Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 5. maí 1992: „Með undirritun samninganna um Evrópska efnahagssvæðið í Portúgal sl. laugardag verða ákveðin kaflaskil. Hingað til hafa þessir samningar verið um- ræðuefni embættismanna og ráðherra og þá fyrst og fremst á erlendri grund. Nú hefjast umræður um samn- ingana eins og þeir liggja fyrir í hverju aðildarríki EFTA og þ.á m. hér heima. Framundan eru mjög anna- samir mánuðir á Alþingi, sem væntanlega mun starfa að töluverðu leyti í sumar við að fara yfir samningana og fylgiskjöl og leggja mat á kosti og galla þeirra frá hagsmunasjónarmiði okkar Íslendinga.“ . . . . . . . . . . 5. maí 1982: „Alþýðu- bandalagsmenn svindla, þeg- ar þeir ákveða niður- greiðslur, þeir svindla, þegar þeir segjast bera hag laun- þega fyrir brjósti, og þeir svindla, þegar þeir kvarta undan „oki neyslusamfélags- ins“ með mærðarfullum svip. Auðvitað svindla þeir líka, þegar þeir skýra frá lyktum hafréttarráðstefnunnar og þróun landhelgismála okkar Íslendinga. Eitt dæmi nægir. Í forystugrein Þjóðviljans í gær stendur um útfærsluna í 200 sjómílur 1975: „Að því sinni urðum við að heita má samferða okkar gömlu höf- uðandstæðingum Bretum...“ . . . . . . . . . . 5. maí 1972: „Gestrisni Ís- lendinga hefur lengi verið rómuð. Hún stendur djúpum rótum í aldagamalli íslenzkri sveitamenningu. Þegar gest bar að garði var honum jafn- an vel tekið. Þótt íslenzkt þjóðfélag hafi smátt og smátt breytzt úr sveitaþjóðfélagi í borgarsamfélag er gestrisnin enn mikils metin á landi hér, þótt samgöngur séu nú betri og gestakomur tíðari en áður var. Sá hópur stúdenta og annars ungs fólks, sem varn- aði utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Íslands og fylgdarliði þeirra inngöngu í Árnagarð, þar sem helgustu dýrgripir íslenzkrar menn- ingar og sögu eru geymdir, virðist hafa misst tengslin við þessa aldagömlu íslenzku hefð. Þess í stað hefur þessi hópur tileinkað sér vinnu- brögð, sem tíðkuð hafa verið hjá erlendum milljóna- þjóðum, en eru framandi skapferli okkar Íslendinga og hugmyndum okkar um mannasiði og kurteisi í um- gengni við gesti okkar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRMÁL REYKJAVÍKUR Ársreikningur Reykjavíkur-borgar fyrir síðasta ár varkynntur á fundi í borgarstjórn á fimmtudag. Reikningurinn sýnir að mörgu leyti sterka stöðu og góðan rekstur, ekki sízt hjá borgarsjóði. Þó eru ýmis hættumerki á lofti, sem snúa ekki sízt að skuldasöfnun borgarinn- ar og fyrirtækja hennar. Ársreikningurinn sýnir að rekstur borgarsjóðs var að mestu í samræmi við áætlanir á síðasta ári. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri benti í ræðu sinni á borgarstjórnarfundin- um á að kostnaður við rekstur mála- flokka þeirra, sem borgin hefur á sinni könnu, hefði farið lækkandi sem hlutfall af skatttekjum undanfarin ár og væri nú 81,7%, að teknu tilliti til áfallinna lífeyrisskuldbindinga. Þetta þýddi að borgin ætti afgang af skatt- tekjunum upp á 4-5 milljarða króna til fjárfesta eða greiða niður skuldir. Þá fer ekki á milli mála að vinnu- brögð í fjármálum borgarinnar hafa að mörgu leyti batnað á undanförnum árum, til samræmis við það sem hefur gerzt t.d. í ríkisrekstrinum, upplýs- ingakerfi eru betri og stjórnendur hjá borginni hafa skýrari ramma til að vinna eftir. Í ársreikningnum kemur fram að sjálfstæði stjórnenda til að taka ákvarðanir í fjármálum hefur verið aukið, þannig færðust fjárveitingar til óbundinna rekstrarliða og áhalda- kaupa í fyrsta sinn milli ára, en mark- miðið er að hvetja til betri nýtingar fjármuna. Jafnframt kemur fram að fjárhagslegt sjálfstæði skóla hefur verið aukið, allir skólar hafa nú fengið „stjórnunarkvóta“ sem þeir verja að vild til að þróa skipulag og starfs- hætti með fjölbreyttum