Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 49
Nýr konsert-
flygill vígður
í Dalvíkur-
kirkju
AÐALFUNDUR Sparisjóðs Svarf-
dæla var haldinn síðasta vetr-
ardag. Við það tækifæri var vígð-
ur nýr konsertflygill í Dalvíkur-
kirkju.
Hér er um að ræða flygil af
gerðinni Bösendorfer. Vandaðan
grip sem á að vera sambærilegur
við bestu konserthljóðfæri lands-
ins. Verðmæti hans er um fimm
milljónir króna. Hann verður í
eigu Sparisjóðs Svarfdæla en stað-
settur í Dalvíkurkirkju. Þar með á
Dalvíkurkirkja að geta orðið eitt
af fremstu tónlistarhúsum lands-
ins því fyrir var kirkjan mjög vin-
sæl til tónleikahalds vegna góðs
hljómburðar og þar var raunar
fyrir ágætur flygill sem nú verður
fluttur að Rimum í Svarfaðardal.
Það var Helga Bryndís Magnús-
dóttir píanóleikari sem valdi hljóð-
færið og vígði það við hátíðlega at-
höfn að loknum aðalfundi Spari-
sjóðsins.
Úthlutað úr Menningarsjóði
Sparisjóðs Svarfdæla
Fastur liður á aðalfundum
Sparisjóðs Svarfdæla er úthlutun
úr Menningarsjóði Sparisjóðs
Svarfdæla. Að þessu sinni var út-
hlutað 1,4 milljónum króna en þess
má geta að frá því menningarsjóð-
urinn var stofnaður árið 1984 hef-
ur verið úthlutað um 30 milljónum
króna á núvirði til menningar-
verkefna. Eftirtaldir 10 aðilar
fengu úthlutun að þessu sinni:
Einar Eimilsson, Dalvík, 100.000
kr. til starfa að myndlist.
Tónlistarkennararnir Vigdís
Klara Aradóttir og Guido Baeum-
er á Dalvík, 100.000 kr. til tón-
leikahalds.
Húsfélagið Hákarla-Jörundur í
Hrísey, 150.000 kr. til sýning-
arhalds.
Eigendur íbúðarhússins á
kirkjustaðnum Völlum í Svarf-
aðardal, 150.000 kr. vegna end-
urbóta á húsinu. Gallerý Perla í
Hrísey, 150.000 til uppbygging-
arstarfs.
Barnakórinn Góðir hálsar á
Húsabakka í Svarfaðardal,
150.000 kr.
Kór Stærri-Árskógskirkju,
150.000 kr. Kirkjukórinn í Hrísey,
150.000 kr. Samkór Svarfdæla,
150.000 kr. Karlakór Dalvíkur,
150.000 kr.
Dalvíkurbyggð. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Guðmundur Ingi
Helga Bryndís Magnúsdóttir vígir nýjan flygil í Dalvíkurkirkju.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 49
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989
Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936
Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281
Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
ÞAÐ er ekki óalgengt, aðbörn og unglingar, ograunar margir full-orðnir líka, rugli samantveimur merk-
isatburðum í sögu kristinnar trú-
ar, annars vegar upprisunni og
hins vegar uppstigningunni. Og
það er skiljanlegt, enda eru orðin
mjög svo áþekk í íslensku máli, í
fljótu bragði, a.m.k. Samt er lang-
ur vegur þarna á milli í tíma; upp-
risan er hápunktur páskadags-
morguns, uppstigningin
kveðjustund meistarans, 40 dög-
um síðar.
Líkt og hvítasunnan, ein af
þremur stórhátíðum kirkjuársins,
hefur fallið í skugga hinna tveggja,
jóla og páska, hefur uppstigning-
ardagur gleymst dálítið, þar sem
hann lendir á milli tveggja bjartra
sóla.
Uppstigningardagur á þó mikla
perlu í fórum sínum, kristniboðs-
eða skírnarskipunina. Í Matteus-
arguðspjalli 28:16–20, segir um
það: „En lærisveinarnir ellefu fóru
til Galíleu, til fjallsins, sem Jesús
hafði stefnt þeim til. Þar sáu þeir
hann og veittu honum lotningu. En
sumir voru í vafa. Og Jesús gekk
til þeirra, talaði við þá og sagði:
,,Allt vald er mér gefið á himni og
jörðu. Farið því og gjörið allar
þjóðir að lærisveinum, skírið þá í
nafni föður, sonar og heilags anda,
og kennið þeim að halda allt það,
sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er
með yður alla daga, allt til enda
veraldar.“
Þessi texti er lesinn upp við
hverja einustu skírnarathöfn.
Í Postulasögunni (1:12) segir
Lúkas guðspjallamaður okkur, að
þetta hafi gerst á Olíufjallinu,
hæðinni, sem gnæfir yfir Jerúsal-
em, handan Kedrondals. Þar
stendur nú minningarkirkja þessa
atburðar.
Síðasta verk Jesú frá Nasaret á
jörðu var að blessa lærisveinana.
Um það segir Lúkasarguðspjall
ennfremur (24:51): „En það varð,
meðan hann var að blessa þá, að
hann skildist frá þeim og var upp
numinn til himins.“
Þannig lauk fyrsta uppstigning-
ardegi.
Og nú, 2000 árum síðar, lítum
við senn til þessa dags í fyrndinni
og rifjum upp það sem gerðist.
Þetta var nauðsynleg skiln-
aðarstund, það er okkur ljóst
núna. Sonurinn varð að hverfa
þarna burt af sviðinu, til að næsti
þáttur gæti hafist. Í undirbúningi
var nefnilega eitthvað enn meira, í
vændum stærri hlutir, eldur hvíta-
sunnunnar, gjöf og verk heilags
anda, tíu dögum síðar, þegar kirkj-
an varð til sem raunverulegt al-
heimsafl. Um það verður fjallað
eftir hálfan mánuð.
