Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.04.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Ottó Jóns-son fæddist 27. október 1913. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 11. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóns- son, skósmiður og kaupmaður á Akra- nesi, og Guðbjörg Einarsdóttir. Hann var næstelstur fimm systkina. Þau eru: Guðrún, Guðlaug, Grétar, búsett á Akranesi, og Guð- jón, búsettur í Kópavogi. Einar kvæntist Sigríði Jóns- dóttur 27. júní 1937. Þau bjuggu lengst af í Akurgerði 21 og Ak- urprýði. Börn þeirra eru: 1) Sæv- ar, f. 1937, kvæntur Ólöfu Ragn- heiði Angantýsdóttur, búsett í Svíþjóð, hann er látinn, en börn þeirra eru þrjú og fjögur barna- börn. 2) Valdís, f. 1942, gift Helga Hannessyni, búsett á Akranesi, þau eiga tvo syni, átta barna- börn og eitt barna- barnabarn. 3) Guð- björg, f. 1944, gift Heins Hagenveiss Jensen, búsett í Dan- mörku, þau eiga tvo syni. 4) Jón, f. 1946, kvæntur Ingibjörgu Guðjónsdóttur, bú- sett á Akranesi, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 5) Einar, f. 1959, kvænt- ur Önnu Barðadótt- ur, búsett á Akranesi, þau eiga tvær dætur. Einar stundaði sjó á yngri ár- um, oftast vélstjóri. Hann vann sem vélvirki í Vélsmiðjunni Loga, og síðar rennismiður og verk- stjóri hjá Vélsmiðjunni hf. Útför Einars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Já, elsku tengdapabbi, nú ertu horfinn frá okkur eftir langan og erf- iðan sjúkdóm. Við sitjum eftir með sorg og söknuð í hjarta, en ljúfar og fallegar minningar um þig. Það er margt sem um huga manns fer á svona stund, en eitt er víst að allir sem þig þekktu eiga bara fallegar minningar um þig. Núna eruð þið Sævar minn saman og er það smá- huggun fyrir mig þar sem hann elsk- aði, virti og dáði þig mikið eins og allir sem kynntust þér. Mér er það í fersku minni þegar við hittumst í fyrsta sinn fyrir 44 árum hvað þú og þið öll voruð yndisleg og góð við mig sem var bæði feimin, óörugg og kvíðin að hitta allt það góða fólk sem Sævar talaði svo mikið um með kær- leik, virðingu og aðdáun svo það var oft fyrir ofan minn skilning áður en ég kynntist þér og ykkur öllum. Já, ég nota bara orð móður minnar er þið tengdamamma komuð til Eyja til að vera við giftingu okkar Sævars: „Dóttir sæl, þú hefur fengið yndis- legt tengdafólk og nú skaltu varð- veita það vel því það eru ekki allir svona heppnir sem þú ert, góða mín,“ og það reyndust orð að sönnu. Kæri tengdapabbi, þú varst einn af þremur mikilvægustu mönnum í mínu lífi sem allir hafa nú kvatt okk- ur. Ég er innilega þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með þér og margar skemmtilegar stundir sem við áttum öll saman og er það mér efst í huga er þið tengda- mamma komuð út til okkar er þú varðst 75 ára og Sigga 70 ára og börnin mín gáfu ykkur far til Þýska- lands meðskemmtiferðaskipinu Euroway. Hvað við höfðum það skemmtilegt. Og síðasta útilega okk- ar í Skorradal, húsvagnaferðir í Sví- þjóð. Já, það er af mörgu að taka úr stórum sjóði minninga. Ég og börnin kveðjum þig með þökk fyrir allt á liðnum áratugum. Elsku Sigga mín, ég og börnin mín vottum þér, Val- dísi, Nonna, Guggu, Einari og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð okk- ar. Guð veri með ykkur á sorgarstund. Ragnheiður. