Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sportvöruverslun
til sölu
Frábært tækifæri fyrir fjölskyldu eða samhenta aðila að eignast
þetta vel rekna fyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldu
um árabil. Fyrirtækið er bæði með heild- og smásölu.
Hér eru miklir möguleikar fyrir áhugasama einstaklinga.
Verð 6,5 millj. Allar nánari upplýsingar veitir
Ásmundur á Höfða.
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
SÚLUHÖFÐI 23 - MOSFELLSBÆ
Opið hús í dag frá kl. 14-17
OPIÐ Á LUNDI Í DAG MILLI KL. 12 OG 14
Nýtt og glæsilegt, nær fullbúið 337 fm einbýlishús á 2 hæðum með
tvöföldum bílskúr og 60 fm aukaíbúð á jarðhæð. Vandaðar innrétt-
ingar og panelklædd loft með halogen-lýsingu. Fallegur arinn í
stofu. Stórt baðherbergi með hornbaðkari, saunaklefa o.fl. Bráða-
birgðagólfefni að mestu. 37 fm svalir með frábæru útsýni. SVAVA
OG GUÐMUNDUR SÝNA HÚSIÐ Í DAG MILLI KL. 14 OG 17.
Pálmi B. Almarsson
löggiltur fasteignsali
Þóroddur S. Skaptason
löggiltur fasteignsali
Guðrún Gunnarsdóttir
ritari
Jón Guðmundsson
sölustjóri
Sverrir B. Pálmason
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16.
Mjög gott og fallega innréttað 159 m² rað-
hús á tveimur hæð á þessum eftirsótta
stað. Í húsinu eru m.a. þrjú svefnherbergi
og tvær stofur. Stórt og fallegt eldhús með
fallegri innréttingu og vönduðum tækjum.
Rúmgott baðherbergi með nuddkari. Park-
et og flísar á gólfum. Mjög áhugaverð eign.
Áhv. 6,8 millj. Verð 15,8 millj. Þórunn tekur
á móti áhugasömum í dag.
BYGGÐARHOLT 1C - MOSFELLSBÆ
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16.
Gott 141 m² raðhús á tveimur hæðum á
þessum skemmtilega stað. Í húsinu eru
m.a. fimm svefnherbergi og mjög rúmgott
eldhús með nýlegri innréttingu. Úr stofu er
útgengt í fallegan suðurgarð. Þetta hús er
stærra en önnur í þessari lengu sem gerir
það mjög áhugavert. Áhv. 6,1 millj. Verð
17,4 millj. Bjarni og Guðrún Elísabet taka á
móti áhugasömun í dag.
HÁAGERÐI 15 - RAÐHÚS
Nú er lag að eignast vandaða og góða
íbúð. Stórglæsilegar og rúmgóðar 3-4ra
herbergja íbúðir ásamt stæði í bílageymslu.
Íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar full-
búnar án gólfefna. Stærðir 110-118 m². Ein
293 m² „penthouse“-íbúð sem er tilbúin til
innréttingar. Bæklingur og allar nánari upp-
lýsingar á skrifstofu. Verð frá 15,8 millj.
KÓRSALIR - TIL AFHENDINGAR
Vegna mikillar sölu frá áramótum er svo komið að okkur er farið að vanta allar gerðir
eigna á skrá. M.a. höfum við á skrá fjölmarga kaupendur að 2ja-5 herb. íbúðum í Rvík,
Kópavogi og Garðabæ. Mikil og góð eftirspurn er eftir hæðum, rað- og parhúsum og
minni einbýlishúsum. Kaupendaskrá okkar telur yfir 200 manns. Ef þú ert í söluhugleið-
ingum hafðu þá samband við okkur, það kostar þig ekkert að setja þína eign á skrá.
Framundan er besti sölutími ársins.
KAUPENDASKRÁIN - VANTAR
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði VESTURBÆR - ÁLFTANESI -
BREKKUSKÓGUM 6 - OPIÐ HÚS Í DAG
Hús Guðmundar Kr. Kristinssonar arkitekts. Glæsil. hönnuð húseign
frá sjöunda áratugnum. Stærð eignarinnar er 175 fm auk bílskúrs og
vinnuaðstöðu, 92 fm, heildarstærð 267 fm, allt á einni hæð. Staðsett
á 3.400 fm eignarlóð með útsýni til allra átta. Guðmundur og Helga
taka vel á móti áhugasömum milli kl. 14-17 í dag, sunnudag.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
OPIÐ HÚS - Sporðagrunn 2
Í dag sunnudag kl 14 - 16 sýna ein-
gendur fallega 127 fm. hæð og ris
með sérinngagni, ásamt 36 fm. bíl-
skúr á þessum frábæra stað.
Tvennar svalir. Stórt eldhús með
nýl. innr., samliggjandi stofur, sjón-
varpshol og svefnherbERGI. á hæð-
inni. í risi eru 3 svefnherbergi. Áhv.
hagst. lán. 6,4 millj. V. 17,4 m 3266
Í dag sunnudag kl. 14 - 16 sýnum við litla en snyrtilega 2ja herb.
