Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 11 mynnið, ef það er talið raunhæft, þá væri hægt að byggja þarna nýja og fallega miðborgarbyggð með íbúðum á efri hæðum húsa en mikil spurn er eftir nýju íbúðarhúsnæði í miðborg- inni. Þarna mætti einnig koma fyrir kvikmyndahúsi, listaháskóla og fleiri stofnunum sem ekki hefur verið rúm fyrir í miðbænum. Þá værum við á þessu svæði ekki aðeins að byggja tónlistarhús heldur heilt hverfi í kringum tónlistarhúsið sem nyti góðs af þeirri miklu fjárfestingu og öfugt.“ Pétur segir að miklu bygginga- magni mætti koma fyrir á svæðinu ef menn gæfu sér réttar forsendur. „Þarna mætti líka koma fyrir hafn- sækinni starfsemi að hluta til eins og aðstöðu fyrir Landhelgisgæsluna og e.t.v. aðstöðu fyrir ferðamenn, svo dæmi séu tekin.“ Pétur telur að vinningstillaga að tónlistarhúsi tengi húsið ekki nógu vel við aðra hluta miðborgarinnar. „Samkeppnin um húsið hét Hug- myndasamkeppni um skipulag mið- borgar og hafnarsvæðis. Eins og samkeppnin var dæmd og útfærð í skilmálum þá snerist hún að mínu mati aðallega um að koma ráðstefnu- og tónlistarhúsi fyrir á lóð Faxaskála. Vinningstillagan tók ekki á miðborg- arþætti málsins þ.e. að tengja tónlist- arhúsið miðborginni. Í vinningstillög- unni er gert ráð fyrir neðanjarð- argöngum fyrir gangandi fólk frá tónlistarhúsinu sem koma upp á móts við þar sem „Bæjarins bestu“ eru núna. Geirsgatan er látin halda sér og ekkert gert til að láta hið ytra um- hverfi tónlistarhússins vera aðlað- andi. Mér finnst að tónlistar- og ráð- stefnuhúsið eigi að vera samvaxið borginni á þann hátt sem ég hef lýst hér að framan.“ Þörf á tengingu í umferðarstokk Trausti Valsson skipulagsfræðing- ur hefur í mörgu álíka skoðun á bein- um tengslum hins nýja svæðis á Austurbakka við Kvosina og Pétur. Hann bendir á að verkfræðileg úttekt hafi verið gerð á því árið 1992 að grafa umferðarstokk ofan í uppfyll- inguna í Miðbakka. Nú standi til að taka athafnasvæði Slippsins undir íbúðabyggð og er þar gert ráð fyrir nokkrum uppfyllingum. Þá væri upp- lagt að halda áfram með stokkinn frá Miðbakka fyrir framan Slippinn og yfir á uppfyllingarnar vestur á Granda. Með þessu þyrfti hvorki að breikka né flytja Mýrargötu. En samkvæmt núverandi hugmyndum myndi Mýrargatan verða fjögurra akreina og liggja í gegnum mitt Slippsvæðið sem lækkaði mjög verð- mæti lóða og fasteigna á því svæði og gerði þetta tilvonandi íbúðasvæði minna aðlaðandi vegna hávaða og mengunar. Trausti leggur áherslu á að í væntanlegri samkeppni um Slippsvæðið og í útfærslu á tónlistar- og ráðstefnuhúsi sé þessi möguleiki tekinn inn í en ekki útilokaður. Hins- vegar telur hann að þessi fram- kvæmd megi bíða í nokkur ár eða þangað til uppfyllingarnar stóru við ÞETTA eru svo óljós hug-tök að það er engin leiðfyrir venjulegt fólk aðátta sig á því við hvað er átt,“ sagði Gestur. „Almennt er þannig umræða ekki á mjög traustum grunni, sama hvort tal- að er um stjórnmálamenn eða marga sem fást við skipulag. Til dæmis vilja allir „efla miðborg- ina“, en þá er ef til vill rétt að spyrja hvað menn meina ná- kvæmlega með því? Eins og stað- an er í dag er víst sama hvað gert er. Það er varla annað hægt en að „efla“ miðborgina. Fagleg nálgun þessa máls felst hins vegar í að skilgreina vandamálin þannig að allir viti við hvað er átt. Ákveða síðan að taka á þeim í tiltekinni röð og ná mælanlegum árangri innan ákveðins tíma. Þannig fáum við skýr markmið og takmörk.