Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGURbaráttudagurverkamanna er ekkihaldinn hátíðlegur að jafnaði í Bandaríkjunum. Fyrsti maí hefur litla þýð- ingu, Bandaríkin eru ekki eitt af þeim þúsund löndum þar sem þjáðir menn fara fram. Þeir vita hreinlega ekkert af þessu hérna. Nema í hippa- bænum Berkeley í Kali- forníu. Þar uppfræðir pitsu- kommúnan ,,Pizza Collective“ (PC) lýðinn um bárur frelsis og fúnar stoðir. Flestir hafa þó lítinn áhuga á þeim og vilja bara pitsu. En PC (sem vel á minnst býr til bestu pitsur í heimi) reynir sitt, hefur lokað fyrsta maí og leggur hljóðlega á ráðin um byltinguna. PC er samvinnufélag, starfsmennirnir eiga staðinn saman og sjá um hann eins og stór fjölskylda. Þar eru pitsusneiðar afgreiddar við afgreiðsluborð, ein tegund bökuð á dag úr fyrsta flokks hráefni, minnst tveimur osta- tegundum og einhverju gúm- mulaðisgrænmeti, ólífu- mauki, og -olíu og ferskum kryddjurtum. Það er alltaf röð út á götu og mussuklædd- ir tónlistarmenn leika djass til að stytta fólki stundirnar í biðröðinni. Ég elska ,,góðu pitsuna“ eins og ég kýs að kalla matinn sem þeir hippar búa til og gæti léttilega borð- að hana daglega. Svo hittir maður líka alltaf alls konar fólk þarna, þó að samræð- urnar séu sjaldnast frum- legar … ,,Fyrirgefiði,“ segir parið á næsta borði, ,,en hvaðan eruð þið?“ Þeir eru báðir krúnu- rakaðir með dökkt og grósku- mikið alskegg, vöðvastæltir í hlýrabolum og með silfur- hring í nefinu. Þeir eru voða krúttlegir og ég varpa sprengjunni: „Frá Íslandi.“ Brosi kurteislega um leið og ég renni í huganum yfir sam- talið sem framundan er. ,,Vá Ísland! Þið eruð fyrstu mann- eskjurnar frá Íslandi sem við höfum hitt!“ (Nú kemur sami ömurlegi brandarann í þús- undasta sinn) ,,Já, við erum nú ekki það mörg“, segi ég, ,,bara þrjú“ bætir maðurinn minn við og við hlæjum öll voða mikið. ,,Nei í alvöru, hvað eruð þið eiginlega mörg?“ ,,280.000“ ,,Nei!“ ,,Jú!“ ,,Í alvöru?“ ,,Já.“ ,,En ótrúlega magnað!“ ,,Já“ (á innsoginu). (Næst spyrja þeir pottþétt um tungumálið.) Hvaða tungumál talið þið á Íslandi?“ „Íslensku“. Þeir verða ráðvilltir á svip og grunar eflaust að við séum að rugla í þeim. ,,Ha? Íslenska?“ Svo er eins og rofi aðeins til: ,,Hvernig mál er það? Er það eins og þýska? Þetta hljómaði eins og þýska þarna áðan.“ ,,Já, vel athugað, íslenska er nefnilega skyld þýsku“ (Svo veðrið.) „Vá Ísland! En er ekki hræðilega kalt á Ís- landi“. ,,Jú“. (Nú kemur Grænlandsfrasinn.) „Ég heyrði einhvers staðar að Ís- land væri í rauninni grænt, en að Grænland sé þakið ís. Er það rétt?“ (Hvað sem ann- ars má segja um vanþekk- ingu Bandaríkjamanna á sviði landafræði, þá virðast þeir vita eitt og annað. Ég hef til dæmis ekki enn hitt hressan Kana á kaffihúsi sem ekki kann að fara með Ís- lands/Grænlands-brand- arann. Alla vega held ég að þetta sé brandari. Þeir glotta allir við tönn þegar þeir fara með frasann. Eða kannski ljóma þeir bara svona af stolti yfir landafræðiþekkingu sinni. Til að vera vingjarnleg beiti ég húmor af sama kal- íberi og útskýri fyrir þeim að Grænlendingar hafi verið slyngari í almannatengslum.) ,,Hvað heitið þið annars?“ spyr ég þá svona til að sýna lit. ,,Scott,“ segir sá minni. ,,Ég heiti líka Scott,“, bætir sá stærri við og hlær svo að hringurinn gengur upp og niður efri vörina. Litli Scott bendir með pitsusneiðinni á áletrunina á bolnum sínum og spyr ,,Þekkirðu Björk?“ Við kveðjum Scott og Scott og þökkum þeim fyrir spjall- ið. Þeir voru mjög „impóner- aðir“ þegar ég sagði þeim að ég hefði einu sinni séð Björk í strætó og eru að hugsa um að koma í helgarferð til ,,Rekkjavikk“. Maðurinn við borðið hinum megin við okk- ur blandaði sér í samræð- urnar undir lokin og sagðist hafa lesið það einhvers staðar að pabbi Bjarkar væri skóg- arhöggsmaður, eins og raun- ar flestallir Íslendingar. ,,Þess vegna eru þeir svona sterkir sjáiði.