Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 28
RANNVEIG Fríða Bragadóttir mezzósópransöngkona syngur með Gerrit Schuil píanóleikara á Sunnu- dagsmatinée í Ými í dag kl. 16. Þetta eru jafnframt síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni á þessum vetri. Á efnisskránni verða sönglög eftir Mozart, Schubert, Mahler og Manuel de Falla, en auk þess frumflytja þau þrjú ný lög eftir Pál Pampichler Páls- son við ljóð eftir Wilhelm Busch. Rannveig Fríða og Gerrit gáfu sér tíma frá æfingu í vikunni til að segja frá efnisskránni og samstarfi þeirra, sem hófst fyrir tilviljun norður á Ak- ureyri. En forvitnilegast er að vita meira um ný sönglög Páls. Páll býr í Austurríki eins og Rannveig, þau hafa líka oft unnið saman, og Rannveig sungið verk eftir hann. Allsendis óstaðfest kjaftasaga segir að Páll hafi samið þessi lög við eldhúsborðið hjá Rannveigu. Hvað er hæft í henni? „Jú,“ segir Rannveig og hlær. „Páll kemur stundum að heimsækja mig, ég á voðalega stórt og mikið eldhús- borð. Hann situr oft þarna og semur, samdi jafnvel part af fiðlukonsertin- um sínum og ýmislegt fleira. Við, fjöl- skyldan, erum bara að sinna okkar verkum; elda og stússast og strák- arnir að leika sér, en Páll situr bara og semur og lætur ekkert trufla sig. En ég held að þessi tilteknu lög hafi nú orðið til annars staðar. Páll kom til mín í desember með þessa erótísku ljóðabók Wilhelms Busch, en Busch var kallaður besti húmoristi Þjóð- verja og teiknaði mikið af kaldhæðn- um og skemmtilegum skopmyndum. Ljóðin eru erótísk, en þó ekki síður spaugileg og kannski svolítið skugga- leg. Við Páll hlógum mikið að þessum ljóðum og í febrúar og mars settist hann svo niður og samdi þessi þrjú lög.“ Gerrit segir að samstarf þeirra Rannveigar Fríðu hafi staðið allt frá árinu 1995. „Þetta var annað árið mitt á Íslandi; Rannveig kom með mast- erklassa og námskeið norður í Tón- listarskólann á Akureyri þar sem ég starfaði og þar hófst samvinna okkar. Kvöldið áður var hún með tónleika sem ég fór á og ég hugsaði með mér, jahá, þessi söngkona er góð. Við spjölluðum saman eftir námskeiðið og ég sagði henni að ef það kæmi tæki- færi, þá langaði mig að vinna með henni. Fyrstu tónleikarnir sem við unnum saman voru svo á Schubert- hátíðinni í Garðabæ 1997. Síðan höf- um við unnið upp nýtt prógramm á hverju ári og gefið út tvo geisladiska. Það er spurning hvers vegna svona nær svona góðu samstarfssambandi. Þetta er eitthvað sem er ekki hægt að koma í orð, það var bara til staðar frá fyrsta skipti sem við hittumst. Það smellur eitthvað í samband og sálir okkar þekkjast um leið. Við erum aldrei að þrefa um tempó eða skýra út hvort fyrir öðru hvernig við viljum hafa hlutina, þetta kemur ósjálfrátt,“ segir Gerrit, og Rannveig Fríða tekur undir það: „Áður en ég hlustaði í fyrsta skiptið á Ave Maríuna okkar á Schubert- diskinum var ég sannfærð um að upp- takan væri ekki nógu góð og við yrð- um að gera hana aftur. Á einum stað hægði ég á einum tóni – ég man vel eftir þessu í upptökunni sjálfri – ég hafði aldrei gert þetta svona, en Gerrit fylgdi mér fullkomlega. Við höfðum aldrei talað um þetta og aldr- ei gert þetta svona, en þegar ég heyrði það var ég alveg undrandi, því þetta kom svo vel út. Það er eins og það sé lína á milli okkar einhvers stað- ar í loftinu og þetta er svo mikilvægt í svona samstarfi. Ég hef oft unnið með píanóleikurum þar sem maður þarf að hafa mikið fyrir samstarfinu og það getur verið svo erfitt og þá líður manni ekki vel. Þetta er eins og í hjónabandi; það gengur ekki upp nema að samstarfið sé gott.