Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 23
hafi verið erfiður tími en „hreint með ólíkindum skemmtilegur.“ Hann bætir við: „Það er eitthvað sérstakt og heillandi við allt sem heitir fjöl- miðlun. Enginn dagur er eins – það er alltaf verið að reyna að setja eitthvað nýtt og spennandi fram, jafnframt því sem við erum að reyna að end- urspegla samfélagið og taka þátt í umræðu um þjóðfélagsumbætur. Uppbyggingin á ritstjórn Fróða er þannig að lögð er áhersla á að rit- stjórar hvers og eins tímarits starfi sjálfstætt og beri ábyrgð á sínum blöðum. Við höfum verið afskaplega heppin með það fólk sem hér starfar, það er metnaðarfullt en jafnframt ábyrgt og það hefur líka verið lán okkar hversu vel okkur hefur haldist á fólki, en margir þeirra sem hér starfa hafa átt með mér samleið nær allan tímann.“ Magnús segir að eðli málsins sam- kvæmt verði Fróðafólk að fylgjast vel með því sem er að gerast erlendis og stefnum og straumum í tímaritaút- gáfu í heiminum. „Við höfum sótt þekkingu til útlanda, aðallega til Bretlands og Norðurlandanna og átt mikil og ánægjuleg samskipti við nokkur útgáfufyrirtæki. Sjálfur hef ég heimsótt mörg erlend tímaritafyr- irtæki og eftir slíkar heimsóknir hef ég verið enn sannfærðari en áður um hvað við stöndum okkur í raun og veru vel, miðað við þær aðstæður sem við búum við. Á ritstjórnum hlið- stæðra tímarita og við gefum út starf- ar allt að því tíu sinnum fleira fólk en hjá okkur og það er erlendum útgef- endum undrunarefni hvers við erum megnug. Tímaritaútgáfa er raunar ekki einsdæmi þegar kemur að slík- um samanburði heldur er það senni- lega innbyggt í íslensku þjóðarsálina að aðlaga sig að möguleikum sínum. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að við stöndum framarlega í saman- burði við erlend tímarit og séum fljót að tileinka okkur allar nýjungar bæði í efnisvali og framsetningu, – að við séum nútímalegri en mörg af eldri út- gáfufyrirtækjunum erlendis.“ Bókaútgáfa og margmiðlun Þótt tímaritaútgáfan sé veigamest í rekstri Fróða hf., hafa hinar deild- irnar tvær, bókaútgáfan og marg- miðlunardeildin, einnig gegnt veiga- miklu hlutverki í rekstrinum. „Fljótlega eftir að ég kom að rekstri fyrirtækisins fórum við að taka fyrstu skrefin í bókaútgáfu,“ sagði Magnús. „Við ætluðum okkur aldrei stóran hlut á þeim vettvangi, höfðum þetta nánast sem aukabúagrein. Okkur gekk samt vel og vorum með höfunda sem sannarlega slógu í gegn og urðu metsöluhöfundar ár eftir ár. Nægir þar að nefna Þorgrím Þráinsson og Ómar Ragnarsson. Fyrir nokkrum árum var bókaútgáfan Iðunn, sem er ein elsta og virtasta bókaútgáfa landsins, sameinuð Fróða. Tilgangur- inn með því var að huga að meiri landvinningum á þessu sviði og ná meiri festu í bókaútgáfuna. Á því sviði hafa sóknarfærin hins vegar verið takmörkuð af mörgum ástæðum, en ekki síst vegna þess uppnáms sem óneitanlega er á sölumarkaðinum fyrir jólin, sem óneitanlega er aðal- markaðstími bókanna. Eins og nú er glögglega að koma fram hafa útgef- endur komið sárir úr þeirri viðureign og framtíðin er óljós ef svo heldur sem horfir. Því höfum við frekar valið þann kostinn að fara að öllu með gát á þessu sviði og höfum frekar fetað þá slóð sem Iðunn var reyndar komin inn á, að gefa út bækur sem eiga sér lengri sölu- og líftíma.