Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 31 VORTÓNLEIKAR Kammerkórs Hafnarfjarðar verða í kvöld kl. 20 í Hásölum. Að þessu sinni er mestu leyti leitað fanga í íslensk þjóðlög. Kór- inn syngur útsetningar eftir Árna Harðarson, Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ás- geirsson, Jórunni Viðar og fleiri. Við þjóðlögin bætast svo nokkrar frumsamdar íslenskar perlur. Sér- stakir gestir á tónleikunum verða þau Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Eyjólfur Eyjólfs- son tenór. Bæði eru þau í tónlist- arnámi. Stjórnandi Kammerkórs Hafn- arfjarðar er Helgi Bragason. Morgunblaðið/Ásdís Kammerkór Hafnarfjarðar á æfingu. Kammerkór Hafnar- fjarðar í Hásölum Bjarnarborg, Suðureyri Vortónleikar tónlistarnema á Suð- ureyri verða kl. 20. Á efnisskránni er m.a. söngur, einleikur og sam- leikur af ýmsu tagi og koma fram bæði nemendur og kennarar skól- ans. Leikið verður á píanó, gítar, flaut- ur, harmónikku og fiðlu, m.a. kemur fram fiðluleikarinn ungi, Maksymili- an Haraldur Frach. Mánudagur Listaklúbbur Leikhúskjallarans Leiklestur á Fótboltasögum El- ísabetar Jökulsdóttur í leikgerð El- ísabetar Ó. Ronaldsdóttur verður fluttur í annað sinn kl. 20.30. Flytjendur eru leikararnir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Hilmar Jónsson, Stefán Jónsson og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Leik- stjóri er Helga E. Jónsdóttir. Í DAG Maksymilian Haraldur Frach í þjóðbúningnum sínum frá heima- borg foreldra sinna í Kraká. PÚSLUSVING heitir sýningin á verkum sex finnskra listamanna í kjallara Norræna hússins. Sýningar- stjórinn er listamaðurinn fjölhæfi Seppo Renvall, sem orðinn er kunn- ur af Kúlusýningu – The Ball Show – sinni og bróður síns, Markus Ren- vall, en hann er einnig á sýningunni í Norræna húsinu. Auk þeirra taka Maria Duncker, Gun Holmström, Simo Rouhiainen og Alli Savolainen þátt í sýningunni. Á opnuninni tóku nemendur á fyrsta ári í myndlist, í Listaháskóla Íslands, drjúgan þátt í sýningunni, en þau höfðu verið á myndbands- námskeiði hjá Brad Gray, banda- rískum kvikmyndagerðarmanni, sem á sínum tíma var skiptinemi við Myndlista- og handíðaskólann. Auk Liviu Gnos, frá Sviss, komu þau Bjarni Hafsteinsson, Halldóra Ólafs- dóttir, Helga Sif Guðmundsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Malin Ståhl, Ragnar Jónasson og Þórunn Maggý Kristjánsdóttir að opnunar- dagskrá sýningarinnar, auk plötu- snúðanna Péturs Eyvindarsonar og Darra Lorenzen, sem héldu uppi fjöri í svokölluðum Húlabbalú- klúbbi. Af þessu má ráða að Púslusving er ekki listsýning á hefðbundnu nótun- um þar sem gestir færa sig í halarófu frá einu verki til hins næsta, heldur viðverustaður og umhverfi þar sem allt blandast og hvert verkið rekur sig á annars horn. Vegna fjölda mynd- og ljósvarpsverka ríkir lokk- andi rökkurstemmning í kjallara Norræna hússins, ekki ósvipuð and- rúmsloftinu á fjörugu diskóteki. Kúlusýning þeirra Renvall-bræðra sómir sér afbragðsvel í slíkri birtu, enda setur hún sterkan svip á innri salinn með margbrotnu spegilflökti sínu. Önnur verk á sýningunni, svo sem myndbönd og hljóðverk, taka mið af ryþmísku flöktinu, sem eykur mjög á stórborgarlegan hreyfanleik. Sunnu- dagsmyndbönd Gun Holmström og vítamíntöfluteppi eru til marks um symmetrísk áhrif rokktónlistar á myndlist Finnanna – endurtekning hljóma og stefja verður mynstur þegar hún er þýdd úr tónlist í mynd- list – og meistaralegir kjólar Maríu Duncker, saumaðir úr plastinn- kaupapokum hafa óneitanlega yfir sér ákveðinn Kolaportsblæ. Út- stimplaðir flutningakassarnir undir græjum Renvall-bræðra áminna okkur um að engu er tjaldað til eilífð- ar. Inn í óreiðuna þrengir Simo Rouhiainen sér með sjónrænt rapp sem gestir geta stjórnað úr tölvu, en smiðshöggið á sýninguna setur Alli Savolainen með ljósmyndaverkum sem hljóma sem nútímaleg útgáfa af Metropólís-ofurborgarlýsingum þýskra listamanna frá þriðja tug ald- arinnar sem leið. Þannig er Púslu- sving finnsku listamannanna óvenju- fersk tilraun til að keyra upp samtímalegar áherslur í myndlist. Enginn ætti að láta slíkt framhjá sér fara. MYNDLIST Kjallari Norræna hússins Til 26. maí. Opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl. 12–17. BLÖNDUÐ TÆKNI SEX FINNSKIR LISTAMENN Finnskar víddir Halldór Björn Runólfsson Frá sýningunni Púslusving í kjallara Norræna hússins. Félagsþjónustan í Reykjavík veitir í samvinnu við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands námsstyrki fyrir skólaárið 2002–2003. Styrkirnir eru eingöngu veittir karlmönnum sem stefna að löggiltu starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og sem hafa lokið a.m.k. eins árs námi á háskólastigi. Styrkurinn er kenndur við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor og fyrrum borgarfulltrúa, sem var brautryðjandi nútíma félagsþjónustu í Reykjavík. Markmið styrkveitingarinnar er að fá fleiri karla til ráðgjafarstarfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík og stuðla að jafnrétti undir formerkjum jákvæðrar mismununar, sem felur í sér að ef hallað er á annað kynið sé réttlætanlegt að grípa til tímabundinna aðgerða til að jafna kynjahlutfall í ákveðnum stéttum og atvinnugreinum. Styrkveitingin er jafnframt hluti samstarfs Félagsþjónustunnar við Félagsráðgjöf Háskóla Íslands, en það samstarf felur m.a. í sér starfsþjálfun félagsráðgjafarnema, rannsóknarsamstarf og kostun tímabundinnar lektorsstöðu í félagsráðgjöf. Umsækjendur þurfa að leggja fram skriflega umsókn þar sem eftirfarandi atriði koma fram: Nafn, kennitala, heimilisfang og fjölskylduaðstæður. Upplýsingar um starfs- og námsferil. Stutt ritgerð með hugmyndum umsækjanda um félagsráðgjöf og mikilvægi þess að karlmenn laðist að greininni. Það skilyrði fylgir úthlutun styrksins að styrkþegi skuldbindi sig til starfa hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík í a.m.k. eitt ár eftir að starfsréttindanámi lýkur. Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsmálastjóra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík (tölvupóstfang: felags@fel.rvk.is). Sérstök úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum Félagsþjónustunnar í Reykjavík og Félagráðgjafar Háskóla Íslands, velur væntanlega styrkþega úr hópi umsækjenda. Styrkir til háskólanáms fyrir karla Félagsmálastjórinn í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.