Morgunblaðið - 26.05.2002, Page 24

Morgunblaðið - 26.05.2002, Page 24
24 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRDÍS Rúnarsdóttir og Jón RagnarJónsson hafa tekið þátt í undirbún-ingi og framkvæmd vitundarvakn-ingar gegn fordómum fyrir höndHins hússins, sem nýlega flutti starfsemi sína í gömlu lögreglustöðina við Pósthússtræti. Hitt húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks og var verk- efnið Sleppum fordómum þeim mjög hug- leikið, enda leggur Hitt húsið mikla áherslu á umburðarlyndi og fordómalaus samskipti að þeirra sögn. Fulltrúar Hins hússins voru mál- svarar ungs fólks í verkefninu. Hitt húsið tek- ur þátt í uppákomum í miðbænum og var vit- undarvakningin gegn fordómum ásamt samkomunni á Ingólfstorgi um síðustu helgi þar engin undantekning. Fordómar ungs fólks „Ungt fólk hefur fordóma líkt og eldra fólk, og jafnvel telja sumir að ungt fólk sé for- dómafyllra en þeir eldri,“ segir Þórdís, en bætir við að ástæða þessa sé líklega sú að ungt fólk tjáir sig frekar um þessi mál en þeir sem eldri eru, og er dæmt út frá því. Þau benda á að fordómar eru lærðir og ungt fólk lærir þá ekki síst af því fullorðna fólki sem það umgengst. Þess vegna liggur ábyrgðin hjá þeim sem ala upp börnin og er hlutverk þeirra að kenna þeim víðsýni, umburðarlyndi og sátt við sjálf sig og aðra. Þórdís telur, að meðal ungs fólks megi að sjálfsögðu finna for- dóma sem séu, líkt og aðrir fordómar, byggðir á staðalmyndum og fáfræði. Þessu er hægt að breyta með því að fræða ungt fólk um fjöl- breytileikann og kenna því að láta ekki for- dóma hlaupa með sig í gönur. Vinna þarf gegn staðalmyndum og niðrandi tali um hópa samfélagins, og það tekst oft vel þegar manneskja er beðin um að íhuga hvort hún sjálf hafi orðið fyrir fordómum. „Þá opn- ast augu viðkomandi fyrir líðan þeirra sem þola þurfa fordóma, og tækifæri gefst til þess að hefja sjálfsskoðun og lausn frá fordóm- unum, sem einmitt er markmið vitundarvakn- ingarinnar,“ segir Þórdís. „Sýnilegustu fordómarnir hjá ungu fólki eru gagnvart ungu fólki frá Asíu,“ segir Jón Ragnar, „en menningarsamfélag þeirra er mjög frábrugðið veruleika íslenskra ung- linga.“ Þar þarf að fræða ungt fólk betur og þjálfa það í fjölmenningarlegum samskiptum. Ungt fólk verður einnig fyrir fordómum samfélagsins. Það berst gegn alhæfingum um slæma hegðun, óábyrgt líferni og hræðslu al- mennings. Þar verða unglingar að sýna í verki að þeir eru mikils megnugir, og hefur Hitt húsið verið vinsæll vettvangur fyrir framtak ungmenna. Hlutverk skólans og félagsstarfsins Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar aðlögun ungs fólks að samfélaginu. Jón Ragnar hefur tekið þátt í spennandi starfi í Iðnskólanum í móttöku erlendra krakka á framhaldsskólastig. Skólinn er vett- vangur fræðslunnar og þar á að nýta öll tæki- færi til aukinnar fræðslu. Í grunnskólanum er unnið mjög gott starf að sögn Þórdísar, en alltaf má gera betur. Sjálfsmyndina þarf að rækta og berjast þarf gegn fáfræði. Skóla- kerfið getur frætt nemendur mikið um er- lenda menningu og þannig fyrirbyggt for- dóma. Aðlögun nemenda í skóla er ekki nægileg, einnig er nauðsynlegt að vinna með foreldr- unum. Jón Ragnar bendir á að þetta þurfi að skoða betur. Fjölskyldan er mismikilvæg í fé- lagsheild hvers og eins, og allt starf með ungu fólki af erlendum uppruna verður að vera í tengslum við foreldrana. Að öðrum kosti skapast togstreita milli eldri og yngri fjöl- skyldumeðlima, bæði hvað varðar menningu foreldranna og menningu landsins sem flutt hefur verið til. „Þeir krakkar sem eiga í mest- um vanda lenda í gjá á milli þessara tveggja póla,“ segir Jón Ragnar, „og þeim þarf nauð- synlega að hjálpa.