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með nokkrum orðum. Ég hitti Einar í fyrsta skipti í apr- íl fyrir ellefu árum en ég hafði þá stofnað til sambands við son hans. Einar tók mér afskaplega vel, hann sagði ekki mikið en ég fann að frá honum streymdi mikil hlýja og vin- semd. Þessa hlýju í minn garð fann ég alltaf þegar ég hitti hann og verð ég honum alltaf þakklát fyrir það. Einar var hlédrægur maður og ekki fyrir það að trana sér fram á nokkurn hátt. Hann hafði oft ekki mörg orð um hlutina, en gat samt komið sínu vel á framfæri. Einar var lánsamur maður, hann átti góða konu og góð börn. Hann var ákaflega barngóður og þegar ég hitti hann og kom með dóttur mína með mér ljómaði andlit hans þegar hann sá hana. Einar átti landskika í Miðvogs- landi rétt utan við Akranes. Árið 1970 flutti hann gamalt beitingahús og setti það niður á sínu landi. Hann gerði húsið allt upp og þetta varð svo sumarhús fjölskyldunnar. Þarna byrjaði Einar að planta trjám og var það hans líf og yndi að sjá trén vaxa upp og stækka. Hann hlúði vel að hverri plöntu og gætti þess að vel færi um þær. Þarna dvöldu þau hjónin oft frá páskum og fram á haustið, og var oft mikill gestagang- ur þar. Síðla árs 1990 fluttu þau hjónin svo í nýtt hús sem þau höfðu ráðist í að byggja á landareigninni við sum- arbústaðinn, þau voru þá bæði orðin fullorðin. Þarna voru þau með mik- inn og stóran garð sem var mjög fal- legur og þau lögðu mikla vinnu í að sinna honum sem best. Einar naut sín í sveitinni hjá trjánum sínum, hann var ákaflega vinnusamur maður og féll sjaldan verk úr hendi. Þegar ég kom í heim- sókn til þeirra hjóna, var Einar alltaf einhvers staðar inni á milli trjánna, sívinnandi. Það var ótrúleg sjón að sjá þennan kraftmikla mann kominn á áttræðisaldur með skófluna sína og hjólbörurnar inni á milli trjánna og að vinna. Ég sá aldrei á honum að hann væri þreyttur og ég heyrði hann aldrei kvarta um þreytu en trúlega hefur hann nú verið þreyttur í lok vinnudags. Þarna liggur mikið ævistarf, trén hafa dafnað vel og er húsið nú umlukið trjám. Einar átti trillu og stundaði hann sjóinn í mörg ár. Hann var vélvirki að mennt og starfaði í vélsmiðjunni Loga en lengst af vann hann í Vél- smiðjunni hf. og var þar verkstjóri. Ég heyrði Einar aldrei tala illa um nokkurn mann. Hann var ákaflega duglegur maður og ósérhlífinn. Árið 1995 veiktist Einar og lam- aðist. Eiginkona hans hugsaði um hann heima fyrst í stað af mikilli ást- úð. Í byrjun árs 1996 fóru þau á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Ég veit að það var vel hugsað um Einar á Dvalarheimilinu. Hann var líka ljúfur og góður við alla sem hann hafði samskipti við. Það voru þung spor fyrir þau hjónin að þurfa að yfirgefa sitt fal- lega heimili og umhverfi. Ég fann það aldrei á Einari að hann væri bit- ur vegna sinna örlaga, en hin síðari ár sá ég sorg í augum hans þegar ég horfði á hann. Það er sárt að sjá mann, þó fullorðinn sé, fullan af starfsorku, verða allt í einu ósjálf- bjarga í hjólastól. Eiginkona hans hugsaði ákaflega vel um hann og vildi allt gera fyrir hann til að létta honum lífið. Ég veit að Einar var góður eig- inmaður og faðir, hann unni sínum barnabörnum og síðar barnabarna- börnum. Hann var líka góður tengdafaðir og það sakna hans allir sárt. Við skulum ylja okkur við ljúfar minningar um góðan mann og minn- ast þess um leið að nú er hann laus úr þeim fjötrum sem á hann voru lagðir. Um leið og ég þakka honum samfylgdina votta ég eiginkonu hans, börnum og öllum aðstandend- um mína dýpstu samúð og bið góðan guð að blessa minningu hans. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Anna Guðfinna Barðadóttir. Núna er hann afi minn dáinn. Ég sakna hans mikið, mér þótti svo vænt um hann og honum þótti svo vænt um mig. Ég veit það að núna er hann hjá guði og þar líður honum vel. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín Berglind Hrönn. EINAR OTTÓ JÓNSSON Okkur feðga langar að minnast Diddu í nokkrum orðum. Ég kynntist Diddu er hún kom inn í líf pabba fyrir um níu árum. Didda hafði mikil og góð áhrif á pabba og hefði ég viljað geta þakk- að Diddu fyrir það oftar, en ekki áttum við von á að hún færi strax. Fyrir 18 mánuðum eignaðist ég KRISTBJÖRG LÖVE ✝ Kristbjörg Lövefæddist í Reykja- vík 23. september 1947. Hún lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 9. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 18. apríl. Rangt var farið með fyrra nafn Ár- dísar Jónu (Jonnu), höfundar minningar- greinar um Krist- björgu Löve á blað- síðu 53 í Morgun- blaðinu í gær. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. son, Birki Snæ. Didda amma var svo sann- arlega listfeng í hönd- unum og var hún ekki í vandræðum með að prjóna á Birki falleg- ar peysur og nú síðast trefil sem hún prjón- aði fyrir hálfum mán- uði. Trefillinn er strax kominn í uppáhald hjá Birki sem neitar orðið að fara út án þess að vera með hann. Tveimur dögum fyrir andlát hennar var Birkir Snær í pössun hjá ömmu og afa í Mosó í fyrsta sinn. Því miður verða þær stundir ekki fleiri en mikið erum við feðgar þakklátir fyrir þennan dag. Við kveðjum hana með sökn- uði. Elsku pabbi, afi, Dísa, Alli, Fríða og Helgi, við biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Sigurður Óli og Birkir Snær. ✝ Ásta Theódórs-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 28. ágúst 1929. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja þriðjudaginn 12. mars síðastlið- inn. Foreldrar Ástu voru hjónin Þuríður Skúladóttir frá Keldum í Rangár- vallasýslu, f. 17.11. 1897, d. 28.3. 1979, og Theódór Árna- son frá Hurðabaki, f. 10.4. 1897, d. 6.8. 1972. Systk- ini Ástu eru Guðrún Svana, f. 3.10. 1922, d. 16.4. 1994, og Skúli, f. 24.9. 1925. Hinn 31.12. 1961 giftist Ásta Egon Georg Jenssen, f. 3.1. 1916, d. 6.3. 1998, ættuðum frá Árósum í Danmörku. Þau eign- uðust sex börn, þau eru: 1) Una Viktoría, f. 4.6. 1956, gift Svein K. Tjelta, þau eru búsett í Nor- egi. Una á einn son úr fyrra hjónabandi, Ástþór Elís Jónsson, f. 14.4. 1973; 2) Leifur Theódór, f. 26.1. 1961, búsettur í Noregi; 3) Þuríður Ósk, f. 5.4. 1964, gift Hlöðveri Á. Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni, a) Daníel Gústaf, f. 26.8. 1996; b) Theódór Árni, f. 3.6. 1998; c) Kristófer Helgi, f. 28.12. 2000; þau eru búsett í Vestmannaeyjum; 4) Svandís, f. 21.8. 1965, hún átti tvo syni úr fyrri sambúð, a) Hörður Jóhannesson, f. 7.11. 1990; b) Helgi Steinar Jóhannes- son, f. 5.3. 1995, d. 22. júlí 1998; búsett í Reykjavík. 5) Skúli, f. 9.11. 1967, búsettur í Vest- mannaeyjum; 6) Helga, f. 2.8. 1969, í sambúð með Dóm- inik Lipnik, dóttir hennar er Sandra Rós Þrastardóttir, f. 21.6. 