Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Höfuðborgarsamtökin leggja til að borgin verði byggð innávið og þar eru svæði mið- borgar í meginhlutverki. Við viljum að það svæði sem afmarkast af svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar verði þétt samofið mið- borgarhverfi. Skipulagsumræðan undanfarið hefur verið samhengislaus að venju. Aðeins er einblínt á af- mörkuð svæði en alla heildarsýn vantar. Kvos- in og Laugavegur hafa átt undir högg að sækja í hálfa öld. Þau eru hluti af stærra svæði vestan Kringlumýrarbrautar, sem líður fyrir bein áhrif af flugvelli í Vatnsmýri vegna bæklaðs gatnakerfis og vegna mengunar- og skerð- ingaráhrifa af flugstarfseminni. Þetta svæði færðist niður um nokkra gæðaflokka með tilkomu flugvallarins. Kvos- in varð harðast úti. Hún lenti innan helg- unarsvæðis, beint undir aðflugi að aðalbraut vallarins og er því á svæði sem að öðru jöfnu er talið óbyggilegt. Kvosin er því dauð skv. hefðbundinni skil- greiningu, þó ráðamenn tali um að þar hafi aðeins orðið „áherslubreytingar“, og ekkert getur orðið henni til bjargar til lengri tíma annað en að fjarlægja meinsemdina, sjálfan flugvöllinn. Það er meginstefna Höfuðborgarsamtak- anna að stöðva með öllu útþenslu byggð- „Meginmarkmið Höfuðborgarsamtakanna er að snúa við fjáraustri borgarinnar í ný út- hverfi sem hengd eru utan á önnur úthverfi. Það sparast stórfé við að byggja borgina innávið; umferðarslysum fækkar, útgjöld vegna gatnaframkvæmda lækka og öll inn- bygging verður skilvirkari. arinnar og byggja borgina þess í stað inná- við. Vatnsmýrin er þar í lykilhlutverki og leggjum við til að þar rísi verulega þétt og blönduð miðborgarbyggð. Það deiliskipulag, sem kynnt hefur verið af staðgreinireitum við Laugaveg að und- anförnu, snýst um einstök hús og lóðir með mikla verndun að leiðarljósi en ekki um það hvernig endurnýja má reitina til framtíðar. Við teljum að miðborgin eins og önnur hverfi í borginni eigi að stjórnast af eðlilegri þróun og endurnýjun á byggingum í sam- ræmi við breytingar á notkun og þörfum samfélagsins. Við teljum að líta beri á alla gömlu höfn- ina sem eina heild, sem verði að þróa í sam- hengi við stærri borgarmynd vestan Kringlumýrarbrautar. Slippsvæðið og Austurbakki eru hvort tveggja hlutar af þessari heild. Bæði svæðin eru mikilvæg fyrir miðborgina en Geirs- gatan í núverandi mynd eyðir að mestu já- kvæðum áhrifum af þróun þeirra. Verðlaunatillaga að tónlistar- og ráð- stefnumiðstöð á Austurbakka er fullkomin „núlllausn“. Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinni breyt- ingu á skipulaginu þó um hafi verið að ræða samkeppni um skipulag. Hún er verðlaunuð fyrir byggingu, sem er þess eðlis að ólíklegt er að hún rísi nokkurn tíma. Við teljum að skynsamara væri að höfnin verði eðlilegur hluti af miðborginni með þéttri miðborg- arbyggð í fullu sambýli við hafnarstarf- semi.“ Stöðva þarf útþenslu borgarinnar Guðjón Þ. Erlendsson, Höfuðborgarsamtökunum Guðjón Þór Erlendsson Ánanaust verði komnar og eins áætl- aðar frekari uppfyllingar út fyrir Ör- firisey. Því það sé einmitt hin áætlaða aukning á byggingamagni sem kalli á bætta umferðatengingu vestur í bæ. „Að ætla sér að bæta við aukaumferð á Hringbrautina þar sem hún liggur í gegnum vesturbæinn er nánast óframkvæmanlegt,“ segir hann. Eitt af því sem Trausti bendir á í sambandi við skipulagið á hafnar- svæðinu norðan Geirsgötu er að mik- ilvægt sé að varðveita sjónrænu tengslin úr miðbænum niður að höfn- inni og út til fjallanna.