Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 51
Í laugardagsblaði
Morgunblaðsins eru
birtar sex greinar
með málflutningi
nafnkunnra sjálfstæð-
ismanna gegn Reykja-
víkurlistanum, þar af
eitt langt lesendabréf,
en einungis ein grein
þar sem mál eru reif-
uð út frá sjónarhóli
Reykjavíkurlistans.
Ritstjórn Morgun-
blaðsins er vandi á
höndum við val á um-
ræðugreinum í blaðið
þar sem þær berast
nú í hundraðatali að
hennar sögn vegna
sveitarstjórnarkosninga um allt
land. Val hennar er af þessum sök-
um þeim mun athyglisverðara.
Samkvæmt skoðanakönnunum
má gera ráð fyrir að í hópi lesenda
Morgunblaðsins séu að minnsta
kosti jafnmargir stuðningsmenn R-
lista og D-lista. Það ætti því að
vera metnaðarmál ritstjórnar og
hagsmunamál útgefenda að endur-
spegla ólíkar skoðanir og halda
jafnvægi í pólitískri umræðu á síð-
um blaðsins.
Í þessu sambandi er einnig at-
hyglisvert að fimm af sex greinum
þar sem sett er fram gagnrýni á
Reykjavíkurlistann fjalla um fjár-
mál. Sú áhersla er í samræmi við
þá ákvörðun D-listans í Reykjavík
að fylla allt umræðurými í fjöl-
miðlum með umfjöllun um fjármál,
enda þótt fram hafi komið í könn-
un Gallups að kjósendur setji önn-
ur mál á oddinn, til að
mynda skóla- og leik-
skólamál og skipu-
lagsþróun borgarinn-
ar.
Morgunblaðið er
gríðarlega öflugur
fjölmiðill og því hljót-
um við að gera til
hans ríkar kröfur um
fagmennsku og óhlut-
drægni, ekki síst í að-
draganda kosninga.
Hér fyrr á árum þótt
ekkert tiltökumál þótt
Morgunblaðið beinlín-
is gengi erinda Sjálf-
stæðisflokksins á
landsvísu og í sveit-
arstjórnarmálum, en á seinni árum
hefur það markað pólitískri af-
stöðu bás í leiðurum og öðrum rit-
stjórnargreinum. Þessi þróun hef-
ur verið í takt við kröfur tímans og
hefur styrkt mjög stöðu blaðsins
sem fjölmiðils. Það er mikið um-
hugsunarefni og um leið sorglegt
ef nú hefur verið ákveðið að hverfa
aftur til hinna fyrri tíma.
Blað allra landsmanna á líka að
vera blað allra borgarbúa.
Aths. ritstj.
Vegna greinar Ingvars Sverris-
sonar er rétt að taka eftirfarandi
fram: Í kosningabaráttunni sem nú
fer fram fyrir sveitarstjórnakosn-
ingarnar hefur Morgunblaðið lagt
áherzlu á að veita aðsendum grein-
um um kosningarnar forgang og að
bið eftir birtingu slíkra greina sé
sem stytzt. Greinar birtast að jafn-
aði nokkrum dögum eftir að þær
berast, jafnvel daginn eftir.
Undanfarna daga hefur mun
meira borizt blaðinu af greinum
frá frambjóðendum og stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík en frá frambjóðendum
og stuðningsmönnum Reykjavíkur-
listans. Þegar greinum var raðað í
laugardagsblað lágu fyrir tvær
greinar frá stuðningsmönnum R-
lista en á annan tug frá stuðnings-
mönnum D-lista. Önnur greinin frá
stuðningsmönnum R-lista þurfti að
bíða birtingar fram yfir helgi
vegna þess að greininni fylgdi ekki
mynd og ekki var búið að útvega
mynd af greinarhöfundi.
Morgunblaðið gætir fyllsta jafn-
ræðis í birtingu aðsendra greina,
en það þýðir ekki að það seinki
birtingu greina frá D-lista ef fáar
greinar berast frá stuðningsmönn-
um R-lista eða öfugt. Það væri í
ósamræmi við þá stefnu blaðsins
að vera opinn vettvangur fyrir
skoðanaskipti. Þvert á móti fá báð-
ir sömu þjónustu.
Morgunblaðið getur heldur ekki
sagt greinarhöfundum fyrir verk-
um um val á umfjöllunarefni eða
stungið undir stól greinum, sem
fjalla um tiltekin málefni í kosn-
ingabaráttunni. Engin breyting
hefur orðið á þeirri stefnu blaðsins
að taka ekki pólitíska afstöðu í
fréttaskrifum eða í birtingu að-
sendra greina og það er fráleitt af
kosningastjóra Reykjavíkurlistans
að gefa annað í skyn.
