Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Leifur Björnssonvar fæddur á Geitlandi við Mið- fjarðarvatn í Húna- vatnssýslu 9. október 1918. Hann lést á heimili sínu í Hafnar- firði 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Konráð Sigur- björnsson og Arndís Guðmundsdóttir, en Leifur var á fjórða aldursári er móðir hans féll frá. Bæði voru þau ættuð úr Húnavatnssýslu. Auk Leifs áttu þau hjón annan son, Sigurbjörn Guðmund, f. 17. mars 1921, d. 14. ágúst 1986. Við fráfall móðurinn- ar var Sigurbirni komið fyrir á Súluvöllum og Leifi á Tjörn í Húnavatnssýslu. Björn, faðir þeirra, eignaðist síðar dóttur, Jónínu, f. 1929. Árið 1942 kvæntist Leifur Stellu Haraldsdóttur (f. 11. apríl 1920, d. 29. mars 1997). Stella var ættuð frá Skeggjastöðum í Garði, dóttir hjónanna Haralds Jónsson- ar og Bjargar Ólafs- dóttur. Leifur og Stella hófu búskap sinn í Njarðvíkum, en fluttu svo til Hafnarfjarðar 1945. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: Guðrún, f. 16.7. 1942, maki Kristinn Einarsson, sem nú er látinn; Arnbjörn, f. 1.6. 1944, maki Sjöfn Jóhannsdóttir; Haraldur, f. 3.3. 1946, maki Sigríður Haraldsdóttir; Björg f. 13.12. 1948, maki Kristinn Arn- ar Jóhannesson; og Steinar Már, f. 12.10. 1956, maki Ólöf Eygló Jensdóttir. Leifur starfaði sem lögreglu- þjónn í Hafnarfirði frá árinu 1946 til ársins 1954. Hann hóf störf við múraraiðn og lauk sveinsprófi í þeirri grein og starfaði við það ætíð síðan, síðustu árin hjá ÍSAL, þar sem hann starfaði þar til hann hætti fyrir aldurssakir árið 1988. Útför Leifs fór fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði 30. apríl. Hann tengdafaðir minn, Leifur Björnsson, er látinn á áttugasta og fjórða aldursári. Komið var að Leifi látnum í húsbóndastólnum en hann hafði ávallt kviðið spítalavist ef þróttur hans hyrfi og sagði hann oftar en einu sinni við mig að hann óskaði þess að hann fengi að yf- irgefa þennan heim í stólnum sín- um heima. Honum varð blessunar- lega að ósk sinni. Leifur hafði verið lasburða síðustu árin en það helj- armenni sem hann var kvartaði hann aldrei og óskaði einungis eftir því að fá að vera heima hjá sér. Með Leifi er horfinn af sjónarsvið- inu einstakur vinur minn, persónu- leiki sem ólst upp við mjög bág kjör á fyrri hluta síðustu aldar, var sam- kvæmur sjálfum sér, með réttlæt- issjónarmiðin að leiðarljósi og afar stórt hjarta. Ég kynntist Leifi þegar ég var á unga aldri og tók hann mér í fyrstu sem ég væri að stela dóttur hans en þegar Leifur fann að við gátum tal- að saman og ég gæti séð henni fyrir lífsviðurværi fór hann að kalla mig Kidda og þá vissi ég að ísinn var brotinn og frá þeirri stundu urðum við ævilangir vinir. Leifur gat oft verið hrjúfur við fyrstu kynni og oft var hann með ósanngirni misskilinn en stríðinn var hann mjög og hafði sérstaka- lega gaman af því að taka þátt í umræðum og hlusta á frásagnir og reynslusögur. Leifur var múrari að mennt og vann við almenn múr- arastörf þar til hann hóf vinnu hjá ÍSAL um fimmtugt og vann þar til sjötugsaldurs. Honum leið mjög vel að vinna hjá ÍSAL og hafði sterkar tilfinningar til þess fyrirtækis. Leifur tók fráfall konu sinnar, Stellu, árið 1997 afar nærri sér enda hans besti vinur og náði