„Það gerist með því að það liggi götur frá mið- bænum niður að höfninni og við það skapist tilfinning nálægðar.“ Vantar heildarsýn á hafnarsvæðið Guðjón Bjarnason arkitekt telur æskilegt að byggja upp eins mikið í kringum gömlu höfnina og mögulegt er. „Þær framkvæmdir gætu skapað bjartsýni til endurnýjunar sem ég tel Reykjavík hafa brýna þörf fyrir og orðið íbúum og aðkomandi tilhlökk- unarefni. Flýta ætti þeim fram- kvæmdum og beita sem mestri hug- myndaauðgi og djörfung. Eðlilegt er að endurreisn Reykjavíkur hefjist á bernskuslóðum borgarinnar sjálfrar, nú við aldamót.“ Guðjón sér fyrir sér að við mynni hafnarinnar, þar sem út- sýni er hvað fegurst og landgæði mest, sé þétt íbúðabyggð í bland við aðra starfsemi þar á meðal ýmsa menningarstarfsemi í líkingu við það sem gerist á hafnarsvæðum víða er- lendis. Þar væri smábátahöfn, gang- brautir niður við sjóinn og veitinga- hús. Hann nefnir að byggja mætti veglegt og líflegt sjávar- og sjóminja- safn sem tengdist t.d. sædýrasafni og framsæknum, lifandi sýningum á efni sem tengist hafinu. Einnig mætti nýta hafnarmynnið sem skipalægi fyrir báta og skip sem hafa varð- veislugildi. Guðjón segir skipulagshugmyndir að vel heppnuðum hafnarsvæðum liggja fyrir víða erlendis og gætum við haft þau að leiðarljósi við upp- byggingu hins reykvíska hafnar- svæðis án þess að vega að eða skerða hefðbundna starfsemi hafnarinnar svo um muni. Segir hann að þétt byggð við höfn- ina myndi auk þess veita Kvosinni skjól til norðurs og lífga Austurstræti og ýmis miðtorg borgarinnar. Guðjón segist sakna þess að hafnarsvæðið í heild, allt frá Sólfarinu að Kaffivagn- inum, hafi ekki verið skipulagt í tengslum við tilvonandi tónlistar- og ráðstefnuhús og segir vanta nú sem fyrr heildarsýn hugmynda fyrir mið- borgina. Honum finnst eðlilegt að ákvörðun um framtíð Mýrargötu og Geirsgötu liggi fljótlega fyrir, sér- staklega með tilliti til væntanlegrar samkeppni um Slippsvæðið. Deilur hafa risið milli frambjóð- enda Sjálfstæðisflokks og R-lista um tillögu borgarmeirihlutans um upp- fyllingu Ánanausta. Varðandi Ána- naust segir Pétur Ármannsson að báðir hafi nokkuð til síns máls. „Það er búið að fylla út gríðarlega mikið land í Örfirisey. Finnst mér sú dýra landfylling ekkert sértaklega vel nýtt. Þarna hafa verið byggðar einn- ar til tveggja hæða iðnaðarskemmur með bílastæðum í kring. Þess vegna er ekki óeðlilegt að menn spyrji sig, fyrst verið er að fylla út land fyrir skemmur í Örfirisey hvort ekki megi geri slíkt hið sama fyrir íbúðabyggð í Ánanaustum?“ Guðjón Bjarnason er mjög hlyntur uppfyllingu Ánanausta á þeirri for- sendu að íbúðabyggð þar myndi veita miðkjarnanum stuðning og ýta undir fjölbreyttari starfsemi í Kvosinni og gera nýtt skipulag á hafnarsvæðinu fýsilegra. Aðrir hafa bent á að það sé einfald- ara og ódýrara að halda áfram með uppbyggingu út í Örfirisey, þ.e. bæta þar við uppfyllingum og minnka eða sleppa uppfyllingum við Ánanaust. Myndi byggð þar ekki skyggja á neinn og sá fallegi bogi sem er á ströndinni fengi þá að halda sér. Bílageymsla undir