hætti. Skuldir borgarsjóðs hafa farið lækkandi og á það hafa borgaryfir- völd lagt mikla áherzlu. Hins vegar er engin leið að einblína á borgarsjóð og horfa framhjá því að heildarskuldir borgarinnar, þ.e. borgarsjóðs og fyr- irtækja borgarinnar, hafa hækkað verulega á undanförnum árum, í sumum tilfellum vegna þess að fyr- irtæki hafa verið stofnuð utan um rekstur sem áður var hjá borgarsjóði. Það vekur athygli, sem Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins, benti á í umræðum um ársreikninginn, að hreinar skuldir borgarinnar, sem áttu að lækka lítillega á síðasta ári samkvæmt fjárhagsáætlun, uxu um 9,2 milljarða og urðu 9,5 milljörðum meiri en áætlunin sagði til um. Auk- inheldur urðu hreinar skuldir fimm milljörðum meiri en áætlað var í des- ember síðastliðnum, sem vekur spurningar um hversu góða yfirsýn menn hafi um fjármál borgarinnar þrátt fyrir allt. Bent hefur verið á að hluti skuldaaukningarinnar sé vegna gengissveiflna, en þær segja ekki alla söguna. Meðal þeirra borgarfyrirtækja, sem hafa safnað skuldum, eru Orku- veita Reykjavíkur og Félagsbústaðir hf. Það er afar hæpið hjá borgar- stjóra að halda því fram að vegna þess að rekstur þessara fyrirtækja er ekki fjármagnaður með skattfé, heldur með sértekjum, sé þessi skuldasöfn- un ekkert áhyggjuefni fyrir almenn- ing í Reykjavík. Sumar af fjárfesting- um þessara fyrirtækja, t.d. í fyrir- huguðum virkjunum Orkuveitunnar, eru án efa arðbærar. En aðrar eru hæpnari, t.d. þátttaka Orkuveitunnar í áhætturekstri á sviði fjarskipta, sem hefur kostað fyrirtækið hundruð milljóna króna. Skuldasöfnun vegna slíkra fjárfestinga hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir almenning í Reykjavík, vegna þess að ef þær skila litlu þarf samt að borga skuldirnar og þá hlýtur slíkt að koma fram í verðinu á þjónustu Orkuveitunnar, sem heim- ili í borginni verða að skipta við hvort sem þeim líkar betur eða verr. Í tilfelli Félagsbústaða á auðvitað það sama við; það þarf að borga skuldirnar og ef skuldasöfnun fer úr böndunum þýðir það að í framtíðinni þurfa viðskiptavinir fyrirtækisins, sem eru tekjulægsta fólkið í Reykja- vík, að borga hærri leigu. Það er þess vegna ekki hægt að halda því fram að skuldasöfnun fyrirtækja borgarinnar komi almenningi ekki við. Á ÞEMARÁÐSTEFNU Norðurlandaráðs hér í Reykjavík í síðasta mánuði komu fram skiptar skoðan- ir um framtíð lýðræðisins í alþjóðlegu samstarfi. Segja má að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi þar að sumu leyti verið í hópi efasemda- manna og látið í ljós þá skoðun að lýðræðinu staf- aði ákveðin ógn af hinu alþjóðlega samstarfi. Sá kafli ræðu forsetans, sem fjallaði einkum um þetta og hefur orðið umdeildur, var svohljóðandi: Efasemdir forsetans „Í öðru lagi hefur þró- un Evrópusambands- ins og þar með Evr- ópska efnahagssvæð- isins ásamt aukinni alþjóðasamvinnu í öryggis- málum, umhverfismálum og á fleiri sviðum fært hluta af því valdi sem áður var í höndum lýðræð- isstofnana þjóðríkisins yfir til evrópskra og al- þjóðlegra stofnana sem ekki eru sniðnar á sama hátt að beinu lýðræðislegu valdi fólksins heldur taka mið af fulltrúakerfi sem mótað er á grund- velli ríkjasamstarfs. Við þekkjum öll umræðuna um lýðræðisvanda Evrópusambandsins, takmarkað áhrifavald Evr- ópuþingsins, stefnumótun skriffinnanna í Bruss- el og samningaþóf ráðherranna fyrir luktum dyr- um. Með vaxandi umsvifum Evrópusambandsins og auknum áhrifum þess á efnahagslíf og fjármál aðildarlandanna verður þessi lýðræðishalli á Evrópusamvinnunni sífellt meiri og engar skýrar tillögur til að rétta hann við á næstu árum eru lík- legar til að öðlast nægilegt fylgi. Þessi evrópski lýðræðishalli er einnig norrænn halli vegna að- ildar norrænu ríkjanna að Evrópusambandinu eða Evrópska