“ Gerrit segir að það sem honum finnist mikilvægast að koma til skila á tónleikum, sé það sem hann kallar faktor X. „Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að koma orðum að, eitthvað sem gerist bara og maður gæti kallað kraftaverk. En þetta gerist bara þeg- ar maður vinnur með miklum lista- mönnum. Það eru margir góðir tón- listarmenn, sem eru ekki endilega góðir listamenn; þetta tvennt fer ekki endilega saman og á þessu er stór munur. Allt of margir hlaupa inn á sviðið og hafa svo hreinlega ekkert að segja. Það getur verið mjög gott og fagmannlegt, en án þess að segja manni nokkurn skapaðan hlut. Fólk sem hefur ekkert að segja getur samt orðið miklu vinsælla en hitt. Þetta getur þó verið mjög hættulegt fyrir þroska þeirra sem hlusta, því þeir gætu farið að trúa því að þetta sé list, án þess að svo sé. Þetta á ekki bara við um Ísland, þetta er almennt um allan heim. Stjörnurnar eru ekki endi- lega besta listafólkið.“ Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil koma fram á síðasta Sunnudagsmatinée vetrarins Samið við eldhúsborð Morgunblaðið/Ásdís Rannveig og Gerrit í túnfætinum við Ými. LISTIR 28 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gagnasafn Morgunblaðsins greitt með gsm Nú geta þeir sem eru með gsm-síma frá Símanum greitt fyrir greinar og fréttir úr Gagnasafni Morgunblaðsins og gjaldið færist beint á símareikninginn. Einfalt og þægilegt! ERLING Blöndal Bengts- son leikur á einleikstón- leikum í Salnum í kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru fjög- ur einleiksverk, eftir Hindemith, Sibelius, Kod- ály og Bach. „Þetta eru fjögur mikilvæg tónverk,“ segir Erling Blöndal, „þau eru ólík, en öll mjög mik- ilvæg fyrir tónlistina og sellóið.“ Erling Blöndal talar um Bach eins og góðan vin sinn. „Gamli góði Bach,“ segir hann. „Maður elskar alltaf það sem maður er að spila hverju sinni, en auð- vitað verður maður aldrei leiður á Bach. Hann er grunnurinn að svo mörgu. Það er sama hvað maður spilar hann oft og lengi, maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ég get sagt þér það, að ég spila Bachsvítu á hverj- um einasta degi. Það er bara svo gott. Það er ekki að undra áhrif hans, hann er að mínu mati besta tónskáld sem uppi hefur verið. Í sellósvítum, svo ein- faldar sem þær eru nú, finnur maður allt sem maður vill hafa í tónlist; tækni og list og svo mikla músík. Þarna er al- heimurinn og erfitt að útskýra það. Ég spilaði Bachsvítu í fyrsta skipti tólf ára gamall og er enn að og mér finnst þessi endalausa ást á Bach og það að maður fær aldrei leið á honum sönnun þess hve hann var mikilvægur fyrir okkur. “ Þegar Erling Blön- dal Bengtsson lék í fyrsta skipti á Íslandi var það í Gamla bíói. Hann lék líka oft í Austurbæjarbíói og svo hefur hann auðvit- að leikið margoft með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands í Háskólabíói. En nú eru nýir tímar og ný hús. Fyrir tveimur ár- um lék hann í fyrsta sinn í Salnum og frumflutti þá með Kammersveit Reykjavíkur Erjur, sellókonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. „Salurinn er mjög gott tónleikahús, enda þannig hannað frá upphafi. Ég get ekki sagt annað en að Salurinn sé frábær viðbót við þau hús sem ég hef þegar kynnst hér og hlakka mikið til að spila þar aftur.