Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 55 saman í stofunni hennar, og hún sagði mér sögur af mannlífinu í Garðinum, þegar hún bjó þar. Þessar sögur voru bæði skemmtilegar og fróðlegar. Oft þegar ég kom, sat hún og hekl- aði teppi og peysur á ungviðið í fjöl- skyldunni, enda fór fjölskyldan ört vaxandi. Það var því mikill missir fyr- ir hana þegar hún varð leggja heklu- dótið frá sér, er sjóninni fór að hraka. Minnistætt er þegar ég og Þóra vinkona mín þá 13 ára gamlar, kom- um kvöld eftir kvöld til að læra að hekla. Ég veit ekki hvort við eða amma skemmtum okkur betur. Úr þessu hekli varð til skírnarkjóll sem börnin mín og fleiri hafa verið skírð í. Amma minntist oft á þetta, átti ekki til orð yfir hvað við ungling- arnir nenntum að sitja við þetta. Seinni árin fór heilsunni að hraka, en með hjálp Bjarna sonar síns gat amma verið sem lengst heima á Vest- urgötunni, en fluttist síðan að dval- arheimilinu Garðvangi fyrir tæpum þremur árum. Alltaf jafn jákvæð og hress, fylgd- ist hún með öllum barnahópnum sem hún skilur nú eftir sig. Síðustu vik- urnar sem hún lifði, voru henni erf- iðar, heilsunni hrakaði hratt og and- aðist hún að morgni 2. maí í faðmi barnanna sinna þriggja, sem hana lifa. Elsku afi, Bjarni, mamma, Erna og aðrir aðstandendur, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Vil ég biðja góðan Guð að geyma hana ömmu mína, og veita henni frið og hvíld eftir erfið veikindi síðustu ævidagana. Blessuð sé minning hennar. Lisbeth. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þórdís, Einar, og Anna Katrín. Það var árið 1958 að Svenni bauð mér akstur í Hjarðarland í Biskups- tungum. Þar réðu húsum hjónin Helgi Kr. Einarsson og kona hans Sigríður Lovísa (Lóa) Sigtryggsdótt- ir, sem nú er kvödd með söknuði. Hún var góð kona og reyndist sínum vel. Mér var tekið svo vel að síðan hef ég verið þar heimagangur. Þegar börnin okkar Svenna höfðu aldur til fóru þau í sumardvöl til Helga og Lóu og undu hag sínum vel. Oft voru mörg börn í sveit í Hjarðarlandi og var þá oft fjör í krökkunum. Lóa hugsaði vel um sumarbörnin sín. Hafa þau mörg sýnt það með ræktarsemi við þau hjónin. Oft var gaman í eldhúsinu hjá Lóu eftir hádegið. Þegar allir krakk- arnir voru farnir út á tún fór Lóa að hræra í kökur en ég að vaska upp. Þá var oft sagt frá ýmsu fróðlegu frá fyrri tíð. Ég fékk góðan skóla hjá Lóu í bakstri og matargerð á mínum fyrstu búskapar árum og á hún þakk- ir skilið fyrir þá tilsögn, sem hún veitti mér, en Lóa var lista kokkur. Eftir að við Svenni byggðum sum- arbústaðinn inni í Engjadal var alltaf komið fyrst við heima á bæ áður en var farið inneftir, svo var endað á því að fara heim á bæ í kaffi og rjóma- pönnukökur áður en haldið var suður. Síðustu mánuðir voru Lóu erfiðir vegna veikinda. Elsku Lóa, hafðu þökk fyrir allar samveru stundirnar í gegnum árin. Þú hefur fengið friðinn blíða fróun harms það getur veitt Sárt var það að sjá þig líða Sárt að geta ekki neitt. (J.H.) Nú er fölnuð fögur rós fellur tár á kinn nú er slokknað lífsins ljós sem lýsti veginn minn. En minning ljúf sem merlar hlý og mildar alla sorg leiðir þig til lífs á ný í ljóssins fögru borg. (H. A.) Elsku Helgi.Við fjölskyldan vott- um þér innilega samúð. Ingibjörg, Sveinn. Stefán, Ingvar, Elín og fjölskyldur. ✝ Rósa Pálsdóttirfæddist 1. sept- ember 1911 á Spá- konufelli í Vindhælis- hreppi í A-Hún. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Blöndu- ósi 1. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Páll Pétursson, f. 24.7. 1889, d. 22.10. 1963, og Anna Sigríður Sölvadóttir, f. 3.9. 1892, d. 19.10. 1965. Systkini Rósu eru Guðrún, f. 3.9. 1913, d. 12.8. 1952, Pétur, f. 28.10. 1916, d. 20.2. 1997, Þorbjörg Jóninna, f. 12.4. 1919, Hulda, f. 4.8. 1923, og Knútur Berndsen, f. 25.10. 1925. Maki Rósu var Bjarni Jóhann Jó- hannsson frá Bjarnastaðagerði í Skagafirði, f. 22.11. 1900, d. 12.9. 1971. Börn þeirra eru Jóhann Karl, f. 19.7. 1935, maki Þórunn Kristbjörg Jónsdóttir, f. 28.5. 1932; Guðrún, f. 28.8. 1936, d. 13.9. 1936; Ingólfur Skagfjörð, f. 24.10. 1938, d. 17.1. 1967, maki Friðbjörg Þórunn Oddsdóttir, f. 10.2. 1938; Anna Ingibjörg, f. 18.12. 1939, maki Óskar Bjarnason, f. 3.5. 1931; Ragna Skagfjörð, f. 7.8. 1943, maki Hreiðar Sólberg Guð- mundsson, f. 15.6. 1945; Sævar Skagfjörð, f. 28.7. 1944, maki Eygló Hulda Guðbjarts- dóttir, f. 20.7. 1945; Sigurður Skagfjörð, f. 6.9. 1947, maki Sigrún Kristín Lár- usdóttir f. 25.2. 1951; og Fritz Magnús, f. 13.10. 1951, maki Hólmfríður Davíðs- dóttir, f. 7.7. 1950. Frá Rósu er kominn mikill ættbogi. Rósa fór 5 ára gömul í fóstur að Skúfi í Norðurárdal til móðurbróður síns, Eggerts Sölvasonar, og konu hans Jóninnu Jónsdóttur. Þar dvaldi hún til 16 ára aldurs og var eftir það í vinnu- mennsku. Árið 1934 hóf Rósa bú- skap að Þverá í Hallárdal með Bjarna Jóhanni. Þau fluttu til Skagastrandar nokkrum árum síðar og bjuggu þar lengst af á Bjargi, eða í rúm 30 ár. Eftir að Bjarni lést fluttist Rósa til Reykja- víkur þar sem hún dvaldi hjá börn- um sínum. Árið 1991 flutti Rósa aftur til Skagastrandar og settist að á Dvalarheimilinu Sæborg þar sem hún bjó allt til dauðadags. Útför Rósu fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú þegar amma Rósa er gengin koma upp mörg minningarbrot í huga mínum, sem mig langar til þess að gera skil í greinarkorni þessu. Fyrstu minningar mínar um ömmu Rósu voru þegar ég barnung fór ásamt mömmu til hennar á sumr- in og dvöldum hjá henni um mánaðar tíma í senn. Amma bjó þá í húsinu Breiðablik við sjávarbakkann á Skagaströnd, fallegt lítið hús með garði. Úti í garðinum átti ég mér bú ásamt Rósu frænku minni sem bjó hjá ömmu. Við lékum okkur mikið þar saman og minnist ég þess hversu góð og hlý sumrin voru þarna fyrir norðan í „gamla daga“ hjá ömmu. Á hverjum morgni vöknuðum við saman og amma fór með mér niður í sitt allra heilagasta herbergi þ.e eld- húsið, þar sem hún gaf mér kaffisopa og laumaði sykurmola útí og þótti mér það mikið ævintýri og hlakkaði ávallt til þessarar athafnar okkar ömmu, enda kaffidrykkja svona frekar óvenjuleg á meðal barna á þeim tíma, svo ég tali nú ekki um sykurmolana góðu. Amma hugsaði alltaf vel um mig og síðar þegar hún flutti suður bjó hún hjá okkur í tíu ár og vorum við saman í mjög