Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.05.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MAÍ 2002 25 F í t o n / S Í A F I 0 0 4 6 0 3 Hinn 1. janúar 2001 tóku gildi á Íslandi ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000, sem fela í sér breytingar á íslenskum rétti um meðferð persónuupplýsinga. Af því tilefni hafa Samtök banka og verðbréfafyrirtækja tekið saman bækling sem ætlað er að upplýsa starfsfólk og viðskiptavini fjármálafyrirtækja um réttindi og skyldur samkvæmt lögunum. Bæklingurinn mun liggja frammi í bönkum og sparisjóðum, þar sem einnig verður hægt að nálgast frekari upplýsingar. Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga hjá fjármálafyrirtækjum Ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga ast á við falda fordóma og þess vegna sé vitundarvakningin fyrsta skrefið til þess að gera sér grein fyrir því hvort maður sé haldinn fordómum. Fordómar spretta út frá hræðslu við hið óþekkta „Faldir fordómar eru oft vegna þekkingarleysis. Fordómar spretta út frá hræðslu við hið óþekkta. Þeir verða oft þannig til að menn eru dæmdir út frá heild en ekki ein- staklingnum sjálfum. Við gerðum könnun í fyrra á viðhorfum unglinga til geðheilsuvandamála. Þeir sem þekktu einhvern sem hafði verið veikur á geði höfðu mun jákvæðari viðhorf og minni fordóma en þeir sem ekki þekktu til geðheilsuvanda- mála. Unglingarnir sögðu líka sjálfir að þeir teldu þekkingarleysi vera helstu orsökina fyrir fordómum. Með því að opna umræðuna og auka fræðsluna verður fólk sér meira meðvitandi og dæmir síður fyrir- fram.“ Dóra Guðrún segir að mikill fjöldi ungs fólks sé haldinn algengustu geðrænu vandamálunum, eins og t.d. þunglyndi og kvíða. Einnig séu margir haldnir vanlíðan sem auðvelt er að ráða bug á en margir leiti sér ekki aðstoðar. gugu@mbl.is FORDÓMAR hafa verið íbrennidepli mestan hlutaþessa mánaðar vegnaátaks, sem fjöldi stofnanaog samtaka hefur staðið að. Lykilpersónur í vitundarvakn- ingunni hafa verið Héðinn Unn- steinsson, verkefnisstjóri hjá Geð- rækt og Jónína Margrét Guðnadóttir, upplýsinga- og út- gáfustjóri Landlæknisembættisins. „Héðinn Unnsteinsson kom fram með hugmyndina um vitundar- vakningu um fordóma snemma á þessu ári,“ segir Jónína. „Vakning um fordóma passaði mjög vel inn í framtak Landlæknisembættisins á sviði forvarna þar sem heilsa og líðan manna er í brennidepli. For- dómar hafa skaðleg áhrif á okkur og nauðsynlegt að átta sig á eigin fordómum til þess að geta unnið á þeim.“ Samkenndin jákvæð Jónína segir samstarfið hafa gengið mjög vel og verið lærdóms- ríkt fyrir alla þátttakendur. „Það komu mörg félagasamtök og stofn- anir að þessu, enda þarft verkefni og tímabært. Samstarfið gekk það vel að við vonumst til að frekara framhald geti orðið á því.“ Hvernig fannst þér hátíðin á Ingólfstorgi takast? „Mér þótti hún takast mjög vel. Við, sem stóðum að þessu, vildum hafa hátíðina gleðilega og upp- byggjandi. Það tókst sannarlega, mikill fjöldi fólks kom á Ingólfs- torg, ungir sem aldnir, af öllum þjóðfélagshópum. Einnig er mjög gaman að sjá og heyra hve vel samkomurnar úti um land tókust, og þar kom Rauði krossinn til hjálpar með sjálfboðaliðum sín- um.“ Hvað kom þér helst á óvart í samstarfinu? „Mér þótti einna mest um vert að finna fyrir þeirri samkennd sem myndaðist um verkefnið, bæði meðal skipuleggjenda og almenn- ings. Meðan á undirbúningi stóð þurfti að leita hjálpar víða, og mættum við hvarvetna vinsemd og vilja til samstarfs. Það var mjög jákvætt og sýndi að verkefnið vakti athygli og eftirtekt, eins og að var stefnt.“ Hvað tekur nú við, að mati Landlæknisembættisins? „Við gerðum okkur að sjálfsögðu grein fyrir því strax í upphafi að ekki væri raunhæft að ætla að eyða fordómum með einu skamm- vinnu átaki. Markmið verkefnisins var að fá almenning til að horfast í augu við fordóma og ræða eðli þeirra. Það er fyrsta skrefið til að reyna að losna við þá. Það teljum við hafa tekist og er um að gera að nýta þann jarðveg sem nú hefur skapast til frekari starfa á þessu sviði. Umræðunni um fordóma verður að halda vakandi, annars er hætta á að þögnin flæki fólk í viðj- ar fáfræði og feimni gagnvart op- inni umræðu um jafn mikilvæg mál og fordómar eru.“ Fyrstu skrefin til að losna við fordóma Morgunblaðið/Kristinn Jónína Margrét Guðnadóttir, upplýsinga- og fræðslustjóri Landlæknisembætt- isins, segir fordóma hafa skaðleg áhrif á okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.