“ Þórdís tekur undir orð Jóns og bendir á að oft myndi unglingar í vanda hópa sem lenda í árekstrum við aðra. Klíkur og gengi Öllum unglingum er nauðsynlegt að til- heyra hópi, þar þroskast þeir og læra hver af öðrum. Það er hluti unglingamenningarinnar að samsama sig einhverjum hóp og finnast maður tilheyra honum. Sumir þessara hópa lenda í útistöðum hver við annan og komast jafnvel í fréttirnar. Viðbrögð samfélagsins hafa einkennst af tilraunum til að uppræta samkomur unglinga, til dæmis í miðbæ Reykjavíkur. Jón Ragnar bendir á, að til þess að aðgerðir sem slíkar virki er nauðsynlegt að bjóða upp á uppbyggjandi umhverfi og já- kvætt hópastarf ungmenna. Þar hefur Hitt húsið unnið mikið og gott starf, meðal annars í blönduðum hópum Íslendinga og útlendinga til þess að auka tengslin milli krakkanna. Þór- dís telur hópvinnu með unglingum bestu leið- ina til árangursríks samstarfs við ungt fólk. Brú milli menningarheima Hitt húsið hefur starfrækt hópinn Brú milli menningarheima undanfarin ár þar sem unnið er með ungu fólki af ýmsu þjóðerni að skap- andi og fræðandi viðfangsefnum. Starfið er í samvinnu við aðra sem sinna málefnum út- lendinga á Íslandi, til dæmis Alþjóðahúsið og ungliðahreyfingu Rauða krossins. Jón Ragnar segir að árangur starfsins hafi verið mjög mikill, krakkarnir hafi kynnt sér ólíka menn- ingu og gert ýmislegt saman. Fyrir utan hóp- astarfið er markmið Hins hússins að vinna á sviði umburðarlyndis, samstarfs og sam- hygðar. Samstarf Íslendinga og útlendinga er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að þjóðerni vefjist fyrir fólki. „Fáfræðin nærist á staðalmyndum sem engan veginn fá staðist þegar þú kynnist einhverjum persónulega af tilteknum hópi,“ segir Jón Ragnar. Umburðarlyndi er lykilorðið „Unglingar þurfa hjálp við að losna úr viðj- um fordóma gagnvart þeim sem eru öðruvísi. Þeir hugsa mikið um sjálfsmyndina, og leitast við að vera eins og hinir til að falla inn í normið,“ segir Þórdís, og Jón Ragnar bætir við að einelti meðal ungs fólks sé að miklu leyti fordómar. Þórdís tekur upp þráðinn og segir að lokum: „Umburðarlyndi er lykilorð í starfi gegn fordómum og einelti. Þú verður að viðurkenna að það er í lagi að vera öðruvísi og að fjölbreytileiki mannlífisins er af hinu góða.“ Ungt fólk og fjölbreytileiki mannlífsins Hitt húsið við Pósthússtræti er lifandi miðstöð ungs fólks. Fulltrúar þess í vitundarvakningu gegn fordómum, Þórdís Rúnarsdóttir og Jón Ragnar Jónsson, gáfu sér stund til að ræða um fordóma meðal ungs fólks, unglingamenninguna og fjölbreytileika mannlífsins. Morgunblaðið/Ásdís Teikning/Andrés bjarniben@mbl.is Jón Ragnar Jónsson og Þórdís Rúnarsdóttir leggja áherslu á umburðarlyndi og fordómalaus samskipti. athygli fólks í nútímanum. Við vild- um ná til fólks og fá það til þess að hugsa sig um. Þess vegna var líka nauðsynlegt að blöðrunum fylgdu sjálfskoðunarkort. Blöðrurnar áttu að vera táknrænar um það að hægt sé að losa sig við fordóma,“ segir Dóra Guðrún. Hún segir að mjög margir hafi unnið saman að þessari vitundar- vakningu sem ekki hafa unnið saman áður og samstarfið hafi gengið vel. Hvert félag eða stofnun hefur unnið á sínu sviði en jafnframt sameinast um hina opinberu umræðu. Hún seg- ir að þótt margir ólíkir hópar eigi VITUNDARVAKNINGLandlæknisembættis-ins og Geðræktar umfordóma í samstarfi viðfjölmörg önnur félag og stofnanir, hefur staðið yfir síðan 18. maí sl. Dóra Guðrún Guðmundsdótt- ir, markaðs- og fræðslufulltrúi Geð- ræktar, segir að upphafsmaðurinn að vitundarvakningunni sé Héðinn Unnsteinsson, verkefnisstjóri Geð- ræktar. Dóra Guðrún segir að hann hafi fært allt þetta fólk til samstarfs og sé höfundur að hugmyndafræð- inni. „Þetta var vitundarvakning um fordóma en ekki gegn fordómum. Við vildum fremur reyna að vekja umræðu um fordóma en að útrýma þeim, sem tekur lengri tíma. Í þeim tilgangi dreifðum við 30 þúsund póstkortum víða um land þar sem fólki var gefinn kostur á sjálfskoðun. Á kortunum voru ýmsar setningar út frá staðalmyndum því mörgum hætt- ir við að dæma fólk út frá þeim. