 1984.
Vignir lauk sveinsprófi í múr-
verki árið 1970 og meistaraprófi
1974. Hann stofnaði og rak bygg-
ingafyrirtækið Steintak. Árið 1990
tók hann ásamt öðrum þátt í stofn-
un verktakafyrirtækisins Völund-
arverki.
Vignir var félagi í Múrarafélagi
Reykjavíkur árin 1970 til 1973 og
eftir það í Múrarameistarafélagi
Reykjavíkur til dauðadags, þar af
til margra ára í varastjórn félags-
ins, einnig í taxtanefnd. Hann sat
til fjölda ára í stjórn Verktakasam-
bands Íslands. Þá var hann einnig
virkur félagi í Kiwanishreyfing-
unni um árabil.
Meðal bygginga sem Vignir kom
að sem múrarameistari og verk-
taki gegnum sín fyrirtæki eru
Seðlabanki Íslands, gamla Broad-
way – Bíóhöllin í Mjódd; háhýsin á
Völundarlóðinni við Skúlagötu;
Rauðakrosshúsið; Ráðhúsið í
Reykjavík; Fjölbrautaskólinn í
Garðabæ og fjöldi grunnskóla-
bygginga í Reykjavík. Síðasta
verk sem Vignir kom að sem verk-
taki var Ylströndin í Nauthólsvík.
Útför Vignis fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
fimm börn og þrettán
barnabörn; og Birna
Dís Benediktsdóttir, f.
5. janúar 1949, maki
Birgir Ingimarsson,
eignaðist hún þrjú
börn en eitt þeirra er
látið og eiga þau tvö
barnabörn.
Vignir kvæntist 29.
júlí 1967 Guðrúnu Á.
Magnúsdóttur, f. 11.
nóvember 1947 í
Reykjavík. Foreldrar
hennar eru Elín Þor-
steinsdóttir, f. 6. des-
ember 1926 í Reykja-
vík, og Magnús Nikulásson, f. 20.
júlí 1923 í Reykjavík.
Vignir og Guðrún eignuðust
þrjú börn: 1) Vigdís Elín, f. 11. nóv-
ember 1970, maki Bjarni Þór
Ólafsson, f. 28. júlí 1969, þeirra
börn eru: Sandra Dís, f. 5. júlí
1993, og Vignir Hans, f. 22. ágúst
1996; 2) Davíð Örn, f. 25. nóvem-
ber 1975, dóttir hans er Tinna Líf,
f. 12. janúar 1998, barnsmóðir
hans er Helena Dögg Harðardótt-
Elsku stóri sterki bróðir minn, í
orðsins fyllstu merkingu, er dáinn,
hann gafst ekki upp heldur líkam-
inn. Þegar hann sagði mér fyrir
rúmum fjórtán mánuðum að hann
hefði greinst með ólæknandi
krabbamein sagðist hann fyrst hafa
orðið reiður en hugsað svo: „Ég
hefði getað dáið í bílslysi og þá ekki
einu sinni fengið tækifæri til þess að
verða reiður.“ Þvílík jákvæðni og
skynsemi. Hann sagðist heldur ekki
kvíða því að deyja, hann langaði
bara svo mikið til að vera lengur
með fólkinu sínu sem var honum allt
– enda nýtti hann tímann vel og naut
samvistanna með fjölskyldu sinni til
hins ýtrasta. Þau Guðrún voru búin
að fara saman í þrjár golfferðir á
þessum tíma og komu úr þeirri síð-
ustu aðeins tveimur sólarhringum
fyrir andlát hans, þar sem hann spil-
aði golf kannski meira af vilja en
mætti.
Örlögin höguðu því þannig til að
við ólumst ekki upp saman systkinin
vegna veikinda og dvalar móður
okkar á Vífilsstöðum en þó rofnuðu
böndin aldrei. Voru þau Anný systir
okkar og Vignir í mikilli nálægð í
gegnum heimavistina og Laugarnes-
skólann. Við Vignir hældum okkur
oft af því að vera systkini sem aldrei
höfðum rifist og vorum alltaf jafn-
ánægð hvort með annað, náin og
miklir vinir, og það voru stórar
stundir þegar Vignir gisti hjá okkur
í litla húsinu á Sogaveginum þegar
við vorum lítil. Þá vorum við fjöl-
skylda og þá þegar voru vaknaðir
draumar hjá honum um að byggja
stórt hús með áföstu bátaskýli við
vatn – eitthvað sem sást bara í „Am-
erican Home“-blöðum þess tíma. Já,
hann varð snemma stórhuga og
tókst að láta drauma sína rætast á
flestum sviðum, þótt hann færi ekki
áfallalaust í gegnum lífið, en þá stóð
Guðrún hans alltaf eins og klettur
við hlið hans – þau voru hvort öðru
allt.