stóru herbergi um ára- bil. Þetta var á gelgju- og unglings- árum mínum og man ég að ég hafði töluverða fótaverki þá sem má tengja vaxtaverkjum unglinga og sá amma aldeilis ráð við slíku og bar á mig Arniku á hverju kvöldi og strauk fæturna þangað til ég féll í svefn. Þá hafði amma ofurtrú á spritti og var sprittflaskan komin á loft við minnsta áverka og þegar flensan fór að gera vart við sig þá hvatti amma mig til þess að skola nú vel hálsinn í spritti áður en ég færi að sofa og það myndi þá „kála“ flensunni um nótt- ina. Þetta gerðist oftast og hef ég haldið þessum sið. Í hinu sameiginlega stóra her- bergi okkar ömmu kenndi ýmissa grasa. Öðrum megin var hennar svæði og dót og síðan átti ég hinn helminginn. Það var auðséð hvar minn helmingur var, veggirnir þakt- ir ljósmyndum af helstu leikurum og poppstjörnum sjöunda áratugarins og alls kyns öðru „ómetanlegu“ dóti sem tilheyrði unglingsaldrinum. Amma kom oft yfir í minn helming og hafði orð á því hvað hin og þessi poppstjarna væri sæt eða sætur en hafði að öðru leyti ekki hugmynd um það hvort viðkomandi væri gítarleik- ari, kvikmyndastjarna eða kappakst- urshetja. Tók hún einnig mikinn þátt í sorgum mínum og gleðistundum og beindi mér oft á réttar brautir þegar eitthvað fór úrskeiðis eins og gengur hjá unglingsstúlkum. Amma sat hjá mér og sagði mér sögur af sjálfri sér þegar hún var að alast upp og frá ævi sinni almennt og elskaði ég að hlýða á þær frásagnir og lærði mikið. Amma átti oft erfiða ævi en það var stutt í kímnina hjá henni og gleðina og sá hún ávallt ljósu hlið- arnar. Í september mánuði á síðast liðnu ári var haldið veglegt níræð- isafmæli hennar á Skagaströnd og var ánægjulegt að fá að vera þátttak- andi þar í miklu fjölmenni á fallegum degi, degi sem mun lifa vel í minn- ingunni. Amma var stálminnug og hringdi ávallt til allra í fjölskyldunni stóru á afmælisdögum þeirra. Dætur mínar, Júlía og Ragna fengu frá henni hringingar á sínum afmælis- dögum og þannig viðhélt hun tengsl- unum með lifandi hætti. Nú þegar amma Rósa er öll og komin þangað sem ég veit að hún hefur fundið frið og líður vel þá vil ég þakka henni fyrir þau forréttindi sem það vissulega var að hafa fengið að alast upp með og hjá henni um árabil. Þessi tengsl kynslóðanna eru ómetanleg og þakka ég henni og for- eldrum mínum fyrir að hafa gert þetta mögulegt og minnist ég og kveð ömmu Rósu með djúpri virð- ingu, þakklæti og jafnframt miklum söknuði. Jóhanna Jóhannsdóttir. Amma mín er dáin og farin yfir móðuna miklu. Heil 90 ár eru löng ævi, en hún hafði létta lund og vildi ávallt sjá það besta í fólki. Ég man þegar ég var krakki, þá var farið á sumrin á Skagaströnd og amma, frænkur og frændur, heimsótt. Mér fannst svo gaman þarna og ævin- týralegt að vera þarna. Ekki þurft- um við að hafa áhyggjur af því að amma gæfi okkur ekki að borða. Hún fyllti borðið af alls konar góð- gæti og hollum mat. Stundum sendi hún mig út í búð, það fannst mér svo gaman, því það var svo margt að skoða í svona sveitabúð. Fjaran var fyrir neðan hús ömmu og þar lékum við systkinin okkur oft. Ekki má gleyma hvað hún var mikið fyrir sæt- indi, enda