“ Um margmiðlunardeild Fróða sagði Magnús að undanfarin tvö ár hefði verið lagt í mjög mikla og kostn- aðarsama þróunarvinnu en henni væri nú að mestu lokið. „Það er ekk- ert vafamál að margmiðlunin er það sem koma skal og fólk mun í vaxandi mæli nýta sér þá möguleika sem hún býður upp á. Það var annað hvort fyr- ir okkur að reyna að stíga stór skref á þessum vettvangi, eða láta hann eiga sig að mestu. Í þeirri þjónustustarf- semi sem við hyggjumst standa fyrir í margmiðlun höfðum við allgóðan grunn að byggja á, þar sem var hand- bókin Íslensk fyrirtæki sem gefin hefur verið út í bókarformi í áratugi. Sú þróunarvinna sem lagt var í stefn- ir að því að fólk geti fengið alhliða og fullkomna þjónustu í samskiptum sínum og viðskiptum við íslensk fyr- irtæki. Eins og ég sagði er þessari þróunarvinnu núna að ljúka hjá okk- ur og stendur til að kynna og mark- aðssetja starfsemina á næstunni. Er- um við þess fullviss að nú getum við boðið upp á lausnir sem taka öðru fram sem verið hefur á markaðinum á Íslandi.“ Veltan 1,1 milljarður króna Starfsemi tímaritaútgáfu Fróða byggist á þremur aðaltekjustofnum, þ.e. áskrift, lausasölu og auglýsing- um. Eins og aðrir fjölmiðlar og út- gáfustarfsemi hefur tímaritaútgáfan ekki farið varhluta af efnahagssam- drættinum að undanförnu. „Við fórum að finna fyrir sam- drætti á auglýsingamarkaði á seinni hluta síðasta árs. Þegar ég fór að hafa afskipti af tímaritaútgáfu fyrir tutt- ugu árum var tekjusamsetningin þannig að tekjur af blaðasölunni voru 35–40% og auglýsingatekjur voru 60– 65%. Nú hefur þetta hlutfall snúist al- gjörlega við og auglýsingatekjurnar eru ekki nema um þriðjungur heild- arteknanna. Samdrátturinn hefur vissulega komið við okkur og skapað okkur erfiðleika en kannski þó minna en hann hefði gert áður. Undanfarna mánuði hefur enn orðið samdráttur miðað við sama tíma í fyrra, en hann er þó innan við 10%. Blaðasala hefur verið þó verið góð og þar höfum við haldið alveg í horfinu, en sú aukning sem við höfðum vonast eftir hefur lát- ið standa á sér. Miðað við það að við höfum þrefaldað blaðasölu okkar á síðustu tíu árum er kannski ekkert óeðlilegt að stöðnun verði í ákveðinn tíma þegar þrengir að. Við vonum auðvitað, eins og allir aðrir, að þetta tímabil verði skammvinnt og að tæki- færi gefist til nýrrar sóknar.“ Velta Fróða hf. á þessu ári verður væntanlega um 1,1 milljarður króna og er það um 15% aukning frá fyrra ári og við gerum okkur um að ná jöfn- uði í rekstri, en í fyrra varð tap á rekstrinum aðallega vegna þess að lagt var í mikinn þróunarkostnað í margmiðlunardeild fyrirtækisins og einnig vegna mikillar hækkunar á fjármagnskostnaði. Fastir starfs- menn Fróða hf. eru nú um 140 talsins, en auk þess vinna um 500 manns hlutastörf fyrir fyrirtækið. „Ég er bjartsýnismaður og er viss um að framtíðarmöguleikarnir í tíma- ritaútgáfu á Íslandi eru miklir,“ sagði Magnús. „Mynstrið á örugglega eftir að taka miklum breytingum á kom- andi tímum en tímaritin munu halda sínum sessi sem afþreyingar- og upp- lýsingamiðlar. Reynslan erlendis frá sýnir okkur það að tímaritin þar hafa haldið sínu og vel það, þótt samdrátt- ur hafi orðið í annarri fjölmiðlaneyslu fólks og það er engin ástæða til þess að ætla að raunin verði önnur hér á landi. Við gerum þó ráð fyrir því að vöxtur fyrirtækisins muni að veru- legu leyti mótast af möguleikum í margmiðlun, en eins og ég hef áður sagt erum við að undirbúa stór skref á þeim vettvangi.“ gugu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 23 Besta verðið til Barcelona í beinu morgunflugi Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Barcelona 10 sumarið í röð til þessara heillandi borgar við Miðjarðarhafið. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Við bjóðum þér vinsælustu gististaðina, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.365 M.v. hjón með 2 börn, 21. maí, flugsæti, skattar innifaldir. Alm. verð kr. 36.085. Verð kr. 59.950 Flug og gisting, vikuferð, 21. maí, Hotel Paralell með morgunmat. Alm. verð kr. 62.950. Beint flug alla þriðjudaga í sumar 10 ár til Barcelona Bókaðu til Barcelona frá 34.365 kr. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.