Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LJÓSHÆRÐUR Norðmaðurfrá Larvík. Var í æfinga-stöð norska hersins í Kan-ada í síðasta stríði. Dvald- ist á Tahiti um skeið. Ungur innblásinn af íslenzkum fornsög- um. Ákveðinn í að feta í fótspor feðra sinna, víkinganna. Hefur öðr- um fremur sýnt fram á samskipti ólíkra kynflokka fyrr á öldum, þeg- ar samgöngur voru erfiðar. Þekkt- astur fyrir ferðir sínar á Kon Tiki og Ra I og Ra II. Ivar Eskeland segir í Morgunblaðinu: „Auk þess er hann mjög dugandi vísindamað- ur með ófreskar hugmyndir um fjarlæga, ákaflega fjarlæga fortíð, sem nú hefur þokazt alla leið til okkar. Fortíð, þegar veröldin var ef til vill samstæðari en við höfum gert okkur í hugarlund.“ Heimsfrægur undir nafninu: Thor Heyerdahl. Ofurvenjulegur maður með ofur- mannlegan vilja. Góð fyrirmynd ungmennum velferðarríkis. Lítil- látur og hlýr í framkomu. Eins og allir þeir sem frægir eru að verð- leikum. Kannski einnig hlédrægur. Nansen, Amundsen, Heyerdahl. Við snúum okkur að þeim síðast nefnda. „Hvað um fornar íslenzkar bók- menntir heima í Larvík?“ „Við lásum flestar Íslendinga sögurnar í skóla. Þær voru einnig lesnar á heimilunum. Ég geri ráð fyrir því, að í Noregi lesi flestir Ís- lendinga sögurnar einhvern tíma á ævinni. Öll saga Noregs fyrr á öld- um er grundvölluð á því sem skrif- að var á bókfell hér á landi. Ef Ís- lendingar hefðu ekki sýnt þennan áhuga á sögu og bókmenntum, væri Noregur fátækt land, og fólk- ið þar fávíst um fortíð sína. Það er einatt svo í lífinu, að þeir sem heima dveljast reikna með því að öllu sé haldið til haga, það sé varð- veitt. En þeir sem fara óttast það mest að glata fortíðinni, missa sjónar á henni, og reyna eftir megni að varðveita hana. Það var þetta sem gerðist á Íslandi. Þeir sem fóru varðveittu fortíð sína og einnig hinna sem heima sátu í Nor- egi. Íslenzk sagnfræði til forna er sígilt dæmi um varðveizlu menn- ingar með fyrrnefndum hætti. Það var hér sem sameiginlegur menn- ingararfur var varðveittur, til gleði, bæði eftirkomendum þeirra sem fóru og hinna sem heima voru. Mér býður í grun, að þau afrek, sem hér voru unnin á þessu sviði, hafi haft meira að segja fyrir sér- hvern venjulegan Norðmann en hann er sér meðvitandi um. Margir hafa verið þeirrar skoð- unar, að sögurnar séu óáreiðanleg- ar, í þeim sé margt uppdiktað, til- búningur. En ég hef meðal margra annarra lesenda þeirra reynslu fyrir því, að fólk hafði óvenjulega hæfileika til að læra orðrétt af eldri kynslóðum, áður en menn tóku að skrifa. Munnmæli alls kyns voru ákaflega mikilvæg í menning- arsamfélagi eins og forfeðra okkar, og hægt er að treysta þeim miklu betur en ýmsu því sem síðar var ritað. Oft voru staðreyndir falsaðar af pólitískri nauðsyn, t.a.m. til framdráttar einstökum konungum. Íslendinga sögurnar eru mjög raunsæjar en með skáldlegu ívafi. Enginn vafi er á, að þeir sem sátu hér norður frá á vetrarkvöldum, án sjónvarps, blaða eða ritaðra heim- ilda, höfðu einstaka hæfileika til að læra utan bókar frásagnir sem þeir heyrðu ótal sinnum frá barnæsku. Þetta var þeim ekki erfiðara en okkur í dag að læra ljóð. Við get- um því treyst þeim heimildum, sem runnar eru úr munnmælum og arfsögnum fyrir ritlist.