Vignir var einstaklega lífsglaður
maður, áræðinn og úrræðagóður og
ekkert vafðist fyrir honum (jú,
kannski að halda ræður …). Hann
var fagurkeri og naut alls til botns,
hvort heldur það var í mat, drykk,
tónlist, dansi, tómstundum, ferða-
lögum eða vinnu, allt var gert með
stæl – líka að sleppa mat og drykk!
Stundirnar sem við og fjölskyldur
okkar áttum saman í sumarbústaðn-
um í Öndverðarnesi – dagarnir í
Héðinsfirði – Flórída – New York
eða bara hvert heima hjá öðru eru
okkur ógleymanlegar og dýrmætar.
Ég vil þakka bezta bróður mínum
allt – hann kunni svo vel að gefa og
þiggja, bæði með faðmlagi og orðum.
„Var drenglyndur, fölskvalaus,
handtakið hlýtt og hjartað var gull
fram í dauðann.“ (Jón frá Ljárskóg-
um.)
Almættið styrki og huggi perlurn-
ar hans allar, Guðrúnu, Vigdísi, Dav-
íð, Andra, Söndru Dís, Vigni Hans
og Tinnu Líf.
Birna Dís.
Elsku Vignir okkar.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja því
minningarnar streyma fram.
En það sem stendur upp úr eru
yndislegir tímar með ykkur fjöl-
skyldunni.
Allt eru þetta ógleymanlegar
stundir, jól, áramót, sumarbústaða-
ferðirnar og öll matarboðin.
Þú varst listakokkur og elskaðir
að elda góðan mat og hafa alla fjöl-
skylduna samankomna.
Þú kunnir svo sannarlega að gera
dýrindis máltíð úr öllum mat og ég
man hvað maður fann fyrir mikilli
tilhlökkun þegar okkur var boðið í
mat í Hléskógana.
Það var orðinn fastur liður hjá
Tinnu Líf afastelpu að biðja um rús-
ur þegar hún kom í Hléskóga.
Auðvitað átti afi alltaf til súkku-
laðirúsínur og salthnetur, svo var
sett í skál og þau höfðu það huggu-
legt fyrir framan sjónvarpið. Það
verður skrýtið fyrir litla afastelpu
núna þegar enginn afi er til að gefa
rúsur. Það var skrýtið að þurfa að
útskýra fyrir Tinnu Líf að afi væri
ekki lengur í Hléskógunum. Hún
sagði að afi væri núna engill og Guð
og Jesú væru að passa hann. Svo
spurði hún hvort englarnir gætu al-
veg lyft afa upp til sín því að hann
væri svo stór.
Hún spurði líka hvort afa væri þá
ekki lengur illt í fætinum sínum.
Mig langar til að þakka fyrir að
hafa kynnst þér og að hafa fengið að
eyða síðustu áramótum með þér og
fjölskyldunni. Ég er þakklát fyrir
allar stundirnar og minningarnar
sem ég á með ykkur fjölskyldunni.
Allt hlýja og yndislega viðmótið og
knúsið sem maður fékk þegar við
hittumst öll.
Guð geymi þig og hvíl í friði.
Elsku Guðrún (amma), Vigdís,
Bjarni, Sandra Dís, Vignir Hans,
Davíð (pabbi), Andri og Sandra. Það
verða erfiðir tímar framundan því að
missirinn er mikill.
Við verðum að vera dugleg að
standa öll saman og styrkja hvert
annað og við Tinna Líf verðum
skammt undan og viljum leggja okk-
ar af mörkum.
Guð veiti okkur öllum styrk í
gegnum þetta.
Ykkar
Helena Dögg og Tinna Líf.
