Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 45 AKURHOLT 21 - Mosfellsbæ Glæsilegt einbýli með innisundlaug Fallegt 290 fm einbýli á 2 hæðum, neðst í botnlanga, ásamt 53 fm bíl- skúr og innisundlaug. Stór og falleg hornlóð með miklu útsýni. Þetta er einstök eign á sérlega fallegum stað. Davíð og Ingibjörg bjóða ykkur velkomin í dag á milli kl. 13 og 16, s. 566 6616. Verð kr. 26,9 m. Opið hús í dag frá kl. 13-16 LIONSKLÚBBURINN Höfði hefur gefið heilsugæslustöðinni á Hofsósi eyrna- þrýstingsmælitæki. Er tækið handhægt og auðvelt í notkun. Það er notað til að mæla eyrnabólgur í börnum og við ung- barnaskoðanir. Það var Páll Magnússon formaður Lionsklúbbsins sem afhenti gjöfina og Örn Ragnarsson læknir og Sigríður Jónsdóttir starfsmaður heilsu- gæslunnar á Hofsósi sem tóku við tæk- inu. Örn þakkaði Lionsmönnum kærlega gjöfina og minntist á að Lionsmenn á Hofsósi hefðu verið mjög duglegir við að styrkja heilsugæsluna með ýmsum tækjagjöfum í gegnum tíðina, segir í fréttatilkynningu. Höfði á Hofsósi gefur mælitæki Frá vinstri: Páll Magnússon, Gunnlaugur Steingrímsson, Valgeir Bjarnason, Sigríður Jónsdóttir og Örn Ragnarsson. Aðalfundur Samtaka at- vinnulífsins AÐALFUNDUR Samtaka atvinnu- lífsins verður haldinn í Gullteigi á Grand hótel Reykjavík þriðjudag- inn 7. maí. Fulltrúaráð SA kemur saman til stjórnarkjörs kl. 11, en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 11.15. Opin dagskrá aðalfundar hefst kl. 13 með ræðu nýkjörins formanns SA. Þá ávarpar fundinn Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, kynnir tillögur samtakanna um breytingar á samkeppnislöggjöf- inni. Fundarstjóri verður Rakel Ol- sen. Fjallað verður um m.a.: atvinnu- lífið og Evrópumálin, kynnt Evr- ópustefna NHO, norsku samtaka atvinnulífsins, stefnuna kynnir Siri Bjerke, forstöðumaður hjá NHO og fyrrverandi umhverfisráðherra Noregs. Að því loknu taka við um- ræður og álitsgjöf undir stjórn Stefáns Ólafssonar prófessors. Þátttakendur: Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Granda, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- banka Íslands, Hörður Arnarson, forstjóri Marel, Sigurður Einars- son, forstjóri Kaupþings, Þórður Friðjónsson, forstjóri Verðbréfa- þings Íslands og formaður hnatt- væðingarnefndar, segir í fréttatil- kynningu. Listi sjálfstæðis- manna og fram- farasinnaðra í Ólafsfirði LISTI sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaðra Ólafsfirðinga vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. hefur verið lagður fram. Listann skipa eftirtaldir: 1. Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri. 2. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir sölufulltrúi. 3. Helgi Jónsson kennari. 4. Hörður Ólafsson húsasmíða- meistari. 5. Sigurður Gunnarsson fiskverk- andi. 6. Ásta Andreassen sjúkraliði. 7. Sigríður Gunnarsdóttir snyrti- fræðingur. 8. Guðmundur Garðarsson skip- stjóri. 9. Harpa Jónsdóttir einkaþjálfari. 10. Alda Jónsdóttir kökugerðarkona. Heimaeyjar- kaffi á Sögu KVENFÉLAGIÐ Heimaey verður með sína árlegu kaffisölu sunnudag- inn 5. maí kl. 14 í Súlnasal Hótel Sögu. Allir Vestmanneyingar vel- komnir, en 70 ára og eldri sérstak- lega boðið. Heimabakaðar kökur og ýmislegt góðgæti verður á boðstól- um að venju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.