Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 37
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Það er fullt tungl og hann afi minn
er látinn.
Nóttina áður er svefninn seig hægt
og rólega á mig, hlotnaðist mér sú
yndislega tilfinning að mér fannst
amma mín vera komin til mín. Mig
var ekki að dreyma. Tilfinningin var
mjög ákveðin og skýr. Fann ég svo
dásamlega fyrir mýkt og hita lófa
hennar, líkt og hún stryki vanga
minn blíðlega, einsog hún var svo oft
vön að gera þegar ég var barn. Ég
fylltist bjartsýni og hamingju, mér
fannst sem hún hefði heilað tilfinn-
ingar mínar. Þessi undursamlega til-
SÍMON
GUÐJÓNSSON
✝ Símon Guðjóns-son fæddist í
Voðmúlastaðahjá-
leigu í Austur-
Landeyjum 9. sept-
ember 1918. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðinesi
26. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðjón Sig-
urðsson og Þórunn
Guðleifsdóttir. Sím-
on var yngstur 14
systkina.
Eiginkona Símon-
ar var Svanhildur
Halldórsdóttir, f. 18. júní 1918,
d. 19. júlí 1993. Dóttir þeirra er
Þórunn, f. 12. september 1952,
eiginmaður Harald Peter Her-
manns, börn þeirra eru Símon
Adolf, Svanhildur Luise og
Ragna Steinunn.
Útför Símonar fer fram frá
Áskirkju á morgun, mánudaginn
6. maí, og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
finning friðar og feg-
urðar sveif um allan
líkama minn. Skila-
boðin voru þau að hún
væri stödd á undur-
fögrum stað þar sem
henni liði vel og þar við
hlið hennar mundi afi
minn koma til með að
dvelja.
Ég á aðeins góðar og
glaðar minningar um
ömmu mína og afa.
Blíðlegheit og ljúf-
mennska er það sem
einkenndi ömmu mína,
dáðist ég aðglaðlyndi
hennar og hjálpsemi gagnvart
náunganum. Mun minning hennar
ávallt fylgja mér um alla framtíð.
Styrkur og sjálfstæði held ég að lýsi
honum afa mínum einna best, lífs-
þróttur og þrautseigja einkenndi allt
hans líf. Hann var mér alltaf góður en
kannski eilítið strangari en hún
amma, og var það ef til vill gott vega-
nesti inn í framtíðina.
Ég er þeim báðum mjög þakklát
og ánægð að hafa fengið að kynnast
þeim.
Svanhildur Luise.
Elsku afi og langafi.
Við viljum þakka þér fyrir þann
tíma sem við áttum með þér. Eftir
hjá okkur sitja margar góðar minn-
ingar sem við munum njóta vel og
lengi.
Við urðum vör við þá hamingju
sem yfir þig kom er langafabarnið
þitt kom í heiminn og þær ánægju-
stundir sem þú og Margrét Svanhild-
ur nutuð saman.
Þetta bros og sú ánægja sem færð-
ist yfir andlit þitt er við tilkynntum
þér að skíra ætti litlu stúlkuna í höf-
uðið á konu þinni, og það á afmæl-
isdegi ömmu, verður okkur lengi
minnisstæð.
Við munum reyna af fremsta
megni að hugsa um hús þitt og land
við Elliðavatn, enda var sá staður líf
þitt og yndi, þar ræktaðir þú landið
og dvaldir þar tímunum saman. Þetta
var þitt himnaríki á jörðu.
Vonandi situr þú nú í efra himna-
ríki hjá guði vorum, við hlið ömmu
Svanhildar, og hefur nú félagsskap
þeirra vina og ættingja sem á undan
þér eru farnir í dvöl þá sem okkur er
ætluð eftir jarðvistina.
Munt þú ávallt lifa áfram í hjarta
okkar.
Því kveðjum við þig þakklát og
vonum að þú megir hvíla í friði, megi
guð þig vel geyma.
Ragna, Kristinn og
Margrét Svanhildur.
„Hann Símon tengdapabbi sofnaði
um sexleytið,“ sagði Halli bróðir
minn þegar hann hringdi í mig á
föstudaginn fyrir rétt liðinni viku.
