Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 60
Reuters
Varið ykkur vinnu-
veitendur því
Stjörnustríðsvírus-
inn er væntanlegur.
ATVINNUREKENDUR og skóla-
yfirvöld í Bandaríkjunum hafa
miklar áhyggjur af því að fjöldi
fólks muni skrópa í vinnu og skóla
til að geta verið með þeim fyrstu til
að sjá nýju Stjörnustríðsmyndina,
Árás klónanna, sem verður forsýnd
um gervöll Bandaríkin fimmtudag-
inn 16. maí.
Af eftirvæntingunni að dæma er
gert ráð fyrir að myndin slái frum-
sýningarmet en atvinnurekendur
eru hræddir um að alltaf þrjár
milljónir vinnandi manna muni
skrópa í vinnunni á forsýning-
ardaginn til þess að bíða í biðröð
eftir því að komast inn á sýningar á
Árás klónanna. Nú þegar hafa
hundruð komið sér fyrir í bið-
röðum, sem voru farnar að myndast
í janúar. Síðasta Stjörnustríðs-
myndin, Ógnarvaldurinn, þénaði
5,7 milljónir dollara, eða 527 millj-
ónir króna, vestanhafs fyrsta sýn-
ingardaginn og er búist við því að
sú nýjasta taki inn ennþá meira.
Áætlað er að fjarvistir vegna
Stjörnustríðsmyndarinnar kunni að
kosta bandarískt atvinnulíf hátt í 30
milljarða króna. Margir munu
vissulega fá góðfúslegt leyfi yfir-
manna sinna til að fara í bíó en aðr-
ir tilkynna veikindi eða taka sér
launalaust frí í leyfisleysi.
Margir Bandaríkjamenn munu fá Stjörnustríðsveikina
Vinnuveitendur
óttast árás klónanna
60 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Mbl DV
Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 337.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mánudag kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370.
Sýnd kl. 6. Enskt tal. Vit 368
kvikmyndir.is
kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
½ SG DV
Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd
sumarsins er komin til Íslands.
„The Scorpion King“ sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum.
Frá framleiðendum
The Mummy
Returns.
kvikmyndir.is
MBL
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.
Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 379.
Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 335.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 367
Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10.
kvikmyndir.is
Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 360.
Mánudagur kl. 4, 6, 8 og 10.
DV
ÓHT Rás 2
Frá framleiðendum AustinPowers2
Frá framleiðendum AustinPowers2 kemur þessi
sprenghlægilega gamanmynd um mann sem legg-
ur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna.
Annað eins ferðalag hefur ekki sést!
Sýnd kl. 2 og 4. Mánudag kl. 4. Ísl tal. Vit 358.
MYND EFTIR DAVID LYNCH
Sýnd kl. 4, 7 og 10. Mánudag kl. 7 og 10. B. i. 16.
HK DV
HJ Mbl
Hér er hinn nýkrýndi
Óskarsverðlaunahafi
Denzel Washington
kominn með nýjan
smell. Hér leikur hann
JOHN Q, föður sem
tekur málin í sínar
hendur þegar sonur
hans þarf á nýju hjarta
að halda og öll sund
virðast lokuð.
Frá framleiðendum
The Mummy
Returns.
kvikmyndir.is ½
SG DV
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 8 og 10.15. Mán 5.45 og 8.
FRUMSÝNING: Treystu mér
Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til
Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess
var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins.
Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Mánudag kl. 5, 7, 9 og 11. B.i.12 ára
Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd
sumarsins er komin til Íslands.
„The Scorpion King“ sló rækilega
í gegn í Bandaríkjunum.
MULLHOLLAND
DRIVE
Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15.
Mánudag kl. 5.45, 8 og 10.15.
JOHN Q.
Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar.
Ó.H.T Rás2
Strik.is
SG. DV
Sýnd kl. 3. Ísl. tal.
Sýnd kl. 10. B. i. 16.
Sýnd kl. 7.30. B.i. 12.
Sýnd sun. kl. 6. Mán. kl. 10.30.
ÓHT Rás 2
RAGNHEIÐUR Gröndal sigraði
söngvakeppni Samfés fyrir tveimur
árum. Nú – 17 ára að aldri – er hún
komin með eigin djasshljómsveit,
Kvartett Ragnheiðar Gröndal, sem
hefur vakið verðskuldaða athygli.
Framtíðaráformin segir Ragnheiður
vera „áframhaldandi tónlistarnám,
píanóleik, söng og tónsmíðar“ en
hún segist enn hafa flíkað eigin lög-
um lítið.
Spurð hvort von sé á tónleikum
með kvartettinum hennar í bráð
svarar hún: „Kannski við skellum
okkur á djasshátíð í Eyjum.“
Hvernig hefurðu það í dag?
Mjög fínt, þakka þér fyrir.
Hvað ertu með í vösunum?
Síma og veski.
Er mjólkurglasið hálftómt eða
hálffullt?
Hálffullt.
Ef þú værir ekki tónlistarkona
hvað vildirðu þá helst
vera?
Ég ætlaði nú alltaf að verða dans-
ari …
Hefurðu tárast í bíói?
Nei, held ekki, en ég græt mikið
þegar ég horfi ein á myndir, nú sein-
ast yfir Bridget Jones’s Diary.
Hverjir voru fyrstu tónleikarnir
sem þú fórst á?
Blokkflaututónleikar í tónlistarskól-
anum þegar ég var fimm ára.
Hvaða leikari fer mest í taugarnar
á þér?
Robin Williams.
Hver er þinn helsti veikleiki? Mat-
urinn hennar mömmu!
Finndu fimm orð sem lýsa persónu-
leika þínum vel?
Lífsglöð, jákvæð, opin, stjórnsöm
og fljótfær.
Bítlarnir eða Rolling Stones? Bítl-
arnir.
Hver var síðasta bók sem þú last
tvisvar?
Bridget Jones’s Diary.
Hvaða lag kveikir blossann? Þau
eru frekar mörg sko … Ef ég á að
nefna eitthvað frægt lag þá er það
„Let’s Stay Together“ með Al
Green.
Hvaða plötu keyptirðu síðast?
Blue Train með John Coltrane,
mögnuð plata.
Hvert er þitt mesta prakkarastrik?
Setti steina, gras og ýmislegt fleira
vafasamt drasl inn um gluggann
hjá nágrönnum mínum.
Hver er furðulegasti matur sem þú
hefur bragðað?
Hálfsoðið pasta með grænu pestói
og hráum sveppum í matarboði hjá
vinkonu minni, hún eldaði það sjálf
með minni hjálp.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég
er ekki í þeim pakka, reyni bara að
læra af mistökunum.
Trúir þú á líf eftir dauðann?
Já, ég held það.
Gras í nágrannagluggann
SOS
SPURT & SVARAÐ
Ragnheiður
Gröndal