Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5 FÁIR tónlistarmenn skera sigeins úr popp/rokkflóðinu ogbandaríski sérvitringurinnTom Waits og þá ekki bara fyrir fjölsnærðar lagasmíðar og tor- skilda texta, heldur er hann með ein- staklega sérkennilega söngrödd sem menn ýmist elska eða hata. Rúm þrjátíu ár eru síðan Waits tók upp fyrstu lögin og 29 ár síðan fyrsta platan kom út. Þær eru ekki margar þó að ferillinn sé svo langur, enda Waits jafnan farið eigin leiðir og lítt hirt um markaðssetningu, sölu- mennsku og annað það sem þykir við hæfi hjá stjörnunum; hann hefur sent frá sér plötur þegar hann hafði eitthvað að segja. Waits-vinum þykja það því mikil tíðindi að á morgun koma út tvær breiðskífur með verkum hans, báðar leik- hústengdar, Alice og Blood Money. Fyrstu lögin 1971 Tom Waits tók upp fyrstu lög sín 1971 á vegum umboðsmanns Franks Zappa sem þótti hann söluvænlegur furðufugl. Þau lög komu þó ekki út fyrr en löngu síðar, en fyrsta breið- skífan 1973. Sú hét Closing Time og þótti og þykir bráðgóð, þótt hún jafnist ekki á við það sem síðar átti eftir að koma. Næstu árin var Waits iðinn við kolann, sendi frá sér átta breiðskífur á tíu árum; The Heart of Saturday Night 1974, Nighthawks at the Diner 1975, Small Change 1976, Foreign Affairs 1977, Blue Valentine 1978, Heartattack and Vine 1980, Bounced Checks 1981 og One from the Heart 1982. Waits var ekki bara á kafi í tónlist á þessum árum heldur lék hann einnig í kvikmyndum og samdi kvikmyndatónlist, var meðal annars tilnefndur til óskarsverð- launa fyrir tónlistina í One from the Heart, en hann lék einnig í Paradise Alley, Rumble Fish, The Outsiders og The Cotton Club. Tímamótaplata Tímamótaplata á ferli Toms Waits var Swordfishtrombones sem kom síðan út 1983, en á henni mátti meðal annars heyra að leikhússtarfið var farið að hafa veruleg áhrif á tón- smíðar hans og hugmyndaheim, og tilraunamennska í hávegum, óvenju- leg hljóðfæri fengu að hljóma og út- setningar voru býsna ævintýralegar. Plötunni var almennt vel tekið þó mörgum þætti tilraunin ekki takast að fullu, en næsta skífan, Rain Dogs, frá 1985, var skotheld og er yfirleitt talin besta verk Waits. Í kjölfar Rain Dogs varð leik- húsvinnan æ fyrirferðarmeiri, næsta plata, Frank’s Wild Years, sem kom út 1987, var þannig tónlist úr söng- leik sem Waits samdi með konu sinni Kathleen Brennan, en á Swordfish- trombones var einmitt lag sem hét Frank’s Wild Years. Ári síðar kom út tónleikaskífa og síðan plata með tónlist úr kvikmynd Jim Jarmusch sem bar heitið Night on Earth. 1986 lék Waits í Down by Law, 1987 í Candy Mountain og Ironweed, 1988 í Bearskin: An Urban Fairytale, Cold Feet og Wait Until Spring, 1991 í Queens’ Logic, The Fisher King og At Play in the Fields of the Lord. Enn ein afbragðsplatan Fyrsta hljóðversskífan eftir langt hlé var síðan enn ein afbragðsplatan, Bone Machine, sem kom út 1992 og fékk meðal annars Grammy- verðlaun. Waits var þó ekki hættur að leika í myndum, lék í Deadfall og Bram Stoker’s Dracula 1992. Ári síð- ar kom svo út platan The Black Rid- er sem á var tónlist úr söngleik sem hann og Brennan sömdu með Will- iam Burroughs, og byggðist á þýskri þjóðsögu, en það ár lék Waits líka í myndinni Short Cuts. Leikstjóri The Black Rider var Robert Wilson og Waits og Brennan kona hans sömdu einnig tónlist við ann- að leikverk fyrir Wil- son, óperuna Alice, sem er á öðrum diskn- um sem getið er um í upphafi. Waits og Brennan sömdu síðan tvö lög fyrir Dead Man Walk- ing og Waits átti einn lag í mynd Wims Wenders End Of Viol- ence. Hann lagði einn- ig til rödd í stór- merkilegt tónverk Gavins Bryars Jesus’ Blood Never Failed Me Yet. Waits og Brennan sömdu síðan tónlistina í verðlauna- stuttmyndina Bunny og tvö lög fyrir kvik- myndina Liberty Heights sem Barry Levinson leik- stýrði. Eins og sjá má af þessu hafði Waits, og þau hjón bæði reyndar, í nógu að snúast á næstu árum og skýrir það meðal annars hvers vegna sjö