Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSMENN höfðu um fleira að
hugsa í gær en kosningarnar. Fjöl-
margir framhaldsskólar landsins
útskrifuðu nemendur sína í gær.
Það var stór stund þegar þeir settu
upp stúdentshúfurnar til marks um
að merkum áfanga væri náð á
menntabrautinni. Myndin var tekin
í gær við útskrift Fjölbrautaskólans
við Ármúla sem fram fór í Borg-
arleikhúsinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Áfanga
fagnað
ÁKVEÐIÐ var að fresta kosningu
í rúman hálftíma í Austur-Héraði í
gærmorgun eftir að í ljós kom að
rangur listabókstafur hafði verið
prentaður á kjörseðilinn. Um tutt-
ugu mínútum eftir að kjörstaðir
voru opnaðir kom í ljós að í stað
„L“ hafði listabókstafurinn „F“
verið prentaður fyrir framboð
vinstrimanna, Félagshyggja við
fljótið.
Ákveðið var að strikað yrði yfir
„F“-ið og í staðinn stimplað „L“ á
listann með stimpli sem notaður er
við utankjörfundaatkvæðagreiðslu.
Að sögn Bjarna Björgvinssonar,
formanns yfirkjörstjórnar Austur-
Héraðs, hafði Félagshyggja við
fljótið listabókstafinn „F“ í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Það var
hins vegar ekki heimilt nú þar sem
annað framboð hafði þann lista-
bókstaf í alþingiskosningum.
Þrír listar voru í boði í Austur-
Héraði, listar framsóknarmanna,
sjálfstæðismanna og vinstrimanna.
Þá var jafnframt kosið um samein-
ingu Austur-Héraðs og Fella-
hrepps og var annar seðill notaður
í þeirri kosningu.
Kjörkössum var skipt úr þegar
mistökin uppgötvuðust og haldinn
var fundur með umboðsmönnum
framboðslistanna. Kjósendur biðu
á meðan fundurinn fór fram. At-
kvæðin sem höfðu verið greidd áð-
ur en mistökin komu í ljós voru
tekin til hliðar og að sögn Bjarna
verða þau tekin sérstaklega til
skoðunar. Hann sagði að farið yrði
eftir því hvort unnt væri að greina
vilja kjósanda í því sem hann
merkti á seðilinn.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði, segist ekki muna
nein dæmi þess að fresta hafi
þurft kosningum vegna mistaka af
þessu tagi en þó sé dæmi þess úr
íslenskri stjórnmálasögu að sveit-
arstjórnarkosningum hafi verið
frestað en það hafi verið af öðrum
ástæðum.
Kosningum var frestað í rúman hálftíma í Austur-Héraði í gærmorgun
Rangur listabókstafur var
prentaður á kjörseðilinn
ÍBÚAR í fimm kjördeildum í Graf-
arvogi fóru sumir hverjir á rangan
kjörstað í gær vegna misvísandi
upplýsinga sem birtust í auglýsingu
um kjörsvæði og kjörstaði í Reykja-
vík í dagblöðum í gær og í fyrradag.
Vegna uppsetningar auglýsing-
arinnar mátti í fljótheitum skilja
það sem svo að íbúar í þriðju til sjö-
undu kjördeild ættu að kjósa í
íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi en
ekki í Borgaskóla. Þannig fóru
sumir kjósendur í íþróttamiðstöð-
ina í Grafarvogi en ekki í Borga-
skóla. Eiríkur Tómasson, formaður
yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir
þó að fulltrúar yfirkjörstjórnar hafi
leitast við að leiðbeina fólki sem
hafi ruglast á kjörstöðum. „Og von-
andi hefur þetta allt saman farið vel
að lokum,“ sagði hann í samtali við
Morgunblaðið í gærdag.
Myndin er úr Hagaskóla, en þar
var enginn misskilningur á ferð.
Morgunblaðið/Golli
Kjósendur fóru á
ranga kjörstaði
JIANG Zemin, forseti Kína, er
væntanlegur í opinbera heimsókn til
Íslands í júní næstkomandi. Dvelur
hann hér í tvo daga í boði Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands. Í þessari ferð mun forseti
Kína einnig heimsækja fleiri lönd í
Evrópu.
Nokkuð á þriðja hundrað manns
er í fylgd með forsetanum. Eru það
embættismenn, sérfræðingar og
túlkar og stór hópur blaðamanna.
Forsetinn kemur hingað ásamt
fylgdarliði í B747-400 breiðþotu frá
kínverska ríkisflugfélaginu.
Auk viðræðna við forseta Íslands
mun Jiang Zemin ræða við Davíð
Oddsson forsætisráðherra og fleiri
ráðamenn. Verið er að skipuleggja
dagskrá heimsóknarinnar en að lík-
indum mun forseti Kína ferðast eitt-
hvað út fyrir höfuðborgina og kynna
sér atvinnulíf landsmanna.
Síðustu daga hefur verið hér á
landi sveit undanfara frá Kína til að
kynna sér öryggismál, ræða við yf-
irvöld, skoða þá staði sem forsetinn
mun heimsækja og ganga frá ýmsum
atriðum dagskrárinnar. Hefur sveit-
in m.a. kynnt sér öryggismál á Kefla-
víkurflugvelli og ekki gert neinar at-
hugasemdir við þau.
Jiang Zemin, forseti Kína,
verður á Íslandi í júní
Á þriðja hundr-
að manns í
fylgdarliðinu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
heldur á morgun til Ítalíu á fund
leiðtoga aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins og Rússlands sem
fram fer í Róm á þriðjudaginn 28.
maí.
Á fundinum munu þjóðarleiðtog-
ar allra NATO-ríkjanna og forseti
Rússlands undirrita ,,Rómaryfir-
lýsinguna“ um formlega stofnun
hins nýja samstarfsráðs NATO og
Rússlands, sem samkomulag náð-
ist um á fundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins og Rúss-
lands í Reykjavík 14. maí síðastlið-
inn.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra verður einnig viðstaddur
leiðtogafundinn í Róm og heldur
svo strax að honum loknum í heim-
sókn til Ísraels og Palestínu.
Forsætisráðherra á
leiðtogafund NATO
KARLMAÐUR liggur í lífshættu á
gjörgæsludeild Landspítala – Há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi eftir
líkamsárás í Hafnarstræti í
Reykjavík í gærmorgun.
Árásin var tilkynnt til lögreglu
rétt fyrir klukkan sex um morg-
uninn. Þegar lögreglan kom á vett-
vang lá maðurinn í götunni og
hafði verið sleginn niður. Var hann
fluttur á slysadeild.
Vitni voru að atburðinum og
vinnur lögregla að rannsókn máls-
ins. Hún vill ekki gefa upp hvort
einn eða fleiri hafi verið að verki.
Að sögn lögreglu liggja ekki fyrir
upplýsingar um að vopn eða barefli
hafi verið notuð við verknaðinn.
Að sögn vakthafandi læknis á
slysadeild Landspítala í Fossvogi
er maðurinn mjög alvarlega
meiddur og liggur í öndunarvél á
gjörgæslu. Fór hann í aðgerð í
gærmorgun en hann hlaut höfuð-
áverka og er í lífshættu að sögn
læknis.
Maður í
lífshættu
eftir lík-
amsárás
♦ ♦ ♦