Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í heimildarmyndinni Samræða um kvikmynd, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni Reykavík shorts & docs, setjast þeir Ari Halldórsson og Hákon Már Odds- son að samræðum við kvikmynda- gerðarmanninn og skáldið Þorgeir Þorgeirson. Um er að ræða tæp- lega stundar- langa kvikmynd sem byggist á samtali við Þor- geir um feril hans og kvik- myndalistina al- mennt, jafn- framt því sem sýnd eru brot úr nokkrum af kvikmyndaverk- um leikstjórans. Er hér um einkar verðugt umfjöllunarefni að ræða, þar sem Þorgeir var á ýmsan hátt brautryðjandi á sviði kvik- myndagerðar á Íslandi, ekki síst hvað varðar listrænan metnað og skapandi tengsl við samtímahrær- ingar í evrópskri kvikmyndagerð. Þorgeir nam kvikmyndagerð við kvikmyndaskólann í Prag (FAMU) á árunum 1959-62 en hafði áður unnið hjá franska sjónvarpinu í París. Í umræddri heimildarmynd segir Þorgeir aðspurður frá því fagumhverfi sem við honum blasti sem ungum og hugsjónaríkum kvikmyndagerðarmanni. Í hárfín- um og hreinskilnum tilsvörum Þor- geirs býr ekki aðeins næm afstaða hans til listmiðilsins og eigin verka, heldur jafnframt skörp greining á íslenskri smáþjóðarsál, sem helst vill aðeins sjá óskamynd- ina af sjálfri sér. Sláandi eru afdrif metnaðarfulls kvikmyndaverkefnis um íslenskan sjávarútveg sem Þor- geir hóf að vinna með stuðningi sjávarútvegsráðuneytisins árið 1972, en varð að hætta við vegna þess hversu „óheflaða“ mynd hann dró upp af þessari aðalatvinnu- grein okkar Íslendinga. Þegar sýnd eru brot úr fyrsta hluta verk- efnsins, sem tekinn er upp á sigl- ingu með línubát á vetrarvertíð, verður manni þó ljóst að þar hefur mögulegt snilldarverk um íslensk- an veruleika verið kæft í fæðingu. Er þar skipt milli stórbrotinna at- riða er minna á stundum á sjáv- armyndir Gunnlaugs Schevings, og hverdagslegri stunda þar sem skipstjóri pantar súpukjöt, kinda- hakk (eða hakk bara) og mjólk fyr- ir bátinn. Önnur brot úr myndum Þorgeirs eru jafn heillandi, ekki síst úr Að byggja (1967) og Maður og verksmiðja (1968) en sú síð- arnefnda er eina kvikmynd Þor- geirs sem hann leyfir sýningar á í heild sinni. Umgjörð Samræðu um kvik- mynd er að öðru leyti mjög einföld og markast fyrst og fremst af þeirri forsendu að um samræður sé að ræða. Þannig er ekki verið að búa til umgjörð um Þorgeir sem slíkan, aðeins miðla reynslu hans og sýn á hugarfar og list. Hnökrar hafa slæðst inn hvað lýsingu á spyril varðar og í byrjun virkar formið dálítið stirt. En samtalið sjálft er svo ríkt, að myndin verður stórmerkileg fyrir vikið. Ríkar samræður KVIKMYNDIR Háskólabíó, Reykjavík shorts & docs Stjórn: Hákon Már Oddsson og Ari Halldórsson. Framleiðandi: Leshús og Fossafélagið Títan, 2002. SAMRÆÐA UM KVIKMYND  Heiða Jóhannsdóttir Þorgeir Þorgeirson ræðir um kvikmyndagerð í heim- ildarmyndinni Samræða um kvikmynd. ALLIR helstu prentmiðlar Þýska- lands minntust ald- arafmælis Halldórs Laxness þann 23. apríl með ítarlegum greinum um hann. Tilefnið var einnig að á afmælisdeg- inum sendi forlag skáldsins þar í landi, Steidl Verlag, frá sér sérstaka há- tíðarútgáfu á helstu verkum Halldórs í 11 bindum, Söguna af brauðinu dýra með vatns- litamyndum eftir Sarah Kirsch og ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness. Leben und Werk. Í Frankfurter Rundschau sagði meðal annars að verk Halldórs Laxness væru „stórfengleg“ og gagnrýnandi Der Spiegel ritaði að á bak við bók Halldórs Guð- mundssonar um skáldið byggju „vandaðar rannsóknir“. Heimsbókmenntir frá ystu mörkum heimsbyggðarinnar Hermann Wallmann gagnrýn- andi, Frankfurter Rundschau, skrifar að þótt Halldór sé einn þeirra Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum sem almenningur þekki kannski ekki mjög vel hafi skipulögð heildarútgáfa Steidl í umsjón Huberts Seelows fært Þjóðverjum „stórfengleg verk“. Halldór sé höfundur sem „þrátt fyrir sín pólitísku, heimspekilegu og trúarlegu umskipti var alltaf sjálfum sér trúr og átti því alltaf á hættu að verða skipað í sveit, honum gerðar upp skoðanir eða ýtt út í kuldann“. Hann harmar þó að enn hafi ekki allt höfund- arverkið verið þýtt á þýsku og í vikublaðinu Die Zeit tekur Frid- helm Rathjen í sama streng og spyr af hverju Salka Valka sé ekki komin út í endurskoðaðri þýskri þýðingu, því að með henni hafi Halldór „gengið inn í heims- bókmenntirnar“. Hins vegar sé nóg fyrir þýska lesendur að hafa af því sem komið er: „Þetta eru heimsbókmenntir, skrifaðar af þeirri einbeitni sem aðeins er á færi lítilla sveitastráka frá ystu mörkum heimsbyggðarinnar sem óvart lentu í bókum.