efnahagssvæðinu. Okkur er hins vegar tamara að ræða eingöngu um hann sem evrópskan vanda. Á þann hátt verður hann okkur fjarlægari og við forðumst að horfast í augu við þá breytingu sem orðið hefur á lýðræðiskerfi Norðurlanda við að færa ákvörðunarvald í aukn- um mæli til evrópskra stofnana sem ekki eru jafnháðar lýðræðislegu aðhaldi og hinar hefð- bundnu stofnanir norrænu þjóðríkjanna. Á sama hátt hefur alþjóðleg samvinna í örygg- ismálum, bæði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og NATO, og alþjóðlegir samningar í umhverfis- málum, mannréttindamálum og á fleiri sviðum orðið til að setja ákvarðanavaldi einstakra ríkja frekari skorður, takmarkað umsvif hins lýðræð- islega valds í einstökum þáttum við alþjóðlegt samþykki. Þessar takmarkanir á valdi þjóðríkj- anna eru vissulega í þágu göfugra málefna og framtíðarheilla einstaklinga og samfélaga en engu að síður er verið að flytja ákvarðanir í aukn- um mæli frá stofnunum lýðræðisins á alþjóðleg- an vettvang þar sem fólkið og kjörnir fulltrúar þess, hagsmunasamtök og almannasamtök eiga ekki eins greiða leið til áhrifa á ákvarðanir og innan hins lýðræðislega þjóðríkis. Við eigum að mestu leyti eftir að leysa þann Gordionshnút hvernig jákvæðum samleik hins lýðræðislega valds og evrópskrar og alþjóðlegrar stofnanaþróunar verður hagað í framtíðinni. Þar sem Norðurlöndin eru og verða virkir þátttak- endur í Evrópusamstarfinu og styðja eindregið aukna alþjóðlega samvinnu á mörgum sviðum mun þessi vandi lýðræðis brenna mjög á okkur.“ Bjartsýni Bildts Á móti þessu viðhorfi forseta Íslands tefldi Carl Bildt, fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar, hins vegar sýn bjartsýnismannsins. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið, þegar leitað var eftir áliti hans á orðum Ólafs Ragnars: „Ég held að hann hafi rangt fyrir sér. Hlutirnir voru ekki betri áður fyrr. Þá höfðum við Evrópu sem var klofin í þjóð- ríki og helmingur álfunnar laut valdi Sovétríkj- anna. Nú reynum við að byggja upp evrópskt lýð- ræði innan Evrópusambandsins sem er langt sögulegt ferli. Við reynum að byggja upp lýðræði innan landanna og sömuleiðis innan álfunnar og seinna, kannski einni kynslóð á eftir okkar, verð- ur komið á alþjóðlegt lýðræði. Vissulega er unnt að segja að það sé afsprengi lýðræðisins. En auð- vitað er það miklu betra fyrir heiminn allan, líka fyrir Íslendinga og Svía, ef okkur tekst að byggja upp evrópskt eða alþjóðlegt lýðræði, því við höfð- um það ekki betra áður fyrr.“ Bildt sagði jafnframt að í framtíðinni myndi lýðræðið virka á mismunandi stigum. „Við kom- um til með að hafa staðbundið lýðræði á mismun- andi stöðum í mismunandi löndum, við munum hafa þjóðlýðræði, við munum byggja upp evr- ópskt lýðræði og einn fagran dag byggjum við kannski upp alþjóðlegt lýðræði, þótt um eins konar afsprengi verði að ræða. Ég tel að ekki sé hægt að stilla þjóðlýðræðinu upp gegn evrópsku lýðræði því þá erum við að líta um öxl sem ég held að gefi okkur ranga mynd.“ Lýðræðishallinn í ESB Lengi hafa menn rætt um „lýðræðishallann“ innan Evrópusam- bandsins og sett fram tillögur til lausnar á honum. Vandinn hefur í stuttu máli verið talinn sá að lýðræðislegt aðhald skorti að ákvarðanatöku í sambandinu. Íbúar ríkja Evrópusambandsins eru vanir því að ráða- menn þurfi að standa lýðkjörnu þingi reiknings- skil gerða sinna. Aðildarríki ESB framselja hins vegar hluta af því valdi, sem ríkisstjórnir og lög- gjafarþing fara með, til sameiginlegra stofnana sambandsins. Valdamesta stofnunin er ráðherra- ráðið, þar sem ráðherrar úr ríkisstjórnum aðild- arríkjanna sitja, en jafnframt fer framkvæmda- stjórnin með mikið vald og þar sitja ekki kjörnir fulltrúar, heldur skipaðir af ríkisstjórnum aðild- arríkjanna. Hvorug