Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMÁRALIND S. 569 1550 KRINGLUNNI S. 569 1590 AKRANESI S. 430 2500 Þú kau pir nún a en bo rgar ek ki fyrst u afborg un fyrr en eft ir 4 mánu ði, vax talaust . Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í OKTÓ BER! 0VEXTIR% Kenwood bíltæki KDC-2021 4 x 45 w útgangsafl. Útvarp og geislaspilari. Krafmikið og fallegt tæki sem sómir sér vel í hvaða bíl sem er. 27.995,- KJÓSTU KENWO OD! HÆKKAÐU Í BOTN! Fyrirlestraröð Arkítektafélagsins Áhersla lögð á blandað úrval í fyrirlestrum Arkítektafélag Ís-lands heldur útinokkuð öflugu fræðslustarfi samhliða öðru starfi sem heyrir undir stéttarfélög. Má í því sambandi nefna fyrir- lestraröð sem félagið stendur fyrir og er fyrir nokkru hafin. Nokkrir fyr- irlestrar hafa þegar verið fluttir, en nokkrir eru líka eftir. Í næstu viku er næsti fyrirlestur fyrirhugaður. Sérstök nefnd á vegum fé- lagsins heldur utan um þetta fræðslustarf, sem á sér nokkuð langa forsögu. Í þeirri nefnd er m.a. Örn Baldursson arkítekt hjá teiknistofunni Inni og úti og svaraði hann nokkrum spurningum Morgun- blaðsins um þessa fyrirlestra og starfsemi Arkítektafélagsins. – Hver er tilurð fyrirlestrarað- arinnar og tilgangur hennar? „Fyrirlestraröð Arkítekta- félags Íslands, AÍ, er vettvangur félagsmanna AÍ til þess að fylgj- ast með hvað starfsbræður þeirra hérlendis og erlendis eru að gera. Það má því segja að þetta sé bæði tækifæri til endurmenntunar og umræðna um byggingarlist.“ – Segðu okkur eitthvað um fyr- irlestrana? „Fyrirlestrarnir á vordagskrá AÍ eru sex. Búið er að halda fjóra og tveir eru eftir. Elísabet Gunn- arsdóttir arkítekt frá Ísafirði fjallaði um eigin verk. Síðan kom Fanney Hauksdóttir arkítekt frá Akureyri og fjallaði einnig um eigin verk. Þriðji fyrirlesturinn var helgaður Scmidt, Hammer & Larsen arkítektarstofu í Árósum í Danmörku. Morten Scmidt fjallaði um verk stofunnar, þ.á m. Skuggahverfið í Reykjavík. Á fjórða fyrirlestrinum kom Sig- björn Kjartansson frá Glámu/ Kím arkítektastofu og fjallaði um verk stofunnar. Næstkomandi fimmtudag er síðan fimmti fyrirlesturinn. Þá er fyrirlestur um hollensku arkí- tektastofuna OMA en Dan Wood mun flytja hann. Hann er meðeig- andi Rem Koolhaas sem stofnaði OMA. Stofan er mjög þekkt á heimsmælikvarða og er fengur að því að fá þá til þess að koma hing- að til lands. OMA hefur alla tíð þótt framsækin arkítektastofa hvort sem er á sviði skipulags- mála eða byggingahönnunar. Stærsta heildstæða verk þeirra er endurskipulagning og hönnun hverfa í borginni Lille í Frakk- landi auk fjölda annarra stærri og smærri verkefna á sviði bygging- arlistar. Fimmtudaginn 6. júní er svo sjötti og síðasti fyrirlesturinn að þessu sinni. Jean-Francois Lej- eune, prófessor við háskólann í Miami í Flórída, er belgískur arkítekt og skipulagsfræðingur sem hefur verið mjög virkur í skipulagsfræð- um. Hann hefur komið víða við með fyrirlestra, sýningar og gefið út fjölda bóka um skipu- lag sem byggjast að mestu leyti á „The New Urbanism“ kenningum í skipulagsfræðum.“ – Fyrir hverja eru þessir fyr- irlestrar og hverjir sækja þá helst? „Fyrirlestrarnir eru öllum opn- ir en það eru helst arkítektar sem sækja þá.“ – Hvaða áherslur eru helstar, frá hendi Arkítektafélags Ís- lands, í þessum fyrirlestrum? „Fyrirlestrarnir eru helst um eigin verk þeirra arkítekta eða stofa sem við bjóðum hverju sinni. Í vor höfum við lagt áherslu á að blanda úrvalið þ.e. við höfum verið með þrjár íslenskar stofur sem hafa kynnt sín verk og svo eru þrjár erlendar sem kynna sín verk. Scmidt, Hammer & Larsen kynnti eigin verk og Skugga- hverfið, frægð OMA er svipuð eins og U2 fengist til að halda tón- leika á Íslandi og Jean-Francois Lejeune fjallar um skipulagsmál sem eru í brennidepli hér á landi um þessar mundir. Að loknum fyrirlestrum eru félagsmenn hvattir til þess að spyrja fyrirles- ara spurninga til þess að koma á umræðum um efni fyrirlestranna og byggingarlist almennt.