“ Gestur segir að þétting byggð- ar sé ekki bara jákvæð, hún geti líka haft neikvæðar hliðar. „Það er ákveðið samhengi á milli nýt- ingarhlutfalls á lóð og umhverf- isgæða annars vegar og bygging- ar- eða framkvæmdakostnaðar hins vegar. Ef halda á umhverf- isgæðunum stöðugum, en auka nýtingarhlutfallið, verður það ekki gert nema framkvæmdin verði miklu dýrari. Oft skilja menn þetta ekki og það kemur yf- irleitt niður á gæðum umhverf- isins.“ Önnur neikvæð hlið er hugs- anleg verðfelling eldri fasteigna. Séu leyfðar nýbyggingar í göml- um hverfum, sem eru mikið frá- brugðnar byggðinni sem fyrir er, er hætt við að verð á eldri fast- eignum þar í kring falli. Gestur segir að séu gömul hús endurnýj- uð, eða rifin og ný byggð, eins og hugmyndir eru um við Laugaveg og í Kvosinni geti það haft um- talsverð áhrif á íbúasamsetningu. Í mörgum þessum gömlu húsum býr fátækt fólk sem fær mikil- væga vinnu í næsta nágrenni. „Ef þú endurbyggir þetta allt saman þá hækkar leigan eða verðið og þetta fólk hrekst í burtu, eins og hefur gerst í Grjótaþorpinu, þar sem ég á heima. Þetta fólk flytur oft í úthverfin þar sem enga vinnu er að fá. Þessar neikvæðu hliðar og fjölmargar aðrar þarf að skoða vandlega áður en farið er að tala um þéttingu sem einhverja alls- herjarlausn. Þétting byggðar er mjög vandmeðfarin ef hún á að hafa jákvæð heildaráhrif, enda getur það ekki verið æskilegt hlutverk skipulags að ganga á lögvarðan rétt fólks, verðfella fasteignir eða hrekja fátæklinga á flótta úr gömlum hverfum. Siða- reglur skipulagsfræðinga leggja þeim þær skyldur á herðar að hugsa fyrst og fremst um hags- muni almennings, en því er alls ekki þannig farið með marga aðra sem vinna við skipulag.“ Vantar umhverfismat þéttbýlis Gestur sagði að það væru held- ur ekki almennilega nútímaleg vinnubrögð að borg og ríki gerðu samkomulag um fjárfestingu í tónlistarhúsi, ráðstefnumiðstöð og hóteli í gamla bænum upp á 6 til 10 milljarða án þess að meta áður áhrif framkvæmdarinnar á aðliggjandi byggð. Allar svona stórframkvæmdir hefðu umtals- verð áhrif. Til væri aðferðarfræði til að meta slík áhrif nokkuð ná- kvæmlega og þá er líka yfirleitt reynt að bæta þeim skaðann sem verða fyrir neikvæðum áhrifum. Aðalatriðið er að vita hver þessi áhrif verða áður en bindandi ákvarðanir eru teknar, eins og í venjulegu umhverfismati, til þess að draga úr hættu á alvarlegum mistökum og ná almennri sátt um fyrirhugaðar framkvæmdir. En er hætta á að allar þær framkvæmdir sem rætt er um í og við miðbæ Reykjavíkur geti lækk- að verð á fasteignum sem fyrir eru á þessu svæði? „Þær geta sér- staklega lækkað verð húsa sem eru næst þessum framkvæmdum. Erlendis hafa menn þróað aðferð- ir til þess að taka á þessum mál- um, en við erum varla komin svo langt að ræða þetta. Íslensk skipulagslög segja að ef þú mót- mælir ekki skipulagi innan tilskil- ins frests hafir þú firrt þig bóta- kröfurétti. Svo er alltaf verið að breyta skipulaginu og almenning- ur sem á fasteignir áttar sig oft ekkert á þessu.