ára bið varð á næstu hljóðvers- skífu, en 1999 kom út platan Mule Variations sem fékk fína dóma, þó ekki þætti mönnum hún standa Swordfishtrombones, Rain Dogs eða Bone Machine á sporði. Áður er getið samvinnu Toms Waits, Kathleen Brennans og Ro- berts Wilsons við The Black Rider og Alice, en þriðja verkið sem þessi þrenning kemur að var uppfærsla Wilsons á Woyzeck, leikriti Þjóð- verjans Georgs Buchners sem lést 1837. Leikritið segir frá her- manninum Woyzeck sem myrðir heitmey sína, en fræg er ópera Albans Bergs sem samin er uppúr leikritinu og ber sama nafn. Leik- gerð Wilsons með tónlist Waits og Brennans var svo frumsýnd í Kaup- mannahöfn í nóvember fyrir tveimur árum um það leyti sem leikritið varð 164 ára gamalt. Uppfærslan þykir mikið meistaraverk, ekki síst fyrir tónlist Waits, og hana er að finna á disknum Blood Money sem sagt er frá í upphafi. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Bandaríski furðufuglinn Tom Waits er ekki síst frægur fyrir að fara eigin leiðir hvort sem er í tón- list eða leiklist. Undanfarin ár hefur hann eytt æ meiri tíma í að vinna fyrir leikhús og á morgun koma út tveir diskar með leikhústónlist hans. Tvöfaldur Tom Waits BANDARÍSKI leikarinn Alan Alda og þeir sem enn eru á lífi úr leikaraliði sjónvarpsþáttanna Spítalalíf, eða M*A*S*H eins og þeir heita á frum- málinu, munu koma saman í nýjum þætti af Spítalalífi. Um er að ræða tveggja klukkustunda endurfunda- þátt. Þættirnir sem fyrst voru sýndir árið 1972 voru sýndir í íslensku sjón- varpi á sínum tíma við miklar vin- sældir. Þessi þrjátíu ára afmælisþátt- ur verður sýndur 17. maí á Fox- sjónvarpsstöðinni en þættirnir voru upprunalega sýndir í 11 ár á sjón- varpsstöðinni CBS. Þættirnir eru byggðir á vinsælli kvikmynd Roberts Altmans þar sem deilt var á stríðsrekstur. Alda var í að- alhlutverki þáttanna sem herlæknir- inn Hawkeye Pierce en hann og fé- lagar stofnuðu m.a. hrekkjalómafélag til að halda geðheilsunni í Kóreustríð- inu. Í afmælisþættinum munu auk Alda koma fram: Wayne Rogers („Trapper John“ McIntyre), Mike Farrell (B.J. Hunnicut), Loretta Swift („Hot Lips“ Houlihanx), Gary Burghoff („Radar“ O’Reilly undirliðþjálfi), Jamie Faar (klæðskiptingurinn Klinger), William Christopher (Mulcahy prestur), Harry Morgan (Sherman Potter lið- þjálfi) og David Ogden Stiers (Charl- es Emerson Winchester). Þá verða í þættinum einnig sýndar myndir frá raunverulegu starfi herlækna og hjúkrunarfólks í Kóreustríðinu. Hluti af leikaraliði M*A*S*H. M*A*S*H á skjáinn á ný Haukauga snýr aftur ÞRIÐJUDAGINN síðasta stóðu samtökin Heimsþorp – samtök gegn kynþáttafordómum á Íslandi fyrir tvennum rokktónleikum undir yfirskriftinni Rokk gegn rasisma. Fyrr um kvöldið léku Dys, I Adapt og Maus í Hinu húsinu en seinna um kvöldið léku Sólstafir, Down to Earth, Myrk, Noise og Mute á Grand Rokk. Heimsþorp eru samtök ungs fólks sem „berst gegn kynþátta- fordómum og misrétti með upp- byggilegri umræðu og fræðslu“ eins og segir á heimasíðu samtak- anna (sjá hér að neðan). Meðfylgjandi myndir eru frá fyrri tónleikunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það vantar sjaldnast stuðið í ungt hugsjónafólk. Rokkað gegn rasisma I Adapt á sviði. TENGLAR ..................................................... www.heimsthorp.is Í VOR unnu 7. bekkir Lang- holtsskóla verkefnið „Dag- blöð í skólum“ og því var rök- rétt framhald af þeirri vinnu að kíkja í heimsókn til Morgunblaðs- ins til að dýpka enn frekar skilning- inn á starfsemi dagblaða. Á dög- unum kom til okkar 7. GB ásamt kennaranum, Guðrúnu Svövu Jak- obsdóttur, og var hópurinn bæði fjallhress og fróðleiksfús. Morg- unblaðið kann þeim Alexöndru, Önnu Birnu, Ástmari, Benedikt, Biu, Erlu Maríu, Grími, Hjörvari, Jó- hanni, Jökli, Lindu Ósk, Margréti, Sigríði, Sveini, Þorsteini Andra og Þórunni bestu þakkir fyrir ánægju- lega heimsókn. Dagblöð í skólum Fjallhress og fróð- leiksfús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.