Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „Útivist & ævintýri“ frá Íshestum. Blaðinu verður dreift um allt land. KRAFTUR, einbeiting og sig- urvilji einkenndi framgöngu og fas þessara körfuboltastráka sem iðkuðu einn vinsælasta knattleik heimsins á skólalóð Austurbæjar- skóla í vikunni. Snerpa og styrk- ur í bland við leikni og útsjón- arsemi er hverjum körfuknatt- leiksmanni nauðsynleg og líkamshæðin skiptir líka máli, þótt ekki séu allir körfuknatt- leiksmenn risavaxnir. En góður stökkkraftur er stolt hvers leik- manns og tilþrif í vítateignum höfða ávallt til áhorfenda, sem vilja sjá boltanum troðið í körf- una eða glæsilega hávörn. Morgunblaðið/Golli Kraftur í körfu- bolta- strákum UM 650 umsóknir eftir húsnæði eru hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, en þær voru 606 um mánaðamótin mars/apríl. Biðtími er mismunandi, allt frá innan við einn mánuður og upp í 99 mánuði, sem er reyndar sérstakt tilfelli, en reynt er að hafa biðtímann ekki lengri en 3–4 ár. Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri á þróunarsviði hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík, seg- ir að um 650 umsóknir eftir húsnæði séu hjá Félagsþjónustunni og þar af séu um 300 manns, sem geti varla beðið lengur eftir húsnæði. Ekki sé beint hægt að segja að þessi 300 manna hópur sé á götunni, því sumir búi inni á ættingjum, á gistiheim- ilum eða í öðru tímabundnu hús- næði. Þessir hópar séu samt skráðir húsnæðislausir, þar sem þeir eigi ekki öruggt heimili. Um 380 umsóknir eru vegna eins eða tveggja herbergja íbúða, um 190 umsóknir vegna þriggja herbergja íbúða og um 80 umsóknir vegna fjögurra herbergja íbúða eða stærri. Umsóknir um minnstu íbúðirnar eru fyrst og fremst frá einstaklingum og í einstaka tilfellum frá hjónum en undantekning er ef barnafólk sækir um þær, að sögn Aðalbjargar Dísu. Mismunandi biðtími Biðtími eftir íbúð er mjög mis- munandi langur og fer eftir aðstæð- um hverju sinni. Aðalbjörg Dísa segir að þegar fólk leggi inn umsókn séu aðstæður metnar og fólk sem búi við mjög erfiðar aðstæður bíði mun skemur heldur en þeir sem búi við skárri aðstæður. Hins vegar hafi allir á biðlistanum þörf fyrir ódýrt húsnæði á leigumarkaðnum og reynt sé að hafa biðtímann aldrei lengri en þrjú til fjögur ár. Í fyrra beið fólk í 30 mánuði að meðaltali eftir eins til tveggja her- bergja íbúðum, í 17 mánuði að með- altali eftir þriggja herbergja íbúðum og í 11 mánuði að meðaltali eftir fjögurra herbergja íbúðum eða stærri. Dæmi er um einstakling sem beið í minna en einn mánuð eftir minnstu stærð íbúðar en svo hefur einstaklingur þurft að bíða í 99 mán- uði eftir eins til tveggja herbergja íbúð, en þar er um einstakt, sértakt tilfelli að ræða. Þar fyrir utan er lengsta bið 54 mánuðir eftir minnstu íbúð. Eftir þriggja herbergja íbúð var minnsta bið 4 mánuðir en sú lengsta 50 mánuðir og samsvarandi tölur fyrir stærstu íbúðirnar voru 1 mánuður og 35 mánuðir. Átak fyrir dyrum Aðalbjörg Dísa segir að Félags- þjónustan hafi fyrir skömmu sett af stað starfshóp um stefnu í uppbygg- ingu leiguhúsnæðis í Reykjavík með ýmsum sem komi að leigumarkaðn- um. Til standi að gera ákveðið átak í fjölgun leiguíbúða og Félagsþjón- ustan hafi ákveðið frumkvæði að því að gerð verði stefna í þessum mál- um, sem byggist á fræðilegum grunni og samþætti skipulags-, fjár- mála- og félagsleg sjónarmið, auk hugmynda hagsmunaaðila, því ljóst sé að ákveðinn hópur verði alltaf í leiguhúsnæði. 650 umsóknir um húsnæði hjá Félagsþjónustunni Um 300 manns geta varla beðið lengur að mati starfsmanna ÞYRLA danska sjóhersins flutti sjúkling frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur í fyrrinótt. Óskað var eftir aðstoð Land- helgisgæslunnar en þyrlur gæslunnar voru ekki flughæf- ar. TF-LÍF var í 500 tíma skoð- un og TF-SIF í viðgerð. Land- helgisgæslan hafði því samband við danska eftirlit- skipið Hvidbjörnen, sem er statt í Reykjavíkurhöfn, og óskaði eftir því að þyrla skips- ins tæki verkefnið að sér, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu Landhelgisgæslunnar. Þyrla varnarliðsins var einnig sett í viðbragðsstöðu. Tilkynning barst til Land- helgisgæslunnar klukkan 23.40. Þyrla danska sjóhersins var komin í loftið tæpri klukku- stund síðar. Þyrlan var látin lenda á þjóðveginum sunnan við Vegamót í Miklaholtshreppi og stöðvaði lögregla umferð á meðan. Sjúklingurinn var kom- inn á Landspítala – háskóla- sjúkrahús um tvöleytið. Landhelgisgæslan gerði samning við danska sjóherinn 1996 þar sem kveðið er á um samvinnu, m.a. um björgunar- aðgerðir. Á þeim grundvelli var leitað til danska eftirlitsskips- ins í fyrrakvöld. Dönsk þyrla fengin til að sækja sjúkling GLÓSUR, sem höfðu að geyma upp- lýsingar um námsefni úr réttarfari á þriðja ári í lagadeild Háskóla Ís- lands, fundust á salerni, en próf í náminu fór fram á föstudagsmorgun. Lagadeild hyggst í samráði við kennara í réttarfari og prófstjóra senda bréf til þeirra nemenda, sem eru skráðir í prófið, þar sem skorað er á þann sem á glósurnar, eða kom þeim fyrir, að gefa sig fram. Að öðr- um kosti liggi allir nemendur, sem eru skráðir í prófið, undir grun. Glósurnar fundust á kvennasal- erni við upphaf prófsins, sem fram fór í Odda frá kl. 9–12 á föstudag. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, kennslustjóri lagadeildar HÍ, sagði við Morgunblaðið að 45 nemendur hefðu verið skráðir í prófið og 40 hefðu mætt. Glósur úr lagadeild fundust á salerni NÚ þegar allir framboðslistar liggja fyrir vegna sveitarstjórnar- kosninganna sem fram fara 25. maí næstkomandi geta gestir kosn- ingavefjar mbl.is lagt spurningar fyrir einstök framboð, eða þau öll, og verður lögð á það áhersla að svör birtist við þessum spurningum sem skjótast. Þessi þjónusta verð- ur virk frá og með morgundeg- inum, mánudeginum 5. maí. Á upphafssíðu hvers sveitarfé- lags er hnappur sem nægir að smella á til að skrifa spurninguna, Fyrirspyrjandi slær inn fyrirsögn og skrifar spurninguna í framhaldi. Hann getur síðan valið hvort spurningunni er beint til allra framboða í viðkomandi sveitarfé- lagi eða eins ákveðins framboðs. Gefa verður upp nafn, heimili, síma, netfang og kennitölu fyrir- spyrjanda. Þegar spurningin er skoðuð á vefnum sést þó aðeins nafn spyrjanda. Spurningar eru settar beint á upphafssíðu hvers sveitarfélags eftir að þær hafa verið lesnar yfir. Þegar framboðin hafa svarað spurningunni birtist tengillinn „Svar“ fyrir aftan spurninguna. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að hafna þeim spurningum sem brjóta í bága við almennt velsæmi. Spurt og svarað á kosninga- vef mbl.is SEX framboðslistar bjóða fram til borgarstjórnar í Reykjavík í sveit- arstjórnarkosningunum sem fram fara 25. maí næstkomandi, en frestur til að skila inn framboðslistum rann út klukkan 12 á hádegi í gær. Tvö ný framboð hafa komið fram, H-listi húmanista með Metúsalem Þórisson í efsta sæti, og Æ-listi Vinstri hægri snú, sem Snorri Ásmundsson leiðir. Þá eru í framboði R-listi með Árna Þór Sigurðsson í efsta sæti, D-listi Sjálfstæðisflokks sem Björn Bjarna- son leiðir, A-listi Höfuðborgarsam- takanna, með Guðjón Þór Erlends- son í efsta sæti og er Ólafur F. Magnússon efsti maður á lista F- lista frjálslyndra og óháðra. Fjöldi Ísfirðinga tekur afstöðu Á Ísafirði eru einnig sex listar í framboði. sjálfstæðismenn, Samfylk- ing, Framsóknarflokkur, Vinstri- hreyfingin – grænt framboð og F- listi frjálslyndra og óháðra bjóða fram og hefur nýtt framboð, A-list- inn, sem kallast Nýtt afl, komið fram. Efstur á lista þar er Halldór Jónsson, sem áður hefur setið í bæj- arstjórn fyrir hönd Sjálfstæðis- flokks, og er Gylfi Þ. Gíslason í öðru sæti, en hann var áður í Samfylk- ingu. Á hverjum lista eru 18 frambjóð- endur og er hver listi með 40–80 meðmælendur. Fylkir Ágústsson, sem á sæti í yfirkjörstjórn, segir að flestir listanna hafi skilað um 80 meðmælendum. Íbúar á Ísafirði eru um 3.200 talsins og má því segja að stór hluti kosningabærra manna í sveitarfélaginu sé annaðhvort í framboði eða meðmælendur listanna sem eru í framboði. Sex listar bjóða fram í Reykjavík FYRIR dyrum stendur í sumar að ráðast í gerð kvikmyndar til minning- ar um hinn annálaða pólska leikstjóra Krzysztof Kieslowski og hefur Frið- riki Þór Friðrikssyni verið boðið að leikstýra hluta kvikmyndarinnar. Myndin verður í tíu sjálfstæðum hlut- um, sem hver er tíu mínútur að lengd, og munu jafnmargir kunnir leikstjór- ar gera hver sinn hluta. Aðalleikarar verða ýmsir sem fóru með aðalhlut- verk í myndum Kieslowskis, eins og leikkonurnar Juliette Binoche, Iréne Jacob og Julie Delpy, sem lék í Hvít- um en hún mun einmitt fara með aðal- hlutverkið í myndhluta Friðriks Þórs. Að sögn Friðriks Þórs fjallar hluti hans um konu af frönskum uppruna, sem Julie Delpy leikur, en hún kemur til Íslands að vitja ættingja sinna á Austfjörðum þar sem franskir fiski- menn sóttu sjóinn. Þau Delpy og Friðrik Þór hittust nýlega í Holly- wood til að ræða verkefnið. Tökur verða í sumar og mun þá Julie Delpy koma hingað til lands. Hún er rúm- lega þrítug, hóf kvikmyndaleik hjá Jean-Luc Godard en þykir nú í fremstu röð evrópskra leikkvenna. Friðrik Þór heiðrar Kieslowski  Julie Delpy/B20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.