Tjörninni Í Kvosinni er að verið að ljúka við skálann við Alþingishúsið. Á bíla- stæði fyrir aftan þingishúsið á ekki að byggja samkvæmt gildandi skipulagi. En gert er ráð fyrir að á stóra bíla- stæðinu við Tjarnagötuna verði fleiri byggingar fyrir Alþingi. Ætlunin er að byggja hótel í Aðalstræti og sögu- safn í kjallara þess. Hugmyndir eru um hótel við hliðina á „Morgunblaðs- húsinu“, þ.e. Aðalstæti 4. Þar er gert ráð fyrir nýbyggingu við götuna en pakkhúsin gömlu á baklóð hússins verða gerð upp og nýtast sem hluti hótelsins. Búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir framan Listasafn Reykjavíkur í Tryggvagötu. Þar á bílastæðinu á að koma 3ja hæða nýbygging fyrir mið- borgarstarfsemi. Gert er ráð fyrir verslunarhúsnæði á jarðhæð, skrif- stofum og jafnvel íbúðum á efri hæð. Óbyggð lóð er við hliðina á Gróf- arhúsinu þar sem Borgarbókasafnið er til húsa, þar eru nú bílastæði en engar tillögur hafa komið fram um hvað verður á þeirri lóð en hún teng- ist hafnarsvæðinu. Í undirbúningi er tillögugerð að bifreiðageymslu undir norðurenda Tjarnarinnar. Þrjú verktakafyrir- tæki eru að gera tillögur að bíla- geymslunni en ætlunin er að ljúka verkinu fyrir árslok 2003. Samkeppni um Vatnsmýrina Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur er gert ráð fyrir að Reykjavík- urflugvöllur verði um kyrrt í Vatns- mýrinni til ársins 2016. Stefnt er að því að um helmingur flugvallarsvæð- isins verði byggður upp til ársins 2024. Eftir það er gert ráð fyrir einni braut á svæðinu, austur-vesturbraut- inni. Flugmálayfirvöld hafa lýst and- stöðu sinni og telja ekki hægt að reka flugvöll með einni flugbraut. Sjálf- stæðismenn gagnrýna einnig þessa tillögu og segja hana kostnaðarsama auk þess sem hún hafi verulega rösk- un í för með sér. Ef brautin eigi að vera aðalflugbraut þurfi að breikka hana og stækka öryggissvæðið í kringum hana. Þetta þýði að rífa þurfi fjölda húsa beggja megin við brautina, grafa niður Suðurgötuna við flugvallarendann svo eitthvað sé nefnt. Ráðgert er að á norðurhluta Vatnsmýrar rísi vísindagarður og byggingar fyrir starfsemi tengda þekkingariðnaði og rannsóknum í tengslum við Háskóla Íslands og starfsemi sem getur styrkt miðborg- ina. Þegar hefur verið auglýst tillaga að deiliskilpulagi að þessu þekking- arþorpi. Áformað er að stofna þróun- arfélag um byggingarnar og nýta leið einkafjármögnunar til uppbyggingar. Á þessu svæði hefur Íslensk erfða- greining reist hús og þar er verið að byggja Náttúrufræðahús HÍ. Gagn- rýnir minnihlutinn að þegar sé farið að byggja í Vatnsmýrinni en það ekki gert í tengslum við heildarsýn á svæðinu. R-listinn hefur ekki skilað inn hugmynd að heildarskipulagi að svæðinu en hefur tilkynnt að efnt verði til samkeppni um heildarskipu- lag flugvallarsvæðisins á næsta ári. Til ársins 2024 er gert ráð fyrir 2.500 íbúðum í Vatnsmýrinni og að möguleiki sé á að bæta 3.500 íbúðum við, verði samþykkt að flugvöllurinn fari. Einnig er gert ráð fyrir að nýt- ingarhlutfall lóða í Vatnsmýrinni verði hærra en víðast hvar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt tillögunni. Allt að 16 hæða hús í Skuggahverfi Með uppbyggingu í Skuggahverf- inu við Skúlagötu verður til nýr borg- arhluti í miðborginni. Þar er áætlað að verði 250 íbúða þyrping. Fullbyggt mun