Ég minnist ljósmyndar sem birt-
ist í Morgunblaðinu fyrir mörgum
árum af kunnum athafnamanni og
byggingameistara, sem var form-
lega að afhenda skemmtistaðinn
Broadway verkkaupa. Þetta var
Vignir Benediktsson, vatnsgreiddur
og uppábúinn í smóking. Hann stóð
stoltur með stóran lykil sem útbúinn
var úr steypustyrktarjárni og af-
henti eigandanum. Það var einhver
töfrandi glæsileiki yfir þessari
mynd, glæsileiki sem mér finnst allt-
af hafa einkennt þennan nýlátna vin
minn sem ég kynntist ekki fyrr en
löngu eftir að myndin var tekin.
Leiðir okkur lágu fyrst saman
þegar ég sá um kaup á íbúð fyrir
tengdaforeldra mína af Vigni. Samn-
ingaferillinn var stuttur og ánægju-
legur, en því miður var ekki hægt að
segja það sama um byggingartím-
ann. Á þessum tíma hafði fyrirtæki
Vignis lent í fjárhagslegum erfið-
leikum með eitt áhættusamasta
verkefni sem það hafði ráðist í. Illa
fór, margir töpuðu – Vignir mest.
Það var síðan í golfferð á erlendri
grundu, einhverjum árum síðar, að
við völdumst saman í hóp kylfinga
sem lék saman einn daginn. Mér
hefur lærst að við það að leika einn
golfhring er hægt að segja með all-
nokkurri vissu til um persónuleika
meðspilaranna. Persónueinkenni
svo sem heiðarleiki, snyrtimennska,
keppnisskap, skapgerð, þolinmæði
og nákvæmni koma sterkt fram.
Vignir sýndi strax að þar fór heill
maður sem bar mikla virðingu fyrir
öllum helstu gildum íþróttarinnar.
Frá þeirri stundu voru traust og
órjúfanleg vináttubönd okkar ofin
sem þróuðust í einlæga vináttu milli
Guðrúnar og Vignis og okkar
hjónanna.
Í golfíþróttinni hafði Vignir sinn
eigin stíl, hann var sókndjarfur
keppnismaður en umfram allt
skemmtilegur. Þegar illa gekk var
lítið látið á bera, en við sem þekktum
Vigni þurftum ekki annað en að
horfa á hann úr fjarlægð til þess að
vita hvað klukkan sló. Þegar í hús
var komið lék hann á als oddi og
fékk dillandi og smitandi hlátur hans
útrás. Hann lagði sig allan fram við
viðfangsefnin og þar gilti einu hvort
um var að ræða golfíþróttina, bygg-
ingu skemmtistaðar, seðlabanka-
húss, ræktun fjölskyldu eða baráttu
við illvígan sjúkdóm. Þegar á móti
gaf var einbeittur vilji og meðfætt
jákvætt hugarfar þau vopn sem
hann beitti í hvert skipti. Að lokum
þurfti Vignir þó að viðurkenna van-
mátt sinn gagnvart sjúkdómnum
sem dró hann til dauða. Vignir vildi
aldrei láta vorkenna sér og kvartaði
aldrei. Fyrir vikið vorum við farin að
trúa því að hann næði sér að fullu, en
þegar afturkippur kom var einsýnt
hvert stefndi.
Þessi viljasterki og kraftmikli
maður, sem ég tel til minna traust-
ustu vina, hefur haft áhrif á viðhorf
mitt til margra hluta. Lífsvilji hans
og baráttuhugur var ótrúlegur.
Að leiðarlokum viljum við Ásdís fá
að þakka fyrir að hafa fengið að vera
þátttakendur í lífi þeirra hjóna,
Vignis og Guðrúnar. Við biðjum
þann sem öllu ræður að gæta Vignis
og veita Guðrúnu og fjölskyldu styrk
á erfiðri stundu.
Kristján og Ásdís Rósa.
Vinur okkar Vignir Benediktsson
kveður nú eftir erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Hann barðist af
æðruleysi allan tímann með sínu
létta skapi sem lýsir best hvernig
hann lifði lífinu frá upphafi til enda.
Það eru trúlega fyrirhugaðar
miklar byggingaframkvæmdir hjá
Almættinu á næstunni því Drottinn
hefur kallað eiginmanninn, föðurinn,
afann, múrarann og byggingaverk-
takann til starfa á nýjum vettvangi.
