Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAGUR náttúruverndarsvæða í Evr-ópu var haldinn hátíðlegur sl. föstu-dag, en dagurinn var valinn til aðminnast þeirra tímamóta þegar níu fyrstu þjóðgarðar álfunnar voru stofnaðir í Sví- þjóð hinn 24. maí 1909. Þrír þjóðgarðar hafa verið stofnaðir hér á landi í samræmi við lög um náttúruvernd, það eru Þjóðgarðurinn í Skaftafelli, Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og Þjóðgarðurinn Snæfells- jökull. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofn- aður með sérlögum árið 1928 og fer sérstök nefnd, Þingvallanefnd, með stjórnun hans. Í samræmi við lög um náttúruvernd getur um- hverfisráðherra stofnað þjóðgarð á landsvæði sem er sérstætt um landslag eða lífríki eða á því hvíli söguleg helgi þannig að ástæða sé til að varðveita það með náttúrufari sínu og leyfa al- menningi aðgang að því eftir tilteknum reglum. Í hverjum þjóðgarði starfar þjóðgarðsvörður og annast hann daglegan rekstur þjóðgarðsins. Sérstök reglugerð gildir um meðferð og rekstur þjóðgarða og umgengni almennings. Yfir sum- armánuðina starfa landverðir í þjóðgörðunum við fræðslu, upplýsingagjöf, eftirlit og umhirðu. Í görðunum hefur verið byggð upp aðstaða til þess að taka á móti ferðamönnum og mótast sú uppbygging af því að sem minnst röskun verði á náttúrulegu landslagi og því vistkerfi sem fyr- irfinnst á viðkomandi svæðum. Einnig er lögð áhersla á að vernda sögulegt gildi staðanna. Hvernig til tekst að samræma hið tvíþætta hlut- verk þjóðgarðsins að vernda lífríki, jarðmynd- anir og menningarminjar og tryggja möguleika til útivistar er að miklu leyti undir ferðamann- inum komið. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður árið 1967 og er nú að flatarmáli um 1.700 ferkm. Markmiði með stofnun þjóðgarðsins er best lýst með orðum hins þekkta jöklafræðings, prófess- ors Ahlmanns, sem lýsti svæðinu á eftirfarandi hátt er hann var spurður um fegurð þess: „Þeirri spurningu er afar erfitt að svara, því að útsýnið hringinn í kringum okkur var gjörólíkt öllu sem ég hef séð í öðrum löndum og líka eins- dæmi á Íslandi. Hvergi í veröldinni býst ég við að neitt sambærilegt sé til og það var ekki unnt að bera það saman við neitt, sem menn eru orðn- ir vanir að kalla fallegt eða ljótt. Það var ein- hvern veginn öldungis einstætt án þess að tengja það þekktum minningamyndum af því, sem menning og smekkur eru búin að ætla ákveðið fegurðargildi. Náttúran ein talaði sínu sterka, einfalda máli.“ Skaftafellsland er mótað af rofi jökla og vatns. Skriðjöklar setja svip sinn á landið og jökulár renna frá þeim. Skeiðará er þeirra mest og er kunnust fyrir Skeiðarárhlaup sem eiga upptök í eldvirkni og jarðhita í Grímsvötnum. Árið 1362 gaus Öræfajökull mesta vikurgosi sem orðið hefur á Íslandi síðan sögur hófust og lagði í auðn alla byggð í Öræfasveit. Gróðurfar er fjölbreytt í Skaftafelli en um 220 tegundir háplantna vaxa þar. Gróðurfarið hefur tekið miklum breytingum eftir að þjóðgarður- inn var friðaður fyrir ágangi búfjár. Jökulaur- arnir eru nú óðum að gróa upp. Fuglalíf er fjöl- skrúðugt í þjóðgarðinum og verpa þar líklega rúmlega 30 tegundir fugla. Gönguleiðir eru margar í þjóðgarðinum og má nefna gönguleið að Lambhaga, Hundafossi og Svartafossi, en þar er hægt að sjá óvenju reglulega bergstuðla er myndast hafa við hæg- fara kólnun hraunlags. Vatnið hefur síðan sprengt sig gegnum hraunhelluna og myndað þessa einstöku umgerð um fossinn. