Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði á Alþingi í gær, í umræðum ut-
an dagskrár um þróun matvæla-
verðs á Íslandi í samanburði við önn-
ur Norðurlönd, að skæri í augu sú
mikla hækkun sem hefði orðið á
grænmeti hér á landi, einkum á
tímabilinu 1995 til 2000.
Vitnaði hann þar til þess sem fram
hefði komið í skriflegu svari Hag-
stofu Íslands við fyrirspurn Rann-
veigar Guðmundsdóttur, þingmanns
Samfylkingarinnar. Í svarinu kemur
m.a. fram að vísitala fyrir grænmeti
á Íslandi hefði hækkað úr því að
vera 91,2 stig árið 1995 í 115 stig árið
2000. Í Noregi hækkaði þessi vísitala
úr 100,2 stigum í 116,8 stig á sama
tímabili, í Svíþjóð lækkaði hún úr
111,1 stigi í 103,3 stig, í Finnlandi
hækkaði hún úr 101,1 stigi í 105,4
stig og í Danmörku lækkaði hún úr
100,9 stigum í 87,6 stig.
„Það hafa engar reglur breyst hjá
okkur á þessu tímabili en samt
hækkar þetta svona mikið,“ sagði
forsætisráðherra. „Þetta er athug-
unarefni fyrir alla þá sem að þessum
markaði starfa sem og fyrir stjórn-
völd sem bera ábyrgð á því að um-
gjörð markaðarins sé með þeim
hætti að samkeppni sé tryggð eins
og mögulegt er. Ég vil ekki fjölyrða
hér um ástæður þessarar hækkunar
– þær kunna að vera fjölmargar og
flóknar – en við hljótum að vænta
þess að þær breytingar sem gerðar
hafa verið að undanförnu á verð-
myndun á grænmetismarkaði komi
til með að skila sér til neytenda í
formi lægra verðs.“ Síðan sagði ráð-
herra: „Út af fyrir sig hlýtur maður
þó að hugsa að kannski megi rekja
einhverjar af þessum hækkunum
þráðbeint upp í Öskjuhlíð.“
Forsætisráðherra sagði það einn-
ig athyglisvert hvernig matvöruverð
hefði þróast hér á síðasta áratug.
„Framan af áratugnum hækkaði
matvöruverð minna en neysluverð-
lag. Það má án efa rekja til mikillar
og harðrar samkeppni á matvöru-
markaði. En síðan er sláandi hvern-
ig þróunin hefur orðið eftir miðjan
áratuginn. Þá hækkaði matvælavísi-
talan umfram neysluverðlag svo um
munar. Á sama tíma hefur orðið
mjög mikil samþjöppun á matvöru-
markaði. Þetta er umhugsunarvert
og hlýtur að kalla á mikla athygli.
Bæði ég og háttvirtur formaður
Samfylkingarinnar [Össur Skarp-
héðinsson] höfum á undanförnum
mánuðum og misserum vakið at-
hygli á þessari þróun og mér finnast
þessar tölur ýta undir það að þetta
verði tekið til gaumgæfilegrar at-
hugunar,“ sagði ráðherra.
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, var máls-
hefjandi umræðunnar en í framsögu
sinni vísaði hún til fyrrgreinds skrif-
legs svars frá Hagstofu Íslands sem
nýlega var dreift á Alþingi en í
svarinu er farið yfir þróun verðlags-
vísitölu matar- og drykkjarvara á
öllum Norðurlöndunum síðasta ára-
tug. Í svarinu kom m.a. fram, eins og
greint hefur verið frá í Morgun-
blaðinu, að þessi vísitala hafi verið
hæst á Íslandi af öllum Norðurlönd-
unum árið 2000. Það ár var hún
113,7 á Íslandi, 113,3 í Noregi, 104,0
í Svíþjóð, 103,9 í Finnlandi og 106,4 í
Danmörku. Velti Rannveig því m.a.
upp hvort ástæðuna fyrir þessum
mun mætti rekja til tengsla land-
anna við Evrópusambandið, þ.e. þau
lönd sem væru með lægstu vísitöl-
una væru aðilar að ESB.
Ástæðan ekki ESB
Davíð Oddsson varaði hins vegar
við því að draga of miklar ályktarnir
af fyrrgreindum tölum. „Til dæmis
er varhugavert að álykta sem svo að
þessi gögn sýni með einhverjum
hætti að hag almennings í þeim
löndum sem séu í Evrópusamband-
inu sé betur borgið en hag almenn-
ings í þeim löndum sem kjósa að
standa utan sambandsins eins og
Noregur og Ísland.“ Forsætisráð-
herra sagði raunhæfara að bera
löndin saman með tilliti til kaup-
máttarþróunar. „Kaupmáttarþróun
endurspeglar betur en flestir aðrir
mælikvarðar hversu vel þjóðfélaginu
farnast og hversu vel þeim tekst að
bæta lífskjör almennings,“ sagði
hann og bætti því við að Þjóðhags-
stofnun hefði nýlega gert grein fyrir
samanburði á þróun kaupmáttar
ráðstöfunartekna á Norðurlöndun-
um fyrir árið 1995 til 2000.