hann vart gleði sinni eftir það. Frá því að Leifur fór í aðgerð á hné um sjö- tugt fannst honum hann aldrei vera nógu stöðugur sem leiddi til þess að hann varð meira og meira heima- við. Verst þótti honum að geta ekki keyrt bílinn en bíllinn var leiðin þeirra Stellu til frjálsræðis en þau gerðu mjög mikið af því að keyra um og heimsækja sitt fólk. Heim- sóknir Stellu og Leifs voru ávallt mikið gleðiefni í fjölskyldunni. Leifi þótti það mikið glæfraverk hjá mér á sínum tíma að flytja með fjölskylduna til útlanda og átti erf- itt með að viðurkenna þá stöðu að búa erlendis þar sem honum fannst allt vera framandi og óöruggt. En eftir fyrstu heimsókn þeirra Stellu til okkar Bjargar til Svíþjóðar, sem urðu nokkrar, breyttist viðhorf hans til lífsins og sátum við ófáar stundirnar nú í seinni tíð og rifj- uðum upp skemmtileg atvik sem gerðust þau ár sem þau komu í heimsókn til okkar. Þessi tími er okkur Björgu og börnum okkar mjög minnisstæður sem við þökk- um fyrir að eilífu. Leifur fæddist í Húnavatnssýslu og voru uppvaxtarár hans afar erfið en móðir hans lést ung og var hon- um komið fyrir á Tjörn á Vatns- nesi, þá fjögurra ára gömlum. Sig- urbirni bróður hans var komið fyrir á Súluvöllum í sömu sveit. Leifur fluttist nokkrum árum síðar að Geitlandi við Miðfjarðarvatn þar sem Gunnlaugur föðurbróðir hans bjó. Björn faðir hans var þá kominn til Reykjavíkur í atvinnuleit. Senni- lega á tíunda ári fóru þeir Leifur og Gunnlaugur gangandi til Borgar- ness, sem þótti mikið ferðalag, en Leifur hélt áfram ferðinni með skipi til Reykjavíkur. Hann var síð- an á flækingi (eins og Leifur orðaði það) með pabba sínum í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem Björn sótti hafnarvinnu. Árið 1930, snemma vors, var Leifi komið fyrir austur í Mýrdal á bænum Sólheimum, sem þá var fjórbýli, til hjónanna Ísleifs og Lilju. Hjá Ísleifi og Lilju bjó Leifur unglingsárin, gekk þar í skóla og síðla árs 1937, þá 19 ára að aldri, flutti hann til Reykjavíkur og hóf að lifa sjálfstæðu lífi. Leifur mat þau hjón mjög mikils og kom ávallt ákveðinn virðingar- svipur á Leif þegar hann minntist þeirra. Með fjölskyldu Leifs og Stellu og Ísleifs og Lilju myndaðist vinskapur mikill sem varir enn. Leifur var snyrtimenni og bú- maður mikill og ávallt tók hann slátur, gerði skonsur og ræktaði kartöflur og sá almennt til þess að frystikistan væri full matar á hverju hausti. Stella og Leifur hófu búskap 1940 í Narðvíkum en fluttu síðar til Hafnarfjarðar 1945 og áttu allan sinn búskap þar. Heimili þeirra var ávallt miðpunktur sem öll börnin sóttu og var oft glatt á hjalla, mikið rifist um pólitík og þrasað um dæg- urmál. Nú síðustu mánuði fann ég að Leifur var farinn að linast mjög í skoðunum en hann fylgdist ætíð vel með fréttum og pólitískri um- ræðu. Það verður tómarúm í hugskoti fjölskyldu minnar og söknuður en við vitum að nú er Leifur kominn í hóp þeirra sem hann elskaði mest. Ég og fjölskylda mín munum sakna Leifs. Guð blessi minningu hans en nú eru þau bæði endanlega farin, Leifur og Stella, á aðrar vídd- ir. Megi Guðs blessun fylgja minn- ingu þeirra. Kristinn Arnar Jóhannesson. Þá ertu farinn, afi minn, þangað sem þú ert búinn að bíða eftir að fara síðan amma