Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Skeifan 17 • Sími 5504000 •www.atv.is SÖNGSKÓLINN í Reykjavík hefur gengið frá kaupum á húsnæði við Snorrabraut 54 og 56 þar sem áður var húsnæði Osta- og smjörsölunnar en nú síðast húsakynni fyrirtækisins OZ hf. Að sögn Garðars Cortes, skólastjóra Söngskóla Reykjavíkur, er kaupverðið 103 milljónir kr. Eignin skiptist í tvær húseignir, framhús sem er samtals 800 fer- metrar og um 340 fermetra bakhús á einni hæð. Að sögn Garðars er stefnt að því að söngskólinn flytji starfsemi sína í húsnæðið í haust. Hann segir að líklega þurfi að breyta einhverju í nýja húsnæðinu en þó ekki miklu. Húsnæðið sem Söngskólinn hefur verið í að undanförnu, á Hverfisgötu 45, er nú til sölu. Það er um 700 fer- metrar og segir Garðar það vissu- lega feng fyrir Söngskólann að kom- ast í stærra húsnæði. Í nýja húsnæðinu á Snorrabraut séu stærri og rúmbetri herbergi, fullbúið eld- hús, matsalur og salur sem hægt er að nýta sem tónlistarsal með um 160 gesti í sæti. Söngskólinn keypti höfuðstöðvar OZ Morgunblaðið/Ómar REYKJAVÍKURLISTINN fengi 48,8% atkvæða og Sjálfstæðis- flokkurinn 45,6% ef gengið yrði nú til borgarstjórnarkosninga, sam- kvæmt svörum þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun framkvæmdi dagana 6. til 9. maí sl. fyrir Morg- unblaðið. F-listi frjálslyndra og óháðra fengi 4% atkvæða, A-listi Höfuð- borgarsamtakanna fengi 1%, Æ- listi Vinstri hægri snú fengi 0,4% og H-listi Húmanistaflokksins 0,2%. Ef aðeins er tekið tillit til hlut- falls þeirra sem nefndu stóru framboðin, þá fengi R-listinn 51,7% fylgi en D-listinn 48,3%. Munurinn telst ekki tölfræðilega marktækur þar sem vikmörkin í könnuninni nú voru um 4,5%, til eða frá. Í síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morg- unblaðið, sem fram fór 19. til 28. apríl sl., voru þessi hlutföll 54,4% hjá R-lista og 45,6% hjá D-lista. Líkt og áður spurði Félagsvís- indastofnun fyrst hvaða flokk eða lista fólk myndi kjósa ef borg- arstjórnarkosningar færu fram núna. Til að fækka óákveðnum voru þeir, sem ekki gátu nefnt lista, spurðir hvað þeir myndu lík- legast kjósa. Með þessu fækkaði óákveðnum úr 16% niður í 6,3% og 2,7% neituðu að svara. Þá sögðust 2,5% ekki ætla að kjósa og 2,3% ætla að skila auðu. Frá síðustu könnun hafa ekki orðið miklar breytingar á fylgi stóru flokkanna eftir borgarhverf- um, að Breiðholtinu undanskildu í póstnúmerum 109 og 111. Þar eru hlutföllin nú nánast hnífjöfn en síðast var R-listinn þar með um 60% fylgi og D-listi um 40%. D- listinn heldur sama forskoti í nýrri hverfunum, þ.e. Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti en R-listi í eldri hverfum í vesturhluta borgarinnar. Fylgismunur eftir aldri Sé litið til fylgismanna R- og D- lista nýtur fyrrnefnda framboðið meira fylgis meðal kvenna, eða 58,5% á móti 41,5% við D-lista. Fylgi karla er hins vegar meira við D-listann, eða 55,8% á móti 44,2% við R-lista. Fylgi R-lista er meira meðal kjósenda í yngsta aldurs- hópnum, 18–24 ára, og meðal tveggja elstu hópanna, 45-80 ára, eða um 60% í hverjum hópi. D-listi hefur aftur á móti mun meira fylgi meðal fólks á aldrinum 25–34 ára, eða 64,5%, og 52% í aldurshópnum 35–44 ára. Telst þessi munur á aldurshópum vera marktækur töl- fræðilega séð. Úrtakið í könnuninni, sem fór fram um síma, var 800 manns í Reykjavík á aldrinum 18 til 80 ára, valið af handahófi úr þjóðskrá. Nettósvarhlutfall var 70,8%. