Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Eyrún Eiríks-dóttir fæddist í
Reykjavík 18.12.
1919. Hún lést á
dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Holts-
búð í Garðabæ 25.4.
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Eiríkur Ormsson
rafvirkjameistari, f.
6.7. 1887, d. 29.7.
1983, og Rannveig
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 9.6. 1892,
d. 6.8. 1973. Systk-
ini Eyrúnar eru:
Sigrún, f. 2.6. 1911, d. 7.8. 1990,
maki Páll Ísólfsson, f. 12.10.
1893, d. 23.11. 1974; Sigurveig,
f. 15.12. 1914, d. 20.6. 1995,
maki Kristinn Guðjónsson, f.
7.4. 1907, d. 28.9. 1990; Karl, f.
31.12. 1926, maki Ingibjörg
Skúladóttir, f. 15.10. 1926, d.
10.6. 1997; og Kristín Þorsteins-
dóttir, uppeldissystir, f. 2.2.
1929, d. 24.12. 1999, maki Björn
Kolbeinsson, f. 6.1. 1921, d. 12.3.
1970.
Eyrún giftist 16. febrúar 1946
Víglundi Guðmundssyni renni-
smíðameistara, f. 11.10. 1912, d.
15.8. 1981. Foreldrar hans voru
Guðmundur Magnússon, frá
Hafnarfirði, f. 6.11. 1876, d. 7.6.
1935, og Stefanía Halldórsdótt-
ir, frá Holtum í Hreppum, f.
19.5. 1874, d. 18.7. 1951. Börn
Eyrúnar og Víglundar eru: 1)
Stefanía Sigurveig húsvörður, f.
27.9. 1946, gift Helga Guð-
mundssyni trésmíðameistara, f.
21.2. 1941, börn þeirra: Eyrún,
f. 4.5. 1967, Guðrún Þórhalla, f.
10.5. 1969, Guðjón Víglundur, f.
7.1. 1973, Auðun, f. 18.6. 1974,
Kjartan Ingólfur, f.
8.10. 1979, og Unn-
ar Sveinn, f. 10.10.
1981. 2) Eiríkur
Ormur rennismíða-
meistari, f. 26.6.
1950, börn Eiríks
og Ingibjargar
Jónsdóttur, f. 22.10.
1948: Margrét, f.
15.12. 1972, Ólafur,
f. 21.6. 1976, og
Helga Sólveig, f.
13.8. 1978. Sonur
Eiríks og Önnu
Kristínar Kristins-
dóttur, f. 27.4.
1953, Kristinn Arnar, f. 20.12.
1991. 3) Rannveig sjúkraliði, f.
30.12. 1956, gift Alberti Alberts-
syni verkfræðingi, f. 30.12.
1948, börn: Guðmundur Helgi, f.
8.4. 1981, Sigríður Magnea, f.
15.11. 1982, og Sólveig, f. 8.10.
1988. 4) Guðmundur Helgi
tæknifræðingur, f. 11.2. 1962,
kvæntur Heidi Troelsen, f. 1.3.
1963, börn: Sandra María Troel-
sen, f. 16.1. 1987, Anna Lovísa
Troelsen, f. 10.7. 1990, Katrín
Hulda Troelsen, f. 31.10. 1991,
og Sonja Björk Troelsen, f. 17.3.
1993. Barnabarnabörn eru tíu.
Að loknu verslunarskólaprófi
1937 vann Eyrún ýmis skrif-
stofustörf í fyrirtæki föður síns,
Bræðrunum Ormsson. Hún
starfaði þar einnig við af-
greiðslustörf eftir að hún gifti
sig og í allmörg ár í mötuneyti
aldraðra í Norðurbrún 1.
Útför Eyrúnar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík á
morgun, mánudaginn 6. maí, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Hafnarfjarð-
arkirkjugarði.
Eyrún Eiríksdóttir amma mín er
dáin. Hún dó á sumardaginn fyrsta
eða 25. apríl. Amma var mjög góð
amma, hún var alltaf búin að baka eða
að fara út í bakarí þegar við mamma
komum í heimsókn og þegar við fór-
um heim gaf hún mér alltaf nammi og
meira að segja þegar við komum í
heimsókn á hjúkrunarheimilið.
