Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 21

Morgunblaðið - 05.05.2002, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 21 Gerði mér grein fyrir að það hefði ekki breyzt eins mikið innra með sér og á ytra borðinu. Ég sé æ bet- ur, að við höfum vanmetið forfeður okkar, þeir höfðu ekki minni greind en við, svo að engin framför hefur átt sér stað á mannsheil- anum á þeim langa tíma sem liðinn er frá velmektardögum víking- anna. Við höfum að vísu lært meira. Okkur hefur aukizt vitn- eskja, en gáfur okkar og greind eru ekki meiri. Þvert á móti er ég þeirrar skoðunar, að kynslóðin sem við heyrum til, og þá ekki sízt börnin og unglingarnir nú á dög- um, hefur vegna tækniframfara orðið að leggja of mikið á heilann, t.a.m. íþyngt honum með alls kon- ar skemmtiprógrömmum. Af þeim sökum m.a. höfum við ekki sama hæfileika og forfeður okkar til að hugsa skýrt. Það var að vissu leyti gæfa þeirra að þekking þeirra var takmörkuð. Hún íþyngdi þeim ekki. Ómerkilegir hlutir trufluðu þá ekki eins og nú er.“ Talið berst aftur að hafinu. Hann var hræddur við það. En hvað gerð- ist? Hvernig vann hann bug á þess- ari hræðslu sinni? „Ég leit á hafið eins og ryksugu sem sogar allt til sín. Ef maður fór út á hafið, var nær ógerningur að halda sig á yfirborðinu, fannst mér. Maður hlyti að sogast niður í undirdjúpin og drukkna. En þegar ég hafði kynnst sjónum úr fleka, breyttist ótti minn í öryggistilfinn- ingu. Slíkur farkostur sogast ekki niður í djúpið, en þeytist upp á yf- irborðið eins og tappi. Í staðinn fyrir að hverfa inn í bylgjurnar, flýtur maður upp á öldutoppana. Þegar maður siglir á stóru skipi í þungri öldu, kastar hún skutnum upp um leið og stefnið hverfur í sjó af svo miklu afli, að hann getur beygt járn eins og ekkert sé. En í litlum farkosti eins og víkingaskipi, Kon Tiki fleka eða sefbát, er engin hætta á slíkum átökum, því að nóg rými er fyrir þessi frumstæðu litlu skip milli öldutoppanna. Þegar ald- an rís, tekur hún þessi skip með sér, og það myndast trúnaður milli manns og hafs, jafnvel þó að aldan sé hvítfyssandi yfir höfði manns. Maður blotnar að vísu, en hvað gerir það, fyrst fleytan er á öldu- toppinum? Þessi reynsla hefur gjörbreytt afstöðu minni til hafsins. Ég er hættur að sjá það frá ströndinni. Margir hafa horft á það eins og ég gerði drengur, frá stórum klettum, þar sem brimlöðrið springur í allar áttir og brotnar með svo miklum krafti að maður hefur á tilfinning- unni, að aldan gæti brotið allt sem fyrir er. En þegar komið er út á hafið blasir við manni allt önnur mynd. Maður sér ekki lengur þessa krepptu ölduhnefa sem koma æðandi á mann, heldur veltur hafið áfram í stórum bylgjuföllum, hvort sem er í roki eða fárviðri. Aldan veltur alltaf þannig að báturinn hefur tækifæri til að hrista hana af sér. Við fljótum ofan á froðunni og krafturinn er ekki eins mikill og maður hélt. Óttinn hverfur. Eina skiptið sem ég fann til ótta um borð í Kon Tiki var þegar við höfðum farið 8.000 km leið yfir Kyrrahafið á 101 sólarhring og kóralrifin blöstu við okkur, þar sem öldurnar brotnuðu hvítfyss- andi við eyjarnar og rifin minntu á hvassar tennur eða spjótsodda. Við vorum ekki hræddir við sjóinn, þar sem hann steypti sér eins og vegg- ur yfir kóralrifin, heldur óttuðumst við þann möguleika að okkur mundi skola fyrir borð. Þá mund- um við farast á rifgörðunum á svipstundu. Sömu sögu er að segja úr Ra-ferðunum. Við óttuðumst ekki hafið, heldur þann möguleika að okkur mundi skola upp á kletta- beltin á strandlengju Afríku, þegar við sigldum suður með álfunni, áð- ur en við lögðum út á hafið. Það var okkur mikill léttir þegar úthaf- ið blasti við framundan eftir tveggja eða þriggja vikna siglingu meðfram Afríkuströnd. Þá fundum við til öryggiskenndar. Að vísu átt- um við mikla og erfiða raun fyrir höndum. En við litum á hafið sem vin. Landið með klettum og skerj- um er óvinurinn.“ Trú og haf eru óskiljanlegir þættir í sögu okkar. Hvað segir norski vík- ingurinn, Thor Heyerdahl, um trúna og örlög mannsins? „Ég held að þeir sem sterkast hafa upplifað náttúruöflin, þeir sem hafa dvalizt á heimskautunum undir endalausum stjörnuhimni og einnig þeir sem hafa vikum saman barizt við úthöfin með óendanleik stjörnuhiminsins yfir höfði sér, komist fljótt að þeirri örlagaríku niðurstöðu, að við mennirnir erum ekki skaparar himins og jarðar. Við erum hluti sköpunarverksins. Undir víðáttum stjörnuhiminsins, á hafi úti, á ísbreiðum heimskaut- anna og endalausum eyðimörkum, finnur maður til meiri auðmýktar en þegar gengið er eftir götum stórborganna. Í borginni er allt af manna völdum sem við blasir. Við erum meistararnir. En landkönn- uðurinn hefur fljótlega á tilfinning- unni, að bak við þetta allt sé miklu stærra og sterkara afl en við þekkjum. Allt þetta var til áður en menn fæddust og verður til löngu eftir að maðurinn er horfinn af sjónarsviðinu. Um borð í Ra vorum við átta saman frá jafnmörgum ólíkum löndum. Ég valdi félaga mína með tilliti til þess, að þeir höfðu ólík trúarbrögð, ólíkan pólitískan bak- hjarl, ólíkan litarhátt. Þar var kaþ- ólskur maður og mótmælandi, kopti og Búddatrúarmaður, Mú- hameðstrúarmaður, náttúrudýrk- andi og guðleysingi. Þegar við sát- um um borð í skipinu, sem virtist svífa um endalausan alheiminn í niðamyrkri með glitrandi stjörnu- himininn yfir höfði og lýsandi frumgróður í sjónum, snerust um- ræðurnar stundum um trúarbrögð og þá kom í ljós, að fátt skildi okk- ur að í þeim efnum. Við fundum allir að við vorum ekki, þrátt fyrir allt, herrar sköpunarverksins. Að þessu leyti vorum við allir jafnir. Í raun og veru vissum við sáralítið um tilveruna og lögmál hennar. Hugsun okkar hvarflaði að hinu sama – við getum kallað það Allah, við getum kallað það guð, við get- um kallað það náttúruöfl. En það var eitthvað sem verður ekki mælt með þeirri þekkingu, sem tækni og vísindi hafa yfir að ráða. Við vorum allir í sama báti.“ Viðtalið birtist fyrst í Morgun- blaðinu 1971. AP Thor Heyerdahl fyrir framan Ra II í hafnarborginni Safi í Marokkó áður en hann gerði aðra tilraun til að komast yfir Atlantshafið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.