Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYLGI Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefur tvöfaldast, frá því síðast var kosið til Alþingis árið 1999, samkvæmt könnun sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Fylgi Samfylkingar, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins er aftur á móti minna en í kosningunum og mælist fylgi Sjálfstæðisflokks hálfu pró- sentustigi minna en árið 1999. Hann fengi nú rúmlega 40% greiddra at- kvæða, Samfylkingin fengi næst- mest fylgi eða rúm 22%, Vinstri hreyfingin – grænt framboð rúm 19%, Framsóknarflokkurinn tæp- lega 16% fylgi og Frjálslyndi flokk- urinn 2%. Alls segjast 10% myndu skila auðu eða kjósa ekki og tæp 7 % neituðu að svara. Könnunin er unnin úr 1.200 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá og er ekki hægt að greina niðurstöðurn- ar ítarlega eftir kjördæmum vegna smæðar úrtaksins. Þegar litið er á niðurstöður í Reykjavík, á Reykja- nesi og landsbyggðinni í heild sést þó að Framsóknarflokkurinn sækir hlutfallslega stærsta hluta fylgis síns út á landsbyggðina, en rúm 24% segjast myndu kjósa flokkinn ef kos- ið yrði á morgun. Hafa verður í huga að skekkjumörk eru mun víðari fyrir hlutfallstölur í einstökum kjördæm- um en á landinu í heild, oft í kringum +/- 5–6%. Ekki er mikill munur á fylgi Sjálf- stæðisflokksins og Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs eftir landshlutum. Þó er fylgi Sjálfstæð- isflokks heldur minna á landsbyggð- inni, eða 37% og fylgi VG heldur meira þar, eða tæp 22%. Fylgi Sam- fylkingarinnar er mun meira í Reykjavík og á Reykjanesi en úti á landsbyggðinni. Rúmlega 28% Reykvíkinga og tæp 25% Reyknes- inga segjast myndu kjósa hana ef kosið væri á morgun. Svarendahópurinn endur- speglar þjóðina allvel Í könnuninni voru svarendur á aldrinum 18 til 80 ára spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa yrði gengið til alþingiskosninga á morg- un. Segðist fólk ekki vita það var það spurt hvaða flokk eða lista það væri líklegast til að kjósa. Væri fólk enn ekki visst var það spurt hvort það teldi það vera líklegra að það kysi Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista. Þannig fór hlutfall óráðinna niður í 7,5%, en tæp 18% svöruðu „veit ekki“ eftir fyrstu tvær spurningarnar. Þeim svarend- um sem svöruðu þriðju spurningunni þannig að þeir myndu líklega kjósa annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn var skipt á milli þeirra flokka sem til greina komu og þeirra sem sögðust skila auðu eða kjósa ekki, í sömu inn- byrðis hlutföllum og fengust við tveimur fyrri spurningunum. Við gerð könnunarinnar var stuðst við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.200 einstaklinga á aldrinum 18–80 ára á landinu öllu. Viðtölin voru tekin í gegnum síma. Alls feng- ust svör frá 777 af þeim 1.200 sem voru í úrtakinu, en það er um 66% svarhlutfall þegar frá upphaflegu úr- taki hafa verið dregnir frá þeir sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborg- arar og fólk sem er búsett erlendis. Fullnægjandi samræming er milli skiptingar svarendahópsins og þjóð- arinnar allrar eftir aldri, kyni og bú- setu. Því telur Félagsvísindastofnun að svarendahópurinn endurspegli þjóðina, 18–80 ára, allvel. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið Samfylkingin hefur næst- mest fylgi flokkanna fimm                                    !"         ##$% #&$' '$( )$&  '$'   *$# $&        +,    -    .  / ,   +    0                      #%$( $# ' $ $* #*$# Í FOSSVOGSDAL er nú unnið að gerð útivistarsvæðis, en helstu markmiðin eru að nýta regnvatnsfrárennsli í tjarnir og læk, endurheimta votlendi, bæta aðgengi um svæðið með stígum og brúm og skapa aðlaðandi umhverfi og áhugaverða áningarstaði. Gatnadeildir Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar vinna sameiginlega að verkinu sem á að vera lokið í haust. