Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Skeifan 17 • Sími 5504000 •www.atv.is
SÖNGSKÓLINN í Reykjavík hefur
gengið frá kaupum á húsnæði við
Snorrabraut 54 og 56 þar sem áður
var húsnæði Osta- og smjörsölunnar
en nú síðast húsakynni fyrirtækisins
OZ hf. Að sögn Garðars Cortes,
skólastjóra Söngskóla Reykjavíkur,
er kaupverðið 103 milljónir kr.
Eignin skiptist í tvær húseignir,
framhús sem er samtals 800 fer-
metrar og um 340 fermetra bakhús
á einni hæð. Að sögn Garðars er
stefnt að því að söngskólinn flytji
starfsemi sína í húsnæðið í haust.
Hann segir að líklega þurfi að
breyta einhverju í nýja húsnæðinu
en þó ekki miklu.
Húsnæðið sem Söngskólinn hefur
verið í að undanförnu, á Hverfisgötu
45, er nú til sölu. Það er um 700 fer-
metrar og segir Garðar það vissu-
lega feng fyrir Söngskólann að kom-
ast í stærra húsnæði. Í nýja
húsnæðinu á Snorrabraut séu stærri
og rúmbetri herbergi, fullbúið eld-
hús, matsalur og salur sem hægt er
að nýta sem tónlistarsal með um 160
gesti í sæti.
Söngskólinn keypti höfuðstöðvar OZ
Morgunblaðið/Ómar
REYKJAVÍKURLISTINN fengi
48,8% atkvæða og Sjálfstæðis-
flokkurinn 45,6% ef gengið yrði nú
til borgarstjórnarkosninga, sam-
kvæmt svörum þeirra sem afstöðu
tóku í skoðanakönnun sem Fé-
lagsvísindastofnun framkvæmdi
dagana 6. til 9. maí sl. fyrir Morg-
unblaðið.
F-listi frjálslyndra og óháðra
fengi 4% atkvæða, A-listi Höfuð-
borgarsamtakanna fengi 1%, Æ-
listi Vinstri hægri snú fengi 0,4%
og H-listi Húmanistaflokksins
0,2%.
Ef aðeins er tekið tillit til hlut-
falls þeirra sem nefndu stóru
framboðin, þá fengi R-listinn
51,7% fylgi en D-listinn 48,3%.
Munurinn telst ekki tölfræðilega
marktækur þar sem vikmörkin í
könnuninni nú voru um 4,5%, til
eða frá. Í síðustu könnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir Morg-
unblaðið, sem fram fór 19. til 28.
apríl sl., voru þessi hlutföll 54,4%
hjá R-lista og 45,6% hjá D-lista.
Líkt og áður spurði Félagsvís-
indastofnun fyrst hvaða flokk eða
lista fólk myndi kjósa ef borg-
arstjórnarkosningar færu fram
núna. Til að fækka óákveðnum
voru þeir, sem ekki gátu nefnt
lista, spurðir hvað þeir myndu lík-
legast kjósa. Með þessu fækkaði
óákveðnum úr 16% niður í 6,3% og
2,7% neituðu að svara. Þá sögðust
2,5% ekki ætla að kjósa og 2,3%
ætla að skila auðu.
Frá síðustu könnun hafa ekki
orðið miklar breytingar á fylgi
stóru flokkanna eftir borgarhverf-
um, að Breiðholtinu undanskildu í
póstnúmerum 109 og 111. Þar eru
hlutföllin nú nánast hnífjöfn en
síðast var R-listinn þar með um
60% fylgi og D-listi um 40%. D-
listinn heldur sama forskoti í nýrri
hverfunum, þ.e. Árbæ, Grafarvogi
og Grafarholti en R-listi í eldri
hverfum í vesturhluta borgarinnar.
Fylgismunur eftir aldri
Sé litið til fylgismanna R- og D-
lista nýtur fyrrnefnda framboðið
meira fylgis meðal kvenna, eða
58,5% á móti 41,5% við D-lista.
Fylgi karla er hins vegar meira við
D-listann, eða 55,8% á móti 44,2%
við R-lista. Fylgi R-lista er meira
meðal kjósenda í yngsta aldurs-
hópnum, 18–24 ára, og meðal
tveggja elstu hópanna, 45-80 ára,
eða um 60% í hverjum hópi. D-listi
hefur aftur á móti mun meira fylgi
meðal fólks á aldrinum 25–34 ára,
eða 64,5%, og 52% í aldurshópnum
35–44 ára. Telst þessi munur á
aldurshópum vera marktækur töl-
fræðilega séð.