“ Gestur var inntur álits á hug- myndum starfshóps um breytingar á Laugavegi og Banka- stræti. „Mér þykir það nú ekki mjög traustvekjandi, mán- uði fyrir kosningar, þegar margir hópar hafa verið að vinna deiliskipulag af þessu svæði, að þá fari for- maður skipulags- nefndar fyrir kaup- manni og embættis- mönnum borgarinnar um Laugaveginn og breyti því skipulagi sem búið er að vinna. Enda spyr fólk: Hvað kemur næst? Það er grundvallaratriði í skipulagsmálum að þar ríki ákveðin festa. Ekki eitt í dag og annað á morgun. Allir sem eru að fjárfesta, kaupa íbúðir eða fram- kvæma á þessu svæði taka mið af þeim ramma sem skipulag mynd- ar við sínar ákvarðanir. Það er líka vert að spyrja hvort aðgerðir, sem menn halda að geti leitt til þess sem kallað er „að efla miðbæ Reykjavíkur“, til dæmis tónlistar- og ráðstefnuhús, dugi til? Ég er þeirrar faglegu skoðunar að þær einar og sér dugi því miður ekki. Ég skil heldur ekki tilganginn með þeirri hugmynd að ætla að byggja bílastæði undir Tjörninni sem hugsanlega munu kosta 5–10 milljónir af almannafé, hvert stæði.“ Gestur telur að það skipti meg- inmáli að mynda jákvæðar ytri aðstæður fyrir frekari þróun mið- borgarinnar. Nú séu of litlir byggingarmöguleikar í miðborg- inni og nágrenni til þess að hún geti orðið lífvænleg og keppt við aðra miðbæi á höfuðborgarsvæð- inu og auk þess vanti sambærileg bílastæði og betri umferðar- tengsli eins og t.d. yfir Skerja- fjörð. En má skilja það svo að miðbænum og Kvosinni sé ekki viðbjargandi? Gestur segir ekki svo vera – „en ég held að til þess að þessi miðbær geti orðið virkilega „lif- andi“ þurfi að skapa hér umtals- verða byggingar- eða fram- kvæmdamöguleika. Nokkrar tillögur í nýafstaðinni samkeppni um hafnarsvæðið sýndu hvernig það væri hægt.“ Skortur á heildarstefnu Gestur óttast að tónlistarhúsið verði einangrað frá miðbænum, líkt og eyja í umferðarhafinu. „Mér og mörgum öðrum fannst það vera gullið tækifæri að nota samkeppnina og þessa fram- kvæmd til að taka á skipulagsvanda þessa svæðis, sem verðlaunatillagan gerir því miður ekki og opna frekari byggingarmögu- leika.“ En eru ekki mögu- leikar að gera það í sátt við verðlaunatil- löguna? Gestur segir að miklu þurfi að breyta til þess. „Áð- ur en farið verður út í fleiri samkeppnir þarna, eins og um Mýrargötusvæðið, tel ég æskilegt að borgaryfirvöld móti ákveðnari stefnu um hvað þau vilja sjá hér í miðbænum. Annað en að „efla miðbæinn“. Ef stjórnmálamenn skilgreina hvað þeir vilja þá á skipulagsfræðin yfirleitt leiðir til að ná þeim markmiðum. Ef hönn- uðir og skipulagsfræðingar eru hins vegar að keppa um mark- miðin sjálf er aldrei að vita hvað út úr því kemur. Þetta á ekki síst við yfirstandandi samkeppni um ráðuneytisbyggingar á svokölluð- um stjórnarráðsreit.