“ Hann nefndi orðið fátækt. Stafaði það af kurteisi? „Ég reikna ekki með, að við Norðmenn hugsum á hverjum degi um framlag Íslendinga til norskrar sögu. En ég er sannfærður um, að sérhver Norðmaður er sér þess meðvitandi að saga okkar væri nú miklu fátækari, ef hún hefði ekki verið rituð og varðveitt hér á landi. Og við erum þakklátir fyrir það, sem við höfum fengið að vita um fortíð okkar. Ef við hefðum ekki skriflegar frásagnir héðan frá Ís- landi, værum við í öllu mati okkar og skoðunum þrælbundnir fornleif- um einum saman, en fornleifarann- sóknir eru takmörkunum háðar. Við getum að vísu séð, hvaða tæki og áhöld forfeður okkar notuðu og í hvers konar húsakynnum þeir bjuggu. En við hefðum orðið að vera án allra þeirra smáatriða úr daglegu lífi, sem bundin eru nöfnum manna í rituðum heimildum og gera sögu þjóðar okkar miklu persónulegri en ella langt aftur í aldur.“ „Hugsuðuð þér mikið í æsku um ferðir víkinganna? Urðuð þér gripn- ir af þeim?“ „Mér er nær að halda, að ég geti svarað þessari spurningu játandi. Gömlu sögurnar frá Íslandi hafa haft áhrif á hugsun og hugarfar hvers einasta drengs í Noregi, stækkað hugarheim hans og útsýn og vakið með honum þrá eftir því sem er ókunnugt. Innblásið hann. Það er söguleg staðreynd, að við áttum forfeður, sem lögðu út á haf- ið og fóru til ókunnra landa eins og Íslands. Heimsmynd þeirra var svo stór, að þeir lögðu undir sig mik- inn hluta af þekktum heimi þeirra tíma. Það gerðu þeir ekki með tak- mark herveldis að leiðarljósi, held- ur sem landkönnuðir. Þessi staðreynd hefur áhrif á sérhvern Norðmann, sem úr grasi vex. Við vitum, að forfeður okkar sigldu ekki einungis til Íslands, en héldu áfram þaðan til Nýfundna- lands, svo að dæmi sé tekið. Um það höfum við sterk sönnunargögn í fornleifum. Þeir fóru til meg- inlands Norður-Ameríku, til Græn- lands, til eyjarinnar Mön, sigldu um Miðjarðarhafið til Sikileyjar og landsins helga. Víðátta heims- myndar þeirra er mjög mikilvægur þáttur í uppeldi þeirrar æsku, sem hefur verið að alast upp í Noregi. Persónulega er ég sannfærður um, að norrænir menn fóru til Norður-Ameríku. Ég trúi frásögn- um fornra íslenzkra sagna um þessar ferðir, og sjálfur hef ég reynslu fyrir því, að til eru tvenns lags munnlegar arfsagnir: þær sem eiga rætur í goðfræði og eru fullar af yfirnáttúrulegum lýsingum, og hinar sem eru byggðar á reynslu og staðreyndum og auðvelt er að greina frá ýkjusögum. Frásagnirn- ar um siglingar milli Íslands og Vínlands heyra síðari tegundinni til. Ég hef aldrei verið í neinum vafa um, að gömlu skipin, sem for- feður okkar sigldu til Íslands og síðan Grænlands, komust einnig auðveldlega til Norður-Ameríku. Nú hefur Helge Ingstad staðfest þetta með uppgreftri í norðurhluta Nýfundnalands. Íslenzku heimildirnar bentu hon- um á, hvar hann ætti að leita. Án þeirra hefði hann aldrei leitað þar sem hann gerði, hjá L’Anse aux Meadows.