“ Gamli góði Bach Erling Blöndal Bengtsson Erling Blöndal Bengtsson á einleikstónleikum í Salnum TVEIR Færeyingar, Olivur við Neyst og Anker Mortensen opnuðu málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold Rauðarárstíg 14-16 í gær. Nefnist sýningin Úr frænd- garði. Olivur við Neyst stundaði nám við Listaakademíuna í Kaupmanna- höfn 1975–81. Hann þykir meðal athyglisverðustu færeyskra mynd- listarmanna af yngri kynslóðinni. Anker Mortensen hefur vakið at- hygli, ekki síst í Danmörku, en þar hefur hann sýnt nokkrum sinnum. Þá hefur hann haldið einkasýn- ingar í Noregi og á Grænlandi auk margra sýninga í Færeyjum. Verk Vigdísar Kristjánsdóttur í Rauðu stofunni Þá var einnig opnuð sýning í Rauðu stofunni á verkum Vigdísar Kristjánsdóttir (1904–1981). Vigdís var einn fremsti listamaður okkar á sviði myndvefnaðar. Hún hélt fyrstu einkasýningu sína í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1952 og sýndi þá bæði gobelinvefnað og olíu- málverk. Hún hélt nokkrar fleiri einkasýn- ingar og tók þátt í enn fleiri sam- sýningum, aðallega hér á landi, en einnig á hinum Norðurlöndunum. Vigdísar er aðallega minnst fyrir myndvefnað og textílverk. Þekkt- ustu verk hennar á því sviði eru tvö stór veggteppi sem hún óf eftir fyr- irmyndum Jóhanns Briem listmál- ara. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl.17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til 20. maí. Færeysk myndlist í Galleríi Fold Færeysku myndlistarmennirnir Olivur við Neyst og Anker Mortensen. Í ÖLLUM þremur húsum Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Kjarvals- stöðum og Ásmundarsafni er hafinn undirbúningur að sýningum sem opnaðar verða á Listahátíð í Reykja- vík sem stendur dagana 11.–31. maí. Ásmundarsafni var lokað um síð- ustu helgi en þar er nú verið að vinna að breytingum og lagfæringum vegna sýningar sem verður opnuð 20. maí á afmælisdegi listamannsins, Ás- mundar Sveinssonar. Sýningin ber yfirskriftina Listin á meðal fólksins. Sýningarstjórn er í höndum Hönnu Styrmisdóttur og Péturs H. Ár- mannssonar. Í Hafnarhúsinu lýkur sýningunum Breiðholtið: byggt yfir hugsjónir og Aðföngum 1998–2001 í dag en leið- sögn verður um sýningarnar kl. 16. Í húsinu verða áfram uppi sýningarnar Erró og listasagan og sýning á verð- launateikningum á vegum skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur- borgar. Vegna framkvæmda verður Hafnarhúsið lokað mánudaginn 6. maí. Stærsti myndlistarviðburður Listahátíðar verður svo opnaður í Hafnarhúsinu sunnudaginn 12. maí kl. 15. Sýningin nefnist Mynd, íslensk samtímalist, en þar sýna níu starf- andi listamenn verk af ólíkum toga í fjórum sölum hússins og í útiporti. Listamennirnir sem verk eiga á sýn- ingunni eru Anna Líndal, Birgir Andrésson, Bjarni Sigurbjörnsson, Guðjón Bjarnason, Jón Óskar, Mar- grét Blöndal, Ómar Stefánsson, Svava Björnsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson Klukkan 18 sama dag verður frum- flutt dansstuttmyndin Brakraddir eftir Helenu Jónsdóttur en myndin verður sýnd daglega milli 15 og 18 meðan Listahátíð stendur yfir. Í Hafnarhúsinu verða einnig á sýn- ingartímabilinu haldnir tónleikar með nýrri, íslenskri tónlist undir yf- irskriftinni Fyrir augu og eyru þar sem fram koma fjölmargir listamenn. Þá verður frumsýnd stuttmynd eftir Þorfinn Guðnason 17. maí. Á Kjarvalsstöðum lýkur sýning- unni Félagar, afmælissýningu Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík í dag en leiðsögn verður um sýninguna kl. 15. Þar er nú í undirbúningi, í sam- starfi við Ljósmyndasafn Reykjavík- ur ljósmyndasýning Mary Ellen Mark, American Odyssey en sýning- in verður opnuð í miðrými hússins sunnudaginn 12. maí kl. 16. Mary Ell- en Mark er bandarísk og var nýverið kjörin áhrifamesti kvenkyns ljós- myndari allra tíma af lesendum tíma- ritsins American Photo. Listasafn Reykja- víkur undirbýr sýn- ingar á Listahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.