Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/4 –27/4 ERLENT INNLENT  Reykjavíkurlistinn nýt- ur 51,7 % fylgis og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur 43,4% fylgi, skv. skoð- anakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun Há- skóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið 19.–28. apríl. F-listinn hefur 3,5% fylgi. Miðað er við þá sem tóku afstöðu.  38 ÁRA gömul kona var úrskurðuð í gæslu- varðhald til 7. júní í þágu rannsóknar á voveiflegum dauðdaga níu ára gam- allar dóttur hennar.  FJÖLMARGAR kvart- anir bárust Námsmats- stofnun vegna samræmds prófs í stærðfræði í 10. bekk. Prófið var sagt of þungt og ekki í samræmi við kennsluefni.  LANDSVIRKJUN kynnti skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu. Nátt- úruverndarsinnar gagn- rýna skýrsluna.  20.000 manns mót- mæltu of vægum dómum í kynferðisbrotamálum með því að setja nöfn sín á undirskriftarlista.  HREINAR skuldir í samstæðureikningi Reykjavíkurborgar eru 9,5 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlun ársins 2001.  HÆSTIRÉTTUR dæmdi austurrískan mann sem var handtekinn með um 67 þúsund e-töfl- ur í Leifsstöð í 9 ára fang- elsi. Héraðsdómur hafði dæmt hann í 12 ára fang- elsi. Alþingi samþykkir veiðigjald FRUMVARP sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða var samþykkt á Alþingi á föstu- dag. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um að lagt verði á 9,5% aflagjald á handhafa aflaheimilda. Gjaldið leggst á í áföngum á árunum 2004 til 2009 og hækkar úr 6% í 9,5% af aflaverðmæti að frádregnum olíu-, rekstrar- og launakostnaði. Frumvarpið var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 23. Þingmenn stjórn- arandstöðunnar voru á móti og sömu- leiðis Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum. Heimilt að veita ÍE ríkisábyrgð FJÁRMÁLARÁÐHERRA er nú heimilt að veita einfalda ábyrgð á skuldabréfum, útgefnum af móður- félagi Íslenskrar erfðagreiningar, de- CODE Genetics inc., að fjárhæð allt að 200 milljónum bandaríkjadala eða um 20 milljörðum íslenskra króna. Í frum- varpinu segir að ábyrgðin verði veitt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 27 þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu en þrettán þingmenn sögðu nei. 12 þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, þrír stjórnarþing- menn og níu þingmenn Samfylkingar- innar. Vextir lækka um 0,3% BANKASTJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að lækka vexti í endurhverfum viðskiptum bankans við lánastofnanir um 0,3%, frá og með næsta uppboði á á endurhverfum verðbréfasamningum sem haldið verður 7. maí nk. Aðrir vext- ir bankans hafa þegar lækkað um 0,3% Viðskiptabankarnir lýstu því yfir að þeir muni í meginatriðum fylgja þessari vaxtalækkun Seðlabankans. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hét því á fimmtudag að end- urreisa heimastjórn Palestínumanna en stjórnkerfi hennar er í rúst eftir langvarandi hernaðaraðgerðir. Ísrael- ar afléttu herkvínni um aðsetur hans í Ramallah fyrr um daginn. Arafat, sem fór frjáls ferða sinna í fyrsta skipti síð- an í desember, krafðist þess að Ísrael- ar hættu þegar umsátri sínu um Fæð- ingarkirkjuna í Betlehem en þar hafast enn við nálægt tvö hundruð Pal- estínumenn, þ.á m. nokkur hópur vopnaðra manna. Um eitt hundrað stuðningsmenn fögnuðu forsetanum þegar hann kom undir beran himin á nýjan leik en hann hefur verið innandyra undanfarna 34 daga. Arafat, sem fordæmdi Ísr- aelsstjórn harkalega, notaði því næst tækifærið og skoðaði ummerki hern- aðaraðgerða Ísraela í Ramallah. Samkomulag náðist um að herkvínni í Ramallah yrði aflétt með milligöngu Bandaríkjamanna. Sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti að nú yrði Arafat að sýna að hann geti veitt þjóð sinni þá forystu sem hún þarfnaðist. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og tilkynnti jafnframt að Bandaríkin, Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusam- bandið og Rússland stefndu að því að halda friðarráðstefnu með þátttöku Palestínumanna og Ísraela í sumar. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði að sú ákvörðun Kofis Annans, framkvæmdastjóra SÞ, að leysa upp nefnd, sem ætlað hafði verið að rannsaka ásakanir um að Ísr- aelsher hefði framið fjöldamorð í borg- inni Jenín, væri mikið áfall. Mannrétt- indasamtökin Human Rights Watch greindu hins vegar frá því að rannsókn þeirra hefði ekki leitt í ljós að fjölda- morð hefðu verið framið í Jenín. Hins vegar benti ýmislegt til að þar hefðu e.t.v. verið framdir stríðsglæpir. Vill endurreisa heimastjórn  EINN helsti ráðgjafi Slobodans Milosevic, fyrr- verandi Júgóslavíuforseta, í Kosovo-deilunni árið 1999 gaf sig á fimmtudag fram við stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Maðurinn heitir Nikola Sainovic, var for- sætisráðherra Serbíu 1993 og um hríð aðstoð- arforsætisráðherra Júgó- slavíu, hann stjórnaði einnig leyniþjónustu lög- reglunnar og hersins.  NIÐURSTAÐA lög- þingskosninganna í Fær- eyjum á þriðjudag var sú að stjórnin og stjórn- arandstaðan fengu jafn- marga þingmenn og er þetta í fyrsta sinn sem þessi staða kemur upp. Úrslit kosninganna sýna að komin er upp patt- staða í færeyskum stjórn- málum, að sögn Anfinns Kallsbergs lögmanns.  MEIRA en milljón manna tók þátt í mótmæl- um gegn hægriöfgamann- inum Jean-Marie Le Pen á götum franskra borga 1. maí. Á sama tíma sóttu nokkur þúsund manns úti- fund Le Pens í París. Síðari umferð forseta- kosninganna milli Le Pens og Jacques Chirac forseta verður í dag, sunnudag.  UM 100 þúsund manns komu saman á útifundi í Erfurt í Þýskalandi sl. föstudag til að minnast þess að vika var liðin frá því að ungur maður skaut til bana 16 manns í Gut- enberg-framhaldsskól- anum og loks sjálfan sig. UM 200 manns sóttu opinn borg- arafund með frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksins í Grafarvogi á fimmtudagskvöld. Þar kynntu Guð- laugur Þór Þórðarson borgar- fulltrúi og Björn Bjarnason, borg- arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, skipulagshugmyndir flokksins á svæðinu, sérstaklega var fjallað um Landssímalóðina, Geldinganesið og hugmyndir um skrúðgarða í Graf- arvogi. Emil Örn Kristjánsson, íbúi í Grafarvogi og einn af forsvars- mönnum undirskriftasöfnunar gegn fyrirhuguðu skipulagi á Landssíma- lóð, talaði fyrir hönd íbúa. Á Landssímalóð er gert ráð fyrir þéttri íbúðarbyggð, með þremur háreistum húsum. Guðlaugur Þór sagði í samtali við Morgunblaðið að sjálfstæðismenn vildu taka upp skipulagið og endurskipuleggja svæðið í samræmi við aðra byggð á svæðinu. „Menn eru mjög óánægðir með framkomu borgaryfirvalda í þessu máli. Þessar skipulagshug- myndir eru á skjön við þá íbúar- byggð sem er fyrir á svæðinu. Það sama á við um Geldinganesið. Fólk er ekki mjög spennt fyrir því að fá stórskipahöfn við sína byggð. Við fundum mikinn samhljóm við okkar málflutning á fundinum, stefna sjálfstæðismanna og íbúanna fer al- veg saman,“ sagði Guðlaugur Þór. Á fundinum var sýnt myndband sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið útbúa þar sem sést hvernig ætlað er að flytja Geldinganesið yf- ir í Eiðsgranda þar sem stendur til að byggja á landfyllingum. Sjálf- stæðisflokkurinn vill að í Geldinga- nesi rísi íbúðarbyggð og vill að fall- ið verði frá hugmyndum um gerð hafnar. Hugmyndir um skrúðgarða Einnig voru kynntar hugmyndir Guðlaugs um skrúðgarða og græn svæði í Grafarvogi. „Grafarvogur- inn er mjög stórt hverfi og á bara eftir að stækka. Þar er enginn garður eða staður þar sem fólk get- ur komið saman á. Það er mikil samkennd í hverfinu, íbúarnir koma t.d. saman á Grafarvogsdeg- inum og mér finnst mjög mikilvægt að þessi svæði verði tekin frá með- an þau eru óbyggð,“ segir Guð- laugur. Hann hefur lagt fram til- lögur í umhverfis- og heilbrigðis- nefnd um að unnið verði að tillögum að grænu svæði, annars vegar við Gufunesbæinn gegnt Gylfaflöt og hins vegar fyrir botni Grafarvogs. Fundur frambjóðenda D-lista með íbúum Grafarvogs Vilja endurskipuleggja Landssímalóðina Morgunblaðið/Kristinn Um 200 Grafarvogsbúar sátu fundinn sem haldinn var í Rimaskóla. