Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
T
VEIR tugir ára
eru liðnir síðan
Magnús Hregg-
viðsson keypti út-
gáfufyrirtækið
Frjálst framtak
og tók við tíma-
ritaútgáfu þeirri
sem fyrirtækið stóð fyrir. Frjálst
framtak gaf þá út tímaritin Frjálsa
verslun, Iðnaðarblaðið, Sjávarfréttir,
barnablaðið ABC, Við sem fljúgum
sem var tímarit innanlandsflugs
Flugleiða og Öku-Þór sem gefið var
út í samvinnu við Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda. Alls voru gefin út um
40 tölublöð á ári og starfsmannafjöld-
inn var um 25 manns.
Þegar Magnús keypti Frjálst
framtak átti fyrirtækið í miklum
rekstrarerfiðleikum og var tvísýnt
um framtíð þess. Magnús rak þá eigið
bókhalds- og rekstrarráðgjafafyrir-
tæki og hafði um skeið íhugað að
breyta um starfsvettvang, setjast
hinum megin við borðið, ef svo má að
orði komast.
„Ég var vanur að fást við ráðlegg-
ingar og vinna með tölur og áttaði
mig fljótt á því að einn stærsti vandi
útgáfufyrirtækisins var smæð þess
og hve deila þurfti öllum föstum
kostnaði á fáar framleiðslueiningar.
Ég lagði því frá upphafi áherslu á að
reyna að auka umsvifin og á næstu
árum voru keypt upp sex fyrirtæki
sem voru í þessum geira. Öll nema
eitt höfðu átt í erfiðleikum. Upp úr
1990 var útgáfan búin að ná þeirri
stærð sem ég taldi að ætti möguleika
til framtíðar. Um þetta leyti stóð
Frjálst framtak einnig fyrir um-
fangsmikilli fasteignastarfsemi, land-
vinnslu og framkvæmdum í Smára-
hvammslandi í Kópavogi og vegna
þess hve sá þáttur starfseminnar var
ólíkur útgáfustarfseminni var ákveð-
ið að skipta fyrirtækinu upp í tvö fyr-
irtæki og þá varð Fróði hf. til sem tók
við allri útgáfunni. Síðan þá hefur út-
gáfustarfsemin aukist jafnt og þétt
og núna gefur Fróði út um 210 tölu-
blöð á ári, sem svarar til þess að við
sendum frá okkur nýtt tölublað á
hverjum virkum degi ársins.“
Magnús sagði að kjarninn í starf-
semi Fróða hf. væri þríþætt. Í fyrsta
lagi væri um að ræða tímaritaútgáf-
una, í öðru lagi bókaútgáfu sem rekin
er í nafni Iðunnar, sem sameinaðist
Fróða fyrir nokkrum árum, og þriðji
meginþáttur starfseminnar er svo
margmiðlunardeild sem byggð er á
grundvelli handbókarinnar Íslensk
fyrirtæki. Auk þess hefur Fróði hf.
ýmis önnur verkefni á sinni könnu,
hefur m.a. séð um blaðaútgáfu og
bæklingagerð fyrir fyrirtæki og
stofnanir og verið með deild sem sér
um sýningar, síðast stórsýninguna
Matur 2002 í Kópavogi. Fyrirferðar-
mest í starfseminni er tímaritaútgáf-
an. „Mér telst svo til að heildarblað-
síðufjöldi tímaritanna sem við gefum
út sé um 17 þúsund blaðsíður á ári, en
það svarar líklega til um 80% af blað-
síðufjölda Morgunblaðsins.“
Samkeppni við erlend tímarit
Núna mun markaðshlutdeild
Fróða vera um 60-70% af innlenda
tímaritamarkaðnum, ef miðað er við
veltu. Magnús segir að því sé ekki að
neita að tímaritaútgáfan hafi verið
erfið í gegnum árin. Í tuttugu ára
sögu fyrirtækisins hafi það stofnað
eða keypt milli 20 og 25 tímarit og af
þeim séu nú einungis níu gefin út hjá
Fróða.