“ – Eiga svona fyrirlestrar sér langa hefð hjá Arkítektafélagi Ís- lands? „Já, en það var um það bil 1990 sem þetta komst í fastar skorður með stofnun dagskrárnefndar AÍ. Þá var farið að gefa út sérstakt vor- og haustyfirlit AÍ með helstu viðburðum. Þar á undan hafði skemmtinefnd félags- ins haldið utan um þetta þ.e. hefðin fyrir fyrirlestrum er löng.“ – Eru menn duglegir að mæta á fyrirlestr- ana og hlýða á boðskap þeirra? „Það er misjafnt eftir efni fyr- irlestranna hverju sinni, en þetta rokkar frá 30 til 100 manns. Þess ber að geta að heildarfjöldi fé- lagsmanna AÍ á Íslandi er um það bil 250 þannig að 30 manns er rúmlega 10% félagsmanna svo maður vitni nú í þessa frægu að- sókn miðað við höfðatölu.“ Örn Baldursson  Örn Baldursson fæddist í Reykjavík 8. október 1967. Lauk prófi í arkítektúr frá Tækniskól- anum í Þrándheimi í Noregi árið 1994. Starfaði síðan í Þránd- heimi fram í október árið 1997, en kom þá heim til Íslands og hóf störf á teiknistofunni Úti og inni í Reykjavík þar sem hann vinnur enn í dag. Hann er einn þriggja arkítekta í framkvæmdanefnd Arkítektafélags Íslands sem sér m.a. um fyrirlestraraðirnar sem um ræðir í viðtalinu. Maki Arnar er Bergþóra Njála Guðmunds- dóttir blaðamaður og eiga þau eitt barn, Kolbein Arnarson, fjögurra ára. Hefðin fyrir fyrirlestrum er löng HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á föstudag sjóntækjafræðing í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér vörur fyrir rúma milljón króna af lager gleraugnabúðar Hagkaupa í Skeifunni og tekið 50.000 krónur úr sjóðsvél. Samstarfsmaður mannsins var sýknaður af ákærunni. Vörurnar voru hafðar til sölu í verslun á Laugavegi sem sakborn- ingarnir áttu stóran hlut í. Rannsókn málsins hófst árið 1999 vegna gruns um fjárdrátt og trygg- ingasvik hjá starfsfólki gleraugna- búðarinnar. Við athugun reyndist óútskýrð vörurýrnun birgða nema rúmlega 6,2 milljónum króna. Þegar grunur vaknaði um brotin merktu starfsmenn Hagkaupa 300 pakka með sjónlinsum á lager gleraugna- búðarinnar með því að stinga með nál í umbúðirnar. Fundust 52 slíkir pakkar við húsleit í versluninni á Laugavegi auk lesgleraugna, sjón- auka og stækkunarglers svo eitt- hvað sé nefnt. Sá sem var dæmdur sagðist hafa fengiðstóran hluta af vörunum frá heildverslun sem einn- ig var í viðskiptum við gleraugna- búðina en mikill losarabragur var á afhendingu á vörum. Þá var bók- haldi fyrirtækisins og birgðaskrá svo ábótavant að ekki var á því byggt fyrir dómi. Ekki var heldur byggt á framburði manna sem báru að þeir hefðu flutt mikið magn af vörum á milli verslananna, vitandi að þær voru illa fengnar, þar sem þeir áttu hlut í versluninni á Lauga- vegi. Annar var því sýknaður en hinn dæmdur fyrir hluta ákæruat- riðanna. Bótakröfu var vísað frá dómi þar sem hún var sett fram af Hagkaup- um en málið var upphaflega kært f.h. Baugs hf. Í dómnum segir að rannsókn lögreglu hafi dregist úr hófi fram og m.a. af þeim sökum var dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Af hálfu lögreglu- stjórans í Reykjavík flutti Guðjón Magnússon málið. Hilmar Magnús- son hdl. varði þann sem sýknaður var en Hilmar Ingimundarson hrl. var hinum til varnar. Dró sér vörur hjá Hagkaup- um og seldi annars staðar Í Nato nafni, amen. HARALDUR ÖRN Ólafsson Ever- est-fari kemur til landsins í dag, sunnudag. Klukkan 17 mun bak- varðasveit hans standa fyrir mót- tökuathöfn í Vetrargarði Smára- lindar. Skemmtiatriði verða í boði. Með Everestgöngunni lauk Sjö- tindaleiðangri Haraldar Arnar sem hófst með uppgöngu á Denali 9. júní í fyrra. Haraldur Örn er fimmti maðurinn í heiminum til að komast á hæsta tind hverrar heimsálfu og suður- og norðurpól- inn. Haraldur setti jafnframt heimsmet í því að komast á pól- ana og Hátindana sjö á sem skemmstum tíma, eða á hálfu fimmta ári. Heimsmet- inu fagnað í Smáralind ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.