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum Þjóðgarðurinn í Jökulsárglúfrum var stofn- aður árið 1973 og er hann um 120 ferkm. Mark- miðið með stofnun hans er annars vegar að vernda gljúfur Jökulsár á Fjöllum, landslag, líf- ríki og sögu og hins vegar að veita almenningi aðgang að þjóðgarðinum með þeim takmörk- unum, sem nauðsynlegar eru til að tryggja verndun hans. Jökulsá í Öxarfirði á upptök sín í Vatnajökli og rennur til sjávar í Öxarfjörð. Frá upptökum rennur áin fyrst um aflíðandi hásléttu og heitir þar Jökulsá á Fjöllum að Selfossi. Við hálend- isbrúnina lækkar landið, straumurinn eykst og áin steypist í stórum fossum niður í gljúfrin sem eru við hana kennd. Jökulsárgljúfur eru stærstu og hrikalegustu árgljúfur á Íslandi. Þau eru um 25 km á lengd, 1/2 km á breidd og dýptin víða um eða yfir 100 m. Efri gljúfrin, frá Dettifossi að Syðra-Þórunnarfjalli, eru dýpst og hrikalegust, allt að 120 m djúp á kafla. Dettifoss er oft talinn voldugasti foss í Evrópu. Hann er 45 m hár og um 100 m breiður. Nokkru neðar er Hafragils- foss, 27 m hár og litlu ofar er Selfoss, aðeins um 10 m hár en mjög breiður. Fossar þessir mynda samstæðu sem á fáa sína líka í veröldinni. Meðfram ánni er röð kletta og dranga, gömul gígaröð þar sem áin hefur skolað allt lauslegt ut- an af berginu. Þar eru Hljóðaklettar nyrst, mik- ið völundarhús af ótal klettaborgum, með hellum og skútum. Rauðhólar eru framhald Hljóðakletta til norðurs. Skammt fyrir neðan Rauðhóla hefjast gljúfrin að nýju og ná þaðan um 9 km leið niður undir Ás. Vestan gljúfranna er Ásheiði en inn í hana að norðan skerst hamrakvosin Ásbyrgi. Allt umhverfi gljúfranna er ungt á jarðsögu- lega vísu. Í ísaldarlokin hefur Öxarfjörður verið mun lengri og inn af honum dalur, sem Jökulsá rann eftir. Fáeinum árþúsundum síðar urðu eld- gos í dalkvosinni þar sem nú eru Rauðhólar og Hljóðaklettar og um svipað leyti einnig í Rand- arhólum. Frá þessum eldstöðvum hafa runnið hraun í dalinn og þáverandi gljúfur og fyllt þau upp að nokkru leyti. Nú sjást aðeins leifar hraunanna sem þverhníptir bergstallar. Ógurleg flóð, svonefnd hamfarahlaup, eru tal- in hafa valdið þessu mikla rofi. Sjást merki þeirra hvarvetna meðfram ánni, allt til Vatna- jökuls. Einhver þessara hlaupa hafa grafið Ás- byrgi. Í Jökulsárgljúfrum þrífst fjölbreytilegur gróður en mestu skógarnir eru í og kringum Ás- byrgi, Áshöfða og við Landsbæina. Þar er hægt að tína sveppi og ber á haustin. Jökulsárgljúfur eru tilvalið land fyrir göngu- ferðir. Merktar hafa verið fjölbreyttar göngu- leiðir meðfram gljúfrunum, frá Ásbyrgi og suð- ur að Selfossi. Einnig ganga allmargir ferðamenn milli Jökulsárgljúfra og Mývatns- sveitar. Í botni Ásbyrgis eru nokkrar léttar og skemmtilegar gönguleiðir, t.d. að Hljóðaklett- um og Rauðhólum. Frá bílastæðinu við Detti- foss að austan er um 15 mín. gangur að foss- inum. Frá Dettifossi liggur einnig merkt gönguleið að Selfossi. Hringur að Dettifossi og Selfossi er um 2,5 km og tekur 1 klst. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er yngsti þjóð- garður Íslands, stofnaður 28. júní árið 2001 og er um 170 ferkm. Hann er fyrsti þjóðgarður landsins sem nær í sjó fram. Sérstæða þjóð- garðsins byggist á samspili manns og sjávar. Í þjóðgarðinum er gott tækifæri til að skoða æv- intýraheim hafsins, fjöruna, sjófugla og annað líf við og í sjónum. Ekki er síður áhugaverð sú saga sem tengist sjónum á þessu svæði. Allt fram undir lok 19. aldar var fjölmenn byggð á utanverðu Snæfellsnesi og á ströndinni eru víða ummerki þekktra verstöðva. Þrátt fyrir þessa sérstöðu er þjóðgarðurinn ekki síður ævintýraheimur þeirra sem áhuga hafa á jarðfræði. Snæfellsjökull er formfögur eldkeila, 1.446 m hár. Fjallið hefur hlaðist upp í mörgum sprengi- og hraungosum á síðustu 800 þúsund árum en liðin eru nær 2000 ár frá síðasta stórgosi í aðalgíg fjallsins. Innan þjóðgarðs- marka og rétt utan þeirra er fjöldi hraunhella en Purkhólahraun mun vera eitt hellaauðugasta hraun landsins. Í hraunhellum er víða að finna dropasteina sem mynduðust þegar hraunið storknaði. Strandlengja þjóðgarðsins er afar fjölbreytt þar sem skiptast á iðandi fuglabjörg og lygnir vogar. Í björgunum verpa margar tegundir sjó- fugla. Meðfram ströndinni synda selir og liggja á steinum. Stundum sjást smáhveli undan ströndinni og bjóða ferðafrömuðir á Snæfells- nesi upp á bátsferðir til hvalaskoðunar. Svæðið undir Jökli hefur laðað til sín rithöf- unda og skáld, en þar er m.a. sögusvið fornsög- unnar um Bárð Snæfellsáss sem er sagður hafa gengið að lokum í Jökulinn. Þar er einnig sögu- svið Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Lax- ness. Franski rithöfundurinn Jules Verne leiðir lesandann í bók sinni, Leyndardómar Snæfells- jökuls, í ferð gegnum iður jarðar niður um gíg Snæfellsjökuls og upp um eldfjallið Strombólí á Ítalíu. Snæfellsjökull er þekktur fyrir þann mikla kraft sem sagður er stafa frá honum og margir finna. Sagt er að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðarinnar. Margar og fjölbreyttar gönguleiðir eru í og við þjóðgarðinn. Sumar þeirra eru stikaðar eða merktar og verður áfram unnið að því. Við Gufuskála eru elstu minjar um útgerð á Norðurlöndum, fiskbyrgi sem hlaðin eru í hrauninu. Á Öndverðarnesi má sjá minjar eftir útræði og búskap fyrri tíma. Á leiðinni út á Öndverð- arnes er margt að sjá og margar fallegar göngu- leiðir. Skarðsvík er paradís með ljósan sand í skjóli kletta. Leiðin á milli Djúpalónssands og Dritvíkur er vinsæl. Í friðlöndunum tveimur eru líka vel þekktar og fallegar leiðir bæði um hið einstaka Búðahraun og eftir ströndinni á milli Arnarstapa og Hellna. Þjóðgarðar eru þjóðareign Þjóðgarðsverðir og landverðir í þjóðgörðun- um bjóða ferðamenn velkomna í heimsókn. Ferðamenn eru hvattir til þess að hafa samband til að afla sér upplýsinga um þjóðgarðinn, dag- skrá sem í boði er, gönguleiðir, náttúru og sögu. Sérstaklega er bent á dagskrá fyrir börn sem í boði er. Ferðamenn eru einnig hvattir til að kynna sér þá þjónustu sem er í boði í nágrenni þjóðgarðanna. Tilgangur þjóðgarða er meðal ann- ars sá að tryggja almenningi aðgang að náttúruperlum og sögufrægum stöðum. Í samantekt starfsmanna Náttúruverndar ríkisins um ís- lensku þjóðgarðana kemur fram að afþreying og fræðsla er þar fjöl- breytt yfir sumartímann. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Við Dettifoss í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í Hellnafjöru í Þjóðgarðinum Snæfellsnesi. Þar sem náttúran talar sínu máli Dagur náttúruverndarsvæða í Evrópu og saga íslensku þjóðgarðanna þriggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.