lést fyrir fimm ár- um. Ég vissi að það hlaut að koma að því, en samt er maður aldrei al- veg undirbúinn. Ég mun sakna þín ákaflega mikið, og heimsóknanna til þín sem hafa alltaf verið fastur punktur í lífi mínu. Ég er þó ákaf- lega glaður yfir því að ég náði að heimsækja þig svo skömmu áður, ásamt Stellu og börnunum hennar. Og ég veit að Stella Björg er ákaf- lega glöð yfir því líka, enda voruð þið alltaf sérstakir vinir. Ég kynntist þér fyrst sem vini þegar ég var unglingur og þú og amma bjugguð hjá okkur í Fagra- hvammi um nokkurra mánaða skeið. Við sátum oft saman og ræddum málin, ég, þú og amma Stella. Það var afskaplega skemmtilegur tími og við urðum góðir vinir. Eftir það var ég tíður gestur á Hjallabraut 33. Við ræddum saman um allt milli himins og jarðar. Ég gat alltaf sagt þér frá öllu og þú hafðir sérstak- lega gaman af pólitískri umræðu, þó svo að við höfum ekki alltaf ver- ið sammála. Þú fylgdist ákaflega vel með þjóðmálunum, og ekkert mátti koma í veg fyrir að þú bæði sæir og heyrðir kvöldfréttatíma helstu ljósvakamiðlanna. Þú tókst ávallt afstöðu með lítilmagnanum, enda máttir þú aldrei sjá aumur á neinum og hafðir sterka jafnrétt- iskennd. Þú studdir líka vel við bakið á þinni stétt, og var Guð- mundur Jaki í miklu uppáhaldi. Eru mér hugstæð orð eins og blýantanagarar og hvítflibbagengi, sem þú notaðir þegar þér fannst brotið á hag þíns fólks. Þú meintir þetta allt vel, enda varstu ákaflega hjartagóður og meyr. Þú hafðir ákaflega gaman af að segja mér sögur af því sem þú hafðir upplifað. Í miklu uppáhaldi var sagan af því þegar þú komst og heimsóttir fjölskyldu mína í Sví- þjóð, þegar ég var einungis eins árs. Þú gast sagt mér frá þeirri heimsókn, aftur og aftur, og mér fannst það alltaf jafngaman, því þú varðst alltaf svo glaður, og stórt bros færðist yfir andlit þitt. Á þín- um seinni árum, var þetta sennilega stærsta gleðin í þínu lífi, þ.e. minn- ingarnar. Ég kveð þig nú, afi minn. Ég mun alltaf geyma minninguna um þig í brjósti mér. Það hefur gefið mér mikið að kynnast þér og ömmu, og mun ég ávallt vera þakk- látur fyrir þau kynni. Eyjólfur Magnús Kristinsson. Elskulegur afi minn, Leifur Björnsson, er látinn. Þegar mér bárust þessar fréttir var mér mjög brugðið, þótt þú hafir verið orðinn mikið veikur, afi minn, og brugðið gæti til beggja vona hvenær sem væri. Ég hugga mig þó við það, afi minn, að nú er þjáningum þínum lokið og endurfundir ykkar ömmu orðnir að veruleika. Mér er kunn- ugt um það að þú nefndir það stundum að þú fengir nú bráðum að fá að fara til hennar ömmu, og einnig hafðir þú óskað þér ákveðins dauðdaga. Þér varð að ósk þinni, afi minn, og fyrir það er ég þakklát. Fyrstu minningar mínar tengdar þér og ömmu eru frá því að þið bjugguð á Blómvanginum. Þangað fannst mér afskaplega gott að koma og ófáar eru þær nætur er ég fékk að gista hjá ykkur. Alltaf köll- uð þið mig „litlu prinsessuna ykk- ar“. Einnig eru mér minnisstæðar veiðiferðirnar sem við fórum sam- an, þú, amma og foreldrar mínir. Ég bar nafn móður þinnar sem þú misstir svo ungur, afi minn, og er ég óx úr grasi hafði ég oft á tilfinn- ingunni að þú tengdir mig á ein- hvern hátt minningum um móður þína sem þú fékkst ekki að njóta samvista