Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 45 AKURHOLT 21 - Mosfellsbæ Glæsilegt einbýli með innisundlaug Fallegt 290 fm einbýli á 2 hæðum, neðst í botnlanga, ásamt 53 fm bíl- skúr og innisundlaug. Stór og falleg hornlóð með miklu útsýni. Þetta er einstök eign á sérlega fallegum stað. Davíð og Ingibjörg bjóða ykkur velkomin í dag á milli kl. 13 og 16, s. 566 6616. Verð kr. 26,9 m. Opið hús í dag frá kl. 13-16 LIONSKLÚBBURINN Höfði hefur gefið heilsugæslustöðinni á Hofsósi eyrna- þrýstingsmælitæki. Er tækið handhægt og auðvelt í notkun. Það er notað til að mæla eyrnabólgur í börnum og við ung- barnaskoðanir. Það var Páll Magnússon formaður Lionsklúbbsins sem afhenti gjöfina og Örn Ragnarsson læknir og Sigríður Jónsdóttir starfsmaður heilsu- gæslunnar á Hofsósi sem tóku við tæk- inu. Örn þakkaði Lionsmönnum kærlega gjöfina og minntist á að Lionsmenn á Hofsósi hefðu verið mjög duglegir við að styrkja heilsugæsluna með ýmsum tækjagjöfum í gegnum tíðina, segir í fréttatilkynningu. Höfði á Hofsósi gefur mælitæki Frá vinstri: Páll Magnússon, Gunnlaugur Steingrímsson, Valgeir Bjarnason, Sigríður Jónsdóttir og Örn Ragnarsson. Aðalfundur Samtaka at- vinnulífsins AÐALFUNDUR Samtaka atvinnu- lífsins verður haldinn í Gullteigi á Grand hótel Reykjavík þriðjudag- inn 7. maí. Fulltrúaráð SA kemur saman til stjórnarkjörs kl. 11, en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 11.15. Opin dagskrá aðalfundar hefst kl. 13 með ræðu nýkjörins formanns SA. Þá ávarpar fundinn Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, kynnir tillögur samtakanna um breytingar á samkeppnislöggjöf- inni. Fundarstjóri verður Rakel Ol- sen. Fjallað verður um m.a.: atvinnu- lífið og Evrópumálin, kynnt Evr- ópustefna NHO, norsku samtaka atvinnulífsins, stefnuna kynnir Siri Bjerke, forstöðumaður hjá NHO og fyrrverandi umhverfisráðherra Noregs. Að því loknu taka við um- ræður og álitsgjöf undir stjórn Stefáns Ólafssonar prófessors. Þátttakendur: Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Granda, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- banka Íslands, Hörður Arnarson, forstjóri Marel, Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, Þórður Friðjónsson, forstjóri Verðbréfa- þings Íslands og formaður hnatt- væðingarnefndar, segir í fréttatil- kynningu. Listi sjálfstæðis- manna og fram- farasinnaðra í Ólafsfirði LISTI sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaðra Ólafsfirðinga vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. hefur verið lagður fram. Listann skipa eftirtaldir: 1. Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri. 2. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir sölufulltrúi. 3. Helgi Jónsson kennari. 4. Hörður Ólafsson húsasmíða- meistari. 5. Sigurður Gunnarsson fiskverk- andi. 6. Ásta Andreassen sjúkraliði. 7. Sigríður Gunnarsdóttir snyrti- fræðingur. 8. Guðmundur Garðarsson skip- stjóri. 9. Harpa Jónsdóttir einkaþjálfari. 10. Alda Jónsdóttir kökugerðarkona. Heimaeyjar- kaffi á Sögu KVENFÉLAGIÐ Heimaey verður með sína árlegu kaffisölu sunnudag- inn 5. maí kl. 14 í Súlnasal Hótel Sögu. Allir Vestmanneyingar vel- komnir, en 70 ára og eldri sérstak- lega boðið. Heimabakaðar kökur og ýmislegt góðgæti verður á boðstól- um að venju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.