hverfið hýsa 600–700 manns. Þar með er verið að ljúka Skúlagötu- skipulaginu sem lagður var grunnur að fyrir mörgum árum. Húsin í hverfinu verða mishá, allt frá þremur upp í sextán hæðir. „Að því leyti sækja þau svip sinn í gamla bæinn í kring, þar sem fjölbreytileiki ríkir í hæðum húsa er gefa hverfinu skemmtilegan og lifandi blæ,“ segir Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt á arkitektastofunni Hornsteinar. Það má geta þess að nýju byggingarnar í Skuggahverfinu verða klæddar að ut- an með steinflísum, stáli og timbri, auk glers og stáls. „Þessi efnisnotkun tekur mið af þeim byggingarefnum sem mest eru notuð í gamla bænum,“ segir Ögmundur. Húsunum verður skipað í kringum opin garðsvæði og sérstakar ráðstaf- anir hafa verið gerðar til skjólmynd- unar. Skuggahverfið verður tengt öðrum hlutum borgarinnar með stíg- um og gönguleiðum, þar sem yfir- borðsefni, lýsing, gróður og annar frágangur verður í samræmi við aðra hluta borgarinnar. Teikning/Hornsteinar Í Skuggahverfinu verður húsunum skipað í kringum opin garðsvæði. Framtíðarsýn Guðjóns Bjarnasonar arkitekts af Slippsvæðinu, séð til suðurs yfir hafnarmynnið. er alveg ljóst af minni hálfu að háhýsabyggð á ekki heima í kvosinni. Þarna er hjarta menningar okkar og uppbygging á svæðinu hlýtur að taka verulegt tillit til þess. Þekkingarþorp sem tengir Landspítala- svæðið við Háskólann og Vatnsmýrarsvæðið við miðbæinn er heillandi hugmynd. Með öfl- ugu vísinda- og rannsóknarstarfi í sem mest- um tengslum við Háskóla Íslands getum við skapað forsendur fyrir því að mannauður haldist hér á landi en sé ekki fluttur mark- visst til útlanda eins og var raunin þar til undir lok síðustu aldar. Það er hægt að ráð- ast í þetta verkefni á næstu árum þrátt fyrir að flugvöllurinn sé staðfestur í aðalskipulagi til ársins 2016. Hvað þá tekur við varðandi notkun Vatnsmýrarsvæðisins ræðst af þróun innanlandsflugs og sjúkraflugs og öryggis- hagsmunum. Ef skilyrði hafa þá skapast fyrir flutningi Reykjavíkurflugvallar á að stíga skrefið í heild, en alls ekki að hafa aðeins eina AV flugbraut eftir árið 2016, eins og áætlanir R-listans gera ráð fyrir. Það myndi skapa mikla hættu fyrir flugöryggi yfir borg- inni og aukna hættu fyrir byggðina í kringum flugvöllinn frá því sem nú er. Þær áætlanir myndu leiða af sér ósamhæfða byggð og ónothæfan flugvöll. Ég vil sjá starfsemi tengda sjávarútvegi og sjómennsku við gömlu höfnina og uppbygg- ingu á Slippsvæðinu. Ég styð hugmyndir um sjóminjasafn á hafnarsvæðinu og e.t.v. mætti tengja það við fyrsta vísi að víkingasafni, sem ég veit að myndi vekja áhuga erlendra ferða- manna. Það er okkur til skammar að vík- ingaskipið Íslendingur hafi ekki þegar fengið sinn sess á slíku safni. Ekki vafðist það fyrir Norðmönnum að skynja gildi þess fyrir ferðamennsku að varðveita Kon Tiki og Ra og reisa söfn í kringum þessi fley Thors Heyerdals. Ég tel að tilkoma tónlistar- og ráðstefnu- húss á Austurbakkanum sé mikil lyftistöng fyrir menningar- og athafnalíf á höfuðborg- arsvæðinu og landinu öllu. Framhjá því verð- ur þó ekki litið að tengja þyrfti þetta mann- virki betur við miðbæinn með göngutengslum, en samkvæmt núverandi skipulagi mun Geirsgatan slíta þessi nauðsyn- legu tengsl.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.