Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ, ÞAÐ er þá svona aðdeyja“ er fyrirsögn áfrétt sem var í Morg-unblaðinu 1. júní1978. Þar lýsir Egg-
ert Haraldsson frá Patreksfirði
þeirri reynslu sinni að falla 20
metra í Látrabjargi.
„Ég trúði því alls ekki að ég
væri að missa takið. Ég barðist
gegn því af öllu afli, beit í vaðinn
til að fá smáhvíld fyrir höndina, en
þreytusársaukinn var alveg gífur-
legur. Líkaminn sagði mér að
sleppa, en hausinn mótmælti og í
þessari einkennilegu tilfinningu
píndist ég, en svo opnaðist höndin
og ég féll.
Ég man að ég leit niður í fallinu
og ég einbeitti mér að því að lenda
sem best. Svo fannst mér lendingin
hreint ekki sem verst hjá mér, en
mér til mikillar undrunar hófst ég
á loft aftur og þeyttist aftur fyrir
mig. Ég sá bergið snúast. Svo fann
ég högg og síðan annað og þá
hugsaði ég með mér, „Nú það er
þá svona að deyja“.
Eggert féll eins og fyrr kom
fram 20 metra niður úr handvað,
lenti í skriðu og hentist aftur yfir
sig eina 15 metra til viðbótar.
Slapp ótrúlega vel
Í viðtalinu við Eggert, sem tekið
var á Borgarspítalanum skömmu
eftir fallið, segir hann ennfremur:
„Það er eiginlega alveg stórfurðu-
legt að ég skuli hafa sloppið svona
vel. Brot úr einum hryggjarlið og
búið. Ég tel þessa skeinu á enninu
tæpast til áverka.“
Það er alkunna að fólk sem lend-
ir t.d. í aftanákeyrslu á oft í mikl-
um vandræðum er frá líður vegna
áverka sem þó virðast næsta litlir í
upphafi – hvað þá að falla tuttugu
metra niður úr þverhníptu bergi.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hringdi til Eggerts sem nú býr á
Húsavík og spurði hann hvort eft-
irleikur fallsins hafi virkilega verið
svona auðveldur?
„Já, hann var það, ég var bara
eina viku á spítala. Verst var að
það brotnaði líka rif, það kom í ljós
þegar ég fór að hlæja. Það er svo
merkilegt að það virðist svo sem
rifið hafi brotnað af því höfuðið
sama starf á Húsavík.“
Eggert er alinn upp á
Akureyri til 18 ára aldurs
en faðir hans, Haraldur
Oddsson, var úr Tálknafirði. Kona
Eggerts, Egilína Guðmundsdóttir,
er fædd í Breiðuvík en ólst upp á
Patreksfirði.
„Ég tel mig vestfirskan þótt ég
hefði aldrei komið til Patreksfjarð-
ar þegar ég flutti þangað ungur í
stórhríð.
Varð fyrst hræddur þegar
ég var hífður upp að þyrlunni
Ég fór að síga í björg eftir að ég
kynntist mönnum sem stunduðu
bjargsig og buðu mér með sér. Ég
heimsótti alla bændur á svæðinu
vegna minnar vinnu. Ég kynntist
t.d. mági mínum núverandi Kristni
Guðmundssyni áður en ég kynntist
konu minni. Hann var með mér í
hinni eftirminnilegu ferð, er ég féll.
Hann ólst upp á Látrum og frændi
hans Hrafnkell Þórðarson, sem var
með okkur einnig, er bóndasonur
þaðan. Þeir voru fluttir til Reykja-
víkur þegar þetta var og komu
bara í heimsókn á vorin og gera
enn.
Hvað snertir fallið þá er mér af-
ar minnisstætt þegar þyrlan kom
yfir. Þórður á Látrum var formað-
ur björgunarsveitarinnar á staðn-
um og fékk þyrluna til að sækja
mig, þar sem ég sat upp við stein í
urð undir bjarginu. Hrafnkell son-
ur hans hélt mér vakandi með
Látra-sögum á meðan þyrlan var á
leiðinni.
Ég var ekki kvalinn ef ég hreyfði
mig ekki. Ég var þá þegar búinn
að „tékka“ á fótunum. Kunningi
minni hafði dáið í bílslysi nokkrum
árum fyrr – hann hafði lamast áður
af því hann hryggbrotnaði.
Þegar þyrlan kom, þá sveimaði
hún yfir og það kom svo mikill
vindur af spöðunum að múkkinn
þyrlaðist upp brekkurnar upp í
bjargið eins og fjaðrafok.
Svo seig amerískur maður niður
með körfu. Hann byrjaði á að setja
á mig kraga úr svampi. Þeir sem
voru hjá mér vildu hjálpa mér upp
í körfun en Ameríkaninn bannaði
þeim það, sagði að ég ætti að
stjórna ferðinni sjálfur.
Ég varð fyrst hræddur þegar
karfan kom upp undir þyrluna, ég
hélt að þeir myndu hífa mig alveg
upp undir botninn. En þeir stopp-
uðu auðvitað nokkru neðar og karf-
an var hífð upp með hliðinni og inn.
Þótt undarlegt sé greip mig enginn
ótti þegar ég féll úr vaðnum. Ég
gerði mér grein fyrir að ég mætti
ekki lenda eins og „klettur“ og var
með allan hugann við að lenda sem
best.
Ég var að líða út af stundum á
leiðinni suður og var skítkalt, enda
með sjokk. En Karl sonur minn
talaði þá við mig. Hann var með
mér. Hann hafði frétt af slysinu,
kom keyrandi út að Hvallátrum og
fékk leyfi til að fara með þyrlunni.