íbúð með sérinngangi á jarðhæð í steinsteyptu húsi við Grettis-
götu. Parket. Endurnýjað þakjárn og rafmagnslagnir. Íbúðin er
laus strax. Hentar vel fyrir viðbótarlán. V. 5,9 m. 3311
OPIÐ HÚS - Grettisgata 19 LAUS STRAX
KYNNINGARFUNDUR fyrir fé-
laga í Ferðaþjónustu bænda var
haldinn á Höfðabrekku í Mýrdal
fyrir skömmu. Þessi fundur er
liður í kynningarferð sem farin
er um allt land til að kynna um-
hverfisstefnu ferðaþjónustu-
bænda, en á aðalfundi sínum í
mars sl. tóku þeir ákvörðun um
að efla ímynd ferðaþjónustunnar
með því að taka upp umhverf-
isstefnu á næstu tveimur árum.
Hið skemmtilega er að þessi
ákvörðun Félags ferðaþjón-
ustubænda er tekin á alþjóðlegu
ári umhverfisvænnar ferðaþjón-
ustu, svo þeir eru í takt við það
helsta sem er að gerast í ferða-
þjónustu í heiminum í dag.
Kynningarfundirnir eru undir
stjórn Elínar Berglindar Viktors-
dóttur, umhverfisfræðings og
kennara við Hólaskóla, og ferða-
þjónustubændanna Guðrúnar og
Guðlaugs Bergmanns á Brekku-
bæ á Snæfellsnesi, sem hafa rekið
umhverfisvæna ferðaþjónustu í
tæp fimm ár. Búið er að setja
saman umhverfisstefnu fyrir
ferðaþjónustubændur og á fund-
unum er hún kynnt og ferðaþjón-
ustubændum kenndar leiðir til að
taka hana upp og tileinka sér í
rekstri fyrirtækja sinna.
Góð mæting var á Höfðabrekku
og ferðaþjónustubændur mjög já-
kvæðir gagnvart nýrri umhverf-
isstefnu og flestir tóku ákvörðun
um að taka hana upp hinn 25.
apríl nk. því þá er alþjóðlegur
dagur umhverfisins. Á fundinum
komu fram margar nýjar hug-
myndir um það hvernig bæta má
og efla ferðaþjónustu í dreifbýli
og Vestur-Skaftfellingar mega
búast við því að breytinga og
framþróunar sé að vænta hjá
þeim sem reka ferðaþjónustu
bænda þar. Elín segir að stefnt sé
að því að allir ferðaþjónustu-
bændur verði búnir að taka upp
vistvæna ferðaþjónustu innan
tveggja ára.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sólveig Sigurðardóttir, eigandi Hótels Höfðabrekku, Guðlaugur Berg-
mann og Eyrún Sæmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Sólheimahjá-
leigu, gerðu áætlun um bætt umhverfi hver fyrir sig.
Umhverfisvænir
ferðaþjónustubændur
Fagradal. Morgunblaðið.
Allir ferðaþjónustubændur vistvænir innan tveggja ára
Internet um
breiðband í
Breiðholti
SÍMINN býður nú 6.600 heimilum í
Breiðholti möguleika á Internet-
tengingu um breiðband. Þjónustan
hefur verið aðgengileg á Múlasvæð-
inu í eitt ár auk nokkurra hverfa í
Grafarvogi og Kópavogi ásamt Aust-
urströndinni á Seltjarnarnesi og hef-
ur verið mikil ánægja með þessa nýj-
ung, segir í fréttatilkynningu.
„Áætlað er að bjóða viðskiptavinum
sem tengjast Smára- og Salasímstöð
og Grafarvogs- og Borgarholtsstöð
þjónustuna á þessu ári en önnur
svæði tengjast á næsta ári.
Internet um breiðband er sítengd-
ur Internet-aðgangur sem býður
upp á allt að 512 kb/s. til viðskipta-
vinarins og allt að 128 kb/s. frá hon-
um en það er allt að 10 sinnum meiri
hraði en mögulegur er með venju-
legu módemi. Í framtíðinni verður
breiðbandið eitt helsta gagnaflutn-
ingskerfi fyrir sjónvarp, útvarp, tölv-
ur og síma, bæði myndsíma og tal-
síma. Kostir breiðbandsins í
flutningi á sjónvarpsefni eru m.a.
mikil flutningsgeta, frábær mynd-
gæði og öryggi í sendingum. Með
breiðbandinu gefst í framtíðinni
kostur á gagnvirku sjónvarpi, þátta-
sölusjónvarpi, heimabíói eftir pönt-
unum svo eitthvað sé nefnt.
Með aukinni bandbreidd og sí-
tengingu eykst notagildi Netsins til
muna. Aðgangur að tölvupósti verð-
ur mun betri og hægt verður að nálg-
ast fjölbreyttara efni, t.d. tónlistar-
myndbönd og, kvikmyndir, á mun
skemmri tíma. Boðið verður upp á
eina áskrift og fylgir afnot af mót-
aldi. Til þess að geta nýtt sér Int-
ernet um breiðband þarf viðunandi
loftnetskerfi með bakaleið að vera í
húsinu. Hægt er að nálgast þjón-
ustuna í öllum verslunum Símans og
upplýsingar er að finna á siminn.is,
en þar verður einnig hægt að sjá
hvaða götur hafa möguleika á teng-
ingu. Ef tenging er til staðar við
breiðbandið er afgreiðslufrestur
stuttur og uppsetning á endabúnaði
auðveld og þægileg,“ segir í frétt-
inni.