Árið 1982 var uppstigningar-
dagur útnefndur kirkjudagur aldr-
aðra hér á landi, í samráði við elli-
málanefnd þjóðkirkjunnar.
Hugmyndina að því átti Pétur Sig-
urgeirsson biskup. Síðan þá hefur
eldri borgurum og fjölskyldum
þeirra verið boðið sérstaklega til
guðsþjónustu í kirkjum landsins
þann dag. Og svo verður einnig nú
og í komandi framtíð. Er það vel,
enda hefur sá aldurshópur jafnan
verið tryggasti þegn og vinur ís-
lenskrar kristni. Og ekki er verra
ef þetta hjálpar til að minna reglu-
lega á arfinn, sem þessir ein-
staklingar hafa skilað þjóðarbúinu
á langri ævi, en er þó víða lítils eða
einskis metinn. Því æskudýrkun
samtímans hefur leitt af sér nánast
algjört virðingar- og skilningsleysi
gagnvart þeim, sem við eigum þó
tilveru okkar og hagsæld að
þakka. Dagsverk þessa nú aldraða
fólks er hornsteinninn, sem nú-
tímasamfélagið byggir á. Að neita
að horfast í augu við þá staðreynd,
að tregast við að þakka, með til-
heyrandi niðurlægingu fyrir þol-
endurna, er óafsakanlegt með öllu,
æpandi og meiðandi svívirða, og á
ekki að líða. Aldraðir íbúar þessa
lands eiga ekki að vera í hlutverki
olnbogabarna þjóðarinnar; við eig-
um að líta til þeirra með stolti, og
búa þeim áhyggjulaust ævikvöld.
Það er við hæfi að Sigurbjörn
Einarsson biskup, vitrasti maður
Íslands, sem nú er sjálfur kominn í
hóp aldinna, eigi síðasta orðið hér.
Í ræðu, sem hann flutti árið 1972,
og er að finna í bókinni Helgar og
hátíðir, segir hann m.a.:
„Guði sé lof fyrir gamla fólkið í
kirkjubekknum. Öldruð ásjóna,
mótuð af langvaranlegri nánd hins
heilaga – þú sérð ekki fallegri
sjón … Aðeins eitt er jafnfagurt og
aldrað andlit í helgu húsi: Barn hjá
biðjandi móður, barn á bæn, ungur
svipur, sem brosir við Kristi …
Einu sinni var gamla fólkið
ungt. Og þeir ungu verða einhvern
tíma gamlir, ef þeir lifa.
Það er algengur hugarburður,
að trú og trúrækni sæki á gamla
menn eins og hver önnur ellimörk,
að ekki sé sagt elliglöp. Ellin út af
fyrir sig gerir ekkert í því tilliti.
Það sem innra býr segir aðeins
betur til sín oft, berar en áður.
Gamalmennið á trú ef það hefur
sinnt um hana áður. Gamalt fólk
getur líka verið mjög svo snautt að
trausti og von og friði. Og þá er
það fátækt.
Sá sem vill eiga birtu í elli sinni
skyldi leita hennar áður en dimmir
að undir lokin. Og sá sem vill gefa
barninu sínu eitthvað, sem stenzt
og heldur, þegar annað bregzt og
bilar, og lýsir upp húmið, sem bíð-
ur allra, skyldi kenna því að meta
helgidóminn, trúna, bænina.“
Dagur aldraðra
Uppstigningardagur, sem er á fimmtudaginn
næstkomandi, 9. maí, er í þjóðkirkjunni helg-
aður öldruðum. Sigurður Ægisson lítur til
baka, rifjar upp gamla biblíulega atburði og
horfir svo til nútímans.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
HUGVEKJA
Verkalýðsfélag
Húsavíkur
Félagar
rúmlega 900
AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags
Húsavíkur var haldinn sunnudaginn
28. apríl sl. Samkvæmt ársreikning-
um félagsins stendur félagið á sterk-
um grunni og hagnaður varð af flest-
um sjóðum félagsins.
Hinn 31. desember 2001 voru 912
félagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsa-
víkur, þar af 447 karlar og 465 konur.
Samþykkt var að virða „rauðu
strikin“ og hafa félagsgjöld óbreytt
árið 2002 það er 1% af launum sem
er með því lægsta sem gerist hjá
sambærilegum stéttarfélögum innan
Starfsgreinasambands Íslands á
Norðurlandi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Á fundinum urðu töluverðar um-
ræður um atvinnumál. Á árinu 2001
var nokkurt atvinnuleysi meðal
félgsmanna í Verkalýðsfélagi Húsa-
víkur. Á árinu fengu 210 félagsmenn
atvinnuleysisbætur þar af 93 karlar
og 117 konur. Skráðir atvinnuleys-
isdagar voru 10.501 og greiddir
10.155. Samtals voru greiddar
25.000.749 kr. í atvinnuleysisbætur,
með mótframlagi í lífeyrissjóði
26.432.092 kr. sem er nokkur aukn-
ing milli ára.
Alls nutu 228 félagsmenn bóta frá
sjúkrasjóði félagsins á árinu. Sam-
tals námu greiðslur vegna sjúkra-
dagpeninga, annarra sjúkrabóta og
styrkja 7.449.214 kr. sem er nokkur
lækkun frá fyrra ári.
Öflug fræðslustarfsemi var hjá fé-
laginu á síðasta ári og um 22% fé-
lagsmanna tóku þátt í námskeiðum á
vegum félagsins. Þá fengu um 150 fé-
lagsmenn styrki til starfsmenntunar
frá Landsmennt, sem er fræðslu-
sjóður verkafólks á landsbyggðinni.