1991; þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. Ásta og Egon slitu sam- vistir 1978. Ásta bjó alla sína tíð í Vest- mannaeyjum að undanskildum árunum þegar gosið hófst 1973 til 1975, þá fluttist fjölskyldan á Selfoss með viðkomu í Ölfus- borgum í nokkra mánuði. Á bernskuárunum dvaldi hún á sumrin hjá ömmu sinni og afa, Svanborgu Lýðsdóttur og Skúla Guðmundssyni, óðalsbónda á Keldum. Ásta og Egon byggðu hús sitt á Fjólugötu 23 og fluttust þang- að 1972. Ásta vann í Netagerð Vestmannaeyja og ýmis versl- unarstörf á árunum 1950–1957. Hún helgaði sig svo uppeldi barnanna sinna en starfaði síð- ustu tuttugu árin hjá Ísfélagi Vestmannaeyja og lét af störf- um þar í ágúst 2000. Útför Ástu fór fram frá Landakirkju 20. mars síðastlið- inn. Til móður minnar. Ég vildi, móðir, grípa orðsins auð og óði miðla þér. Af gulli snauð er hönd mín enn og eflaust mun svo löngum. En mér er einnig stirt um tungutak, þó töfri lindasuð og fuglakvak og þytur blæs í grasi og skógargöngum. Því nú er vor. Ég vildi minnast þín, sem vöggustefið söngst í eyru mín, sem barst mig undir brjósti, og fyrstu sporin á lífsins braut mig leiddir, glöð og trú. Þótt lítt mér hafi sóttst,ég finn það nú: til einhvers var ég víst í heiminn borin. Hvað get ég, móðir,sagt um öll þau ár, sem okkur gafstu, sælu þína og tár? Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið. Og einhvernveginn er það svo um mig, að allt hið besta finnst mér sagt um þig, sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið. Og eitt er víst, að engin fremur þér hið æðsta tignarheiti: móðir, ber. Það vitnar hvert þitt verk frá liðnum tíma. Ég veit þín saga verður ekki skráð, – þó vannstu lífsins stærstu hetjudáð, þá miklu þraut: við mildi styrk að ríma. Samt vel ég mér að þegja um lífstarf þitt. En þakkir fyrir veganestið mitt ég vildi þér í litlu ljóði inna. Og þó að börn þín verði vaxnir menn, þau vildu fegin mega njóta enn um langan aldur móðurmunda þinna. (Jakobína Sig.) Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Börnin. ÁSTA THEÓDÓRSDÓTTIR Það er stutt í vorið, finnum það vel. Sprot- ar laukanna sjást, birt- an eykst og fuglarnir þyrpast til landsins. En þá kveður hún Sigga mín. Látin er sómakonan Sigríður Jónsdóttir. Það er orðið langt síðan við kynntumst. Ég fann fljótt fyrir því, hve væn kona Sigga var, vildi láta gott af sér leiða, var virkilega góð þeim, sem voru hjálpar þurfi og minna máttu sín. Hún kom sem engill inn í líf Helga míns, sem lá sjúkur árum saman í rúminu sínu. Hans eina af- þreying var að hlusta á hljóðbækur. Þær voru þá ófáanlegar handa börnum. Sigga kom til móts við mig og las Ævintýra- og Fimmbækurn- ar skýrt og fallega svo unun var á að hlýða. Kann ég henni alúðar- þakkir fyrir og fleirum. Hún las mikið fyrir fullorðna blinda. Sigga SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Þverspyrnu í Hruna- mannahreppi 1. júní 1923. Hún lést 7. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 19. mars. hafði gaman af söng. Þegar komið var sam- an í Hamrahlíðinni hérna í gamla daga var oft glatt á hjalla, mikið sungið og hlegið. Það eru ógleymanleg- ar stundir. Sigga lét ekki sitt eftir liggja þegar sungið var og svo var hún ljóðelsk, ég á langan brag sem hún færði mér á tíma- mótum í lífi mínu og orti hann sjálf. Já, þá var oft gaman. Heim- ilisfólkið var eins og ein stór fjölskylda. Gott var að sækja Jakob og Siggu heim, bæði í Hamrahlíðina og í sumarbústaðinn. Hann var verklaginn maður, allt lék í höndum hans, þótt nánast blindur væri. Sama var hvað Sigga gerði, hún var vel verki farin og þrifin. Það var enginn svikinn af vinnunni hennar Siggu. Hún hafði skoðanir á málum, ekki síst velferðarmálum og þá sat réttlætið í fyrirrúmi. Nú er þetta allt liðin tíð, en minningarnar lifa í huga okkar. Ég ætla að muna þessa góðu konu með glaðlegu augun sín alltaf. Hvíl í friði. Guðríður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.