Ömmu þótti mjög vænt um mig.
Amma var alltaf í fínum náttfötum á
hjúkrunarheimilinu. Rannveig
frænka mín var mjög oft hjá henni
þegar ég var í heimsókn.
Þegar ég fékk að vita að amma
væri dáin varð ég mjög leiður og ég
sakna hennar en ég held að henni líði
miklu betur þar sem hún er núna,
uppi í himninum.
Kristinn Arnar Ormsson.
Elsku amma, það er svo margt sem
kemur upp í huga mér þessa daga.
Ég man þegar við systkinin vorum
í pössun hjá þér, þegar við vöknuðum
á morgnana varstu búin að leggja á
borð. Ég man sérstaklega eftir því að
við fengum alltaf tvö glös, eitt hátt og
mjótt undir mjólkina og annað lágt og
mjótt undir djúsið sem við fengum
eftir að við vorum búin að borða einn
disk af morgunkorni.
Eitt skiptið þegar við vorum hjá
þér í Stigahlíðinni, vorum við orðin
svo þreytt á að bíða eftir mömmu og
pabba, þá stakkst þú upp á því að við
myndum nú bara fara í feluleik til
þess að tíminn yrði fljótari að líða.
Þetta er eins og þetta hafi gerst í gær
við leituðum og leituðum að þér en
fundum þig hvergi, ég man að við vor-
um farin að halda að þú hefðir farið út
í garð að fela þig og vorum orðin hálf
hrædd. En þú varst svo sniðug að
fara inn í sturtuna og draga hengið
fyrir þannig að það var ekki mögu-
leiki að við gætum fundið þig.
Það var yndislegt að við gátum átt
jólin og áramótin saman, þú svona
hress og í rauninni sátt við þetta allt
saman. Þú gast svo sannarlega notið
þessarar stundar með fjölskyldunni
og standa áramótin upp úr þegar við
borðuðum öll saman í íbúðinni þinni.
Þessi stund er mér sterk í minni,
þarna voru Stefanía og Helgi, Auðun,
Vala, Sissa og Unnar, eftir matinn
komu Guðmundur og Heidi með
stelpurnar og áttum við góða og
minnisstæða stund saman.
Það er ótrúlegt að þú skyldir geta
komið í ferminguna hennar Sólveig-
ar, þetta var markmið sem þú hafði
stefnt að síðan um áramótin og þú
náðir því eins og öðrum markmiðum
sem þú settir þér í lífinu.
Við áttum margar stundir saman
og mér þótti alltaf svo gott að koma til
þín og vera hjá þér, og það var alveg
sama hvenær ég bað um að gista, þú
sagðir alltaf já.
Það er ekki hægt að hugsa sér betri
ömmu og mér finnst nú vanta helm-
inginn af öllu, en ég veit að þú munt
passa okkur, öll elsku amma.
Hvíldu í friði, amma mín.
Sigríður Magnea (Sigga).
Elsku amma mín, á skilnaðarstund
streyma minningarnar fram í huga
minn. Þú varst okkur svo góð, sýndir
okkur einlægan kærleika og alltaf
gátum við leitað til þín. Þegar við
bjuggum í Stigahlíðinni hjá þér sótt-
um við oft upp til þín, við skriðum upp
stigann til ömmu. Ávallt stóðu dyrnar
efst í stiganum opnar þó svo þú værir
mjög hrædd um okkur systkinin í
tröppunum. Amma, þú komst okkur
stundum notalega á óvart og minnist
ég þess þegar þú komst ein í rútu í
Garðabæinn öllum að óvörum. Tíðar
heimsóknir okkar til þín birtast mér
nú sem skarpar myndir, myndir sem
aldrei hverfa, kræsingarnar, stökkar
vöfflur, þær bestu í heimi, og súkku-
laðimolarnir, sem þú stakkst upp í
okkur. Skarpt einkenni þitt var
smekkvísi, dugnaður, natni, vand-
virkni og eljusemi og bar heimili þitt
og garðurinn í Stigahlíðinni órækt
vitni þessa. Það var mér mikið gleði-
efni hversu oft þú leyfðir mér að rétta
þér hjálparhönd, því að sú tilsögn,
sem þú veittir mér og það uppeldi
sem í því fólst, gera mér ómetanlegt
gagn nú og veita mér ómælda gleði.