stofnunin, ráðherraráðið eða framkvæmdastjórnin, ber ábyrgð gagnvart lýð- kjörinni samkundu á sama hátt og ríkisstjórnir í lýðræðisríkjum. Evrópuþingið, sem kjörið er beint af kjósendum í aðildarríkjunum, er veikt og valdalítið í samanburði við þjóðþing flestra lýð- ræðisríkja og þótt það hafi með breytingum á stofnsáttmála sambandsins smám saman fengið aukin völd – ekki sízt í þeim yfirlýsta tilgangi að rétta af lýðræðishallann – hafa orðið til ný sam- starfssvið innan ESB, t.d. á sviði utanríkis- og varnarmálasamstarfs og dómsmálasamstarfs, þar sem eftirlit og áhrif þingsins eru enn mjög takmörkuð. Sumir segja sem svo að lýðræðishallinn sé ýkt- ur; ráðherrarnir, sem sitja í hinu valdamikla ráð- herraráði, hafi flestir verið kjörnir á þing í eigin heimalandi og beri ábyrgð gagnvart því sama þingi. Gallinn við þessa röksemdafærslu er sá að í þingkosningum í þjóðríkjunum eru ríkisstjórnir fyrst og fremst dæmdar af verkum sínum í lands- málunum. Það liggur heldur ekki alltaf ljóst fyrir hver hefur verið afstaða hverrar ríkisstjórnar í einstökum málum innan ESB, af því að fundir ráðherraráðsins eru lokaðir. Sama á við um ríkis- stjórnarfundi í einstökum ríkjum, en þar ber rík- isstjórnin sem heild ábyrgð gagnvart þingi og kjósendum, en sama er ekki hægt að segja um ráðherraráð ESB. Og þótt þjóðþing aðildarríkj- anna þurfi að forminu til oftast að samþykkja nýja löggjöf frá stofnunum Evrópusambandsins, er það ekki raunverulegur kostur að breyta henni eða hafna, því að þar með væri botninn dottinn úr samstarfinu. Tillögur í þá átt að rétta af lýðræðishallann eru einkum tvenns konar; annars vegar um að auka völd Evrópuþingsins og gera stjórn sambandsins beint ábyrga gagnvart því með einum eða öðrum hætti, hins vegar um að taka upp beinar kosn- ingar allra ESB-borgara um mikilvæg álitamál í samstarfinu og jafnvel kosningu lýðkjörins for- seta sambandsins. Þessar tillögur hafa ekki náð fram að ganga, fyrst og fremst vegna þess að með þessu yrði Evrópusambandið auðvitað yf- irþjóðlegra og líkara sambandsríki en það er í dag og það hafa aðildarríkin ekki verið reiðubúin að samþykkja. Í þessu felst ákveðin þversögn; til þess að lýð- ræðislegt aðhald að ákvarðanatöku í Evrópu- sambandinu verði virkara þyrftu menn að líta á sambandið sem pólitískt samfélag með svipuðum hætti og þjóðríki dagsins í dag, en hætt er við að ef tillaga um slíkt yrði borin undir lýðræðislega atkvæðagreiðslu í þjóðríkjunum sem mynda sambandið yrði hún alls staðar kolfelld. Eins og lýðræðisfyrirkomulagið hefur þróazt undanfarin 200 ár eða svo höfum við vanizt því að það eigi við um ríki, pólitísk samfélög sem eru samheldnar einingar með nokkuð sterka samvitund íbúanna, sem gjarnan byggist á sameiginlegu þjóðerni, tungu og menningu. Kjósendur, sem deila með sér hinu lýðræðislega valdi, þurfa jafnframt að vera reiðubúnir að deila örlögum sínum með öðr- um og sætta sig við að meirihlutinn ráði. Evrópsk samvitund er hins vegar vanþroskuð, þótt ein- hver vísir að henni kunni að vera orðinn til, og menningar- og tungumálamúrar koma í veg fyrir að borgarar ESB líti á sig sem eitt samfélag, sem er til þess bært að taka sameiginlegar ákvarðanir í kosningum. Við þetta bætist að þótt þau málefni og verkefni, sem flutt hafa verið af vettvangi þjóðríkisstjórnmálanna til Evrópusambandsins, séu brýn og ósjaldan þess eðlis að eingöngu verða fundnar lausnir á þeim í alþjóðlegu sam- starfi, hefur almenningur í aðildarríkjunum oft lítinn áhuga á þeim og lítur á þau sem fjarlægt og tæknilegt viðfangsefni embættismanna og sér- fræðinga. Þátttaka í kosningum til Evrópuþings- ins er lítil og frambjóðendur, sem ná kjöri á þing- ið, eru margir hverjir ýmist hættir í pólitík heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.