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópa- vogs, segir þetta mikið framfaraspor fyrir Fossvogs- dalinn. Heildarkostnaður verkefnisins er um 70–100 milljónir króna og skipta Reykjavíkurborg og Kópa- vogur kostnaðinum jafnt á milli sín. Í stefnuskrá sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem kynnt var í gær, er m.a. lögð áhersla á að fjöl- skyldugarði, þar sem fjölskyldan geti sótt ýmsa dægradvöl, verði komið á fót á svæðinu austan við HK-svæðið og segir Gunnar að miðað sé við að garð- urinn yrði tilbúinn í lok næsta kjörtímabils. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnaveröld í Fossvogsdal FULLT hús var á dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðárkróks á föstudagskvöldi í Sæluviku, en keppnin var nú haldin í níunda sinn. 56 lög bárust í keppnina að þessu sinni og voru þau 10 lög, sem dómnefnd taldi best, flutt. Við úrslit gilti atkvæðagreiðsla gesta í sal 60% en vægi dóm- nefndar var 40%. Einnig var valinn besti flytjandinn. Í ár bar meira á rólegum lögum og var auðheyrt á gestum að þeir áttu ekki auðvelt með að gera upp hug sinn. Meðan talning atkvæða fór fram fóru skemmtikraftar á kostum. Fram komu sönghóp- urinn Norðan 8, rappsveitin Tannlæknar Andskotans, Spaugstofumennirnir Örn Árna- son og Karl Ágúst Úlfsson, dansparið Ragnheiður Eiríks- dóttir og Hilmir Jensson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og sönghópurinn Sheep river hook sem sigraði í Söngva- keppni framhaldsskólanna. „Í nótt“ besta lagið Lagið „Í nótt“ var valið besta lagið í keppninni. Hrönn Sigurð- ardóttir og Svava Hrund Frið- riksdóttir fluttu sigurlagið, en þær sömdu einnig lag og texta ásamt Einari Mána Friðriks- syni. Í öðru sæti varð „Hvar ert þú, fegurð?“, lag eftir Jónas Jónasson útvarpsmann með texta Baldurs Jónassonar, í flutningi Berglindar Bjarkar Jónasdóttur. Í þriðja sæti varð lagið „Draumar“ eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur við texta Steins Steinarr. Flytjandi lags- ins, Regína Ósk Óskarsdóttir, var jafnframt valin besti flytj- andi keppninnar í ár. Gestir fögnuðu sigurvegurunum inni- lega og urðu þeir að flytja sig- urlagið aftur eftir að hafa tekið við verðlaununum sem voru peningaupphæð og tímar í upp- tökuveri. Voru að taka þátt í dægur- lagakeppni í fyrsta skipti Hrönn og Svava Hrund, sem voru flytjendur og höfundar sig- urlagsins ásamt Einari Mána, koma austan úr Þingeyjarsýslu, en þær eru búsettar á Akureyri. Svava er sjúkraliði og Hrönn verslunarstjóri hjá Steinari Waage. Þær sögðust taka þátt í þessari keppni í fyrsta sinn, þær hefðu verið að vinna í upptöku- veri þegar þeim var bent á keppnina. Þær ákváðu að láta slag standa og sendu lag. Að vonum voru þær stöllur hæst- ánægðar með úrslitin og sögðu að verðlaunin kæmu sér vel og nú yrði ekkert lát á útgáfunni, því þær ættu nóg af lögum til að gefa út. Dægurlaga- keppni kven- félagsins aldrei eins vinsæl Sauðárkróki. Morgunblaðið. GUNNAR I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, greindi frá því í ræðu sinni, þegar stefnuskrá flokksins var kynnt í gær, að þegar hafi verið ákveðið að taka í notkun nýtt vatnsból í Vatns- endalandi Kópavogsbúa. „Um leið tryggjum við okkur umtalsvert ódýrara vatn og raunhæft er að lækka fasteignagjöldin talsvert með lægri vatnsskatti,“ sagði Gunnar. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að um væri að ræða 40– 50% lækkun á vatnsskatti fyrir Kópavogsbúa með því að þeir eign- uðust eigin vatnsveitu í stað þess að kaupa vatn af Reykjavíkurborg. Sagði hann að með eigin vatnsveitu ætti vatnsskatturinn að lækka úr 0,19% í 0,12% af fasteignamati íbúða. Vatnsskatt- ur lækkaður í Kópavogi LÖGREGLAN í Kópavogi þurfti að hafa afskipti af stórum hópi ung- linga, sem hafði safnast saman við Hlíðagarð í Lindarhvammi, í fyrra- kvöld og nótt. Nokkur fyrirgangur var í hópnum og eitthvað um ölvun en lögregla hafði ekki frétt af skemmdarverkum af þeirra völdum. Unglingarnir munu hafa komið saman í tilefni þess að samræmdum prófum í grunn- skóla er lokið. Haft var samband við foreldra þriggja unglinga sem virtu ekki útivistartíma. Þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Fyrirgangur og ölvun hjá unglingum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.