Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.04.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 23 BRESKA tískuvörukeðjan Arcadia Group, sem er að fimmtungi í eigu Baugs hf., hagnaðist um tæpar 33 milljónir punda, eða sem svarar til 4,6 milljarða króna, á fyrri hluta fjárhagsárs síns sem lauk 23. febr- úar sl. Í fyrra varð tap af rekstri fé- lagsins á fyrri hluta árs sem nam ríflega 66 milljónum punda, eða 9,3 milljörðum króna. Umskiptin til hins betra nema því rúmum 99 milljónum punda, eða 13,9 milljörð- um króna, á milli ára. Fyrir skatta og óregluleg gjöld nam hagnaður Arcadia tæpum 58 milljónum punda (8,1 milljarði króna) og er það aukning um tæp 60% frá sama tímabili í fyrra. Er þetta ennfremur nokkuð umfram áætlanir félagsins sem gerðu ráð fyrir 52 milljóna punda hagnaði (7,3 milljarða króna) af fyrstu sex mán- uðunum. Skuldir lækka um 25 milljarða Arcadia seldi fjölda vörumerkja á síðasta ári og eftir standa sex merki sem fyrirtækið hyggst beina kröft- um sínum að. Þetta er Dorothy Perkins, Burton, Evans, Wallis, Topshop/Topman og Miss Selfridge. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að afkoma þessara vöru- merkja hvers um sig hafi verið góð á fyrri hluta rekstrarársins. Þá seg- ir að veltuaukning miðað við sama tímabil í fyrra hafi verið á bilinu 4,7% (Wallis) til 17,2% (Topshop) en samdráttur í veltu var einungis hjá Burton, um 0,6%. Heildarveltu- aukning vörumerkjanna sex nam 7,4% en 9,4% þegar aðeins eru bornar saman þær verslanir sem starfræktar voru á báðum tímabil- um. Þá dróst fermetrafjöldi í versl- unum saman um alls 2,9% á meðan sala á hvern fermetra jókst um 10,8% og framlegð merkjanna jókst um alls 1,8%. Nettóskuldastaða Arcadia var í lok tímabilsins, í febrúar, 11 millj- ónir punda (1,5 milljarðar króna) en sjóðstreymi nam 130 milljónum punda (18,2 milljörðum króna). Í tilkynningu frá Baugi vegna uppgjörsins er haft eftir Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að sérlega ánægjulegt sé að sjá lækkun skulda um 25 milljarða króna. Jón Ásgeir minnir hins veg- ar á að þrátt fyrir góðan hagnað af rekstri fyrstu sex mánuða ársins eigi félagið nokkuð í land til að ná svipuðum árangri og önnur skráð félög í sambærilegum rekstri, s.s. Next, Inditex, og Hennes & Maur- itz. Baugur fær 300 milljónir á árinu Arcadia hefur tilkynnt um að greiddur verði 3,5 pensa arður vegna milliuppgjörs af hverjum hlut í fyrirtækinu í júlí nk. Baugur á u.þ.b. 38 milljónir hluta og fær því í sinn hlut ríflega 1,3 milljónir punda, eða eitthvað um 186 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að Baugur fái alls um 300 milljónir króna í arð af fjár- festingunni í Arcadia á yfirstand- andi ári, að því er segir í tilkynn- ingu Baugs. Það mun vera svipuð upphæð og vaxtagreiðslur Baugs vegna lána sem voru tekin vegna kaupa félagsins i Arcadia. Gengi á hlutabréfum í Arcadia hækkaði um nær 11% í gær eftir að niðurstöður uppgjörsins voru birtar. Verð bréfanna er nú 395 pens, sem þýðir að markaðsvirði bréfa Baugs nemur rúmum 150 milljónum punda eða 21 milljarði íslenskra króna. Gengi á bréfum í Baugi hækkaði um tæp 6% á VÞÍ í gær og fór í 14,60. Markaðsvirði félagsins nemur nú tæpum 25 milljörðum króna. Gengi bréfanna hækkaði um 11% Veruleg umskipti í rekstri Arcadia „FYRIRKOMULAG við rekstur Lífeyrissjóðsins Einingar er í einu og öllu í samræmi við lög og sam- þykktir sjóðsins sem staðfest eru af fjármálaráðherra og Fjármálaeftir- liti“, svaraði Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður sölu- og markaðs- sviðs Kaupþings Morgunblaðinu í gær þegar leitað var eftir viðbrögð- um við athugasemdum Óttars Yngvasonar, sjóðfélaga í Lífeyris- sjóðnum Einingu, um stjórnunar- hætti sjóðsins. Hafliði sagði því fráleitt að gera ráð fyrir því að Kaupþing væri á ein- hvern hátt skaðabótaskylt vegna fyrirkomulags við stjórnarkjör, rekstur eða stjórnarákvarðanir sjóðsins, eins og Óttar hélt fram í Morgunblaðinu í gær. Sami háttur hafður alls staðar „Hér er staðið að málum með ná- kvæmlega sama hætti og til dæmis hjá Landsbanka, Búnaðarbanka, Ís- landsbanka og öðrum fjármálastofn- unum eða fyrirtækjum sem tengjast rekstri lífeyrissjóða. Efasemdir Ótt- ars eiga þar af leiðandi alls ekki við Kaupþing og Lífeyrissjóðinn Ein- ingu sérstaklega heldur í raun fyr- irkomulag alls lífeyrissjóðakerfis landsmanna. Þetta verður rætt á aðalfundi Líf- eyrissjóðsins Einingar alveg eins og afkoma og árangur sjóðsins á und- anförnum misserum. Það má vissu- lega gagnrýna árangurinn, sem hef- ur hefur valdið vonbrigðum eins og reyndar er raunin hjá flestum eða öllum öðrum lífeyrissjóðum landsins, en vangaveltur um lögbrot eða hugs- anlega skaðabótaskyldu eru algjör- lega fráleitar. Við munum ræða þetta efnislega á ársfundi Lífeyrissjóðsins Einingar í næstu viku“, sagði Hafliði. Ummæli Óttars í blaðinu í gær beindust ekki síður að endurskoð- endum sjóðsins, sem er KPMG End- urskoðun, en þeir kusu að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Kaupþing telur fráleitt að það sé skaðabótaskylt vegna Einingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.