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð. Margir hafa reyndar spurt hvort við höldum að við getum eytt fordómum á þennan hátt. Það var ekki okkar markmið að allir fordómar væru guf- aðir upp 18. maí. Við vildum að fólk velti fyrir sér orsök, afleiðingu og birtingarformi fordóma. Sumir halda að séu þeir lausir við kynþáttafor- dóma þá séu þeir lausir við alla for- dóma,“ segir Dóra Guðrún. Sumir hafa sett spurningarmerki við þá táknrænu athöfn að sleppa blöðrum, sem var hluti af átakinu. Dóra Guðrún kveðst einnig hafa heyrt gagnrýni um þennan þátt. „Þetta er aðallega byggt á þeim mis- skilningi að það að sleppa blöðrunum ætti að vera tákn fyrir það að með því værum við að útrýma öllum for- dómum. Að sjálfsögðu gera allir sér grein fyrir því að svo er ekki í raun- inni. Við notum oft myndmál til þess að skýra mál og vekja athygli á því. Það er nauðsynlegt til þess að grípa þarna hlut að máli séu þeir allir tals- menn þeirra sem finnast þeir verða fyrir fordómum. Fordómarnir séu allir af sömu rót þótt þeir geti sprott- ið af mismunandi ástæðum. Ekki sami skilningur á geðvanda- málum og öðrum kvillum „Okkar svið er umræða um for- dóma gagnvart geðheilsuvandamál- um sem eru miklir. Oft er talað um að þeir sem eiga við geðvandamál að stríða séu sjálfir haldnir fordómum og eigi af þeim sökum erfitt með að leita sér hjálpar. Við bendum oft á þann mikla mun sem er á því að stríða við líkamleg eða andleg vanda- mál. Oft getur orsökin verið sú sama; mikil þreyta og álag getur leitt til brjóskloss í einum en annar fær kvíðakast og andlega vanlíðan. Þeg- ar ferlið er skoðað sjáum við að sá sem þjáist af brjósklosi veit hvar hann á að leita sér aðstoðar, hann fær greiningu, stuðning og veikinda- frí. Fólk með geðheilsuvandamál veit margt ekki hvort um vandamál sé að ræða sem hægt er að ráða við, það veit ekki hvert það á að leita sér að- stoðar og þorir jafnvel ekki að við- urkenna að það eigi við andlegt vandamál að stríða og leggur þess vegna hugsanlega ekki af stað í leit eftir aðstoð. Ef það leggur af stað mætir það örugglega ekki sama skilningi í samfélaginu eins og þeir með líkamlegu kvillana,“ segir Dóra Guðrún. Hún bendir á að, eins og komið hafi fram á blaðamannafundi Land- læknis, geti fordómar verið skaðlegir heilsu fólks. Þeir beinist helst gegn þeim sem eigi við geðheilsuvandamál að stríða en einnig þeim sem eru eyðnismitaðir og haldnir öðrum smitsjúkdómum. Þeir sem verði fyr- ir fordómunum eigi erfiðara með að takast á við sín heilsuvandamál en ella. Fordómar séu einnig slæmir þeim sem þeim eru haldnir. Fæstir vilji hafa fordóma en erfitt sé að tak- Vitundarvakning um fordóma Fæstir vilja hafa fordóma en erfitt er að takast á við falda fordóma og þess vegna er vitundarvakning Landlækn- isembættisins og Geðræktar fyrsta skrefið til þess að gera sér grein fyrir því hvort maður sé haldinn fordóm- um. Hér er rætt við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, markaðs- og fræðslufulltrúa Geðræktar, um átakið. Morgunblaðið/Ásdís Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.