Þar kæmi fram að kaupmáttur
Finna hefði aukist mest á tímabilinu
eða um 30%, kaupmáttur Íslendinga
hefði aukist um 20%, kaupmáttur
Norðmanna um tæp 18%, kaupmátt-
ur Svía um 11% og kaupmáttur
Dana um 4%. Benti forsætisráð-
herra á að fyrir utan Finna hefði
kaupmáttur aukist mest á Íslandi og
í Noregi, þeim löndum sem stæðu
utan ESB.
„Þessar tölur gefa að mínu mati
ágæta mynd af því hvernig lífsaf-
koma fólks hefur verið að batna á
öllum Norðurlöndunum, mismikið
þó, en alls staðar hafa kjörin batnað
og það er gleðiefni. Mér þykir það
áhugavert að fyrir utan Finnland
hefur kaupmáttur vaxið mest í þeim
tveimur löndum sem standa utan
Evrópusambandsins, þ.e. á Íslandi
og í Noregi. Það er þó engan veginn
hægt að draga þá ályktun að það sé
vegna þess að löndin standi utan við
ESB.“ Ráðherra ítrekaði að mat-
vöruverð hefði hækkað meira hér á
landi en í Noregi og hinum Norð-
urlöndunum en á sama tíma hefði
kaupmáttur almennings á Íslandi
aukist. Hagur almennings hér á
landi hefði því ekki versnað í sam-
anburði við hin Norðurlöndin heldur
hefði hann þvert á móti batnað um-
fram það sem gerst hefði í t.d. Sví-
þjóð og Danmörku.
Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir hækkun grænmetisverðs á Alþingi
Kannski má rekja
hækkanir þráðbeint
upp í Öskjuhlíð
MATVÖRUKEÐJURNAR hafa
brugðist fljótt við verðlækkunum hjá
Hagkaupum og létu kanna verð þar
strax í gær og eru að vinna úr þeim
upplýsingum. Talsmenn Samkaupa
og Nettó segjast ætla að bregðast
við og raunar lækkaði verð á nokkr-
um tegundum hjá Nettó strax í gær.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir að Bón-
us kanni verð á matvöru á hverjum
degi. „Það er það mikill verðmunur á
vörum í Bónus og Hagkaupum að við
teljum okkur vart vera að keppa á
sama markaði og þeir. Ég segi bara:
betur má ef duga skal hjá þeim ef
þeir ætla að keppa við okkur í verði.“
Fylgjast grannt
með markaðnum
Hjá Samkaupum fengust þær
upplýsingar að fylgst væri með verði
í öðrum verslunum dag frá degi.
Stjórnendur Samkaupa segjast eiga
von á því að þeir muni bregðast sér-
staklega við verðlækkunum hjá Hag-
kaupum en taka fram að í Samkaup-
um sé mest verslað með matvöru en
minna með sérvöru; búið sé að senda
menn af stað til þess að gera verð-
könnun hjá Hagkaupum og hún
verði síðan notuð til þess að meta
stöðuna og lækka verð ef það á við.
Nettó gerði verðkönnun hjá Hag-
kaupum í gær og þar á bæ voru
menn að byrja að fara yfir tölurnar.
Stjórnendur Nettó segjast fylgjast
grannt með markaðinum og raunar
sérstaklega nú vegna lækkunar
Hagkaupa. Þeir segjast munu
bregðast við þegar allar niðurstöður
verðkönnunar hjá Hagkaupum liggi
fyrir en verð á nokkrum tegundum
hafi verið lækkað strax í gær.
Gísli Sigurbergsson í Fjarðar-
kaupum segir menn hafi þegar skoð-
að lækkanirnar hjá Hagkaupum.
„Miðað við hvernig þetta var auglýst
hélt ég að meira væri lagt í þetta og
verð lækkað á fleiri vörum. Ég get
ekki séð að þetta skipti miklu máli
fyrir heildarinnkaupin hjá fólki og
þeir slá okkur ekki við. Við þurfum
ekki að laga mikið hjá okkur til þess
að vera mun ódýrari en þeir í mat-
vörunni, það er sáralítið.“ Gísli segir
að Hagkaup séu í nánasta umhverfi
við Fjarðarkaup, eins og Garðabæ
og Smáralind, og Fjarðakaup eigi
viðskiptavini á þessu svæði. „En við
erum mun lægri en þeir í verði og er-
um ennþá mun lægri eftir þessa
lækkun hjá þeim.“ Hagkaup hafa til-
kynnt um verðlækkun á um 700
vörutegundum, þar af um 300 teg-
undum matvöru. Fram kemur í til-
kynningunni að matvara lækki að
meðaltali um 8% en aðrar vörur frá
10–40%. Um er að ræða ákveðna
stefnubreytingu hjá Hagkaupum
þar sem lögð er áhersla á ódýrari
vörur án þess þó að dregið sé úr
þjónustu.