“ Við leiðréttum þennan athyglisverða mis- skilning og sögðum að faðir Bjarkar hefði reyndar verið verkalýðsleiðtogi til margra ára. ,,Hvað segiði, ber hann þá ábyrgð á þessum fyrsta maí?“ Við ákváðum að sum- um væri greinilega ætlað að vaða í tómum misskilningi, stungum síðasta pitsubit- anum upp í okkur og vink- uðum bless. Á leiðinni út pikkar maðurinn sem stendur aftast í röðinni í okkur og segir ,,Fyrirgefiði, en hvaðan eruð þið?“ Við horfum hvort á annað, erum svo sem ekkert að flýta okkur í dag, þetta er líka vinalegur náungi og svona … „Frá Íslandi …“ ,,VÁ!“ Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Ásdís Ísland, pitsa og 1. maí B LÓMLEGT leikhúslíf er sjálf- krafa vitnisburður um skapandi list og listamenn; íslenskt leik- hús er skapandi og framsækið í viðleitni sinni til að spegla sam- félagið, umskapa það og end- ursegja; vinna úr hráefninu sem því leggst til af menningu okkar, sögu og sam- tíma. Hversu nálægt þessari lýsingu kemst leikhúsið okkar og hversu einlægt er það í við- leitni sinni til að gegna þessu hlutverki? Svari hver fyrir sig. Tilefni þessara hugleiðinga eru tvær nýaf- staðnar frumsýningar í stóru Reykjavíkurleik- húsunum; Kryddlegin hjörtu í Borgarleikhús- inu og Veislan í Þjóðleikhúsinu. Báðar hafa þessar sýningar hlotið afbragðsgóðar viðtökur og leikurum og listrænum stjórnendum verið hrósað í hástert fyrir frumleg efnistök og úr- vinnslu. Að flestu leyti er óþarft að gera samanburð á þessum sýningum en þó eiga það þær sameiginlegt að upphaf þeirra má rekja til vinsælla kvikmynda þar sem Kryddlegin hjörtu var gerð eftir skáldsögu en Veislan eftir frumsömdu handriti. Í Borgarleik- húsinu var tekin sú ákvörðun fyrir ári að gera leiksýningu byggða á skáldsögunni Kryddlegin hjörtu. Guðrún Vilmundardóttir er aðalhöf- undur leikgerðarinnar en leikstjórinn Hilmar Jónsson kom fljótt til sögunnar og átti sinn þátt í þróun handritsins. Kvikmyndin var að sjálf- sögðu til staðar og var að sögn þeirra Hilmar og Guðrúnar höfð til hliðsjónar en þeir sem séð hafa hvorutveggja kvikmyndina og leiksýn- inguna geta dæmt um hversu líkt er á með þeim. Aðalatriðið er þó að leikgerðin er íslenskt handrit, unnið eftir hugmyndum íslenskra lista- manna og af sjálfu leiðir að talsverð áhætta er tekin með útkomuna. Hversu miklu auðveldara hefði verkið ekki orðið ef til hefði verið erlend leikgerð sem aðeins hefði þurft að klæða í ís- lenskan leikbúning, leikararnir að læra hlut- verkin sín og allir hefðu vitað frá upphafi að þetta væri leikgerð sem „farið hefði sigurför um heiminn undanfarin misseri“. Það hefði sannarlega verið auðveldara en um leið minna skapandi, þar sem frumsköpun í listum er ávallt meira gefandi en eftirtökur af fyrirmyndum. Sýning Þjóðleikhússins á Veislunni eftir Thomas Vinterberg er byggð á samnefndri kvikmynd sem Vinterberg skrifaði handritið að. Kvikmyndin og leikhandritið eru einnig mjög lík í útfærslu, svo mjög að sá sem hefur séð kvikmyndina veit gjörla hvernig sagan mun ganga fyrir sig, fátt kemur á óvart að því leyti. Það er þó ekkert einsdæmi og góð saga þolir ágætlega að vera sögð bæði í bíó og leikhúsi. Fyrir hálfu öðru ári eða svo var leikritið Veislan frumsýnd í tveimur leikgerðum í Þýskalandi af tveimur leikhúsum í Dortmund og Dresden með einungis dags millibili. Sviðsetning og út- færsla var býsna ólík, svo mjög að þýskir gagn- rýnendur báru þær óspart saman og veltu fyrir sér hvor leiðin væri verkinu þénanlegri. Í Dort- mund þótti gagnrýnendum sýningin „leik- húslegri“ þar sem raunsæi er látið lönd og leið og m.a.er nýlátin systir í fjölskyldunni á reiki um sviðið í mörgum atriðum. Að öðru leyti var sýningin greinilegameð hefðbundnara sniði en Dresden-sýningin. Leikhúsgestunum var ekkiboðið til borðs með persónum leiks- ins. Þeim var ekki boðinn matur og mynd- bandstækni var ekki notuð í sýningunni. Þá var ekki lifandi tónlist undir máltíðinni. Þrátt fyrir að gagnrýnendur væru sæmilega hrifnir af þessari sýningu er greinilegt að hrifn- ing þeirra beindist