Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 27

Morgunblaðið - 19.04.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. APRÍL 2002 27 umhverfisvænu vörurnar F í t o n / S Í A F I 0 0 4 3 9 7 Bluecare -ód‡ru og B l u e c a r e RÉTTINDASTOFA Eddu – miðl- unar og útgáfu hefur gengið frá samningum við ítalska bókaforlag- ið Iperborea um útgáfu á Sjálf- stæðu fólki og Brekkukots- annál eftir Halldór Lax- ness. Þetta verður í fyrsta sinn sem Sjálf- stætt fólk kem- ur út á ítölsku og er það þrí- tugasta tungu- málið sem verkið er þýtt á. Brekkukotsannáll var gefinn út á Ítalíu árið 1968 en þá var bókin þýdd úr ensku. Nú verður sagan þýdd úr íslensku. Sjálfstætt fólk og Brekkukots- annáll koma út í röð öndvegisrita eftir norræna og hollenska höf- unda hjá Iperborea. Áður kom Úngfrúin góða og Húsið út í þess- um bókaflokki en meðal annarra rithöfunda sem þar eiga bækur eru Nóbelsskáldin Knut Hamsun, Selma Lagerlöf og Sigrid Undset, en einnig Thorkild Hansen, Ing- mar Bergman og Hollendingurinn Cees Nooteboom sem hlotið hefur Evrópsku bókmenntaverðlaunin. Gengið hefur verið frá samn- ingum um fjölda nýrra útgáfna á Sjálfstæðu fólki á liðnum árum. Nægir þar að nefna útgáfur Rand- om House í Bandaríkjunum, Har- vill Press í Englandi og De Geus í Hollandi en bókin hafði verið ófá- anleg í þessum löndum um áratuga skeið, auk þess sem verkið er að koma í fyrsta sinn út í Frakklandi og Brasilíu. Sjálfstætt fólk hefur verið gefið út á 28 tungumálum og er væntanlegt á tveimur til við- bótar þannig að gengið hefur verið frá samningum um útgáfur á þrjá- tíu tungumálum. Brekkukotsannáll hefur siglt í kjölfar Sjálfstæðs fólks um víða veröld. Sagan hefur á síðustu ár- um komið á ný út í Bandaríkjunum og Bretlandi og í nýjum þýðingum í Noregi og Þýskalandi en Hubert Seelow, sem þýddi bókina þar í landi var tilnefndur til Evrópsku bókmenntaverðlaunanna fyrir þá þýðingu. Alls hefur bókin komið út á nálega tveimur tugum tungu- mála. Sjálfstætt fólk á 30 málum Halldór Laxness MYNDEFNIÐ Sam- tímalist á almannafæri er sameiginlegt þema nýrra Norður- landafrímerkja sem koma fyrir almenn- ingssjónir þessa vik- urnar, en Norður- landafrímerki eru að öðru jöfnu gefin út þriðja hvert ár. Af hálfu Íslandspósts voru valin verkin Fyssa eftir Rúrí og Spenna eftir Hafstein Austmann sem komu fyr- ir almenningssjónir í gær. Í öðru frímerkinu er merki Norræna póstsambandsins en í hinu merki Norð- urlandaráðs, sem er 50 ára á þessu ári. Hönn- uður frímerkjanna er Elsa Nielsen og frí- merkin voru prentuð hjá The House of Questa í Englandi. Útgáfudagur frí- merkjanna er breyti- legur eftir löndunum, en gjafamappa sem allar Norðurlanda- þjóðirnar standa að og inniheldur öll frímerkin, kemur út 3. maí n.k. á öllum Norðurlöndunum. Íslensk samtíma- list á frímerki Dómkirkjan Kór Tónlistarskólans í Reykjavík syngur kl. 20.30. Flutt verða kórlög eftir tónskáldið Aulis Sallinen og söngvar fyrir kvennakór, horn og hörpu eftir J. Brahms. El- ísabet Waage leikur á hörpu, Stur- laugur Jón Björnsson og Ella Vala Ármundsdóttir á horn en stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Nem- endur úr tónmenntakennaradeild stjórna kórnum í nokkrum lögum. Í DAG ÞRJÁR sýningar eru eftir á söng- leiknum Kolrössu eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem leikfélagið Hugleikur sýnir í Tjarnarbíói. Næstu sýningar eru á morgun, laugardag, föstudaginn 26. apríl og laugardaginn 27. apríl og hefjast kl. 20. Leikstjóri er Jón Stefán Krist- jánsson. Kolrassa af fjölunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.