Ritstj.
Blað allra borgarbúa?
Reykjavík
Gera má ráð fyrir, segir
Ingvar Sverrisson, að í
hópi lesenda Morg-
unblaðsins séu að
minnsta kosti jafn-
margir stuðningsmenn
R-lista og D-lista.
Höfundur er kosningastjóri
Reykjavíkurlistans.
Ingvar
Sverrisson
FRÉTTIR
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
AÐEINS innsiglaður sendiráðspóst-
ur er undanþeginn öryggisleit á flug-
völlum en allur handfarangur og far-
angur sendiráðsstarfsmanna sætir
leit, rétt eins og farangur annarra far-
þega.
Innsiglaðan sendiráðspóst má
hvorki gegnumlýsa né leita í honum á
annan hátt. Stefán Thordersen, for-
stöðumaður öryggissviðs Flugmála-
stjórnar á Keflavíkurflugvelli, segir
að mælt sé fyrir um þetta í alþjóða- og
Evrópuregum um flugvernd og í Vín-
arsáttmálanum um diplómatísk sam-
skipti. Sendimenn erlendra ríkja eigi
að geta sent póst án þess að eiga á
hættu að óviðkomandi komist að því
hvað sé verið að senda á milli.
Ábyrgðinni á því að skoða farangur-
inn sé með þessu varpað yfir á við-
komandi ríki en sendiráðspóstur hafi
aldrei verið notaður til að stofna ör-
yggi flugvéla í hættu. Spurður um
hvort ekki ætti að vera óhætt að
gegnumlýsa póstinn segir Stefán að
gegnumlýsingavélar séu orðnar það
góðar að greinilega sjáist hvað verið
sé að flytja. Jafnvel þó að vélarnar
greini ekki hvað stendur á skjölum sé
gegnumlýsing talin vera leit sem er
bönnuð samkvæmt alþjóðasamning-
um.
Í kjölfar hryðjuverkanna í Banda-
ríkjunum 11. september sl. voru ör-
yggiskröfur á flugvöllum hertar til
muna. Aðspurður segir Stefán að ekki
hafi komið til tals að breyta reglum
um sendiráðspóst af þessum sökum.
Þegar forseti Íslands kom til lands-
ins úr heimsókn frá Rússlandi í lok
síðasta mánaðar var nokkrum rúss-
neskum sendiráðsstarfsmönnum
meinað að taka með sér sendiráðspóst
í handfarangri með vélinni frá Kaup-
mannahöfn. Stefán segist ekki þekkja
málavexti en hann viti til þess að
sendiráðsstarfsmenn hafi keypt sér
sérstækt sæti í flugvélinni fyrir póst-
inn.
Sérstakar reglur gilda um opinber-
ar heimsóknir þjóðhöfðingja og hátt-
settra embættismanna en hvorki er
leitað á þeim sjálfum né í farangri
þeirra.
Ekki má leita í
innsigluðum
sendiráðspósti
VERIÐ er að undirbúa rafkver um
þvagfærasjúkdóma. Með rafkveri er
átt við samantekt á tölvutæku formi
sem sett verður á innra net Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri. Síðar
er ráðgert að kverið verði aðgengi-
legt fleirum.
Valur Þór Marteinsson, sérfræð-
ingur í þvagfæraskurðlækningum á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri,
er höfundur kversins. Í samtali við
Morgunblaðið sagði hann tilgang
rafkversins að gera upplýsingar um
sjúkdóma í þvagfærum aðgengilegar
læknum og læknanemum. Hann seg-
ir aðrar heilbrigðisstéttir þó einnig
geta nýtt sér fræðsluna. Þannig geti
menn opnað kverið hvenær sem er á
þessu rafræna formi til að leysa
vandamál sem þeir glíma við í dag-
legu starfi sínu.
Upplýsingarnar eru að mestu leyti
texti en Valur Þór segir einnig
nokkrar skýringarmyndir fylgja.
Hann segir ætlunina að uppfæra
textann eftir því sem tilefni gefist til
og framfarir innan þvagfæralækn-
inga krefjist. Vonast hann til að þetta
framtak geti aukið áhuga lækna-
nema og annarra heilbrigðisstarfs-
manna á þeim fjölþættu sjúkdómum
sem falla undir þvagfæralækningar.
Rafkver um þvag-
færasjúkdóma