nær öll í átt til Dresden. Þeir hæla allflestir sýningunni frá Dresden hástöf- um og þá einkum sviðssetningu og útfærslu leikstjórans Michael Thalheimer og sviðsmynd Olaf Altmann. Lýsingin á sviðsetningu Dresdensýningarinnar er sem hér segir: Risa- stórt borð, sem jafnframt er notað sem leiksvið. Áhorfendur sitja við hlið leikara og blanda við þá geði á stundum. Þeir eru dregnir inn í leik- inn, fínlega og bara ef þeir kæra sig um. Borin er fram þríréttuð máltíð, rauðvín og hvítvín. Leikarar ganga um beina. Leifur frændi filmar stöðugt og vídeómyndinni er samtímis varpað uppá vegg. Píanóleikari spilar undir. Það vekur athygli að enginn er skrifaður sem höfundur leikgerðar í hvorugu tilfelli en þó er greinilegt að leikgerðina í Dresden hefur leik- stjórinn, Michael Thalheimer, búið til, því hon- um er óspart hælt fyrir hugmyndaríka útfærsl- una. Lengd sýninganna var ekki hin sama því sýn- ingin í Dresden tók um 3 tíma, en í Dortmund tók sýningin nánast jafnlangan tíma og bíó- myndin. Að lokum velta gagnrýnendurnir því fyrir sér hvað leikhúsin þyrsti í góðar sögur, sem um þessar mundir sé einkum að finna í bíómynd- unum og því sé ekkert skrýtið við það að leik- húsið sæki á þau mið eftir góðu efni. Það er erfitt að láta sér detta í hug slíka til- viljun að listrænir stjórnendur Veislunnar í Þjóðleikhúsinu hafi „dottið niðurá“ nákvæm- lega sömu lausn í sviðsetningu sinni og gert var í Dresden í fyrra. Að sumu leyti má það kannski einu gilda og dregur ekkert úr gæðum sýning- arinnar fyrir áhorfendur eða þunga upplifunar- innar. Það sem er aðfinnsluvert er að ekki skuli vera gengið hreint til verks og raunverulegir höfundar sviðsetningarinnar tilfærðir með rétt- um hætti. Hér er því verið að fara einfalda og ódýra leið að flóknu markmiði; einmitt öfuga leið við þá sem Borgarleikhúsið kaus að fara er það ákvað að sviðsetja Kryddlegin hjörtu. Nú er það alls ekki óalgengt að höfund-arréttur að sviðsetningu leik-húsverka fylgi þeim á milli landa.Þetta tíðkast mjög með sviðsetningu stærri söngleikja og er strangt eftirlit haft með því að öllum fyrirmælum sé fylgt út í ystu æsar af hálfu handhafa höfundarréttar. Þegar Þjóð- leikhúsið tók til sýninga nokkra vinsæla söng- leiki á 9. áratug síðustu aldar, Vesalingana og Gæja og píur, var gert góðlátlegt grín að því að þær væru sviðsettar eftir myndböndum sem bárust frá umboðsmönnum höfunda í London. Þó var ekki um neitt annað að ræða ef verkin áttu að fást sýnd á annað borð. Fyrir hefur komið að kröfur um sviðsetningu hafa verið svo yfirgengilegar að íslensku leihúsin hafa ekki haft nokkur tök á að ganga að þeim. Dæmi um slíkt er Óperudraugurinn eftir Andrew Lloyd Webber. Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins um þessar mundir er Með fulla vasa af grjóti. Sú sýning var sviðsett af írskum leikstjóra, þeim sama og hefur sviðsett verkið víða um heim. Hann fylgir nákvæmlega sömu aðferð alls stað- ar og er ekkert um það segja þar sem þetta er hans hugmynd og hún er jafngóð hér og annars staðar. Það er því í sjálfu sér ekkert athugavert við það þótt góðar hugmyndir séu nýttar oft og vel; það sem stingur í augun er að reynt skuli að slá ryki í augu okkar hér uppi á Íslandi og láta sem króginn hafi fæðst hér og nú þegar hann er löngu kominn á legg og búinn að geta sér nafn erlendis. Loks er ekki úr vegi að brýna íslenska leik- húsgagnrýnendur til að hafa þetta í huga þegar þeir fjalla um leiksýningar og gera skýran greinarmun á íslenskri frumsköpun og íslenskri endursköpun á erlendri frumsköpun; vökva þann gróður sem gægist upp af og til upp úr moldinni og gera jafnvel ósanngjarnan sam- anburð við erlendu stofupottablómin. Frumsköpun eða endurvinnsla Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Veislan í sýningu Þjóðleikhússins. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is VEISLAN í sýningu Stadtschauspiel í Dresden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.