Kæra amma, lífshlaup þitt og sam-
skipti okkar hafa haft mikil og djúp-
stæð áhrif á líf mitt allt, þú ert og
verður mér mikilvæg fyrirmynd.
Amma, nú ert þú í höndum algóðs
kærleiksríks Föður okkar á himnum
og komin við hlið afa, sem þér þótti
svo vænt um og þú hugsaðir svo oft
til. Minningin um þig er mér dýrmæt-
ari og gagnlegri en orð fá lýst, minn-
ingin verður til þess að við skiljum
aldrei.
Jesús sagði: Ég er dyrnar. Sá, sem
kemur inn um mig, mun frelsast, og
hann mun ganga inn og út og finna
haga. (Jóh.10:9)
Í einlægni, þitt barnabarn,
Guðmundur Helgi
Albertsson.
Elskuleg amma okkar er látin.
Við systkinin eigum yndislegar
minningar sem þú gafst okkur. Það
var alltaf svo gaman að koma á fallegt
og snyrtilegt heimili þitt í Stigahlíð.
Þú varst svo sannarlegur fagurkeri
og bar glæsilegt heimili þitt þess
merki.
Við minnumst þess alltaf þegar sól
fór að hækka á lofti og þú fórst að
huga að garðinum. Vorið var svo
sannarlega þinn tími, sá tími þegar
laukarnir komu upp og gróðurinn
lifnaði af dvala. Þú gast verið stund-
um saman að huga að garðinum þín-
um, því þar naustu þín vel. Stundirn-
ar þegar fjölskyldan kom saman á
pallinum bak við hús, sandkökurnar
og glæsilegar móttökur þínar gleym-
ast aldrei. Þrátt fyrir að þú værir al-
vörugefin var alltaf stutt í hláturinn.
Alltaf tókstu vel á móti okkur, hvort
sem um var að ræða próflestur okkar
krakkanna niðri í kjallara eða bara
hversdagsleg heimsókn með mömmu
og pabba. Ýmislegt var nú brallað
þær nætur þegar við fengum að gista
hjá þér, elsku amma. Þá var sama
hvort okkur langaði að sofa í sól-
bekkjunum eða í litla legubekknum
inn í Helga herbergi, endalaus var
þolinmæði þín gagnvart okkur systk-
inunum.
Við biðjum þig, góði guð, að að
geyma ömmu okkar og veita henni
sálarfrið og hvíld eftir erfið veikindi á
lokaskrefum ævi hennar. Elsku
amma, takk fyrir allt það sem þú hef-
ur fært okkur.
Blessuð sé minning Eyrúnar
ömmu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Eyrún, Guðrún, Guðjón
Víglundur, Auðun, Kjartan
Ingólfur og Unnar Sveinn.
EYRÚN
EIRÍKSDÓTTIR
!
"
#
$ % &'
! "#
$
%&&
%&&
%
'
!
(
% ) %&&
*
)
!
) ! +
(
,-&
%&&
$
) %&&
'
$
!
+
) ! $
.
%&&
"
"#
)!$)"
"
"#
/
!
" # $ # !% !
$ & ' !
# & ! ( " !% $
)* $ +& ! !
# $& # ,
!"
# $ %$
&' (
$ #)#
$ # &' (*+ $ ##' , -+#)#
$ #
% &' ()#
#. # )' # # #,
!
"
#
$
!
% &
'! )
!
" # !
! $
%
& " !
' '( !' ' '( )
!" #$$ % &$$
" ' $( $( )
! "
#$"
% &
' !" ()" *