Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 53 DAGBÓK ÞÚ ERT í norður, í annarri hendi, á hættu gegn utan. Vestur vekur á einu hjarta og þú kemur inn á einum spaða: Norður ♠ ÁKDG5 ♥ KD54 ♦ 972 ♣G Svo gerist þetta: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 1 spaði Pass Pass 4 hjörtu ? Hver er sögnin? Þessi vandi blasti við fjöl- mörgum keppendum í úr- slitum Íslandsmótsins í tví- menningi og langflestir stóðust ekki þá freistingu að dobla til sektar. Er það góður brids? Ekki ef mælt er í árangri: Norður ♠ ÁKDG5 ♥ KD54 ♦ 972 ♣G Vestur Austur ♠ 8 ♠ 109763 ♥ ÁG1097632 ♥ 8 ♦ Á ♦ 10543 ♣D106 ♣ÁK7 Suður ♠ 42 ♥ – ♦ KDG86 ♣985432 Þetta eru léttir tíu slagir, en 590 í AV var nánast með- alskor. Íslandsmeistarinn Aðal- steinn Jörgensen var einn þeirra örfáu sem sögðu pass í sæti norðurs og upp- skar vel fyrir stillinguna. „Ég viðurkenni að ég víbr- aði þegar vestur stökk í fjögur hjörtu, en ég ákvað að treysta honum,“ sagði Aðalsteinn: „Hann gat mín vegna verið með eyðu í spaða.“ Þetta er dæmi um spil sem sýnir að góður árangur í tvímenningi byggist ekki alltaf á sagnhörku. Stund- um þarf að sýna stillingu og treysta mótherjunum, en vandinn stóri er að vita hve- nær eigi að vera harður og hvenær mildur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÉG HELD fáir velkist í vafa um það, við hvað er átt, þegar ofangreint nafn- orð ber á góma og sama gegnir um sagnorðið að staðla og eins no. stöðlun. Þessi orð munu vera þeim, sem þurfa á þeim að halda, svo töm, að þeir álíti þau líklega allgömul í málinu. Svo er þó ekki, því að um þessar mundir er nær hálf öld síðan góður kunningi minn og starfsbróðir, Ólaf- ur M. Ólafsson, sem lengi kenndi íslenzku við Menntaskólann í Reykja- vík, varpaði þessum orðum fram í samtali við mig og spurði, hvernig mér litist á þau í stað dönsku tökuorð- anna standard og stand- ardisera. Þegar hann hafði útskýrt þessi nýyrði ræki- lega fyrir mér, gat ég ekki annað en fallizt á rök hans og ekki sízt fyrir það, að þau höfðu sama hljóða- samband, st- , sem var í upphafi tökuorðanna. Ástæðan fyrir orðasmíð Ólafs var sú, að hann las um þær mundir prófarkir að greinum í tímariti, sem ný stofnun, Iðnaðarmála- stofnun Íslands, gaf út og nefndist Iðnaðarmál. Í þessu riti birtust greinar, þar sem eðlilega brá fyrir erlendu orðafari, sem féll ekki ævinlega vel að ís- lenzku máli, en hafði samt verið notað alllengi. Á ár- unum kringum 1950 var no. standard vel þekkt í talmáli okkar og af því orði var svo talað um að stand- ardisera og standardiser- ingu. No. standard er í Danskri orðabók Frey- steins Gunnarssonar frá 1926. Þar skýrir hann það með orðunum mælikvarði; lögákveðið mál; fyrir- mynd; myntfótur. Nú datt Ólafi í hug að gera hér bragarbót á með no. stað- all fyrir standard og so. að staðla fyrir að standard- isera. Hér hitti hann á skemmtilega lausn, enda hafa mörg orð samstofna þessum orðum unnið sér þegnrétt í máli okkar. Meira um þetta efni í næsta pistli. – J.A.J. ORÐABÓKIN Staðall STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert sannfærandi og hefur gott innsæi. Þú hefur ríka þörf fyrir að uppfræða aðra og gefa þeim góð ráð. Næsta ár mun færa þér marga spennandi kosti. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert óvenju uppreisnar- gjarn og sættir þig ekki við að einhver reyni að halda aftur af þér eða þagga niður í þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Kona í stjórnunarstöðu gæti lent í uppnámi í dag. Þetta getur annaðhvort haft bein áhrif á þig eða þú horfir á það úr fjarlægð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Aðili frá öðru landi gæti kom- ið þér á óvart með framandi siðum og viðhorfum. Það get- ur verið auðvelt að gleyma því að það gera ekki allir hlut- ina á sama hátt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir fengið óvænta pen- inga, gjöf eða lítinn vinning í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt að hlutirnir gangi sinn vanagang í dag og gætir því átt það til að sýna einhverjum óþolinmæði. Reyndu að sætta þig við truflanir og sýna þol- inmæði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samstarfskona þín gæti vald- ið vandræðum í vinnunni í dag. Reyndu að vera umburð- arlyndur og glettinn fremur en dómharður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Óvænt daður getur ruglað þig í ríminu en gleymdu því ekki að kurteisi á alltaf við. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver á heimilinu gæti komist í tilfinningalegt upp- námi í dag. Eitthvað verður til þess að trufla heimilishald- ið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki koma þér á óvart þótt nágranni eða ætt- ingi geri eitthvað ófyrirsjáan- legt í dag. Gerðu ráð fyrir nokkuð óvenjulegum degi því allt getur gerst. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þig langar til að kaupa þér eitthvað óhóflegt í dag en ættir að reyna að hafa hemil á þér. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir laununum þínum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert óþolinmóður, jafnvel uppreisnargjarn í dag og læt- ur allar takmarkanir fara í taugarnar á þér. Þú vilt ekki láta segja þér fyrir verkum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert óvenju skapstyggur í dag en gerir þér ekki grein fyrir ástæðu þess. Við skiljum ekki alltaf skapsveiflur okkar en verðum að reyna að lifa með þeim og gera það besta úr hlutunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT LAGT Á MUNN HELGU Sæl væra ek, ef sjá mættak Aðalþegnshóla ok Öndvertnes, Búrfell, Bala, báða Lóndranga, Heiðarkollu. Úr Bárðar sögu Snæfellsáss 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 e6 4. e3 Rf6 5. Bxc4 c5 6. 0–0 a6 7. a4 Rc6 8. De2 cxd4 9. Hd1 d3 10. Bxd3 Dc7 11. Rc3 Bd7 12. e4 Rg4 Staðan kom upp á meistaramóti Kúbu sem lauk fyrir skömmu. Reynaldo Vera (2534) hafði hvítt gegn Walter Arencibia (2542). 13. Rd5! exd5 14. exd5+ Re7?! 14 … Rce5 15. h3 Bd6 hefði verið mun fýsilegra en textaleikurinn. Í framhaldinu heldur hvítur vel á spöðun- um og nær að byggja upp áhrífaríka sókn. 15. Bc4 Dd6 16. Hd4! Kd8 17. Bf4 Db6 18. a5 Dc5 19. b4 Dxb4 20. Rg5 Rh6 21. Re6+ fxe6 22. dxe6 Rhf5 23. De5 Rd6 24. Hxd6 Dxc4 25. Hxd7+ Ke8 26. Hc1 Db5 27. Dc7 Db3 28. Hxe7+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla RÚBÍNBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 5. maí, eiga 40 ára hjúskaparafmæli hjónin Júlíana Helga Tryggvadóttir og Guðmundur Ingvi Gestsson, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði. 90 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 5. maí, er níræður Sigurjón Sæ- mundsson, fyrrv. bæjar- stjóri og prentsmiðjueig- andi frá Siglufirði. Hann mun halda upp á afmælis- daginn í faðmi fjölskyldunn- ar á heimili dóttur sinnar á Grandavegi 47 í Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Fermingarnáttföt Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Náttskyrtur - Sloppar Mikið úrval Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Glæsilegt úrval minkapelsa Áttu gamlan pels - langar þig í nýjan? Komdu með þann gamla og við tökum hann upp í nýjan. í Suðurveri, Stigahlíð 45-47, Reykjavík. Tímabókunum veitt móttaka í síma 533 1155. Hef opnað tannlæknastofu Ellen Flosadóttir, M.Sc., tannlæknir. 6 vikna námskeið í HATHA-YOGA Við bjóðum mjög góðar alhliða æfingar, sem byggðar eru á HATHA-YOGA, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi.  Byrjendatímar  Sér tími fyrir barnshafandi konur  Almennir tímar Morgun-, dag- og kvöldtímar Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15, sími 588 5711 FRÉTTIR Rætt um barnið sem breytingaafl JYRKI Reunamo lektor í upplýs- ingatækni við leikskóladeild Há- skólans í Helsinki heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ mánudag 6. maí kl. 16.15 í sal Sjómannaskóla Íslands. Í rannsóknum á börnum hefur athyglin beinst að því að skoða hvernig börnin og skilningur þeirra þróast. Grunnhugmyndin með rannsókn Reunamo er sú að þroskasvæðis-hugtakið gefi mögu- leika á að skoða hið gagnstæða: Hvernig túlkun barnanna sjálfra hefur áhrif á aðstæður og athafnir í leikskólanum. Reumano mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar en þær gefa til kynna að ólík sýn barnanna á að- stæður tengist mismunandi athöfn- um og breyti stefnu atburða á ólík- an hátt, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.