Þetta var stund sem beðið var eftir
því líkamsstarfsemi Símonar var bú-
in að vera að gefa sig vegna sjúk-
dóma er lögðust á hann og fyrir tveim
þrem vikum sagði Tóta að nú væri
lífsandinn í honum pabba sínum á
hröðu undanhaldi. Ég minnist Sím-
onar einmitt fyrir sterkan lífsanda,
að sigrast á því sem þurfti að gera,
atorku og eljusemi. Okkar kynni hóf-
ust á háskólaárum mínum á meðan
hann var enn með Simmasjoppu á
Suðurgötunni. Þar sluppu viðskipta-
vinir nú ekki alltaf bara með það að
kaupa kók og Prins Póló og maula
það í sjoppunni. Ef Símon gaf sér á
annað borð tíma til að hefja samtal
gat það tekið nokkra stund og oftar
en ekki fólst í orðum hans smá leið-
beining fyrir okkur unga fólkið. Ein-
hverjir úr nágrenni Simmasjoppu
eiga eflaust minningar frá æskuárum
sínum um að Símon lét ekki nægja að
tala til þeirra, ef hann var ekki sáttur
við framkomu þeirra, heldur fengu
foreldrarnir hæfilegan skammt og
hann sagði mér að það hefði nú ekki
skipt neinu máli hvar þeir voru í þjóð-
félagsstiganum, það hefðu allir haft
jafn gott af tilsögninni.
Í minningunni eru margar stundir
þar sem setið var og rætt um þjóð-
félagsmál og pólitík sem Símon hafði
ekki bara áhuga á heldur mjög
ákveðnar skoðanir. Það þýddi lítið að
ætla sér að breyta skoðun Símonar í
slíkum málum og þó reynt væri að
tína til allskyns rök að þá varð honum
sjaldnast haggað. Spjalli okkar
„lauk“ oftar en ekki af hans hálfu
með smá gríni og góðlátlegu brosi og
„jæja þú heldur það, ég hef svo sem
ekkert vit á þessu“. En svo hélt hann
áfram, „en segðu mér Þóroddur þú
ert nú háskólagenginn og átt að vita
þetta“ og eftir tilraun hjá mér til að
standa undir orði féll dómurinn.
„Þetta er nú ekkert annað en ég og
kallar eins og ég höfum upplifað og
reynt með berum höndunum, þið
unga fólkið gleymið að horfa í kring-
um ykkur og læra af því sem þar er
að gerast. Ég skal segja þér það að
saltið kemur ekki í grautinn af himn-
um ofan, þaðan kemur aðeins orka til
að eima það úr sjónum en restin er
vinna og aftur vinna og það dugar
ekkert sífellt helv... hangs.“ Þessu
líkt hafa eflaust margir fengið að
heyra sem unnu undir stjórn Símon-
ar hvort sem var í Simmasjoppu eða
á seinni árum er hann stýrði verkum í
Osta- og smjörsölunni þar sem mér
skildist á honum að verkstjórn hans
hefði oftar en ekki leitt til þess að
dagsskammtinum í framleiðslunni
var lokið töluvert fyrir tilsettan tíma.
Það er gaman að rifja upp hressi-
legar samverustundir með Símoni og
ég vil þakka fyrir þær og að hafa
fengið að kynnast þessum kraftmikla
manni sem vildi alltaf leiðbeina og
gefa af eigin reynslu. En nú er hann
farinn eins og svo margir aðrir ætt-
ingjar og vinir sem er of seint að ætla
að ræða betur við og gleðjast með,
fyrr en hinum megin.
Elsku Tóta, Halli, Símon, Svan-
hildur og Ragna, nú er sá sem lagði
hornsteininn farinn en minningin um
Símon er traust veganesti til langrar
ferðar sem við skulum gleðjast yfir,
ásamt nýjum meðlimum fjölskyldu
ykkar og byggja framtíðina á, þess
óskar hann eflaust framar öllu öðru.
Megi góður Guð blessa ykkur öll á
þessari stund.
Þóroddur F. Þóroddsson.
Mig langar til að kveðja þig með
nokkrum orðum, kæri Símon.
Ég var ekki ýkja gömul, þegar ég
hóf störf hjá þér í Simma sjoppu, rétt
ellefu ára.
Það má því segja að þú hafir verið
minn uppeldisfaðir vinnulega séð og
tel ég mig hafa notið góðs af því æ
síðar. Þú gerðir kröfur um góð vinnu-
brögð og snyrtimennskan var þér í
blóð borin enda sjoppan rómuð fyrir
það. Þar var engu „kastað“ upp í hill-
ur eða „hent“ í skálar heldur öllu rað-
að fagmannlega.
Ekki varstu að notfæra þér eins og
eflaust margur hefði gert að maður
var ekki hár í loftinu, kaupið var gott.
