Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 12 mánudaginn 27. maí! Blaðaukinn Sumarferðir 2002 kemur út 1. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða netfang: augl@mbl.is  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dans- leikur öll sunnudagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Blúskvöld sunnudagskvöld kl. 21.  KAFFI KRÓKUR, Sauðárkróki: KK með tónleika sunnudagskvöld.  O’BRIENS, Laugavegi 73: James Hikman sunnudags- og fimmtudags- kvöld. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SKÁLKURINN Eminem erkominn aftur á kreik; útgáfuá nýjum disk hans hefur ver-ið flýtt þar sem tónlistin af honum er komin á Netið. Útgefandi kappans telur að fátt muni draga eins úr sölu á disknum og ólögleg fjölföldun, en ekki er bara að útgáfu diskins er flýtt til að sjá við sjóræn- ingjum, heldur fylgir disknum ým- islegt aukaefni, þar á meðal DVD- diskur með viðtali við pilt, aukalög- um, myndbandi og teiknimynd.. Fáir tónlistarmenn hafa eins stuðað menn vestan hafs og Em- inem gerði með fyrstu skífu sinni, The Slim Shady LP, sem kom út fyrir þremur árum eða um það bil. Það er gráglettni örlaganna að Em- inem getur þakkað Netinu það hve mikil spenna og eftirspurn mynd- aðist eftir skífunni áður en hún kom út, enda voru lög eins og Guilty Conscience búin að slá rækilega í gegn í netheimi áður en platan kom út. Um leið og skífan kom út má þó segja að Eminem hafi ekki þurft á neinni aðstoð að halda, hann varð umsvifalaust umdeildasti tónlistarmaður Bandaríkjanna fyrir orðbragð sitt og inntak textanna. Það hefði þó dugað skammt ef ekki væri meira í boði; það var tónlistin sem gerði útslagið, flæðið hjá Em- inem og frábærar útsetningar Dr. Dre sem sannaði í eitt skipti fyrir öll að í hiphopinu kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Hatrammar deilur Deilurnar um Eminem áttu eftir að verða enn hatrammari sem vin- sældir hans jukust og íhaldsmenn vestan hafs lögðust á eitt um að reyna að múlbinda kappann. Hann var sakaður um flest það sem mönnum datt í hug; að spilla æsku landsins, hvetja til eiturlyfjaneyslu og ólifnaðar, vera upp fullur með kvenfyrirlitningu og hommafælni og svo má telja. Allt umtalið varð svo til að halda honum í sviðsljósinu og í ljósi þessa að hann var að ríma um allt það sem krakkarnir ræddu sín á milli en þorðu ekki að segja inni í stofu, eins og segir í einu laga hans, var varla nema furða að hann varð eitt helsta átrúnaðargoð ung- menna víða um heim. Ári eftir að Slim Shady-skífan kom út, og dró nafn sitt af auka- sjálfi sem Eminem hafði komið sér upp, kom svo næsta plata, The Marshall Mathers LP, og vakti ekki minni athygli. Sú plata, sem var með bestu plötum ársins 2000, tók af tvímæli með það að Eminem er fyrst og fremst frábær rappari, með magnað flæði og tímasetningu, en hann er líka afbragðs textasmiður. Það vildu þó margir ekki við- urkenna, einna helst margir litir rapparar, sem töldu að sér vegið, hiphop væri bara fyrir blökkumenn; einskonar öfugsnúið kynþáttahatur. Ókræsilegt orðbragð Orðbragðið var ekki kræsilegra en á fyrri skífunni, en meira spunn- ið í textana. Á fyrri plötunni átti ekki að dyljast fyrir neinum að fíg- úran Slim Shady var í aðal- hlutverki, en þrátt fyrir það áttu margir erfitt með að greina á milli skáldskaparins og hins raunveru- lega Eminems. Á Marshall Mathers plötunni gefur Eminem þeim langt nef og flækir málin svo um munar, nánast ógerningur er að greina á milli sannleika og skreytni á plöt- unni, aukinheldur sem hann tekur allt það jóss sem á honum dundi eft- ir að Slim Shady-platan kom út og nýtir sem skotfæri í harkalegri árás á þá sem veist hafa hvað mest af honum. Í því er hann eins og púkinn á fjósbitanum, því meira sem menn amast við honum eflist hann að sama skapi. Eftir því var líka tekið á skífunni að hans nánustu fengu að finna til tevatnsins, sérstaklega Kim barnsmóðir hans og móðir hans. Um það leyti sem platan kom út var móðir hans reyndar í máli við hann, krafðist að fá hálfan milljarð fyrir að Eminem hefði látið þau orð falla á fyrri