“ Vakti nokkur sérstök lýsing í forn- um sögnum áhuga Thors Heyerdahls á ferðum og ferðalögum? „Enginn vafi er á því, að for- eldrar mínir höfðu mikinn áhuga á þessum fornu íslenzku bókmennt- um og þau innrættu mér virðingu fyrir þeim. Á æskuheimilinu mínu var stundum talað um, að Kol- umbus hefði fengið hugmyndina að Ameríkuferðunum, annaðhvort frá munnlegum frásögnum eða heim- ildum, sem ritaðar voru á Íslandi, og af þeim sökum og ýmsum öðr- um hafi hann vitað meira en okkur er nú ljóst, þegar hann lagði af stað yfir Atlantshafið. Ísland var ekki einangrað samfélag lítillar þjóðar, heldur í nánum tengslum við umheiminn. Það er mjög senni- legt, að heimildir um löndin hand- an Atlantshafs hafi breiðzt út og Kolumbus kynnt sér þær, svo ná- kvæmur sem hann var í útreikn- ingum sínum og áætlunum.“ Nokkurt sérstakt atvik í uppvext- inum, sem beindi huganum að haf- inu? „Nokkur einstök atriði urðu mér opinberun. Það voru engar ýkju- sögur. Þetta voru frásagnir af fólki, sem fór til ókunnra landa og uppgötvaði hluti sem við vitum að eru til, en kom ekki heim aftur og sagðist hafa séð dreka. Skýrði þvert á móti frá venjulegum gróðri, venjulegu grjóti. Það lýsti fyrir okkur strandlengjum, eins og við þekkjum þær af eigin raun. Okkur voru sagðar sögur af skræl- ingjum, venjulegu fólki, en ekki ófreskjum með tvö höfuð og langan hala. Okkur var sagt frá sjómönn- um sem stigu á land og gáfu skrælingjunum varning. Allt þetta var raunveruleiki, en enginn hug- arburður skálds um það sem er ekki til eða hefur ekki gerzt.“ Fékk hann hugmyndirnar um Kon Tiki ferðina á Tahiti? „Þó að ég hefði mikinn áhuga á víkingunum og dáðist að þeim og skipum þeirra, gerði ég mér ljóst, að ég bar ekki góðan hug til hafs- ins. Ég bar að vísu virðingu fyrir hafinu, óttablandna virðingu því að ég var hræddur við það. Þegar ég var drengur í Larvik munaði nokkrum sinnum minnstu að ég drukknaði. Ég var því sjó- hræddur á uppvaxtarárunum. Ég kunni ekki að synda. Á Tahiti varð ég að læra að synda. Þá var ég kominn að þeirri niðurstöðu, að ég gæti ekki ætlazt til þess að ég flyti, ef ég dytti í sjóinn. Þegar áhuginn vaknaði á þjóðflokkunum, sem byggja eyjarnar í Kyrrahafi, varð mér hugsað til víkinganna og ferða þeirra. Upp úr því fór að eflast trúnaðartraust milli mín og hafs- ins. Ég fór að hugsa um mögu- leikana á því, að forfeður þeirra sem byggðu Kyrrahafseyjar, eða Polinesíu, hefðu siglt frá megin- landi Suður-Ameríku: ef svo hefði verið, væru ferðir þeirra jafnmikið þrekvirki og víkingaferðirnar. Far- kostir þeirra voru miklu frumstæð- ari en skip víkinganna. Indíánarnir í Suður-Ameríku notuðu balsavið. Hann er léttasta trjátegund sem um getur. Ég þóttist vita, að ekki væri unnt að stjórna slíkum far- kosti jafnauðveldlega og víkinga- skipi, en gerði mér jafnframt grein fyrir því, að vindar og straumar mundu bera slíkan fleka á hafinu í ákveðna átt, þ.e. frá Suður-Am- eríku yfir hafið til eyjanna. Ég gerði mér ljóst, að Suður-Ameríku- menn gátu komizt þessa leið, ef þeir hefðu getað haldizt um borð í slíkum farkosti. Kon Tiki ferðin sýndi, að þetta var hægt. Hún var fyrsta reynsla mín af hafinu. Ég kynntist því á allt ann- an hátt en unnt er um borð í stóru