Honum verður örugglega treyst til
stórra verkefna í nýjum heimkynn-
um, svo sem var þegar hann um
skamman tíma gisti móður jörð. Það
er okkur hulið hvaða framkvæmdir
Hann ætlar honum en mikið lá á að
hann kæmi til nýrra verkefna. Þar
mun hann skila góðu dagsverki sem
og hann gat sér góðan orðstír fyrir í
höfuðborg norðursins.
Í mörg undanfarin ár hafa níu
hjón haldið reglubundnu sambandi
með margs konar uppákomum,
ferðalögum og gagnkvæmum heim-
sóknum og voru hjónin Guðrún og
Vignir með í þessum hópi. Aðrir í
hópnum eru Hanna Kristín og
Sveinn Grétar, Erla og Garðar, Inga
og Óli Pétur, Ester og Karl, Jónína
og Pétur Þór, Helga og Bent, Ía og
Þórir, Ásta Denise og Sverrir Vil-
helm. Hápunktur ársins var þó alltaf
hinn árlegi jólafagnaður sem hald-
inn var í desember til skiptis heima
hjá einhverjum hjónanna.
Við vinirnir sem eftir stöndum og
sjáum á eftir góðum vini okkar
hverfa yfir móðuna miklu í blóma
lífsins getum verið vissir um að mót-
tökurnar verða góðar í nýjum heim-
kynnum. Þetta er auðvitað mesta
ævintýraferðin sem farin er og bíður
okkar hinna. Allt hefur sinn tíma.
Elsku Guðrún, við vinirnir vottum
þér, börnum ykkar og barnabörnum
okkar dýpstu samúð. Megi góður
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Drottinn minn og Guð minn, þú
gefur lífið og þú einn getur tekið það
aftur. Þú hylur það eitt andartak í
leyndardómi dauðans til að lyfta því
upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til
eilífrar gleði með þér. Lít í náð til
mín í sorg minni og söknuði. Lauga
sorg mína friði þínum og blessa
minningarnar, jafnt þær björtu og
þær sáru. Lát mig treysta því að öll
börn þín séu óhult hjá þér.
Í Jesú nafni. Amen.
Fyrir hönd vinahjónanna,
Óli Pétur og Sverrir Vilhelm.
Látinn er vinur minn og félagi
Vignir H. Benediktsson. Vigni
kynntist ég fyrst í Iðnskólanum og
síðan í Meistaraskólanum þar sem
við vorum bekkjarfélagar. Það lá al-
veg ljóst fyrir strax á námsárunum
að Vignir ætlaði sér meira en að vera
einn af stórum hópi, hann ætlaði svo
sannarlega að skara fram úr. Enda
kom það strax á daginn. Hann var
farinn að standa fyrir byggingum
áður en hann hafði lokið Meistara-
skólanum. Hver framkvæmdin rak
aðra og urðu þær sífellt stærri og
umfangsmeiri.
Vignir var mikill gleðigjafi og
stórhöfðingi heim að sækja. Það sóp-
aði að honum. „Allt það besta,“ sagði
hann oft þegar hann var spurður
frétta. Nei, það varð enginn dapur af
því að tala við Vigni.
Mér er minnisstæð ein veiðiferð,
af þónokkrum, sem við fórum í sam-
an ásamt fleirum vestur í Ísafjarð-
ardjúp. Við vorum saman á stöng.
Aleinir, burtu frá skarkala heimsins,
fegurðin ólýsanleg, fjöllin, hafið,
náttúran, allur sjóndeildarhringur-
inn. Í stað þess að fara strax að
veiða, eins og hans var von og vísa,
settist hann niður, greinilega snort-
inn af sköpunarverkinu, og fór að
tala um æskuárin og velta fyrir sér
tilgangi lífsins. Hann sagði mér frá
kærleikskonunni og fóstru sinni,
Vigdísi, sem honum fannst hafa
þurft að þola honum nokkur stráka-
pörin. Ekkert þekkti ég til fóstru
hans en það fór ekki framhjá mér
hlýjan í orðunum og væntumþykjan.