skífunni að hún hefði verið dóphaus og óhæf sem foreldri. Myndbönd sem gerð voru við lög af skífunni urðu ekki til að draga úr deilum um kappann, til að mynda myndbandið við Stan sem var til í þremur útgáfum mis-ritskoðuðum eftir því hvenær dags átti að sýna það. Við sama heygarðshornið Biðin hefur mörgum þótt vera löng eftir nýrri skífu frá Eminem og fjölmargir reyndar spáð því að saga hans sé öll, umtalið og orð- bragðið hafi selt plötur fyrir hann. Á skífunni nýju, The Eminem Show, sem var flýtt fram í byrjun þessarar viku, er þó ekki annað að heyra en kappinn sé í fínu formi, textalega hefur hann ekki verið betri og tónlist á plötunni er bráð- vel heppnuð. Skotin eru föst, sjá til að mynda upphafslag plötunnar þar sem hann bendir enn á hræsni og yfirdrepsskap bandarískra hægri- manna og eiginkona Cheyneys varaforseta fær sérstaklega til te- vatnsins. Eins og Eminem bendir á í laginu er rappið bara vandamál í Boston, en ekki í Harlem og líkastil hefði hann ekki vakið eins mikið og illt umtal, og ekki náð eins mikilli sölu, ef hann hefði ekki verið hvítur. Fleiri fá á baukinn á skífunni nýju, og óþarft að tíunda það frek- ar, en nefna má þó að enn eitt upp- gjör Eminems við móður sína er þar að finna, óþægilega opinskátt og grimmdarlegt. The Eminem Shower er harðari en fyrri skífur Eminems, ekki síst fyrir það að hann stýrir sjálfur upp- tökum á meira en helmingi laganna. Óhætt er að spá því að hún eigi eftir að seljast eins vel og fyrri verk hans, ef ekki betur, en ekki má gleyma því að hann er búinn að selja 27 milljón eintök af þeim tveim plötum sem hann hefur gefið út. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Eminem á kreik Bandaríski rapparinn Eminem sendir frá sér sína þriðju breiðskífu í vikunni, en plötunni var flýtt til að bregðast við dreifingu á Netinu. Reglan (The Order) Spennumynd Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Sheldon Lettich. Aðalhlutverk: Jean- Claude Van Damme, Vernon Dobtcheff, Charlton Heston. BELGÍSKA vöðvabúntið Jean- Claude Van Damme hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár líkt og aðrar útblásnar hasarstjörnur í Hollywood (s.s. Arnold og Sly) en þó er engan bilbug að finna á kappanum. Reynd- ar náði Jean- Claude aldrei neinni fótfestu í dýrari tegund has- armynda og því e.t.v. auðveldara fyrir hann en suma aðra að brjóta odd af oflætinu og hreiðra um sig ódýrri fjöldafram- leiðslu á borð við Regluna. En þótt flugspörkin séu ekki jafnauðveld og þau voru fyrir tíu árum og hasarsen- urnar brotnar niður í fleiri klipping- ar en áður, er Jean-Claude hér í fínu formi og hasarinn stendur fyrir sínu. Engar kröfur eru gerðar til áhorf- enda aðrar en þær að þeir séu með á nótunum í söguformúlunni og hafi gaman af fjarstæðukenndum slags- málaatriðum. Ef þessi lýsing á við um þig bjóðast án efa verri kostir en þessi á myndbandaleigunni. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Stirð flugspörk Fornbílaklúbburinn (RPM) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Bergvík VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Ian Sharp. Aðalhlutverk: David Arquette, Emmanuelle Seigner og Famke Janssen. FRÁSÖGN kvikmyndarinnar RPM um samkeppni tveggja bíræf- inna bílaþjófa á alþjóðlegri fornbíla- sýningu í Frakklandi mun eflaust veita áhugamönnum um sígildar bif- reiðar umtalsverða ánægju en okkur hinum reynist það þrautin þyngri að endast í gegnum þessa hjákátlegu og frumstæðu til- raun til hasar- myndagerðar. Framvinda og per- sónusköpun eru einfeldningslegar svo ekki sé meira sagt, leikarar eru til trafala hvað varðar áherslu kvikmyndatöku- manns á fallega fornbíla og yfir öllu vakir síðan einhver einkennilegur blær áhugamannavinnu eða hæfi- leikaleysis sem gerir það að allt að því vandræðalegri upplifun að horfa á myndina. Vert er þó að ítreka þann ótrúlega fjölda fallegra bifreiða sem söguhetjurnar geysast á um franska sveitalandslagið en þar með eru kostir myndarinnar upptaldir. ½ Heiða Jóhannsdóttir Fornbílar í góðum gír
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.