skipi. Ég fékk traust á hafinu, sá það sömu augum og forfeður okkar úr víkingaskipum sínum. Þó með þeim fyrirvara, að maður varð að vera fyrsta flokks sjómaður til að geta siglt víkingaskipi, en flekar eins og Kon Tiki kölluðu á miklu minni reynslu og þekkingu. Ef ólag brotnar á víkingaskipti, fyllist það og sekkur. En þegar öldurnar koma á bát eins og Kon Tiki eða sefskip eins og Ra I og II, fer sjór- inn í gegnum þessa frumstæðu far- kosti, þeir fljóta upp á öldutopp- ana, og eru því öruggari fleytur en víkingaskipin voru, þó að ekki sé unnt að stjórna þeim af eins mikilli nákvæmni. Víkingaskipin voru byggð fyrir stórar strendur. Þau voru nauð- synlegur farkostur þjóða, sem urðu að lifa á hafinu, afla sér þar fæðu og sigla milli fjarlægra staða. Við eigum mjög erfitt með að sjá heim forfeðra okkar eins og hann var; t.a.m. var mjög erfitt að ferðast um þéttan skóg fullan af villidýrum og miklu erfiðara en að sigla á haf- inu í góðu skipi. Þá var miklu auð- veldara að sigla langar leiðir á sjónum en fara um fjöllótt og tor- fær lönd, jökla og hálfgerða frum- skóga, eins og sums staðar voru á Norðurlöndum í þá daga. Víkinga- skipin urðu til vegna þeirrar nauð- synjar að eiga í senn góð fiskiskip og skip til langra ferðalaga. En auðvitað freistuðust forfeður okkar einnig til að ganga á land, þar sem enginn átti von á þeim og þeir voru óvelkomnir. Gera strand- högg í ókunnum löndum. Ræna og sigla síðan aftur til hafs, þar sem þeir voru óhultir. Þeir höfðu dug- andi skip fram yfir aðrar þjóðir. Það færðu þeir sér í nyt. Skip þeirra voru hentug til strandhöggs, þeir gátu verið komnir um borð aftur áður en óvininum tókst að safna liði. Við megum ekki álasa þeim fyrir að hafa ekki staðizt þessar freistingar. Sums staðar áttu víkingarnir auðvelt með að halda stöðum, þar sem þeir réðust á land, svo sem á eyjunni Mön. Hún varð miðdepill litla konungs- ríkisins, sem hafði yfirráð yfir öll- um nærliggjandi eyjum, en engin ítök í landi. Víkingarnir vissu að þeir gátu varizt óvinum sínum, svo lengi sem þeir héldu sig við eyj- arnar og komu skipum sínum við gegn þeim, sem reyndu að brjótast út í eyjarnar frá meginlandinu.“ Og þá var komið að mikilvægri spurningu: hvaða augum hann liti þessa margnefndu forfeður okkar. „Ég gerði mér snemma grein fyrir því, að á Norðurlöndum lifði fólk sem í stórum dráttum hafði sams konar tilfinningalíf og við, stjórnaðist af svipaðri eðlishvöt. Við mennirnir erum ekki skaparar himins og jarðar Thor Heyerdahl Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Norski vísinda- og æv- intýramaðurinn Thor Heyerdahl lést úr heila- krabbameini 18. apríl sl. Heyerdal heimsótti Ísland árið 1971, en Íslendingasög- urnar höfðu mikil áhrif á hann á yngri árum líkt og hann sagði við Matthías Johannesen í viðtali sem þeir áttu þá í ráðherrabú- staðnum. ’ Ef Íslendingarhefðu ekki sýnt þennan áhuga á sögu og bókmennt- um, væri Noregur fátækt land, og fólkið þar fávíst um fortíð sína. ‘ Thor Heyerdahl. Myndin er tekin af honum í ræðustóli í heimsókn hans til Íslands árið 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.