Ég vann svo hjá þér með skólanum
og um sumur allt þar til þú hættir
rekstri.Var það mikil eftirsjá bæði
fyrir starfsfólkið þitt og ekki síst við-
skiptavinina þegar þú hættir með
sjoppuna.
Við héldum svo alltaf sambandi í
gegnum árin. Ég heimsótti þig og
Svanhildi þína meðan hún lifði. Þegar
ég bjó í Þýskalandi skrifuðumst við á.
Það var fastur punktur þegar komið
var heim til Íslands í sumarfrí að
heimsækja þig í sumarhúsið þitt upp
í Heiðmörk, yndislegan stað.
Þar sýndir þú okkur stoltur trén
þín, sem voru orðin með árunum að
litlum skógi, enda trjárækt eitt af
þínum helstu áhugamálum. Svo var
talað um Þýskaland, sem þú þekktir
mjög vel enda varst þú við nám þar á
sínum tíma, og þýskunni varstu held-
ur ekki búinn að gleyma.
Ég er svo þakklát fyrir að við
mamma náðum að heimsækja þig
stuttu áður en þú kvaddir. Þótt lík-
aminn væri búinn að gefa sig varst þú
eins og alltaf vel með á nótunum,
fylgdist með öllu í þjóðfélaginu, ótrú-
lega minnugur, það vantaði sko ekki
eina einustu blaðsíðu hjá þér, elsku
Símon.
Kæra Þórunn, ég minnist þess allt-
af þegar pabbi þinn var að sýna mér
húsið sem þau mamma þín bjuggu í
við Barónsstíginn, að hann sagðist
hafa viljað eignast fullt af börnum ef
hann hefði vitað að þau hjónin ættu
eftir að eignast svona stórt hús og
það sem er meira vert hefðu þau vit-
að að þeim tækist svona vel upp eins
og með þig. Þú varst þeim einstök
dóttir.
Þótt það hafi verið tímabært fyrir
þig Símon að kveðja, svo veikur sem
þú varst orðinn, veit ég að söknuður-
inn er mikill. Ég sendi ykkur öllum,
kæra Þórunn og fjölskylda, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Ég kveð Símon með virðingu og
með þakklæti fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Sveindís D. Hermannsdóttir.
✝ Ólafía KristjanaGuðmundsdóttir
fæddist á Kjörseyri
8. nóvember 1922.
Hún lést í hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð 26. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Gísli Ísleifs-
son frá Stóru-Hvalsá
og Þórey Kristjana
Kristjánsdóttir
Fjeldsted. Hún átti
tvær alsystur, Jó-
hönnu, f. 30.7. 1915,
sem lifir systur sína
og dvelur nú á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, og Önnu Lilju, f. 10.8.
1913, d. 17.10. 1981. Þá átti hún
tvær hálfsystur, þær Elínborgu
Tómasdóttur og Rögnu Péturs-
dóttur.
Fyrstu æviárin dvaldi Ólafía að
Reykjum í Hrútafirði, en fimm
ára gömul flutti hún að Miðhús-
um til hjónanna Sigríðar Guð-
jónsdóttur og Jóhanns Jónsson-
ar. Með þeim flutti hún að Bæ í
Hrútafirði og síðar að Litlu-
Hvalsá þar sem hún
dvaldi mikið fram til
tvítugs. Til Reykja-
víkur kom Ólafía
ásamt móður sinni
um tvítugsaldur og
átti þá heimili hjá
systur sinni Önnu
Lilju og eiginmanni
hennar Jóhanni Ey-
vindssyni og sonum
þeirra, Guðmundi
Jóni, sem lést af
slysförum átta ára
gamall, Þóri, Guð-
jóni og Eyvindi.
Ólafía vann um
skeið í Garnastöðinni en hóf síðar
störf í niðursuðuverksmiðjunni
Ora og starfaði þar á meðan
heilsa hennar leyfði. Hún var
ógift og barnlaus en var um
nokkurra ára bil í sambúð með
Ásmundi Jóhannssyni. Síðustu
ævidagana dvaldi hún á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð.
Útför Ólafíu verður gerð frá
Kópavogskirkju á morgun,
mánudaginn 6. maí, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Aðfaranótt 26. apríl sl. lést á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Sunnuhlíð móðursystir eiginmanns
míns, Ólafía Kristjana Guðmunds-
dóttir, Lóa eins og hún var ávallt
kölluð. Lóa var okkur afar kær og
söknuður okkar er mikill við fráfall
hennar. Hún var skapgóð, blíðlynd
og gjafmild og hafði góða nærveru.