Úrtakið í könnuninni, sem fór
fram um síma, var 800 manns í
Reykjavík á aldrinum 18 til 80 ára,
valið af handahófi úr þjóðskrá.
Nettósvarhlutfall var 70,8%.
Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið
R-listi með 48,8%,
D-listi með 45,6%
Munur á fylgi/6
+
,
-
($ 5
$5
$+5
"
#'5
# .5
#**5
1
SVANUR Sævar Lárusson bjargaði
um tveggja ára stúlku frá köfnun í
gær, en krónupeningur var fastur í
öndunarvegi barnsins. Atvikið átti
sér stað í Útilífi í Smáralind þar sem
Svanur starfar. „Ég heyrði móður
barnsins hrópa á hjálp, gekk strax
að barninu og grunaði að þetta gæti
verið að, þar sem barnið var farið
að blána,“ segir Svanur. Hann lagði
barnið yfir aðra höndina og sló létt
á bakið og hrökk þá krónupeningur
upp úr því.
„Það kom ekkert hljóð fyrst, sem
kemur víst sjaldnast, en eftir nokkr-
ar sekúndur byrjaði barnið að gráta
og þá vorum við alveg rosalega feg-
in og færði móðirin mér endalausar
þakkir,“ segir Svanur sem er félagi
í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og
hefur því lært heilmikið í skyndi-
hjálp. Skyndihjálpin var honum
einnig ofarlega í huga þar sem
hann fór á skyndihjálparnámskeið
á vegum Útivistar fyrir um tveimur
vikum þar sem einmitt var upp-
rifjun á þessu atriði.
Svanur segir að það hafi verið
yndislegt að geta komið barninu til
bjargar. „Ég á eftir að lifa lengi á
þessu. Það er ekki hægt að fá betri
enda á vinnudegi,“ segir hann og
hlær. Hann segir að það hafi komið
sér á óvart hversu fumlaust hann
gekk til verka. „Mér leið bara eins
og ég hefði aldrei gert neitt annað,“
segir Svanur. Hann segir það sér-
staka tilviljun að hann hafi lent í
þessari reynslu í gær, því rétt áður
en hann kom barninu til bjargar
hafði hann sagt starfi sínu hjá Úti-
lífi lausu þar sem hann ætlar að
skipta um starfsvettvang. Svanur
ætlar að fara að ferðast um landið
og selja sjúkrakassa fyrir Slysa-
varnafélagið Landsbjörgu.
Bjargaði 2 ára barni frá köfnun
„Á eftir að lifa
lengi á þessu“
Morgunblaðið/Kristinn
ALBANSKUR karlmaður hef-
ur verið úrskurðaður í gæslu-
varðhald fram á þriðjudag
vegna gruns um aðild að smygli
á fólki. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem maður er úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald hér á landi
vegna gruns um brot af þessu
tagi. Maðurinn kom til landsins
frá Amsterdam á miðvikudag.
Jóhann R. Benediktsson,
sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli, segir málið í rannsókn og
vill ekki svara því hvort fólki hafi
verið smyglað til Íslands eða til
annarra ríkja, eða hvort smyglið
hafi staðið yfir í langan tíma.
Gæsluvarðhaldsúrskurður
Héraðsdóms Reykjaness bygg-
ist á 17. grein útlendingalaga
þar sem kveðið er á um bann við
því að hjálpa útlendingi við að
koma eða dvelja ólöglega hér á
landi eða aðstoða hann í hagn-
aðarskyni við að komast inn eða
dvelja ólöglega í ríki sem tekur
þátt í Schengen-samstarfinu.
Refsing varðar sektum eða
fangelsisvist
Grunaður
um smygl
á fólki
KA-menn urðu í gærkvöld Íslands-
meistarar í handknattleik karla í
annað skipti þegar þeir sigruðu Val,
24:21, í fimmta og síðasta úrslita-
leik liðanna að Hlíðarenda. Þetta er
í annað skipti sem KA verður meist-
ari en sigur liðsins er mjög óvæntur
því það endaði í fimmta sæti 1.
deildar í vetur og tapaði tveimur
fyrstu úrslitaleikjunum gegn Val.
Atli Hilmarsson, þjálfari KA, er á
förum til Þýskalands og kvaddi fé-
lagið á skemmtilegan hátt og lyftir
hér Íslandsbikarnum ásamt Sævari
Árnasyni fyrirliða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KA Íslandsmeistari