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að ekki sé vilji til að breyta ákvæðum um húsaleigu- bætur þannig að hægt verði að fá bætur fyrir leigu á einstökum herbergjum. Þetta fyrirkomulag var gagnrýnt á málþingi um fá- tækt í Hallgrímskirkju um síð- ustu helgi og hefur Björn Bjarna- son, borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokks, sagt að honum virðist sem þarna sé komið gat á öryggisnet velferðarkerfisins. Páll segir að þetta útspil Björns hafi komið honum nokkuð á óvart. „Ég veit það reyndar af langri reynslu í pólitík að það er freistandi fyrir frambjóðendur að tala eins og hver vill heyra. Ég bar þessa skoðun undir fjármála- ráðherra, flokksbróður hans, og hann var ekki sammála Birni Bjarnasyni. Ég hef ekki heyrt það sjónarmið úr fjármálaráðu- neytinu að það sé mikill vilji fyrir því að útvíkka rétt til húsaleigu- bóta. Mér finnst satt að segja ým- islegt brýnna í þjóðfélaginu en gera það,“ segir Páll. Hann segist telja það yfirdrifið að segja að með því að greiða ekki með leigu herbergja sé fólki haldið í fá- tækragildru. Páll segir að erlendis séu hvergi greiddar bætur fyrir leigu á einstökum herbergjum, að því að vitað sé til í ráðuneytinu. Hann segir að ekki sé um mjög háar fjárhæðir að ræða þegar herbergi eru leigð út, leigan sé ekki íþyngjandi eins og hún geti verið af íbúðum. Komið hefur fram í Morgunblaðinu að algeng leiga fyrir herbergi sé á bilinu 20–30 þúsund krónur. Páll segir að hætta á misnotk- un myndi aukast ef farið yrði að greiða með leigu fyrir herberg- iskytrur. „Síðast en ekki síst er æskilegt og við erum að reyna að hjálpa fólki að komast í viðunandi húsnæði,“ segir Páll. Lítið framboð hefur verið á leiguhúsnæði undanfarið sem hef- ur orðið til þess að hækka leigu. Páll segir að nú sé verið að gera mikið átak til að bæta við leigu- húsnæði. Í fyrsta lagi sé verið að hjálpa sveitarfélögunum til að reka leiguhúsnæði, á þingi í fyrra- dag hafi t.d. verið gengið frá laga- setningu sem leysi þann vanda sem sveitarfélögin hafi mörg komist í vegna leiguhúsnæðis. Lána út á 400 leiguíbúðir Þá láni Íbúðalánasjóður út á 400 leiguíbúðir á ári, með nið- urgreiddum 3,5% vöxtum, sem ætlaðar eru fólki undir skilgreind- um tekju- og eignarmörkum. „Svo er sérstakt átak komið í gang í samstarfi félagsmálaráðuneytis, lífeyrissjóðanna og Íbúðalána- sjóðs auk þess sem sveitarfélög- unum er ætlað að koma að því. Það stendur til að byggja í sér- stöku átaki 600 leiguíbúðir á næstu fjórum árum, 150 íbúðir á ári.“ Ekki vilji til að auka rétt til húsaleigubóta BRÉF skrifstofustjóra borgarverk- fræðings um skipulag og starfsemi Höfuðborgarstofu var samþykkt í borgarráði með fjórum samhljóða atkvæðum sl. þriðjudag, en því jafnframt beint til framkvæmda- stjóra að nafngift verði skoðuð nán- ar. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins kemur fram að þeir telji mikilvægt að koma á markviss- um vinnubrögðum og skipulagi í ferðamálum og samræma krafta þeirra innan borgarkerfisins sem að þeim málum komi. Málaflokkurinn hafi liðið fyrir tilviljanakenndar að- gerðir og tíðar og ruglingslegar skipulagsbreytingar undir stjórn R-listans, en fyrirliggjandi tillögur nú rétt fyrir kosningar séu um margt til verulegra bóta. Þó skorti enn á fullnægjandi upplýsingar um stjórn málaflokksins og stefnumót- un, umfang verkefnisins og heiti og tilflutning innan borgarkerfisins og heildarkostnað. Í bókuninni segir ennfremur að mikilvægt sé að þessar upplýsingar og ákvarðanir liggi fyrir áður en haldið verði af stað. Ekkert liggi á, m.a. vegna þess að væntanleg Höf- uðborgarstofa hefji ekki starfsemi fyrr en á næsta ári og afgreiðsla málsins sé enn eitt dæmið um flumruganginn í vinnubrögðum borgarstjóra og R-listans. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gagnrýna skipulag og starf- semi Höfuðborgarstofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.