laumaði hún alltaf ein- hverju gotti til mín þegar ég hitti hana. Ég hef líklega erft þetta frá henni, því ég er svo mikið fyrir sæt- indi. Amma var stundum hjá okkur hér fyrir sunnan og þá var nú líf og fjör. Alltaf sendi hún okkur ullar- sokka og sælgæti í jólapakkana. Börnin mín nutu líka þessara hlýju ullarsokka og eru ekki nema nokkur ár síðan hún hætti að senda okkur þá. Þakka þér, elsku amma, fyrir allt sem þú gafst mér og minni fjöl- skyldu. Margar aðrar minningar á ég um þig og geymi í hjarta mínu. Ég og fjölskylda mín vottum föður mín- um, systkinum hans og öðrum að- standendum samúð okkar. Með ást og virðingu kveð ég þig elsku amma mín og bið guð um að varðveita þig. Álfhildur S. Jóhannsdóttir. Við eigum eftir að sakna þín mikið en eins og sagt er lifir enginn að ei- lífu þótt okkur finnist að þú hefðir átt að gera það. Þú varst hjá okkur er við ólumst upp og er við hugsum til baka þá var eins og við byggjum á fimm stjörnu hóteli, svo góð var þjónustan, en ákveðin varst þú og maður komst ekki upp með neitt múður hjá þér og seint munum við gleyma fimmtíu köllunum sem þú varst vön að lauma til okkar sem svona smá glaðningi. Þú varst svo góð við okkur og kenndir okkur margt, einnig stóðstu upp fyrir okk- ur þegar við þörfnuðumst þess. Það er svo erfitt að sjá á eftir þér fara en tíminn þinn var væntanlega kominn. Þú munt alltaf eiga vissan stað í hjarta okkar og við munum minnast þín að eilífu. Við vonum að þú eigir samt eftir að fylgjast með okkur áfram frá himnum ofan og lofum við þér því að gera þig stolta og kannski áttu eftir að geta séð okkur spila, mig í handboltanum og Davíð í körf- unni. Ætlum rétt að vona að Guð sé með sjónvarp handa þér svo þú getir séð okkur. Við munum aldrei gleyma þér og munum bera þess merki alla ævi að hafa kynnst jafn merkri konu eins og þér. Þannig að nú er það kveðjustund, allavega þangað til við hittumst aftur. Vertu sæl Rósa Pálsdóttur og við vitum að þú ert farin að stjórna himnaríki svo gangi þér vel á þessum nýja stað. Við höfum ekki getað ósk- að okkur betri ömmu, við geymum þig í hjartanu okkar. Bjarni og Davíð Þór Fritzsynir. RÓSA PÁLSDÓTTIR ✝ Gissur Þór Egg-ertsson fæddist á Skúfum í Norðurár- dal í A-Húnavatns- sýslu 25. september 1921. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 26. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Eggert Ragnar Sölvason bóndi, f. 18.9. 1876, d. 3.3. 1963, og Ingi- björg Jóninna Jóns- dóttir húsfreyja, f. 22.7. 1891, d. 6.3. 1981, og var Gissur yngsta barn þeirra. Eldri voru Hall- dóra Aðalbjörg námsstjóri, f. 7.12. 1916, d. 25.11. 2000, og Sigríður Hildigunnur einkaritari, f. 3.2. um skeið fólksflutninga og fluttist um svipað leyti til Reykjavíkur. Vann um tólf ára skeið hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga. Keypti Bókaútgáfuna Fróða árið 1964 og Bókaútgáfuna Norðra litlu síðar, stofnaði Bókabúð Safamýrar og rak þessi fyrirtæki í 24 ár. Gissur kvæntist 22.4. 1948 Sig- ríði Davíðsdóttur, f. á Skálateigi í Norðfirði 5.3. 1920. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Petra Jónsdóttir og Davíð Hermannsson. Gissur og Sigríður ólu upp fóstur- son frá eins árs aldri, systurson Sig- ríðar, Runólf Runólfsson, f. 28.6. 