Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Glæsilegt einbýlishús með inn- byggðum bílskúr á þessum vinsæla stað. Sérsmíðuð eldhúsinnrétting með vönduðum tækjum og eldunar- eyju, fimm svefnherbergi á sérsvefn- herbergisgangi. Sólrík stofa og borð- stofa, garður er fallegur og frágeng- inn með trjám, sólpalli, skjólgirðing- um og vaðlaug fyrir börnin. Húsið er sérstaklega vel skipulagt með þarfir fjölskyldunnar í huga og er vel staðsett á skjólríkum stað með góðu útsýni. Þessa eign ættir þú ekki að láta fara framhjá þér. Guðlaug tekur á móti gestum á milli kl. 14:00 og 17:00 í dag og er með heitt á könnunni. Í dag býðst þér að skoða þetta fal- lega 117 fm einbýli sem er á einni hæð innst í botnlanga. Óbyggt svæði er við húsið. Húsið skiptist m.a. í 3 herbergi, tvær stofur, eldhús og bað. Byggingarréttur er við húsið. Húsið stendur á 746 fm lóð. Verð 16,9 millj. Sigurjón og Hrafnhildur taka vel á móti ykkur. Einarsnes 33 Klukkurimi 14 Ás fasteignasala Fjarðargötu 17 - Sími 520 2600 Hafnarfirði Fjarðargata 17 Sími 520 2600, Fax- 520 2601 Netfang as@as.is- Heimasíða http://www.as.is ÞRASTAHRAUN NR. 3 Í HF. - GLÆSILEGT EINBÝLI Vorum að fá í sölu fallegt og vandað 270 fm EINBÝLI á besta stað í Hafnarfirði. Innbyggður 28 fm BÍLSKÚR. Verönd, heitur pottur og GUFUBAÐSHÚS í glæsilegri HRAUNLÓÐ. SÓLSTOFA með KAMÍNU. VERÐ TILBOÐ. Ásmundur og Anna María sýna eignina. Símar 555-6168 og 895-3033. Opið hús í þessari glæsilegu eign í dag milli kl. 14 og 17. 533 4300 564 6655 Opið hús í dag - Hraunbrún 44 í Hafnarfirði Snyrtilegt 101 fm einbýlishús á einni hæð á frábærum stað. Þrjú góð herbergi, nýjar flísar á forstofu, baðherbergi nýlega endurnýjað með flísum í hólf og gólf og stórum flísalögð- um sturtuklefa. Búið að setja nýjar skólplagn- ir og endurnýja rafmagn og rafmagnstöflu. Stór fallegur garður, bílaplan með möl, möguleiki að fá samþykkt að byggja bílskúr. Húsið er klætt að utan úr áli. Barn- vænn og rólegur staður. Tekið verður vel á móti ykkur á milli kl. 14.00 og 17.00 í dag. Sími 511 2900 Skeifan - verslunarhúsnæði Um 820 m² verslunarhúsnæði á einum besta stað í Skeifunni með nægum bílastæðum og góðum verslunargluggum. Fyrir utan litla skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu þá er plássið að mestu eitt opið rými með dúk á gólfum og góðri lýsingu í loftum. Húsnæðið er laust til afh. um mánaðamótin. Leiguverð tilboð. Áhugasamir hafið sam- band við skrifstofu Leigulistans. Nánari upplýsingar vegna ofangreinds húsnæðis eru veittar á skrifstofu okkar. BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A Falleg fullgerð fjögurra til fimm herbergja neðri sérhæð með stæði í tveggja bíla bílskýli. EINSTAKLEGA GLÆSILEG ÍBÚÐ RÓSA OG GYLFI TAKA VEL Á MÓTI GESTUM LJÓSAVÍK 21 – GRAFARVOGI OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16 LEIKFÉLAG Hveragerðis hefur sýnt leikritið Dýrin í Hálsaskógi í vetur hér í bænum. Sýndar hafa verið 35 sýningar fyrir fullu húsi og er það sýningarmet og aðsókn- armet hjá félaginu. Á fjórða þúsund manns hafa komið til að sjá sýn- inguna. Nú ætlar Leikfélagið að bjóða borgarbúum upp á að sjá þessa bráðskemmtilegu sýningu og verður sýningin í Tjarnarbíói 1. júní nk. kl. 14. Hinn 19. júní ætlar félagið að verðlauna leikara sína með Nor- egsferð. Meðferðis verða öll dýrin og ætla þau að gleðja landa okkar í Noregi og sýna þeim þetta norska leikrit eftir Thorbjörn Egner í heimalandi dýranna. Sýningin í Tjarnarbíói er þáttur í fjáröflun fyrir Noregsferðina. Einnig hafa leikfélagar aflað fjár með því að koma fram á ýmsum skemmtunum. Allur ágóði af sölu í sjoppu leikhússins rann í ferðasjóð- inn. Þá hélt félagið bingó nú á dög- unum og ágóði af fimm sýningum vetrarins rann einnig í ferðasjóð- inn. Leikfélagið fékk styrk til far- arinnar frá Norræna áhugaleik- húsráðinu, einnig hefur verið sótt um aðra styrki sem óvíst er hvort fást. Miðasala á sýninguna í Tjarn- arbíói er sem fyrr hjá Mörtu í Tí- unni í Hveragerði og tekur salurinn 236 manns. Það er því vissara að tryggja sér miða tímanlega á þessa einstöku sýningu. Dýrin í Hálsaskógi fara í bæinn Hveragerði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Dýrin í Hálsaskógi á leið til Noregs. TRYGGINGASKÓLANUM var slitið fimmtudaginn 23. maí 2002. Á þessu skólaári stóðust 20 nem- endur próf við skólann. Við skóla- slitin voru nemendum afhent próf- skírteini, en frá stofnun skólans fyrir um 40 árum hafa verið gefin út 1.160 prófskírteini frá Trygg- ingaskólanum. Formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga, Gunnar Felixson, afhenti viðurkenningu fyrir góðan prófárangur. Verðlaun hlaut Sig- urður Ingi Viðarsson, Trygginga- miðstöðinni hf., en að þessu sinni hlaut hann einn nemenda ágæt- iseinkunn á prófi við skólann. Frá árinu 1962 hefur Samband íslenskra tryggingafélaga starf- rækt skóla fyrir starfsfólk vá- tryggingafélaganna undir heitinu Tryggingaskóli SÍT. Málefni skól- ans eru í höndum sérstakrar skólanefndar, sem skipuð er fimm mönnum. Daglegan rekstur annast hins vegar Samband íslenskra trygg- ingafélaga. Vátryggingarfélögin innan vébanda SÍT standa straum af kostnaði við rekstur skólans. Námi í skólanum er skipt í tvo meginþætti, þ.e. annars vegar langt og viðamikið grunnnám, og hins vegar sérnám, sem eru nám- skeið um afmörkuð svið vátrygg- inga og vátryggingarstarfsemi, og er ætlað þeim, er lokið hafa grunn- námi, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðum skólans lýkur með prófum. Einnig gengst skólinn fyr- ir fræðslufundum og hefur með höndum útgáfustarfsemi. Tuttugu stóðust próf frá Trygginga- skólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.