“ En er eitthvað sérstakt hægt að gera til að hleypa nýju lífi í miðborgina? „Ég held að það sé mjög æskilegt að þarna verði t.d. fleiri hágæða íbúðir, skrifstofur og sérverslanir fyrir alla þessa stórkostlegu íslensku hönnuði sem við eigum. Svoleiðis starf- semi á tvímælalaust að vera í miðbæ höfuðborgarinnar. Hún myndi hjálpa til að draga fólk að og breikka viðskiptavinahópinn sem kemur niður í miðbæ. Það þarf líka að skilgreina betur hvað sé æskilegt hlutverk þessa svæð- is. Ég hef t.d. ekki séð miðbæ í neinni höfuðborg þar sem er starfsemi eins og í Kolaportinu, án þess að ég hafi nokkuð á móti Kolaportinu í sjálfu sér. Þetta er samt ein dýrasta lóðin á Íslandi og spurning hvort hún sé ekki betur nýtt öðruvísi, og aðliggjandi svæði í heild, sem er mjög illa nýtt núna. Ef þetta á að vera miðborg höf- uðborgar Íslands þurfum við að auka gæði á öllum sviðum, ekki bara með andlitslyftingu á göt- unum þótt það sé í sjálfu sér ágætt. Það þarf að gera svæðið svo eftirsóknarvert fyrir einstak- linga og fyrirtæki að menn sláist um að komast þangað. Ef þetta er sett á oddinn býður skipulags- fræðin upp á leiðir að því mark- miði. Ég hef trú á að það sé hægt.“ Hagsmunir almennings Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, sagði að þótt margt hefði þróast í rétta átt í skipulagsmálum væri umræðan oft ekki nógu markviss eða fagleg. Til dæmis notkun hugtak- anna „framtíðarsýn“ eða „að efla miðborgina“. Gestur Ólafsson Reykjavík sem menningar- og ráðstefnuborg. Það er mín skoðun að verðlaunatillagan úr hugmyndasamkeppni sem Reykjavíkurborg gekkst fyrir um svæðið leysi vel það marg- breytilega samspil sem henni var ætlað og tenging með neðanjarðar göngugötu undir Geirsgötu tryggir gott aðgengi og flæði milli miðborgar og hafnar sem er svo mikilvægt. Öll þau mál sem hér hafa verið nefnd eru lið- ur í því að efla og styrkja miðborg Reykjavíkur og treysta hana í sessi sem miðstöð menningar, stjórnsýslu, ferðaþjónustu, verslunar og við- skipta.“ Í kosningastefnu okkar sjálfstæðismanna er fjallað ítarlega um miðborgina. Við ætlum með öflugu átaki að treysta mannlíf í miðborginni og gera hana fjölskylduvæna á ný. Þetta ætlum við að gera með markvissu uppbyggingarstarfi, til dæmis með því að tryggja að friðunaráform komi ekki í veg fyrir eðlilega uppbyggingu og þróun. Markmið okkar er að sætta sjónarmið friðunar og uppbyggingar í gamla miðbænum á raunhæfan og markvissan hátt með samhæfðri heildarskipulagningu svæðisins. Við leggjum áherslu á að fjölga íbúum í miðborginni og treysta forsendur verslunar og annarrar at- vinnustarfsemi. Við ætlum að treysta stoðir miðborgarinnar með þekk- ingarþorpi á suðurvæng hennar í Vatnsmýrinni og ráðstefnu- og tónlistarhúsi á norðurvæng hennar við höfnina. Við ætlum ekki að raska Víkurkirkjugarði til að tryggja aðgang að forn- minjum við Aðalstræti. Við ætlum að endurskilgreina samstarf við hagsmuna- aðila og hugsanlegra fjár- festa í tengslum við framtíðaruppbyggingu mið- borgarinnar. Við ætlum að setja á laggirnar nýtt miðborgarfélag með nýju umboði og ábyrgð. Við ætlum að tryggja betri hreinlætis- og salern- isaðstöðu fyrir almenning í miðborginni og auka lýsingu gatna og mannvirkja. Í samráði við rekstraraðila æltum við að færa nektardans- staðina út fyrir miðborgarmörkin. Þá viljum við kanna forsendur fyrir rekstri miðborgarstrætós sem tekur 20–25 