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið R-listi með 48,8%, D-listi með 45,6%  Munur á fylgi/6 +  ,  -  ($ 5 $5 $+5   "    #'5 # .5 #**5      1                         SVANUR Sævar Lárusson bjargaði um tveggja ára stúlku frá köfnun í gær, en krónupeningur var fastur í öndunarvegi barnsins. Atvikið átti sér stað í Útilífi í Smáralind þar sem Svanur starfar. „Ég heyrði móður barnsins hrópa á hjálp, gekk strax að barninu og grunaði að þetta gæti verið að, þar sem barnið var farið að blána,“ segir Svanur. Hann lagði barnið yfir aðra höndina og sló létt á bakið og hrökk þá krónupeningur upp úr því. „Það kom ekkert hljóð fyrst, sem kemur víst sjaldnast, en eftir nokkr- ar sekúndur byrjaði barnið að gráta og þá vorum við alveg rosalega feg- in og færði móðirin mér endalausar þakkir,“ segir Svanur sem er félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og hefur því lært heilmikið í skyndi- hjálp. Skyndihjálpin var honum einnig ofarlega í huga þar sem hann fór á skyndihjálparnámskeið á vegum Útivistar fyrir um tveimur vikum þar sem einmitt var upp- rifjun á þessu atriði. Svanur segir að það hafi verið yndislegt að geta komið barninu til bjargar. „Ég á eftir að lifa lengi á þessu. Það er ekki hægt að fá betri enda á vinnudegi,“ segir hann og hlær. Hann segir að það hafi komið sér á óvart hversu fumlaust hann gekk til verka. „Mér leið bara eins og ég hefði aldrei gert neitt annað,“ segir Svanur. Hann segir það sér- staka tilviljun að hann hafi lent í þessari reynslu í gær, því rétt áður en hann kom barninu til bjargar hafði hann sagt starfi sínu hjá Úti- lífi lausu þar sem hann ætlar að skipta um starfsvettvang. Svanur ætlar að fara að ferðast um landið og selja sjúkrakassa fyrir Slysa- varnafélagið Landsbjörgu. Bjargaði 2 ára barni frá köfnun „Á eftir að lifa lengi á þessu“ Morgunblaðið/Kristinn ALBANSKUR karlmaður hef- ur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald fram á þriðjudag vegna gruns um aðild að smygli á fólki. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem maður er úrskurðað- ur í gæsluvarðhald hér á landi vegna gruns um brot af þessu tagi. Maðurinn kom til landsins frá Amsterdam á miðvikudag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflug- velli, segir málið í rannsókn og vill ekki svara því hvort fólki hafi verið smyglað til Íslands eða til annarra ríkja, eða hvort smyglið hafi staðið yfir í langan tíma. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness bygg- ist á 17. grein útlendingalaga þar sem kveðið er á um bann við því að hjálpa útlendingi við að koma eða dvelja ólöglega hér á landi eða aðstoða hann í hagn- aðarskyni við að komast inn eða dvelja ólöglega í ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu. Refsing varðar sektum eða fangelsisvist Grunaður um smygl á fólki KA-menn urðu í gærkvöld Íslands- meistarar í handknattleik karla í annað skipti þegar þeir sigruðu Val, 24:21, í fimmta og síðasta úrslita- leik liðanna að Hlíðarenda. Þetta er í annað skipti sem KA verður meist- ari en sigur liðsins er mjög óvæntur því það endaði í fimmta sæti 1. deildar í vetur og tapaði tveimur fyrstu úrslitaleikjunum gegn Val. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, er á förum til Þýskalands og kvaddi fé- lagið á skemmtilegan hátt og lyftir hér Íslandsbikarnum ásamt Sævari Árnasyni fyrirliða. Morgunblaðið/Árni Sæberg KA Íslandsmeistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.