„Þetta sýnir í hnotskurn þá erfið-
leika sem við er að etja í tímaritaút-
gáfunni hérlendis og endurspeglar
smæð markaðarins hérna. Við höfum
allt frá því að ég tók við rekstrinum
sett okkur það markmið að keppa
fyrst og fremst við sjálf okkur, bæta
reksturinn og gera um leið tímaritin
okkar stöðugt betri bæði efnislega og
útlitslega. Við göngum ákveðið út frá
því að við höfum hlutverki að gegna,
ekki aðeins í fjölmiðlun, heldur einnig
í menningarlegu tilliti. Við leggjum
áherslu á að hafa vandað íslenskt efni
í tímaritum okkar og einnig höfum
við lagt mikinn metnað í að hafa efni
þeirra á góðu og vönduðu íslensku
máli. Teljum við það ekki síst mik-
ilvægt þar sem við vitum að fjöldi
ungmenna les tímaritin okkar og
jafnvel lítið sem ekkert annað. En
það er vitanlega mjög erfitt að ná já-
kvæðum rekstri í tímaritaútgáfunni
einfaldlega vegna þess hve markað-
urinn er lítill. Íslenskt málsvæði er
aðeins einn þúsundasti af málsvæði
Bandaríkjanna, svo dæmi sé tekið.
Hins vegar eru gerðar jafnmiklar
kröfur til þeirra tímarita sem við gef-
um út, eins og þeirra sem ætlað er á
alþjóðlegan markað. Íslendingar eru
vanir því kaupa erlend tímarit og
bera okkar tímarit hiklaust saman við
þau. Vitanlega eru þessar kröfur
bæði hollar og góðar fyrir okkur og
veita okkur mikið aðhald, en stundum
getur verið erfitt að uppfylla þær,“
segir Magnús.
Hann segir að helsti samkeppnis-
aðili Fróða á tímaritamarkaðinum sé
erlendu tímaritin. „Á þessum tuttugu
árum sem ég hef komið nálægt þess-
ari útgáfu hefur orðið mikil breyting
á íslensku þjóðfélagi. Tungumála-
kunnátta fólks og menntun hefur
aukist og nánast allir Íslendingar eru
nú ágætlega læsir á erlend mál, eink-
um þó á ensku og Norðurlandamál.
Tungumálakunnátta hindrar því ekki
lengur að fólk kaupi og lesi erlend
tímarit. Það er flutt gífurlegt magn
erlendra tímarita til landsins, mörg
hundruð titlar og þarf fólk ekki annað
en að fara inn í sæmilega bókabúð til
þess að sjá hvað við erum að keppa
við. Við eigum í grimmri samkeppni
við þennan innflutning og fer sú sam-
keppni fremur vaxandi en hitt. Ýms-
um kann að virðast að þessi leikur sé
ójafn því að auki má nefna að auglýs-
ingamarkaður flestra þessara er-
lendu tímarita er alþjóðlegur. Það er
ekki einungis að við verðum að
standa okkur hvað varðar efni og útlit
tímaritanna okkar heldur verðum við
líka að standast verðsamkeppnina og
get ég hiklaust sagt að það hefur okk-
ur tekist bærilega. Nú eru íslensk
tímarit heldur ódýrari en þau er-
lendu. Markaðssókn okkar hefur
fyrst og fremst beinst að því að ná til
okkar aðeins stærri sneið af þeirri
köku sem tímaritaneyslan er og á
undanförnum tíu árum höfum við náð
að u.þ.b. þrefalda sölu íslenskra tíma-
rita á sama tíma og þjóðinni hefur
fjölgað um 20%. Ég vona að það verði
ekki metið sem sjálfshól okkar þótt
ég segi að við teljum að þetta sýni
betur en margt annað að Íslending-
um taka tímaritunum okkar vel. Það
er orðið algengara nú en áður að í
stað þess að kaupa eitt og eitt tímarit
stöku sinnum þá séu menn áskrifend-
ur að tveimur eða fleiri íslenskum
tímaritum,“ segir Magnús.