Fyrstu æviárin dvaldi Lóa að
Reykjum í Hrútafirði en fimm ára
gömul fluttist hún að Miðhúsum til
hjónanna Sigríðar Guðjónsdóttur og
Jóhanns Jónssonar. Hún flutti síðar
að Bæ í Hrútafirði og að Litlu-
Hvalsá þar sem hún dvaldi framtil
tvítugs. Þar eignaðist hún góðar
vinkonur, systurnar Sigrúnu og
Kristínu, og varði sú vinátta ævi-
langt. Til Reykjavíkur kom Lóa um
tvítugt og dvaldi þá ásamt móður
sinni á heimili systur sinnar Önnu
Lilju og mágs Jóhanns Eyvindsson-
ar. Hún starfaði um skeið í Garna-
stöðinni, en hóf síðar störf hjá nið-
ursuðuverksmiðjunni Ora þar sem
hún starfaði á meðan heilsan leyfði.
Í Ora eignaðist hún góðar vinkonur
og reyndust vinnuveitendur hennar
henni einstaklega vel og héldu
tryggð við hana til dauðadags.
Lóa var systur sinni mikil hjálp-
arhella við heimilisstörf, prjóna- og
saumaskap og annaðist heimilið af
mikilli alúð í veikindum systur sinn-
ar sem oft voru mjög erfið. Synir
Lilju eru Guðmundur Jón sem lést
8 ára gamall af slysförum, Þórir,
Guðjón og Eyvindur. Það var oft
mikill fyrirgangur í þeim bræðrum
eins og títt er um unga drengi og
tók Lóa þátt í uppeldi þeirra af
festu en jafnframt hlýju og var oft
eftirlátari við þá en góðu hófi
gegndi. Guðjón eiginmaður minn
minnist þess þegar Lóa bauð honum
eitt sinn í leikhús. Lagt var af stað
strax eftir hádegi til að nálgast
miða. Kalt var í veðri og þótti þá til-
valið að fara í þrjúbíó til að drepa
tímann og þar sem leiksýningin átti
ekki að hefjast fyrr en kl. 20.00
ákvað Lóa að fara með frænda líka í
fimmbíó. Síðan var farið á leiksýn-
inguna og voru sumir ansi þreyttir
og framlágir þegar heim kom og var
ekki suðað um bíóferð eða leiksýn-
ingu í langan tíma á eftir.
Lóa giftist ekki en var um nokk-
urra ára skeið í sambúð með Ás-
mundi Jóhannessyni. Hún eignaðist
engin börn sjálf en var mjög barn-
góð og var alltaf með eitthvað á
prjónunum sem hún gaf börnum og
síðar barnabörnum systrasona
sinna. Hún átti stóran dótakassa
sem börnin gátu gengið að þegar
þau komu í heimsókn til hennar og
dunduðu sér þá tímunum saman við
leik. Henni áskotnaðist páfagaukur
(Busi) sem hún tók miklu ástfóstri
við og kenndi m.a nokkur orð og
setningar. Busi var eins og einn af
fjölskyldunni og fékk til dæmis jóla-
gjafir eins og hinir. Eftir að Busi dó
eignaðist Lóa tvo páfagauka sem
hún annaðist af jafnmikilli alúð.
Hún hafði mikinn áhuga á ljós-
myndun og mætti alltaf með
myndavélina sína í öll afmæli og
boð. Hún hafði líka gaman af ýmiss
konar föndri og var mjög dugleg að
sækja námskeið í Gjábakka á með-
an heilsan leyfði. Sl. ár hrakaði
heilsu hennar mjög og lagðist hún
inná sjúkrahús um áramótin. Síð-
ustu ævidagana dvaldi hún á hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu Sunnuhlíð
þar sem starfsfólk annaðist hana af
mikilli alúð og hlýju og síðast en
ekki síst virðingu. Það er erfitt að
sjá á eftir þeim sem okkur þykir
vænt um, en við huggum okkur við
það að Lóu líður vel þar sem hún er
núna og þær þrautir og erfiðleikar
sem hún þurfti að ganga í gegnum
eru ekki lengur til staðar. Minning
um elsku Lóu okkar mun lifa áfram
í hjarta okkar sem urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að kynnast
henni.
Að lokum vil ég þakka Lóu fyrir
hlýju og góðvild í garð okkar
hjónanna, barna okkar og barna-
barna.
Guðrún Benediktsdóttir.
ÓLAFÍA KRISTJANA
GUÐMUNDSDÓTTIR