við nema fyrstu ár ævi þinnar. Eftir að þið amma fluttuð á Hjallabrautina var ekki síður gott að heimsækja ykkur þangað, ætíð sama umhyggjan. Árin líða og hægt og bítandi færðist aldurinn yfir og heilsu ykkar tók að hraka. Það var svo rétt fyrir páska árið 1997, að amma veiktist skyndilega og lést hinn 29. mars. Fráfall hennar varð þér mikið áfall og var ætíð síðan sem einhver strengur í hjarta þínu hefði brostið. Það var auðvelt að sjá að söknuður þinn var mikill, afi minn. Það var fallegt að fylgjast með þegar þú horfðir á litlu fallegu myndina af henni ömmu sem þú hafðir alltaf á borðinu fyrir framan þig þegar þú sast í stofunni. Eng- inn mátti hrófla við myndinni, hún var þér nánast heilög. Þær eru mér minnisstæðar stundirnar síðustu árin þegar ég kom til þín til að snyrta og klippa hár þitt. Þá áttum við ætíð stund til að ræða saman. Ég vil með þessum fátæklegu lín- um mínum þakka þér fyrir allt, afi minn, þakka fyrir samfylgdina og vona að þið amma hafið náð endur- fundum á ný. Megi friðarins faðir leiða ykkur til ljóssins í guðsríki. Guð blessi minningu ykkar. Arndís Steinarsdóttir. Með fáum línum viljum við kveðja þig, elsku afi, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við vitum nú að þú finnur ekki lengur til og allar þrautir sem þú áttir við að stríða eru horfnar. Það huggar okkur líka, elsku afi, að vita að þú hefur hitt ömmu sem farin var á undan þér til Guðs og hefur nú tekið á móti þér. Við reyndum að heimsækja þig eins oft og við gátum og oft leið okkur illa að horfa á þig þegar þér leið ekki vel. Þegar við heimsóttum þig var það alltaf viðkvæðið hjá þér að segja við okkur: „Gáiði nú hvað er undir dúknum og skiptiði því á milli ykkar,“ en þú hafðir þann vana að setja smámynt sem af- gangs var eftir búðarferðirnar und- ir dúk á eldhúsborðinu. Sagðir okk- ur að skipta því jafnt á milli okkar. Þú vildir alltaf gleðja okkur á ein- hvern hátt. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Minning þín mun ávallt vera í hjarta okkar, elsku afi. Steinunn og Lára Steinarsdætur. Við viljum með fáum línum kveðja þig, elsku langafi. Nú vitum við að þú ert hjá Guði. Þér var oft búið að líða illa bæði á sál og lík- ama og sérstaklega eftir að langamma dó fór að halla undan fæti. Við vitum að nú hefur langamma tekið á móti þér og nú líður ykkur vel hjá Guði og þrauta- göngu þinni er lokið. Megi þið um eilífð alla lifa í ljósi Frelsarans. Guð blessi ykkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runninn á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðidal. (V. Briem.) Minning um ykkur mun lifa í hugskoti okkar alla tíð. Guð geymi ykkur. Kristrún Marta, Hafsteinn, Katrín Sjöfn, Arnbjörn, Thelma Karen og Róbert Arnar. LEIFUR BJÖRNSSON                     !" # $$%&' (  )*&'             !" #  $        %#  $       !" " &'"((" $$ !$+"+  ,  $$""&$ - $ $$""&$ ./*$+ $$""&$0            !                         !""# "##   $%&' $ (& )  *+ &)+"## (' $ $%& ( ' $ ,- & '& ,  ( *+ ) $ $%&& ( *+ $%& - & + ' $ *% +%(#-+$+ -                                       !        " #$  %   &  '    ()**       !      " #$  %!  ! !  $ &"  #$  %  # !  '   " (!) $ *  *+ $*  *  *+ "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.