Styttri texti og myndrænni
framsetning
Magnús segir að helsta þróunin á
þessu tuttugu ára tímabili sé sú að nú
falli myndrænni framsetning og
minni texti betur að óskum lesenda
en áður. Tilhneigingin hafi verið sú að
texti sé orðinn styttri og markvissari
en áður. „Þetta er í raun í samræmi
við það sem við sjáum að er að gerast
í þjóðfélaginu. Nú eru komnar til vits
og ára heilar kynslóðir sem hafa alist
upp við myndræna framsetningu
frétta og efnis, og lestrarvenjurnar
hafa breyst verulega. Fólk situr ekki
við lestur eða sjónvarpsáhorf eins og
áður, heldur velur sér það sem hentar
tíma þess hverju sinni. Áður fyrr
lögðu tímaritalesendur mest upp úr
því að fá löng og efnismikil viðtöl eða
greinar en sá tími er að mestu liðinn.
Eigi að síður leggjum við þó jafnan
áherslu á að bjóða upp á slíkt efni,
taka fyrir mál og reyna að brjóta þau
til mergjar eða fjalla ítarlega um
ákveðnar persónur í greinum eða við-
tölum. Má nefna það slík viðtöl í tíma-
ritinu Mannlífi sem raunar hafa feng-
ið samheitið mannlífsviðtöl og að í
tímaritinu Nýju Lífi er oft fjallað um
sérstæða lífsreynslu og erfiðar að-
stæður fólks bæði í viðtölum og
greinum.“
Magnúsi verður tíðrætt um hlut-
verk tímaritanna í íslenskri fjölmiðla-
flóru. „Ég ítreka það að við höfum
þýðingarmiklu hlutverki að gegna.
Efni tímaritanna er íslenskt, samið
og sett fram af Íslendingum um ís-
lenskt fólk, íslenskan veruleika og ís-
lenskt umhverfi. Vitanlega er það
fyrst og fremst þetta sem við teflum
fram í samkeppninni við innfluttu
tímaritin. Þetta hlutverk okkar
gleymist alloft þegar rætt er um þátt
tímaritanna í varðveislu íslenskrar
tungu og menningu og við verðum
meira að segja vör við vanmat og for-
dóma. Kannski gjalda tímaritin þess
að í gegnum tíðina hefur útgáfa
þeirra verið mjög óregluleg og þau
hafa komið og farið af markaðinum.
Af sumum hefur meira að segja ekki
komið út nema eitt tölublað og fólk
hefur séð allskonar kollsteypur
verða. En mér finnst bæði tímarit og
dagblöð gegna meginhlutverki í að
viðhalda íslenskri tungu og við leggj-
um sannarlega okkar af mörkum, en
eins og ég vék að áður er samanlagð-
ur blaðsíðufjöldi þeirra tímarita sem
við gefum út um 17 þúsund blaðsíður
á ári. Það, og fjöldi tölublaða segja þó
ekki nærri alla söguna. Allar lesenda-
kannanir sýna að hvert eintak er lesið
af 5-9 einstaklingum og að líftími
tímarita er langur, frá einni til tveim-
ur vikum og upp í nokkur ár. Þar vísa
ég til tímarita eins og Gestgjafans og
Húsa og híbýla sem fólk varðveitir og
grípur í aftur og aftur.“
Magnús segir að þessi tuttugu ár
Gefum út 17.000 blaðsíður
af íslensku efni á ári
Fróði, bóka- og blaðaútgáfa,
fagnar á morgun
20 ára afmæli sínu, en
fyrirtækið er byggt á grunni
Frjáls framtaks. Guðjón
Guðmundsson ræddi við
Magnús Hreggviðsson,
formann stjórnar Fróða
og framkvæmdastjóra.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Magnús Hreggviðsson fagnar nú 20 ára afmæli Fróða.
Þumalína
Slitolía, spangarolía,
brjóstagjafaolía og te
Póstsendum – sími 551 2136
Tannstönglabox
Verð kr. 2.590
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18,
laugardag 11-15