Lækkar vísitölu neysluverðs
um 0,15–0,2%
Að undanförnu hafa kannanir
Hagstofunnar á kauphegðun al-
mennings leitt í ljós að neytendur
versli nú í meira mæli en áður í versl-
unum með lágt vöruverð. Þetta kem-
ur fram í mati greiningardeildar
Búnaðarbankans. Á síðustu fimm
mánuðum hafa tvívegis verið gerðar
leiðréttingar á verslunarvog vísitöl-
unnar þar sem vægi lágvöruverslana
hefur aukist.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
keppnisstofnun gerir greiningar-
deild ráð fyrir að markaðshlutdeild
Hagkaupa í matvöru, á landinu öllu,
sé í kringum 17%. Það er mat grein-
ingardeildarinnar að áhrif aðgerða
Hagkaupa á vísitölu neysluverðs
verði á bilinu 0,15% til 0,2% til lækk-
unar í maí.
Keppinautarnir
eru í viðbragðsstöðu
Nettó lækkaði verð á nokkrum vörutegundum
í gær í kjölfar verðlækkunar Hagkaupa
MIKIL ásókn er í kennarastöður í
grunnskólum Akureyrar og muna
menn ekki annað eins. Að sögn
Gunnars Gíslasonar, deildarstjóra
skóladeildar, hafa mun fleiri rétt-
indakennarar sótt um vinnu í
grunnskólum bæjarins en hægt er
að ráða og sagði að hann að þessi
mikli áhugi hefði farið fram úr
björtustu vonum manna. Hann
sagði að skólastjórar gætu nú valið
úr umsóknum og að það væri alveg
ný staða. Nokkuð er um að kenn-
arar séu að flytja með fjölskyldur
sínar til bæjarins.
Skóladeild Akureyrarbæjar aug-
lýsti lausar stöður við grunnskóla
bæjarins um síðustu helgi og sagði
Gunnar að þar væri nær eingöngu
um að ræða sérgreinastöður, sem
alltaf hefði verið erfitt að ráða í.
Hins vegar séu allar almennar
kennarastöður í skólum bæjarins
að verða fullmannaðar nú þegar.
„Það var að mörgu leyti mjög
gott ástand í þessum málum í fyrra
en þetta er alveg nýtt fyrir okkur
og slær það ár alveg út.“ Gunnar
sagði að laun kennara hefðu mikil
áhrif á þessu jákvæðu þróun. „Það
varð veruleg kjarabót í síðustu
samningum en einnig hafa menn
nefnt að atvinnuástand á almenn-
um markaði hafi einnig áhrif en
sjálfur er ég ekki viss um að svo sé.
Þarna er um að ræða bæði nýút-
skrifaða kennara, aðallega frá Há-
skólanum á Akureyri og þá hef ég
orðið var við að reyndir kennarar
eru að flytja sig á milli sveitarfé-
laga.“
Gunnar sagði að skilyrði til bú-
setu á Akureyri væru stöðugt að
batna og að það gæti líka haft
áhrif. Einnig væri mikill hugur í
skólum bæjarins og ákveðin bjart-
sýni ríkjandi.
Þegar unnið var að starfsáætlun
fyrir grunnskóla Akureyrar sl.
haust var stefnt að því að geta boð-
ið upp á 92% hlutfall réttindakenn-
ara. Gunnar sagði að það stefndi í
að þetta hlutfall yrði 95% og þar
yfir á næsta skólaári. Það réðist þó
af því hvernig gengi að ráða í áð-
urnefndar sérgreinastöður.
Margir umsækjendur um kennarastöður við grunnskólana á Akureyri
Skólastjórar geta
valið úr umsóknum
Morgunblaðið/RAX
UNNIÐ er nú hörðum höndum að
því að ljúka undirbúningi fyrir opn-
unarhátíð Knattspyrnuhússins,
fyrsta áfanga stærstu íþróttahallar
landsins, sem opnaður verður á sum-
ardaginn fyrsta.
Íþróttahöllin er við Fossaleyni í
Grafarvogi og koma fram á opnun-
arhátíðinni nokkur hundruð knatt-
spyrnudrengir og -stúlkur frá öllum
knattspyrnudeildum Reykjavíkur-
félaganna. Borgarstjóri, forseti ÍSÍ
og formaður KSÍ munu flytja ávarp
og síðan verður fyrsti opinberi
knattspyrnuleikurinn leikinn í höll-
inni.
Styttist
í opnun