Það var eins og hann vildi segja mér
frá fegurðinni í mannlífinu. Í fram-
haldinu sagði hann mér hvað hann
væri gæfusamur í lífinu og ham-
ingjusamur í hjónabandinu, ást sinni
á börnunum og á Guðrúnu sinni.
Þarna varð mér ljóst það sem ég
fann oft síðar, hvað Vignir var mjúk-
ur maður með stórt hjarta.
Þótt samgangurinn hafi minnkað
á síðustu árum var vináttan jafn-
sterk og alltaf jafngaman að hittast.
Um leið og ég kveð góðan vin
sendi ég Guðrúnu og börnunum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Þinn vinur,
Ólafur S. Björnsson.
Við kveðjum í dag tryggan og góð-
an vin okkar Vigni Hróðmar Bene-
diktsson.
Kynni okkar hófust er ég hóf
vinnu undir hans stjórn hjá fyrir-
tæki hans sumarið 1984.
Strax frá okkar fyrstu kynnum
tókst með okkur mjög trygg og góð
vinátta sem varað hefur óslitið síðan,
bæði í starfi og leik.
Fyrir rúmu ári greindist Vignir
með þann illvíga sjúkdóm sem að
endingu hafði yfirhöndina.
Mér er það minnisstætt þegar
Vignir hafði samband við mig og bað
mig að koma til sín og skýrði fyrir
mér, rólegur og yfirvegaður, sjúk-
dómsgreiningu lækna. Hann gerði
sér strax í upphafi grein fyrir að
hverju stefndi, hugsunin var einföld,
þetta var eins og hvert annað verk-
efni sem takast varð á við og reyna
að vinna bug á. Það var aðdáunar-
vert að sjá hvernig hann háði sína
hetjulegu baráttu gegn þessum vá-
gesti, vann til síðasta dags og lét
engan meinbug á sér finna.
Við viljum minnast Vignis eins og
hann var, lífsglaður, duglegur, hug-
aður, jákvæður og næmur persónu-
leiki, sem hreif með sér fólk, fékk
það með sinni léttu lund til að sjá já-
kvæðu hliðarnar á öllu.
Guðrún, við biðjum góðan Guð að
styrkja þig og fjölskyldu þína á sorg-
arstundu.
Garðar og Guðbjörg.
Ágætur nágranni, Vignir Bene-
diktsson, er fallinn frá, langt um ald-
ur fram.
Okkur fyrstu kynni af þeim hjón-
um Vigni og Guðrúnu hófust fyrir
rúmlega tuttugu og fimm árum, þeg-
ar við á svipuðum tíma hófum hús-
byggingar í Hléskógum, sitt hvorum
megin við götuna. Kynnin voru ekki
mikil fyrstu árin þótt skipst væri á
kveðjum en eftir því sem árin liðu
jókst kunningsskapurinn. Hin létta
lund Vignis bauð enda upp á slíkt og
gott var að leita ráða hjá honum,
ekki síst vegna ýmiss þess er laut að
húsbyggingum. Ekki stóð á góðum
ráðum ef á þurfti að halda.
Vignir var umsvifamikill múrara-
meistari og eftir standa mörg stór-
hýsi sem hann hefur átt þátt í að
byggja. Eru þau góður vitnisburður
um þann stórhug sem einkenndi
hann sem byggingameistara.
Golfið var sameiginlegt áhugamál
okkar. Við vorum félagar í Golf-
klúbbi Reykjavíkur og hittumst því
oft á golfvellinum þar sem við áttum
margar ánægjustundir. Sérstaklega
var ánægjuleg golfferð sem við fór-
um saman í til Portúgal í stærri hóp
fyrir þremur árum en í golfferðum
kynnast menn vel, ef þeir á annað
borð ná saman.
Eitt atvik lýsir vel hvern mann
Vignir hafði að geyma. Nokkru eftir
að við fluttum í hverfið kom sonur
okkar inn, þá smápolli, allur sótugur
og var greinilega brugðið. Þegar við
spurðum hvað hefði gerst skýrði
hann frá því að hann og vinur hans
VIGNIR H.
BENEDIKTSSON
Blómabúð
MICHELSEN
ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ
BESTA Í GLEÐI OG SORG
43 ÁRA
STARFSREYNSLA Í
ÚTFARARSKREYTINGUM
MICHELSEN
HÓLAGARÐI
SÍMI 557 3460