manns í sæti. Til að fjölga íbúum í miðborginni er nauðsyn- legt að þétta byggð og það var fyrir frumkvæði sjálfstæðismanna í borgarstjórn að ákveðið var að háhýsi skyldu rísa á svonefndum Eimskips- reit við Skúlagötu, en Eimskip sýndi þar gott frumkvæði gagnvart borgaryfirvöldum. Við lít- um einnig þannig á að Slippsvæðið eigi að nýtast sem best fyrir íbúabyggð. Þá fögnum við fram- taki Bolla Kristinssonar, kaupmanns í Sautján, sem varð til þess, að ný viðhorf hafa fengið að ráða við skipulag við Laugaveginn og hafa nú verið kynntar skynsamlegri hugmyndir um það efni en áður. Ég er þeirrar skoðunar að huga eigi betur en gert hefur verið að tengingu og flæði milli ráðstefnu- og tónlistarhúss og mið- borgarinnar. Gamla hafnarsvæðið á að nýta eins mikið í þágu hafnarstarfsemi og unnt er en einn- ig til að tengja mannlíf í miðborginni sem mest við höfnina. Borgarlíf verður mjög skemmtilegt, þar sem vel tekst til við slík tengsl. Reykjavíkurflugvöllur verður óbreyttur í Vatnsmýrinni til 2016, um það sömdu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra. Tillaga R-listans um eina braut, austur/vestur braut frá 2016 til 2024 er markleysa að mati sérfræðinga og flugráðs. Á næsta kjörtímabili verður að komast að varan- legri niðurstöðu um flugvallarmálið eftir 2016 og munum við í því skyni beita okkur fyrir við- ræðum við ríkisvaldið og aðra hagsmunaaðila um skipulag í Vatnsmýrinni og fá þar aukið landrými undir blandaða byggð, án þess að veg- ið verði að flugöryggi eða gengið gegn hags- munum Reykjavíkur og landsbyggðarinnar í samgöngumálum. Ætlum að treysta mannlíf í miðborginni Björn Bjarnason, D-lista Björn Bjarnason „Ég held að flestir Reykvíkingar vilji sjá ið- andi mannlíf með öflugu athafna- og menn- ingarlífi í miðbænum og næsta nágrenni. Það þarf að finna milliveg milli uppbygg- ingar og verndunarsjónarmiða við Lauga- veginn þannig að verslun geti blómstrað þar, einkum þegar ofar dregur á Laugaveg- inum og í nágrenni hans. Verndunarsjónarmiðin eru meira ríkjandi þegar kemur nær Stjórnarráðs- húsinu og Bernhöftstorf- unni og afar mikilvægt er að viðhalda reisn og myndugleik Menntaskól- ans í Reykjavík. Í Kvosinni eru flestar elstu byggingar borgar- innar og í nágrenni land- námsbæjarins við Aðalstræti úir allt og grú- ir af fornleifum þegar þar er stungið niður skóflu. Þarna þarf að fara varlega og gæta þess að tengja nútíð og framtíð við fortíð með hliðsjón af menningarverðmætum, sem sum hver eiga eftir að vera mikilvægur þátt- ur í vexti og viðgangi menningartengdrar ferðaþjónustu. Fyrirætlanir um bílastæða- kjallara á þessu svæði t.d. á horni Túngötu og Aðalstrætis voru út í hött og flýtir og flaustur hafði síðan næstum valdið því að landnámsbærinn sem fannst undir Aðal- stræti 16 yrði nánast falinn í þröngum hót- elkjallara. Eftir tillöguflutning minn í borg- arstjórn 15. nóvember á sl. ári var horfið frá þessu og málin eru í betri farvegi. Uppbygg- ing í anda gamallar götumyndar við Að- alstræti fellur að mínum hugmyndum. Það Ólafur F. Magnússon, F-lista Ólafur F. Magnússon Víkingasafn myndi vekja áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.