“ Greinarhöfundum verður einn- ig tíðrætt um andlegar umbyltingar Halldórs Laxness og kynni hans af bókmenntum og hugmyndastraumum 20. aldar. Í sérhefti Berlínarblaðsins Tag- eszeitung skrifar Dirk Shünemann að Halldór hafi „etið allt sem að kjafti kom í bók- menntum“ og hafi ver- ið maður sem „las ekki Marx, skildi að því er virðist ekki Freud, var á stundum efafullur kaþólikki, á stundum ofursannfærður, var sósíalisti og taóisti, heimsborgari og ættjarðarvinur, hrokafullur spjátrungur jafnt sem umboðs- maður hinna smáðu, nútímalegur hefðarsinni“. Og í Welt am Sonn- tag segir Susanne Kunckel að Halldór hafi verið „sér á báti alla sína ævi, hann fylgdi sínum eigin krókaleiðum“. Langar að fagna með Laxness Allir greinarhöfundar vitna til hinnar nýju ævisögu Halldórs Guðmundssonar í skrifum sínum og í Frankfurter Allgemeine Zeit- ung rekur Tilman Spreckelsen ævi og verk Laxness með hjálp hennar og segir að þótt ævisagan sé stutt, ekki nema um 200 síður, sé þar dregið upp lífshlaup hans „á frábærlega nákvæman hátt“. Der Spiegel fjallar sérstaklega um ævisöguna og segir Halldór Guðmundsson lýsa „kollsteyp- unum“ í lífi Halldórs Laxness á „afar læsilegan hátt“ og að baki búi „vandaðar rannsóknir“. Die Zeit segir að það sé „hressandi hvernig [Halldór Guðmundsson] lýsi hroka Laxness á yngri árum jafnt sem smásmuguhætti áróð- ursmannsins síðar á ævinni“ og það sé „sannfærandi hvernig hann sýnir fram á samhengið milli lífshlaups skáldsins og til- urðar verkanna“. Greinarhöf- undur Frankfurter Rundschau er ekki síður hrifinn af myndunum af Halldóri Laxness sem fylgja ævisögunni: „Þar er mynd af ný- krýndum Nóbelsverðlaunahaf- anum með sigursveig af hvít- klæddum sænskum stúdínum í kringum sig sem er svo geðþekk að mann langar þegar í stað til að fagna með honum.“ Þýskir fjöl- miðlar hylla Laxness Halldór Laxness Tónlistarskóli Garðabæjar, salur Málmblásarahópur frá Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar heldur tónleika kl. 16. Fram koma eldri nemendur Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar og saman stendur hóp- urinn af níu hljóðfæraleik- urum undir stjórn Davids Nootebooms. Á dagskránni verða verk eftir Susato, Moz- art, Handel, Mendelsohn og fleiri. Einnig verður frumflutt á Íslandi verkið Melody with Echo eftir Robin Holloway fyrir tvö trompet. Trompetleikarar eru Margeir Hafsteinsson og David Noote- boom. Aðgangur er ókeypis. Víðistaðakirkja Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar heldur vortónleika kl. 14. Þar koma fram A, B og C sveitir skólans auk léttsveitar sem stofnuð var í haust og er sam- vinnuverkefni Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Tónlistar- skóla Garðabæjar. Tveir ein- leikarar koma fram á tónleik- unum. Flutt verður allt frá klassískri tónlist til swing- og salsa- tónlistar í big-band-stíl. Stjórnendur eru Stefán Ómar Jakobsson og Edward Fred- riksen. Eftir tónleikana er hin árlega kaffisala Foreldrafélags lúðra- sveitarinnar og allur ágóði rennur í ferðasjóð. Foreldrafélag lúðrasveit- arinnar hefur nýlega fengið styrk frá Ungu fólki í Evrópu til að taka á móti blásarasveit frá Jülich í Þýskalandi í ágúst nk. Mánudagur Félagsheimili Þingeyrar Vormót tónlistarnema á Þing- eyri verður kl. 20. Þar koma fram tónlistarnemar frá Ísa- firði, Súðavík, Flateyri, Suður- eyri og Þingeyri, allt nem- endur í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á tónleikunum verður ein- leikur og dúettar á ýmis hljóð- færi s.s. píanó, flautur, saxó- fón, harmónikku, fiðlu og selló, en einnig koma fram ýmsir samleikshópar og hljómsveitir. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.