Þú ert aldeilis í flottri skyrtu
Þegar ég kom á Borgarspítalann
þá heyrði ég lækni segja við hjúkr-
unarkonunna: „Allt hafa þessir
Kanar,“ það var þá kraginn sem ég
var með um hálsinn sem hann átti
við.
Hann sagði líka. „Þú ert aldeilis í
flottri skyrtu!“ Ég var í ullar-
skyrtu, maður verður að vera í
slíku því maður svitnar svo mikið í
bjarginu.
Félagar mínir úr bjargferðinni
komu að beiðni minni með egg til
mín á spítalann til að leyfa hjúkr-
unarfólkinu að smakka. Það varð
mjög hrifið.
Ég hef sjálfur alltaf verið hrifinn
af svartfuglseggjum og best finnst
mér þau þegar þau eru farin að
stropa.“
– Getur verið að þú hneigist til
fífldirfsku?
„Nei, þetta er ekki svoleiðis – ég
er í nautsmerkinu og er bara á
jörðinni. Og ég hef jafnan haft í
huga eitt lögmál í bjargsigi – og
reyndar yfirleitt, það er að taka
aldrei meiri áhættu en brýnasta
þörf krefur og leyfa sér ekki að
verða hræddur.
Ég veit sönnur á að þetta skiptir
máli. Sonur minn seig í björg og ég
hafði brýnt þessar reglur fyrir
honum. Hann var eitt sinn kominn
út á kant og farinn að finna fyrir
ótta en tók sig á og allt gekk vel.
Ég er ekki áhættufíkill en á hinn
bóginn er ég mikið gefinn fyrir
náttúruna, þetta tengist því. Þegar
ég hætti að vinna sem stöðvarstjóri
í fyrra ákvað ég að byggja mér
sumarhús á Hvallátrum og er að
vinna í því með öðrum núna og
ætla að vera við þetta í sumar.
Vorið kallar alltaf á mann þarna
vestur, ég hef farið á hverju ári að
Látrum.“
Þeyttist á ægilegum hraða
Í frásögninni í Morgunblaðinu af
þessum atburði 1. júní 1978 segir
Hrafnkell Þórðarson svo frá:
„Ég stóð fyrir neðan svona þrjá
metra til hliðar. Ég sá að Eggert
horfði niður og ég veit að það er
engin lygi að hann var að hugsa
um lendinguna, því ég sá hann
kreppa fæturna rétt fyrir lend-
inguna.
Þarna hagar svo til að snarbratt
bergið er einir 20 metrar en þá
tekur við brött skriða eina 15
metra, og síðan er stórgrýti og
fram af klettum 4–5 metra í sjóinn.
Eggert sneri réttur við berginu allt
fallið en þegar hann lenti efst í
skriðunni hófst hann aftur á loft og
þeyttist á ægilegum hraða aftur yf-
ir sig og kom niður á herðarnar.
Ég man að mér fannst ég bók-
staflega sjá hann kýlast saman.
Svo hentist hann aftur á loft og
lenti öðru sinni á herðunum og
rann þannig nokkurn spöl þar til
ég náði taki á honum.“
Með tilliti til þessara lýsinga má
merkilegt teljast að Eggert Har-
aldsson skuli ekki hafa strítt við
neina heilsuerfiðleika í kjölfar
þessa mikla falls.
Man þetta atvik vel
Það er næsta ótrúlegt að
Eggert Haraldsson skyldi
sleppa lítt skaddaður frá 20
metra falli í Látrabjargi.
Hann segir hér Guðrúnu
Guðlaugsdóttur frá þessari
lífsreynslu og hvað síðan
tók við.
„Það er eiginlega alveg stór-
furðulegt að ég skuli hafa sloppið
svona vel. Brot úr einum hryggjar-
lið og búið. Ég tel þessa skeinu á
enninu tæpast til áverka.“
kýttist svo mikið inn þegar ég kom
niður. Ég lenti í moldarskriðu að
mestu á höfðinu og annarri öxlina.
Ég get ekki sannara sagt en að ég
hef ekkert fundið fyrir þessu síðan.
En á hinn bóginn man ég þetta at-
vik vel.“
Seig oft í bjarg eftir fallið
Hefur þú kannski verið loft-
hræddur síðan?
„Nei, ég var ekki lofthræddari
en svo að ég fór árið eftir
í bjarg aftur. Þá beið ég í
5 mínútur á brúninni og
leið dálítið illa, en svo átt-
aði ég mig og fór fram af
– eftir það var ég svona þokkalega
kjarkaður og smám saman nánast
eðlilegur.
Ég fór í bjarg síðast 1983.
Þess skal getið að þetta 20 metra
fall var nánar til tekið í svokölluðu
Heimrasetri, sem er norður af bæj-
unum á Hvallátrum.“
Hvenær fórstu fyrst í bjarg?
„Það var 1964. Þá var ég 27 ára
og þá var ég á brúninni aðstoð-
armaður þ.e. togaði aðra upp og
niður. En það er svo kalt að vera á
brúninni að næst fór ég niður. Við
vorum að síga eftir eggjum, sem
var stundað af nokkrum mönnum
þar í nágrenninu. Einnig er líka
farið undir bjargið sem kallað er,
þá er farið á bát og lent og farið
upp í urðir, þar sem fuglinn verpir.
Þetta er góð baktería – bjarg-
bakterían.“
Hvað hefur drifið á daga þína
síðan?
„Ég var símstjóri á Patreksfirði
þegar ég féll í bjarginu, hafði tekið
við því starfi 1963 og sinnti því
áfram þar til árið 1988, þá fór ég í
HVAR ERU
ÞAU NÚ?
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face