1950, kvæntur Gerði H. Hafsteins- dóttur, f. 3.11. 1957, og eiga þau þrjú börn: 1) Sigríður Hafdís, f. 6.10. 1976, gift Ólafi Tryggva Sig- urðssyni, f. 28.10. 1972, þau eiga soninn Jóhannes Orra, f. 8. 7. 1999. 2) Davíð Arnar, f. 8.5. 1980, kvænt- ur Jamillu Johnston, f. 25.6. 1975. 3) Atli Freyr, f. 29.5. 1985. Útför Gissurar var gerð frá Bú- staðakirkju 6. maí. 1918, einnig átti hann fóstursystur, Rósu Pálsdóttur, f. 1.9. 1911, d. 1.5. 2002. Hún var gift Bjarna Jóhanni Jó- hannssyni, f. 21.11. 1900, d. 12.9. 1971. Gissur ólst upp til tíu ára aldurs á Skúfum og fluttist þaðan til Siglufjarðar með for- eldrum sínum. Stund- aði nám í barnaskóla Siglufjarðar og var tvo vetur í Héraðsskólan- um á Laugum í S-Þing. og síðar í Iðnskóla Siglufjarðar. Vann frá fjórtán ára aldri við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði í fimm sumur. Tók meirapróf árið 1941 og stundaði Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð hann afa minn. Ég veit þó að hann hefur verið hvíld- inni feginn. Síðustu mánuðirnir voru honum erfiðir. En þrátt fyrir það bar hann sig vel og tók alltaf á móti manni með brosi á vör. Efst í huga mér er, hvað hann var alltaf hjálpsamur. Það er mér minn- isstætt þegar ég var að læra á bíl, og ég hafði fengið leyfi til þess að nota bílinn hans afa í æfingaakstur. Allt- af var hann tilbúinn til þess að fara með mér í bíltúr, svo að ég gæti æft mig að keyra. Það var alveg sama hvað gekk á, hann vildi alltaf leggja sitt af mörkum til að aðstoða. Gjafmildin var líka ótrúleg. Svo langt sem ég man var hann alltaf að lauma einhverju að mér. Í bókabúð- inni forðum daga gátu dagarnir stundum orðið langir fyrir litla stelpu. Þá rétti afi mér oft nokkra aura og sagði mér að hlaupa út í búð og kaupa mér eitthvað gott, til að stytta biðina. Og þegar hann kom í heimsókn, rétti hann fram hendurn- ar og setti nokkrar krónur í lófa mér svo enginn sæi til, og hvíslaði að mér að fara og setja aurana í baukinn minn. Nú seinni árin voru það bækur. Þegar ég kom í heimsókn, var ég iðulega leyst út með bókum. Enda voru bækur hans líf og yndi, og hann kenndi mér að umgangast bækur og að bera virðingu fyrir þeim. Afi hafði gaman af börnum. Og það er búið að vera yndislegt að sjá hvað afi var duglegur að snúast í kringum Jóhannes Orra, langafa- barnið sitt, þrátt fyrir veikindin. Það var núna síðasta haust að við komum í heimsókn til afa og ömmu, og afi vildi endilega fara með strák- inn út í garð að leika. Þegar ég leit svo út um gluggann skömmu síðar voru þeir á fullu í rennibrautinni, og erfitt að sjá hvor skemmti sér betur. Því miður fengu þeir ekki fleiri tækifæri til þess að endurtaka leik- inn. Elsku afi. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur kennt mér og allar þær góðu stundir sem við höf- um átt saman. Það er sárt að kveðja, en ég veit að þér líður vel núna. Minningarnar allar geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig. Sigríður Hafdís Runólfsdóttir. GISSUR ÞÓR EGGERTSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.